Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 05.04.1984, Blaðsíða 8
Myndavélar Kodak DISK vélar.kr. 2.400,- til kr. 4.200,- YASHICA MF 2 m/lampa ........kr. 2.400,- YASHICA ,,Electro“ ..........kr. 5.100,- MAMIYA „U“ m/lampa...........kr. 4.600,- MAMIYA „Reflex" .............kr. 10.200,- OLYMPUS XA m/lampa ..........kr. 7.240,- OLYMPUS „OM 1 “ .............kr. 10.960,- Flasslampar .....verð frá kr. 1.375,- til 3.990,- BÓKAV. JÓNASAR TÓMASSONAR SIMI3123 ÍSAFIRÐI vestíirska FRETTABLADIS ERNIR P iSArmai Símar 3698 og 3898 BÍLALEKSA tvestfirska ~~l MMISÉSMm hefur heyrt Rekstur Félagsmiðstöðvarinnar gengur vel Unglingamir eiga hrós skilið AÐ Benedikt Torfason, fyrrum kokkur á Hótel ísa- firði, hafi veriö ráöinn fram- kvæmdastjóri Félagsheim- ilisins í Hnífsdal. Þar eru nú umfangsmiklar breytingar í undirbúningi er miöa aö því að treysta rekstrar- grundvöll þess og er arki- tekt kominn í máliö. Þá er íris Gústafsdóttir komin til bæjarins og mun halda námskeið í líkamsrækt en líkamsræktarsalurinn mun veröa opnaður aftur á mánudaginn ... Eftirfarandi sögu er stol- iö úr Barningi, fréttabréfi Neytendafélags ísafjaröar og nágrennis: „ísfirðingur einn fór í sex vikna ferö til útlanda, og sendi hann konu sinni vikulega póstkort. Þegar hann kom heim höföu eng- ar fréttir borist af honum. Póstkortin lágu öll í póst- hólfi fyrirtækis mannsins, sem enginn haföi aögang aö nema hann sjálfur. Þessi saga er dagsönn," segir í fréttabréfinu, ,,og hljóta póstmenn að sjá, aö þetta getur reynt á hjóna- bandiö." — segir Bjöm Helgason, íþrótta- og œskulýðsfulltrúi Þann 23. mars s.l. var sem kunnugt er opnuð Félagsmið- stöð unglinga á ísafirði. Við spurðum Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa hvernig starfsemin hefði geng- ið. „Já, Félagsmiðstöðin hefur aðeins starfað í rúma viku þannig að reynsla af starfsem- inni er ekki mikil, en þó má sjá af undirtektum unglinga að sifk starfsemi á fyllilega rétt á sér. „Aðsókn hefur verið mjög góð og má segja að starfsemin sé nú í mótun. Æskulýðsráð lagði fyrst og fremst áherslu á að fá húsnæði fyrir unglingana og ráða starfsmann þeim til halds og trausts, en síðan ættu þau ásamt honum að sjá um að móta starfið. Þessa fyrstu viku hafa þau spilað, teflt, hlustað á músík haft eitt diskótek, horft á vídeó og fleira. Það má líka geta þess að þau eiga hrós skilið fyrir góða umgengni og áhuga á starfseminni þennan tíma sem opið hefur verið.“ Það var kátt á hjalla þegar við litum inní félagsmiðstöðina Rekkjuna á þriðjudagskvöld. Krakkarnir voru í óða önn að skreyta miðstöðina, en þær skreytingar hafa ekki farið framhjá ísfirðingum. Sigga Mæja, umsjónarmaður krakkanna (þarna önnur frá hægri) sagði þá einstaklega áhugasama. Þau voru allavega fljót að stilla sér upp til myndatöku. — Verða þarna einhverjar uppá- komur? Það berst mikið af karfa á land um þessar mundir og eru ekki allir jafn hrifnir af því. Á Þingeyri hafa menn orðið að vinna á vöktum allan sólarhringinn til að hafa und- an, þannig að lífið er fiskur þar þessa dagana. Fremur tregt hefur verið hjá línubátunum undanfarið en var heldur að glæðast í gær. Bolungarvíkurbátarnir hafa ekki þurft að leita langt, því þeir hafa lagt á Skálavíkinni. Gísli Árni er