Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 7
vestlirska rRETTABlASIP Atferlisrannsóknir á rœkjunni: Mikið af aukaaflanum fer út úr trollinu aftur Einar Hreinsson, útvegs- fræðingur, hefur undanfarinn mánuð verið við neðansjávar- myndatökur á toghlerum og nýjum rækjuvörpum. Her er m.a. um toghlera frá Skipa- smíðastöð Marsellíusar og nýj- ar tegundir af vörpum frá Neta- gerð Vestfjarða að ræða. Vörp- urnar eru í tveimur stærðum, 1000 möskva og 800 möskva. Einar sagði að nú lægi nokkuð Ijóst fyrir hvernig vörpurnar hegða sér, en áður en farið var að mynda þær neðansjávar urðu menn að prófa sig blint áfram með þær. „Síðustu vikuna höfum við verið við atferlisrannsóknir á rækjunni, höfum kannað hvernig rækjan hegðar sér gagnvart troll- inu,“ sagði Einar. „Við sáum rækjuna vel og einnig hvernig síldin og loðnan fóru útúr henni aftur. Það kom okkur á óvart hve mikið af aukaaflanum fór út úr aftur," sagði Einar Hreinsson og kvað ekki ólíklegt að þeir gerðu einhverja bragarbót á vörpunum þegar niðurstöður rannsóknanna lægju fyrir. íbúðir tilbúnar undir tréverk Eiríkur og Einar Valur eru að hefja byggingu á átta íbúða fjölbýlishúsi við Urðarveg innan við raðhúsin. Enn eru óseldar fjórar 3ja herbergja íbúðir og ein 2ja herb. íbúðirnar verða seldar tiibúnar undir tréverk og afhendast þannig í júní 1985. Nánar upplýsingar veita Arnar G. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, sími 4144 og Eiríkur Kristó- fersson, Hafraholti 54, sími 4289. DANSLEIKUR í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöld 7. apríl kl. 23 — 3 Borðapantanir frá kl. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó Ásgeir og félagar Jörð til sölu Jörðin Meiri-Hattardalur I í Súðavíkur- hreppi er til sölu. Upplýsingar eru veittar í síma 91-3 66 61. Vorum að taka upp mikið af vörum T.d. buxur, peysur, bolir, vesti, mussur og margt fleira. VERSLUNIN SKEMMAN LJÓNINU, SKEIÐI Um veðurathugun Nú i seinni tíð hafa sumir furöað sig á að ekki skuli vera veðurathugunarstöð á ísafirði og rökstutt þá furðu sína þann- ig að veðrið hér sé allt öðruvísi en á Galtarvita og f Æðey, ísa- firði í hag. Þetta segja menn að geti komið niður á bænum sem ferðamannastað, fólk hætti við að koma hingað vegna veðurs á Galtarvita. Á sama tíma og verið er að reyna að byggja isafjörð upp sem ferðamanna- stað þykir sumum þetta vont mál. Við á Vf. tókum það til athug- unar og komumst m.a. að því að hér var veðurathugunarstöð fram til 1934. Hlynur Sigtryggsson. Veðurstofustjóri: ..Hún var flutt að ósk vest- firskra sjómanna. fyrst útí Bol- ungarvík og svo að Galtarvita. af því þeim þótti hún ekki nýtast nógu vel á ísafirði með tilliti til sjósóknar. Ég veit ekki til að komið hafi fram mótmæli gegn því.“ — En nú er viðhorfið breytt og menn farnir að spá í þetta í sam- bandi við ferðamannastraum. „Jájá,“ segir Hlynur. og bætir síðan hlæjandi við: „Nú. ef þið ætlið að græða á þessu. munduð þið þá ekki taka þátt í rekstri slíkrar veðurathugunarstöðvar? — Það er náttúrulega hugsanlegt að koma upp veðurathugun á flugvellinum i samráði við Flug- málastjórn. Og svo er nú Æðey þarna í Djúpinu." — En er ekki veðrið á ísafirði allt öðruvísi en á þessum veðurathug- unarstöðvum í kringuni okkur? „Jú. veðrið í Skutulsfirði er alveg kapítuli útaf fyrir sig og eiginlega alveg gagnslaust fyrir veðurspár yfirleitt. Reyndar er erfitt að finna stað á Vestfjörðum sem hentar að öllu leyti fyrir veðurspár. þeir eru bara misjafn- lega slæmir." Hlynur sagði síðan að vissulega væru víða veðurathugunarstöðvar á skjólsælum ferðamannastöðum sem nýttust illa til veðurspárgerð- ar. þannig að ísafjörður yrði ekk- ert einsdæmi í þeim efnum ef teknar yrðu upp athuganir hér. Hann benti líka á að skíðastaðir einsog t.d. ísafjörður þyrftu að hafa veðurathuganir í skíðalönd- unum fyrir skíðafólkið. —- enginn skíðastaður í útlöndum sem standa vildi undir nafni væri án slíkrar þjónustu. Að lokum sagði Hlynur: „Við getum athugað málin og þá t.d. í sambandi við Flugmálastjórn ef þetta á fyrst og fremst að vera vegna