Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 1
15. tbl. 10. árg. vestfirska 12. apríl 1984 FIIETTABLADIS I vefnaðarvörudeildinni: ALDREI FYRR MEIRA ÚRVAL AFVEFNAÐARVÖRU OG OG SMÁVÖRUM TIL SAUMA SinarQuðfjinmzon k £ £<W 7200 - tflS So lun^a'iOík r1 1 1 Kynmngarmynd um Ísaíjörð tekin í vor 1 ■ — fer víða um lönd I undirbúningi er gerð kynn- ingarmyndar um ísafjörð. Hér er um 20—30 mínútna langt myndband að ræða og hefur bæjarsjóður ásamt allmörgum fyrirtækjum í bænum gerst að- ili að myndinni. Heimildasöfn- un er að fara í gang en kvik- myndunin fer aðallega fram á tímabilinu frá miðjum maí fram í miðjan júní. Það er fyrirtækið Myndbær h.f. sem annast gerð myndar- innar en fær til liðs við sig fyrirtækin ísmynd, sem sér um myndatökuna og Kynningar- þjónustuna, sem gerir endan- I I I I I I I h Framkvæmdir við Óshlíð boðnar út Ákveðið hefur verið að bjóða út framkvæmdir við Óshlíð í sumar og verður það auglýst á næstunni. Ekki er á þessu stigi Ijóst hvenær í sumar verkið verður unnið eða hve langan tíma það kemur til með að taka. Þær framkvæmdir sem hér eru til tals felast í áframhaldandi end- urbótum á veginum. Teknir verða tveir kaflar, annar yst á Óshlíð, hinn um Hvanngjár. Samtals eru þeir um 1,5 km. Framkvæmdir munu hafa einhverjar lokanir á veginum í för með sér og verða þá teknar upp bátsferðir á milli. Útboð er nýmæli í vegagerð á Vestfjörðum. f fyrra var boðið út lítið verk á Laxárdalsheiði, en Óshlíðarframkvæmdin mun verða stærsta útboð í vegagerð á Vestfjörðum til þessa. f samtali við Vf sagði Gísli Eiríksson, um- dæmisverkfræðingur Vegagerðar- innar, að útboð hefðu verið að aukast hjá Vegagerðinni á undan- förnum árum og værum við Vest- firðingar dálítið á eftir í þeim efnum. Á fjárlögum eru 12,6 mill- jónir króna ætlaðar til fram- kvæmda við Óshlíð á þessu ári. Bflddælingar taka Snoira Sturluson á leigu Rækjuver á Bíldudal hefur tekið hinn 1000 tonna togara BÚR, Snorra Sturluson, á leigu til 5 mánaða með eins árs for- leigurétti. Togarinn mun fara á úthafsrækju og hefja veiðar um helgina. Áætlað er að hann landi á Bíldudal í fyrsta skipti 23. apríl næstkomandi. Átta rækjubátar stunda nú veiðar á Arnarfirði og hafa leyfi til 1. maí. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri Rækjuvers, sagði framlengingu til 15. maí liggja í loftinu og þó næðist ekki leyfður kvóti, sem er 500 tonn. legan texta. Gert er ráð fyrir að Bryndís Schram stjórni mynda- tökunni og lesi textann að nokkru á móti Magnúsi Bjarn- freðssyni. Að sögn Hauðar Helgu Stef- ánsdóttur hjá Myndbæ hf. verður myndin byggð upp á sjálfstæðum einingum um hvern aðila fyrir sig. Með í kaupunum fylgir dreifing myndarinnar á nokkra tiltekna staði, m.a. á sjávarútvegs- og heimilissýningarnar í haust, á Keflavíkurflugvöll, á Hótel Esju og Sögu. Síðan mun myndinni verða dreift af Myndbanka sjó- manna, sem Myndbær sér um, og einnig er hún ætluð til sýn- inga hjá Námsgagnastofnun. Þá væri hægt að nota myndina þegar gesti bæri