Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 5
I yestfirska FRETTABLAEIS fyrsta veturinn — Hefuröu oröiö var viö for- dóma í garö þín sem útlend- ings? ,,Nei, aldrei. Þaö var frekar að ég fann fyrir slíku úti, þegar ég flutti frá Alsír til Frakklands. Þaö var mjög illa séö aö koma frá Alsír. Þaö var oft mjög erf- itt.“ Ekki sérstaklega kvennastarf að vefa Þaö er ekki algengt á íslandi aö karlmenn vinni á vefstofum. Það hefur því vakið athygli sumra hér í bæ aö Philippe vinnur á Vefstofu Guörúnar Vigfúsdóttur. Hann lýsir aö- dragandanum aö því: ,,Ég fór á vefnaöarnámskeiö í Húsmæðraskólanum haustiö 1980, hafði aldrei ofið áöur og langaöi til aö prófa. Mér fannst mjög gaman og langaði til aö fara á annað námskeiö haustió eftir, en þá var allt fullt og ég komst ekki að. Stuttu seinna hringdi Guörún Vigfúsdóttir og vantaöi mann á ýfingarvél. Ég tók starfiö aö mér og byrjaði jafnframt aö vinna hálfan dag- inn viö að vefa. Mér finnst mjög gaman aö vinna þarna, þetta er afskap- lega skapandi starf. Og þetta er ekki sérstaklega kvenmanns- starf." Þess er skemmst að minnast aö Philippe hefur getið sér gott orö fyrir störf sín á Vefstofunni. Hann hefur t.d. teiknað og ofiö landslags- og fuglamyndir. Þá teiknaöi hann teppið sem gefiö var Vigdísi í forsetaheimsókn- inni í fyrrasumar, en þar gat aö líta mynd af þorpi sem friðar- dúfa sveimaði yfir. Svo málar hann líka og hefur haldið tvær sýningar. ,,ísland er fullt af fall- egum myndefnum," segir hann og finnst sérstaklega mikið til fjallanna koma. Er orðinn svo- lítill íslendingur ,,Fyrsta áriö sem ég var hérna fékk ég dálitla innilokun- arkennd. Fannst fjöllin þrengja aö mér. Var ekki vanur fjöllum. Þá var ég hrifnari af Bolungar- vík, þar er allt opnara. En nú er ég orðinn vanur þessu. í Reykjavík mundi ég sjálfsagt sakna fjallanna. Svo er ég ekki mikið fyrir borgir, er sveitamað- ur.“ — Langar þig aldrei út aftur? ,,Nei, mér finnst ég vera orö- inn svolítill íslendingur." Vitað er að einingahúsin okkar eru allt að 25% ódýrari en hefðbundin steinhús. Auk þess er byggingartíminn styttri og þér býðst fjöldi möguleika um fyrirkomulag herbergja og útlits, innan sem utan. Framleiðsla húsanna hér á Vestfjörðum gerir það að verkum að flutningskostnaður verður minni fyrir þá sem hér búa. Einnig veitum við ráðgjöf og bjóðum upp á margskonar byggingarefni sem þarf við byggingu sökkla og smíðar á innréttingum. Leitið nánari upplýsinga um þennan hagkvæma byggingarmáta og hvað við höfum upp á að bjóða. IÐNVERKHE Þórsgötu 12 - 450 Patreksfirði Símar: 94-1174 - 94-1206 Húseign til sölu Tilboð óskast í efri hæð og rishæð hússins að Austurvegi 13, ísafirði. Trimmlandskeppnin: ísfirðingar eiga góða sigurmöguleika — Siglufjörður og Húsavík helstu keppinautamir Eins og flestir vita stendur nú yfir trimmlandskeppni á skfðum og lýkur henni 30. apríl n.k. Þetta er stigakeppni milli héraða og eru veitt þrenn aðal- verðlaun: — bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað sem hefur 10 þús. íbúa eða fleiri — bikar fyrir bestu þátttöku í kaupstað með 2—10 þús. íbúa (þ.á.m. ísafjörður) — og bikar fyrir bestu þátttöku hjá héraðssambandi. Til þess að verða fullgildur þátttakandi í stigakeppninni þarf að fara minnst fimm sinnum á skíði og er miðað við að skíða- ferðin taki um l klst. Einu gildir hvort farið er á göngu eða svig- skíði. Þátttakandi sem uppfyllir þau skilyrði að hafa farið fimm sinnum eða oftar á skíði fær l stig fyrir sitt bæjarfélag. Skráningarspjöld til að stað- festa þátttöku sína geta menn fengið á skíðasvæðinu, hjá starfs- mönnum og í Skíðheimum, einn- ig í Trimmbúðinni. Laugardaginn 7. apríl og sunnudaginn 8. apríl og næstu heigar verða fulltrúar Trimm- nefndar Skíðaráðs ísafjarðar á skíðasvæðinu til að leiðbeina fólki í sambandi við skráningu. Þeir munu verða með merki og skráningarspjöld til taks. Það er trú Trimmnefndar að ef allir þeir sem fara á skíði skrá sig, og hinir sem ekki eru búnir að taka skíðin fram dusti af þeim rykið og fari á skíði, þá eigi ísfirðingar að geta unnið þessa keppni í flokki kaupstaða með 2 — 10 þús. íbúa. Helstu keppi- nautar eru taldir vera Siglufjörður og Húsavík. Þann 2. apríl höfðu I87 þátt- takendur skráð sig á ísafirði. Trimmnefndin skorar á ísfirð- inga að taka þátt í þessu heilsu- samlega sporti og skila bænum sínum einu stigi um leið og stuðl- að er að betri heilsu. Svo má ekki gleyma allri þeirri ánægju sem fólgin er í að fara til fjalla í góðu veðri. Vestfirska fréttablaðið tekur undir hvatningarorð Trimm- nefndar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Halldórsdóttir Austurvegi 13, símar 3103 og 3026 14 daga paskaferö 18. apríl Verð frá kr. 18.400 3ja vikna ferðir hefjast 2. maf Verð frá kr. 22.000 FERÐAMIÐSTÖÐIN Isafjörður Guðrún Halldórsdóttir Símar 4011 og 3100 Bolungarvík: Björg Guðmundsdóttir Sími 7460 TOLVUSÝNING verður haldin í versluninni SERIU Aðalstræti, n.k. föstudag frá kl. 15:00 — 20:00, laugardag frá kl. 10:00 — 16:00 og sunnudag frá kl. 13:00 -18:00. Kynntar verða heimilistölvur, leikforrit og allskonar hugbúnaður frá SPECTRA VIDEO, auk þess mikið úrval af tölvublöðum. INGVAR tölvutæknir frá Reykjavík leiðbeinir og sýnir kosti þessarra framtíðartækja!!! Einstakt tækifæri til að kynnast því nýjasta á heimilistölvumarkaðnum. Serfa $.f. Aðalstræti, sími 3072

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.