nýbúinn að landa loðnu á Patreksfirði þannig að þar liðast peninga- lyktin enn um allt. Sömu sögu er reyndar að segja frá Bol- ungarvík en þar er þó loðnan að klárast og ólíklegt er talið að meira berist á þessari ver- tíð. Þar voru nokkrir rækju- bátar byrjaðir á línu. Um síðustu helgi áttu Nið- ursuðuverksmiðjan, Vina- minni, Rækjustöðin og Rækjuverksmiðjan Hnífsdal eftir 127 tonn af skammti sín- um í Djúpinu. Að svo búnu setjum við amen á eftir þessum formála og snúum okkur að togurun- um: GUÐBJARTUR landaði á fimmtudaginn 132 tonnum af ufsa og karfa. GUÐBJÖRG iandaði sama dag 222 tonnum, uppistaðan karfi. ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR kom með 140 tonn í gær, mest karfi. GYLLIR landaði 125 tonnum, aðallega karfa, á mánudag- inn. FRAMNES I landaði sama dag 127 tonnum af blönduð- um afla. SLÉTTANES losaði 107 tonn á laugardaginn, bróðurpartur- inn karfi. SÖLVI BJARNASON landar í dag. SIGUREY landaði á mánu- daginn 45 tonnum af blönd- uðu. HAFÞÓR kom með um 50 tonn af rækju á þriðjudaginn. ARNARNES landaði tæpum 30 tonnum af rækju síðasta fimmtudag. Aðrir togarar munu vera fyrir sunnan land, en þar hefur verið bræla undanfarið og ekki mikil veiði. „Það er hugsanlegt. Það hefur verið skipaður svokallaður starfs- hópur sem á að vera unglingum og umsjónarmanni til aðstoðar við að koma siíkum málum í framkvæmd. Þennan starfshóp skipa Jakob Hjálmarsson, Björn Helgason, Guðríður Sigurðar- dóttir, Jón Baldvin Hannesson og Sigríður Gunnarsdóttir." — Ertu bjartsýnn á að þessi tilraun með opnun Félagsmið- stöðvartakist? „Já, það er ég. Unglingarnir hafa sýnt að þeim má vel treysta, enda er þetta mest fyrir þau gert, og ef þau ekki halda þær reglur sem gilda verður þessari starfsemi hætt,“ sagði Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Nýjung hjá Pólnum: Löndunarvog sem geíiir m.a. reíknað út meðalþunga físka POLLINN HF Isafirði Sími3792 ÞÆR ERU KOMNAR SIEMENS ÞVOTTAVÉLARNAR Vorum að fá enn eina sendinguna af þessum frábæru þvottavélum. Einnig tauþurrkara. 3 MISMUNANDI GERÐIR AF | SIEMENS ÞVOTTAVÉLUM. Þú færð þér SIEMENS, að sjálfsögðu, vegna gæðanna. — VIÐURKENND VIÐ GERÐARÞJÓNUSTA — Póllinn hf. á Isafirði hefur þró- að nýja útgáfu af 105 kg palivog sem hentar sérstaklega við vigtun og skráningu afla úr fiskkössum. Helsta vandamálið við vigtun fiskkassa er að ís og fiskleifar setjast í misjöfnu magni innaná kassana og valda mikilli skekkju (0,5 til 1%) við vigtun, þar sem þungi kassanna er aldrei eins, Til að leysa þetta vandamál er vogin útbúin með sjálfvirkri törun sem núllstillir þunga hvers kassa fyrir sig þannig að vigtun verður óháð breytilegri þyngd kassanna, auk þess að flýta fyrir vigtun og skrán- ingu. Vogin skráir og prentar fjölda fiska í hverjum kassa ásamt þunga hans og tegund. Þegar löndun er lokið vinnur tölva vog- arinnar úr upplýsingum og og gefur ýmsar skriflegar niðurstöð- ur um hverja fisktegund fyrir sig: Meðalþunga kassa. meðalþunga fiska, heildarþunga fisktegundar. heildarfjölda kassa og fiska, sam- talsþunga allra tegunda og sam- talsfjölda allra fiska. Pólsvog BILALEIGA Ncsvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bílinn Opift allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.