Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 2
vestfirska 1 vestíirska 1 FRETTABLADIS Vikublað, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrifstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaður Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. •• 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. Eftir að hafa séð hrafninn fljúga mikilfenglega í Nýja bíói og smakkað smávegis á regn- inu í Austurstræti ákváðu þau að gerast heimsmenningarleg og setjast inn á café Lækjar- brekku. Þau fundu sér borð útí horni og horfðust í augu yfir ÚTÍ BLÁINN / dag skrif hr Rúnar Helgi kertaljós. Á næsta boröi sat miöaldra maður yfir hálffullu glasi og horfði fjarrænum aug- um útí loftið. Varla var hann að horfa á þjónustustúlkuna því hún var karlkyns. Þegar unga parið var búið að sjúga sultardropana uppí nefiö fór þaö að líta í kringum sig. Smámyndir á veggjunum rákust í augun. — Ferlega eru þetta Ijótar myndir, sagði hún. — Þær eru svolítið sérstakar, sagði hann og vildi ekki vera fordómafullur. — Vertu nú ekki að þessu, heyrðist þá sagt viö hliðina á þeim, mildri röddu. Þau litu á miöaldra manninn sem enn sat í sömu stellingu og horfði. Vertu nú ekki aö eyðileggja þetta fyrir henni, sagði hann. Þetta er Ijótt. Það er alltaf verið að reyna að telja okkur trú um að þetta sé fallegt, en þetta er Ijótt, forljótt. Þjónustustúlkan karlkyns kom nú meö menu og þau grúfðu sig yfir það. Hún vildi kaffi, hann kakó. Ekkert með því. Takk fyrir. — Inní miðju Pakistan gat maður fengiö fyrsta flokks kokteil, var sagt við hliðina á þeim aftur. Inní miðju Pakistan. Þar var menning. En hér uppá íslandi, sagði hann og horfði með vanþóknun oní hálfklárað glasið, hér er ekki menning. — Er kokteill mælikvarði á menningu? spurði ungi maður- inn og var að sýna sig fyrir dömunni. Kaffið og kakóið komu aðvíf- andi í þessu og þau fóru að súpa. — Taliö þið bara, var sagt viö hliðina á þeim. Ég skal þegja. Og þau reyndu að ná upp samtali, lágværu, eins og regn- ið sem úti féll, en gekk illa. — Ég er orðinn 42ja ára, var enn sagt við hliðina á þeim og ég er orðinn þreyttur á vinnu. 42ja ára. Þau, sem voru rúmlega hálf- drættingar aö aldri og rétt að koma útá vinnumarkaðinn, litu afglapalega hvort á annað. Sögðu ekkert. — Þið ættuð ekki að vinna svona mikið, sagði röddin. Þið ættuð að njóta lífsins. Ekki bara vinna. — Ef við vinnum ekki jafn mikið og foreldrar okkar, sagði ungi maðurinn roggni, þá erum við kölluð slæpingjar. — Er það, sagði röddin dap- urlega. Þau fóru aftur aö hvíslast á en áleitin nálægö mannsins sem horfði útí bláinn og talaði útundan sér kom í veg fyrir að þau gætu fitjað uppá einhverju sem skipti máli. Loks sagði maðurinn: — Ég skal fara, — og stóö hljóðlega á fætur. Og fór. Smáaugfýsingar | BAHÁ ITRÚIN I Upplýsingar um Bahá i trúna eru sendar skriflega, ef óskað jj er. Utanáskrift: Pósthólf 172, I (safirði. Opið hús að Sund- I stræti 14, sími 4071 öll | fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 | til 23:00. I I TIL SÖLU B Volvo 244 DL, árg. 1982 ekinn 30 þús. km. Sjálf- skiptur með aflstýri. | Upplýsingar í síma 3277 STÚLKA ÓSKAST til að gæta 2ja ára drengs í sumar. Upplýsingar í síma 3383 TIL SÖLU Vel með farinn bíll Mazda 626 1600 Sedan árgerð '81. Upplýsingar í síma 3582 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. TILSÖLU Dodge Trademann 300 I árg. 1977 sjálfskiptur, afl- stýri, aflbremsur. Ekinn 50 þús. km. Upplýsingar í símum 3302 | og 3349 | HÚSTILSÖLU Húseignin að Bakkastíg 12 í Bolungarvík er til sölu. Gamalt einbýlishús úr steini. í góðu standi og á góðum stað. Uppl. í síma 94-7511 HÖFUM OPNAÐ vídeóleiguna aftur. Höfum mikið úrval af textuðum myndum, allt VHS. Opið milli 8 og 9 á kvöldin. Videóleigan Lyngholti 