að garði eða taka hana með f vinabæjar- heimsóknir, sagði Hauður. Unnt er að fá myndina með erlendu tali. Fyrirtæki sagði Hauður að gætu notað mynd- ina sem gangandi sölumenn. Sem dæmi um aðila sem verða með 1 myndinni má nefna báða bankana, rækjuverk- smiðjur, Skipasmíðastöðina, Ferðaskrifstofu Vestfjarða, Flugfélagið Ernir, verslanirnar í Ljóninu og síðan munu kaup- menn á eyrinni ætla að vera saman um einn hluta myndar- innar. Hauður Helga sagðist von- ast til að bæjarbúar yrðu ánægðir með þessa mynd, það yrði reynt að gera hana eins góða og mögulegt væri. Rétt áður en blaðið fór í prentun bárust þær fréttir að vegna góðra undirtekta fsfirð- inga og þess hve þátttaka þeirra er mikil hafi Myndbær h.f. ákveðið að setja enskan texta með myndinni. Hefur þegar verið samið við Flugleið- ir og utanríkisráðuneytið um dreifingu hennar erlendis. Þessi mynd verður fyrsta mynd um byggðarlag á fslandi sem gerð er með ensku tali og dreift víða um lönd. Er hugmyndin að hún verði jafnframt kynning á dæmigerðum kaupstað á fs- landi. Að fortíðÆKal hyggja, só' barnaskemmtun á sunm fyá landnámi til nútíman hver um sigJMK ákveðfh in%gg í Uj , f «. úr Barnaskólá Isafjarðar á# - ý * ^ fóru á kostum gegnum sögym omu márgar merkar persónur fram^ a þjóðfélagshófes. Gott Golf: Bæjarstjóm samþykkir að stefna að því að golfvöllur verðir staðsett- ur í Tungudal Á fundi í bæjarstjórn ísa- fjarðar s.l. fimmtudag var sam- þykkt sameiginleg tillaga frá meiri- og minnihluta þess efnis að stefnt verði að því að Golf- klúbbi ísafjarðar verði úthlutað landi í Tungudal undir golfvöll, „enda verði nýting svæðisins í samræmi við þær hugmyndir sem þegar eru fram komnar," eins og segir í samþykktinni. Vegna þessa samþykkti bæjar- stjórn að skipa þrjá menn í starfs- hóp er kanni og geri tillögur um framkvæmd þessa máls. Bæjar- stjórn tilnefnir tvo menn í nefnd- ina en forstöðumaður tæknideild- ar verður þriðji nefndarmaður. Á fundi bæjarráðs 2. apríl voru lagðar fram nýjar tillögur Golf- klúbbs Isafjarðar að 9 hola golf- velli í Tungudal, unnar af Krist- jáni Kristjánssyni FTFÍ. Erstarfs- hópnum áðurnefnda ætlað að vinna starf sitt með hliðsjón af framlögðum till. ,,Verði niður- staða jákvæð," segir í samþykkt bæjarstjórnar, „geri starfshópur- inn tillögu til bæjarráðs um út- hlutan lands og fyrirkomulag vallarstæðis ásamt drögum að samningi milli bæjarstjórnar og Golfklúbbs ísafjarðar um fram- vindu málsins, þar sem fram komi réttindi og skyldur Golf- klúbbs ísafjarðar varðandi starf- semina á svæðinu." r1 i i i i i ■ Sjúkraflutningamir aftur orðnir vandamál „Sjúkraflutningarnir eru að verða heilmikið vandamál," sagði Anna Helgadóttir á bæj- arstjórnarfundi á Hótel ísafirði s.l. fimmtudagskvöld. Þessi ummæli koma í kjölfar bréfs frá Pétri Kr. Hafstein, bæjarfógeta, þar sem hann tilkynnir að við ríkjandi aðstæður telji hann ekki rétt að ræða frekar um þátttöku lögreglunnar á ísafirði í sjúkraflutningum í kaup- staðnum. Væri því viðræðum bæjarfógeta