Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 2
vestíirska I mETTfiBLAOID Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Gerið pásakeggja- innkaupin tímanlega Núna er úrvalið mest HAMRABORG Hafnarstræti 7 ísafirði sími 3166 Smáauglýsingar BAHÁ‘I TRÚIN TIL SÖLU Upplýsingar um Bahá i trúna Ford Bronco árgerð 1973 V- eru sendar skriflega, ef óskað 8 beinskiptur í gólfi, sport- er. Utanáskrift: Pósthólf 172, felgurogfl. Isafirði. Opið hús að Sund- Einnig til sölu Kawasaki stræti 14, sími 4071 öll snjósleði árgerð 1982. fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 Upplýsingar gefur Óli sími til 23:00. 4107 LOKSINS TILSÖLU Hef ákveðið að selja í-4202 sem er Austin Mini 1974. Bíllinn er mikið endurnýjað- ur, er t.d. með álfelgur, al- veg sérstöku mælaborði og rallstýri. Skoðaður 1984. Verð: Tilboð gæti jafnvel fengist á jöfnum mánaðar- greiðsium. Upplýsingar í síma 4378 eða 3088. GARÐEIGENDUR Utvegum húsdýraáburð og dreifum ef óskað er. Nú er rétti tíminn til að bera á. Upplýsingar í síma 4353 MÓTORHJÓL TIL SÖLU í-509 Montesa Cappra 414 Moto Cross hjólið er yfir 40 ha, og er í toppstandi. Vara- hlutir fylgja. Upplýsingar í síma 4353 BÁTUR TIL SÖLU „Færeyringur” með stærra húsinu er til sölu. Lítið not- aður vel með farinn bátur. Upplýsingar í síma 3038 TIL SÖLU Range Rover ’82 lítið ekinn og mjög vel með farinn. Upplýsingar í síma 8161 að degi og á kvöldin 8150. TILSÖLU er Honda CB 50. Upplýsingar í síma 3853 TIL SÖLU Mercedes Benz vörubíll 1513 árgerð 1973 16 ‘tn. heildarþunga. Upplýsingar gefur Hallór M. Ólafsson sími 3199, Hlíðar- vegi 14 ísafirði. TILSÖLU 32K TRS-80 tölva ásamt segulbandi og ýmsum forrit- um. Einnig fjarstýrður jeppi af Romax gerð með fjögra rása fjarstýringu og ýmsum aukahlutum. Upplýsingar í síma 3664 eftir kl. 16. TIL SÖLU Willys CJ5árg. 1974, dökk vínrauður með svarta blæju, Með vökvastýri. Ekinn 98 þús. km. Lítur mjög vel út. Skipti á ódýrari bíl möguleg Upplýsingar í síma 7159 á kvöldin. TILSÖLU Notað 47 ferm. alullargólf- teppi, vel um gengið. Selst mjög ódýrt. Gott tækifæri fyrir auralítið fólk. Upplýsingar í síma 3493. TILSÖLU er Daihatsu Charade árgerð 1982 ekinn 25 þús. km. Upplýsingar í síma 4127. TILSÖLU 1/10 hluti í flugvél, TF-ÖND, sem er Cessna 152. Einnig hlutur f flugskýli. Upplagt tækifæri fyrir þá sem vilja læra að fljúga. Upplýsingar í símum 3209 og 3210. TILSÖLU Mazda 929 í-689 árgerð 1982. Ekinn 20.000 km. Mjög vel með farinn, útvarp, segulband, vetrar- og sumardekk. Upplýsingar í síma 3722 eða 3149. Orðið er laust — Lesendadálkur- Þótt gusti um hross og refí Vestfirska fréttablaðinu hefur borist eftirfarandi pistill: ,,Á Nauteyri hefur verið byggt félagsheimili og verður brátt tilbúið til notkunar. Hreppsbú- ar boðuðu til kvöldfagnaðar fyr- ir nokkru og hugðust snæða þorramat, prófa húsið og við- hafa ýmsa skemmtan. Fólk úr nágrannabyggðum var komið á vettvang, en þá gerði hríðar- veður mikið svo fresta varð samkomunni til næsta kvölds og aðkomugestir voru farnir til síns heima aftur og misstu af gleðskapnum. Einn sem fjarri var góðu gamni'sendir þessar vísur af tilefninu með hamingjuóskum með félagsheimilið: Þar inni verði glatt í geði á góðra vina fundum þó úti reynist frost og freði á Fróni ýmsum stundum. Það verði jafnan unaðsylur þar inni — við hjá grönnum þótt um sveitir belji bylur og bölsýni hjá mönnum. Ef sviptivindar blása um byggð og byrgi gremju í huga, þar inni verði traust og tryggð og trú sem best mun duga. Þótt veður grálynd gnæði strítt og gusti um hross og refi þá andrúmsloftið ávallt blítt þar inni vermi og sefi." 1 w \ ' 1 í II If lll mi <f|gs aMP* . " a» "wk wk t ? c l ~ - 1 ggjg ■— Jfl|R | 1 Á balli með Rock&Co Vestfirska fréttablaðinu var boðið á ball í Sjallanum um dag- inn. Hljómsveitin Rock & Co bauð. Það var um miðnættið sem blaðamaðurinn rakst þarna inn með myndavélina á maganum. Þá var þegar margt manna á staðn- um og mikið stuð og ofsa fjör, svo maður noti nú ballmál. Dansgólf- ið var troðfullt og virtust stelpur vera í meirihluta. Gummi Hjalta reigði sig á sviðinu og söng vin- sælasta lag kvöldsins, My oh my með gömlu köllunum í Slade. Dansinn dunaði. Við náðum tali af Gumma Hjalta, og sagði hann okkur að Rock & Co hefði verið stofn- sett í október s.l., en mannabreyt- ingar hefðu orðið í janúar. Þá hefði hann og bróðir hans, Árni, byrjað í hljómsveitinni. Gummi sagði að þeir hygðust spila á al- mennum dansleikjum í vetur, en hefðu áhuga á að æfa frumsamin lög og halda tónleika. Þeir væru alltaf að semja. Gummi sagði hljómsveitina vera með um 40 lög á dagskránni og væru það ný lög og gömul í bland. Hljómsveitina Rock & Co skipa núna Guðmundur Hjalta- son, söngur og gítar, Jón H. Eng- ilbertsson, gítar, Hólmgeir Bald- ursson, trommur, Árni Hjaltason, píanó, hIjóðgerfi11 og söngur, og Sævar Árnason, bassi. Allir hafa þeir starfað áður í öðrum hljóm- sveitum nema Árni. Og áfram dunaði dansinn og blm. sá ekki betur en að eitthvað gott væri að gerast þarna á gólf- inu...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.