ferðamála." HAMRABORG Hafnarstræti 7 ísafirði sími 3166 Gleymið ekki brúðkaups- deginum 1 ár Pappírsbrúðkaup 2 ár Bómullarbrúðkaup 3 ár Leðurbrúðkaup 4 ár Blómabrúðkaup 5 ár Trébrúðkaup 6 ár Sykurbrúðkaup 7 ár Ullarbrúðkaup 8 ár Bronsbrúðkaup 9 ár Viðarbrúðkaup 10 ár Tinbrúðkaup 11 ár Stálbrúðkaup 12 ár Silkibrúðkaup 12!6 ár Koparbrúðkaup 13 ár Knipingabrúðkaup Blómabúðin <v\#> ísafirði — Sími 4134 14 ár Fílabeinsbrúðakaup 15 ár Kristalbrúðkaup 20 ár Postulínsbrúðkaup 25 ár Silfurbrúðkaup 30 ár Perlubrúðkaup 35 ár Kóralbrúðkaup 40 ár Rúbínbrúðkaup 45 ár Safírbrúðkaup 50 ár Gullbrúðkaup 55 ár Smaragðabrúðkaup 60 ár Demantbrúðkaup 65 ár Kórónudemantsbrúðk. 70 ár Járnbrúðkaup 75 ár Atómbrúðkaup Yerkalýðsfélögin hafa: Áhyggjur af afleiðmgum kvótaskipt- ingarinnar Alþýðusamband Vestfjarða og Verkalýðs- og sjómannafé- lag Bolungarvíkur hafa sent okkur ályktanir þar sem lýst er áhyggjum vegna kvótaskipt- ingarinnar. Alþýðusambandið bendir á þá staðreynd að eng- inn landsfjórðungur sé jafn háður útgerð og vinnslu sjávar- afla og Vestfirðir og því ekki ofmælt að hér sé um stóriðju að ræða þegar litið sé til at- vinnugreinarinnar í heild. Þá segir í ályktun sambandsins að sú staðreynd hafi því komið vestfirskum sjómönnum og land- verkafólki verulega á óvart að kvótaskiptingin rnuni leiða af sér meira atvinnuleysi en áður hafi þekkst á síðustu áratugum. Fund- urinn fái ekki skilið hvernig á því standi að stjórnvöld telji Vestfirð- inga geta borið þyngri bagga en aðrir landsmenn í þessu sem öðru. Ennfremur gerir fundurinn þá kröfu til stjórnvalda að þau fari að láta renna fjármagn til uppbyggingar atvinnulífs á Vest- fjörðum til jafns við aðra lands- hluta. í ályktun Verkalýðs- opg sjó- mannafélags Bolungarvíkur segir að afleiðingar kvótaskiptingar- innar hljóti að hafa í för með sér gífurlega aukin byggðavandamál. ekki hvað síst landsvæðis eins og Vestfjarða sem byggi afkomu sína í einu og öllu á fiskveiðum og vinnslu. Það er skoðun fundarins að í Ijósi þessarar sérstöðu Vestfjarða beri að úthluta þeim verulega ríflegri kvóta til veiða en þeim landsvæðum sem hafi á fleiri at- vinnugreinum en fiskveiðum og vinnslu að byggja. Þá telur fundurinn að hraða beri athugunum á uppbyggingu úrvinnslu og smærri iðngreina á svæðinu til að skjóta frekari stoð- um og fjölbreyttari undir atvinnu- líf í fjórðungnum. vestlirska rRETTABLADIO 7 ÍFÁSTEIGNÁ-j I VIÐSKIPTI S I ÍSAFJÖRÐUR: | 2 herb. íbúðir: I Túngata 3, e.h.: I 70 ferm. íbúd í þríbýlis- j húsi. Endurbyggð aö öllu [ leyti. I 3 herb. íbúðir: I Stórholt 13, 2. h. t.v.: | 86 ferm. fullfrágengin íbúð | | ífjölbýlishúsi. | I Aðalstræti 8, suðurendi: 70 ferm. íbúð í tvíbýlishúsi. ! | Sundstræti 27, norðurendi: | I 65 ferm. íbúð á efri hæð. I Hlíðarvegur 16: . 65 ferm. íbúð á efri hæð. | Fjarðarstræti 51: | I 65 ferm. íbúð á efri hæð. Heimabær5: I Neðri hæð í tvíbýlishúsi. | 4 — 5 herb. íbúðir: I Silfurgata 11: I 100 ferm. íbúð á 3. hæð í fjórbýlishúsi. J Stórholt 7,1 .h. t.h.: I 117 ferm. íbúð í fjölbýlis- | húsi. | I Einbýlishús/Raðhús: I Fagraholt 9: [ 5 herb. 140 ferm. fullfrá- gengið einbýlishús ásamt I bílskúr. | I Hafraholt18: I 142 ferm. raðhús ásamt 32 j j ferm. bílskúr. ísafjarðarvegur 4: I 2X50 ferm. álklætt timbur- I hús ásamt bílskúr. I Hafraholt 8: j 142 ferm. raöhús ásamt bíl- [ j skúr. I PólgatalO: I 4X65 ferm. steinsteypt hús I I ásamt bílskúr. I Silfurgata 3: [ 2X115 ferm. hús. Þarfnast [ viðgerðar. | Seljalandsvegur85: I 80 ferm. 4 herb. forskallað I I timburhús. j BOLUNGARVÍK: I Holtabrún7: I 2X131 ferm. einbýlishús. | | Hagstæð greiðslukjör. | I Holtabrún2: 2X83 ferm. einbýlishús úr ■ timbri. I Holtabrún16: I 110 ferm. 4 herb. íbúð í j fjölbýlishúsi. I Vitastígur8: | 180 ferm. 6 herb. vikur- I hlaðið einbýlishús. Hugs- I I anleg skipti á Stór- I Reykjavíkursvæði. | Vitastígur 21, n.h.: | | 85 ferm. 3 herb. íbúð. I Móholt4: I 108 ferm. 4 herb. raðhús á | I einni hæö. j Tryggvi j j Guðmundsson j j hdl. j I Hrannargötu 2, I ísafirði sími 3940 I

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.