Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 1
14. tbl. 10. árg. vestfirska 5. apríl 1984 FHCTTABLADIS Tókum upp fullt af nýjum vörum í dag FLUGLEIÐIR ÍSAFJARÐARFLUGVELLI SÍMI 3000 OG 3400 FLUGLEIDIR Verslunin ísafirði sími 3103 ÁTVR bygg- ir kálfinn Áfengis og tóbaksverslun ríkisins hefur ákveðiö að byggja sinn hluta stjórnsýslu- hússins á ísafirði í sumar. Að sögn Jónatans Arnórssonar, útibússtjóra, er stefnt að því að hægt verði að flytja í nýja hús- næðið fyrir næstu áramót. Út- salan er nú í leiguhúsnæði Brunabótafélagsins og átti að losa það í maí en leigutíminn hefur nú verið framlengdur til áramóta. Kálfurinn, en svo er þessi hluti Stjórnsýsluhússins kall- aður í daglegu tali, verður einnar hæðar, 237 ferm. að flatarmáli, og kemur neðantil við húsið. Um alla hönnun sjá Guðfinna og Afbína Thordar- son. Hótelsíjóraskíptí á Hótel ísafirði — Ferðaskrifstofa ríkisins tekur alfarió við rekstrinum Hótelstjóraskipti fóru fram á Hótel ísafirði 1. apríl s.l. Jón Grétar Kjartansson og Guð- mundur Kristinsson létu af störfum eftir fjögurra mánaða starf við góðan orðstír og við tók Guðrún Janusdóttir. Hún þvertók ekki fyrir að eiga kyn til Vestfirðinga að sækja. Samtímis hótelstjóraskiptunum varð sú breyting á að Ferðaskrif- stofa ríkisins tók algjörlega við rekstri hótelsins en áður hafði einungis verið um aðstoð að ræða að sögn Ingólfs Péturssonar hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Samið hefur verið um að Ferðaskrifstofa ríkisins sjái um reksturinn til ára- móta. Ekki vildi Ingólfur segja neitt um hvort haldið yrði því rekstrarfyrirkomulagi sem verið hefur, sagði það einkamál Ferða- skrifstofunnar. Það er hins vegar alveg ljóst að hótelið verður rekið áfram með sama sniði og verið hefur og hljóta Vestfirðingar að fagna því. Reksturinn mun hafa gengið allvel síðustu mánuði. Og eins og fram hefur komið í blöðum hefur nefndin sem unnið hefur að lausn á fjárhagsvanda hótelsins á vegum samgönguráðu- neytisins komist að þeirri niður- stöðu að heppilegasta lausn vand- ans væri að skuldheimtumenn af- skrifuðu allt að fimmtíu prósent af kröfum sínum. í '' 3' f * Guðrún Janusdóttir í móttökunni fl'Tí t lll Fengur í Bolungarvíkurhöfn. Jóhannes Guðmundsson verkefnisstjóri á innfelldu myndinni Fengur í Bolungarvík: Fer áleiðis til Grænhöfðaeyja um miðjan aprfl Fengur, hið nýja skip Þróun- arsamvinnustofnunar islands, hefur verið á tilraunaveiðum undanfarið. Það kom til Bol- ungarvíkur s.l. fimmtudag úr fyrstu veiðiferðinni og landaði þar um 15 tonnum af rækju. Reyndist skipið í alla staði vel. Þetta er 157 tonna skip, smíð- að á Akureyri og útbúið til tog- veiða, nótaveiða og á Ifnu og net, þannig að hægt er að stunda ýmiskonar veiðiskap á því. Að sögn Jóhannesar Guð- mundssonar, verkefnisstjöra, mun skipið halda áleiðis til Græn- höfðaeyja um miðjan apríl og tekur siglingin þangað um 20 daga, en eyjarnar eru milli 14 og 18 gráðu norður breiddar. Jó- hannes sagði að sitt hlutverk yrði að stjórna verkefninu og vera tengiliður milli innfæddra og ís- lendinga. Hann sagði að íslend- ingar væru hátt skrifaðir hvað varðaði þróunaraðstoð í sam- bandi við fiskveiðar, þeir væru yfirleitt svo fjölhæfir. „Fyrsta mánuðinn verðum við á togveiðum en síðan hefjast tún- fiskveiðarnar sem standa frammí desember og síðan förum við aftur á togveiðar,” sagði Jóhannes þegar við spurðum hverskonar veiðar þeir kæmu til með að stunda þarna suðurfrá. — Hvernig verður kennslunni háttað? „Við erum með mikið kennslu- efni á vídeó, en í okkar hlut mun þó aðallega koma verkleg kennsla. Þarna er líka verið að stofnsetja stýrimannaskóla og er hugsanlegt að við tökum einhvern þátt í því." Jóhannes hefurstarfað við þró- unaraðstoð frá 1972 og verið m.a. í Jemen og Burma. Hann sagðist hafa komið til yfir 30 landa á þessum ferðum sínum um heim- inn. Skipstjóri fyrstu sex mánuðina verður Halldór Lárusson, en stýri- maður Guðmundur Kristjánsson úr Bolungarvík. Vélstjórinn er innfæddur, lærður í Reykjavík. Skipasmíðastöðin: Hafa hannað eigin toghlera og veríð beðnir um að heija framleiðslu á norskum hlerum Skipasmfðastöð Marsellíus- ar á Isafirði hefur hannað og smíðað nýja gerð af toghlerum. Hafa þeir undanfarið verið reyndir á Sigrúnu frá Súðavfk og m.a. verið myndaðir með neðansjávarmyndavél Neta- gerðarinnar. Hafa þeir reynst vel og er skipstjórinn mjög á- nægður með hlerana og segir þá ekki gefa norsku toghlerun- um eftir. Þá ber það við að fyrirtækið sem framleiðir þessa norsku hlera hefur óskað eftir því við Skipa- smíðastöðina að hún taki að sér að framleiða toghlera fyrir ís- lenskan markað. Að Sögn Sævars Birgissonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar, getur vel komið til greina að þeir taki boði norska fyrirtækisins enda er mikil reynsla komin á hlera þess. Hann sagði þetta hins vegar geta orðið svo stórt verkefni að æskilegt væri að fá samstarf vél- smiðja á Isafirði um það. Flugleiðir auka þjónustuna: Framhaldsflug á suðurfirðina Frá og með 8. apríl n.k. munu Flugleiðir hefja fram- haldsflug innan Vestfjarða f tengslum við áætlunarflug til ísafjarðar. Þeir staðir sem hér um ræðir eru Suðureyri, Holt, Ingjaldssandur, Þingeyri, Bíldudalur og Patreksfjörður. Fyrst um sinn verður flogið mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga í tengslum við morg- unflug til ísafjarðar kl. 9.15. Brottför í framhaldsflug verður síðan kl. 10.00 og mun Flugfélag- ið Ernir annast flugið. Hér er bæði farþega- og fraktflutningum til að dreifa. Fargjald er þannig reiknað að 25% afsláttur er veittur af hvorum iegg og sagði Arnór Jónatansson, umdæmisstjóri Flugleiða. það þýða hér um bil sama og ef flogið væri beint. Ennfremur gefst framhaldsfarþegum kostur á öllum afsláttarmöguleikum sem Flugleiðir bjóða uppá. Bókanir munu fara í gegnurn Alex- bókunarkerfið. Arnór sagði að ef þessi ný- breytni fengi góðar undirtektir yrði ferðatíðni aukin.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.