og bæjarstjóra um þetta mál lokið af hálfu bæjar- fógeta. Slökkviliðið á ísafirði hefur sem kunnugt er sinnt sjúkraflutn- ingum síðan snemma á síðasta ári að lögreglan hætti þátttöku í þeim. í júlí s.l. skrifaði bæjarfó- getinn bæjarstjórn hins vegar bréf þar sem hann bauð fram tiltekna aðstoö ef það hefði ekki auka- kostnað i för nteð sér fyrir ríkið. Þetta var nokkru eftir að tekin var slitnar uppúr viðræðum sýslumanns og bœjarstjóra á lögreglu- auk þess hafa verið stefnu ríkis- valdsins að losa sig undan þessum sjúkraflutningum og hefði sú þró- un orðið víðast hvar á landinu „Ég tel að sjúkraflutningar eigi að vera í höndurn lögreglunnar eins og þeir voru." sagði Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri, í sam- tali við blaðið. „Lögreglan er með að minnsta kosti tvo menn á vakt allan sólarhringinn og ég tel að við séum hér að halda uppi tvö- földu almannavarnakerfi í bæn- um. Þarna finnst mér peningum mjög illa varið og ef menn eru tilbúnir að eyða þessum pening- unt þá væri þeim miklu betur varið á annan hátt." Sjúkraflutningar kostuðu bæj- arsjóð fsafjarðar um 1.2 milljónir í fyrra. Þar af kostuðu bakvaktir upp sólarhringsvakt stöðinni. í samtali við Vf sagði Pétur Hafstein að upp hefði komið nokkur andstaða nteðal lögreglu- manna gegn þessu. Hluti þeirra vildi taka flutningana að sér án beinnar aðildar embættisins og láta greiðslur renna í sjóð Lög- reglufélags Vestfjarða. Um það náðist þó ekki samstaða meðal lögreglumanna, þeir töldu þetta ekki löggæsluverkefni og fundu sig að auki vanbúna til að sinna þessu ef alvarleg tilfelli kæmu upp. „Vegna þess ágreinings sem þátttaka lögreglunnar í sjúkra- flutningum olli hér áður. hef ég ekki talið rétt að hún tæki þessa flutninga að sér aftur nema um það væri algjör samstaða meðal lögreglumanna, þannig að þessi þáttur starfsins yrði ekki til að spilia nauðsynlegri einingu og samheldni í lögreglunni," sagði Pétur Hafstein. Hann kvað það um 440 þúsund og sumarafleys- ingmaður 120 þúsund. Slökkvilið- ið á ísafirði hefur, eftir aðstæð- um, annast sjúkraflutninga fyrir Suðureyri. Flateyri, Súðavík, hreppana í Djúpinu, jafnvel Þing- eyri. Þessi sveitarfélög hafa þá borgað útkallið en ekki tekið þátt í neinum öðrum kostnaði. Nú hefur bæjarstjóri sent sveitar- stjórnarmönnum bréf þess efnis að bæjarsjóður treysti sér ekki til að annast sjúkraflutningana í ó- breyttri mynd án þess að sveitar- félögin i kring taki þátt i kostnaði að einhverju leyti. „Að mínu mati þarf Slökkvilið Isafjarðar eingöngu á einum manni að halda. þ.e.a.s. slökkvi- liðsstjóra, sagði Haraldur. „Síðan höfum við þurft að ráða tvo menn í viðbót, nær eingöngu til að annast sjúkraflutningana, þannig að við þurfum að bera kostnað af tveimur mönnum, bakvöktum þeirra og sumarafleysinga- manni," sagði Haraldur og vildi að sveitarfélögin tækju þátt í þessum kostnaði. Þess má geta að í Bolungarvík annast lögreglan sjúkraflutninga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.