5 SÁ SEM ER MEÐ tvær bækur um páfagauka að láni vinsamlegast láti vita f síma 3350 eða skili þeim í pósthólf 331. vestfirska FRETTABLASfD Guðmundur Guðmundsson: Furðulegir viðskiptahættir Olíufélagið sendir skipið Bldfellfrú Reykjavík tilþess að dæla olíu íb/v Hafþór í stað þess að taka olíuna úr tönkum Olíusamlags útvegsmanna í gegnum leiðslur d hafnarbakkanum Nokkrar rækjuverksmiðjur á ísafirði hafa sem kunnugt er tekið hafrannsóknarskipið Haf- þór á leigu til rækjuveiða um nokkurn tíma. Leigutakar vildu hefja við- skipti við Olíufélagið hf., varð- andi olíukaup fyrir skipið. í framhaldi af þessu óskaói Olíu- félagið eftir því að fá að setja upp svartolíugeymi á athafna- svæði sínu hér, til þess að geta fullnægt þessum viðskiptum og sendi um það erindi til bæjar- stjórnar ísafjarðar. Þar sem það er áformað að flytja allar olíubirgðir af núver- andi stað út á svokallaðan „Mávagarð" var að áliti bæjar- stjórnar ,,talið óæskilegt að heimila uppsetningu nýrra geyma við Suðurgötu." Með þetta sjónarmið í huga skrifaði bæjarstjórn Olíusam- lagi útvegsmanna bréf, þar sem segir: ,,Áður en afstaða verður tekin til framangreinds erindis (Olíufélagsins), vill undirritaður athuga hvort Olíufélagið hf. geti fengið afnot af geymi Olíusam- lagsins, sem nú er staðsettur í birgðastöö við Suðurgötu, þannig að ekki þurfi að reisa nýjan geymi við Suðurgötu.” Þessu erindi bæjarstjórnar svaraði stjórn Olíusamlags út- vegsmanna á eftirfarandi hátt: „Olíusamlag útvegsmanna er reiðubúið til að annast af- greiðslu á svartolíu til viöskipta- manna Olíufélagsins hf. frá geymi sínum viö Suðurgötu. Telur Olíusamlagið æskileg- ast að þessi viöskipti verði gerð úpp á sama hátt og áður hefir tíðkast í samskiptum þessara aðila.” Til frekari skýringa skal það tekið fram að um slík viðskipti hefur gilt sú regla að olíuúttekt viðkomandi hefur verið millifærð milli olíufélaganna í Reykjavík oghefurþetta margsinnis verið Bláfell utan á Hafþóri svo um viðskipti við Olíufélagið hf. Svar Olíufélagsins hf. við þessum málalyktum er að ofan greinir var það, að sent var skipið Bláfell frá Reykjavík til þess að dæla olíu um borð í b/v Hafþór þegar hann kom næst í höfn og í dag, 10. apríl endur- tekur sig sama sagan; Bláfellið liggur utan á Hafþóri, komandi beint frá Reykjavík til þess að dæla olíu Olíufélagsins þar um borð, olíu sem er raunar af sömu gerð og er á geymum Olíusamlagsins við hafnarbakk- ann. Það'hefur mikið verið rætt um það, á hvern hátt unnt væri að draga úr dreifingarkostnaði á olíu hér á landi og hefur í því sambandi verið með réttu gagnrýnt hið þrefalda dreifikerfi olíufélaganna. Þau vinnubrögð Olíufélags- ins hf. sem hér hafa verið tekin til umræðu, bera þess ekki vott að það fyrirtæki hafi hug á að haga starfsemi sinni á þann hátt, er verða mætti til lækkunar dreifingarkostnaðar á olíuvör- um. Hinsvegar gefur þetta tilefni til þess aö ætla að álagning á olíuvörur sé það rífleg að selj- endur geti leyft sér að bruðla með fjármuni að eigin geðþótta gagnstætt hagsmunum þeirra, sem verða að kaupa þessa nauðsynjavöru. Það varðar alla, sem þurfa á olíu að halda til heimilisnota og atvinnurekstrar að gætt sé hófs í skefjalausri samkeppni olíufélaganna, því það eru kaupendurnir í landinu, sem greiða fyrir óráðsíuna hjá innflutningsfyrirtækjunum. Guðmundur Guðmundsson form. Útvegsmannafél. Vestfjarða Jón G. Guðmundsson, Sólheimum Túlknafirði: Hraðbraut til Reykjavíkur Við höfum fengið að heyra það, Vestfirðingar, að við séum svo ákaflega lítill hluti íslensku þjóðarinnar, og þess vegna verði það takmarkað, sem hægt sé að kosta til samgöngumála á Vestfjörðum. Þetta getur svo sem vel satt verið, og þess vegna hefur mér komið til hug- ar, að við leysum sjálfir sam- gönguvanda okkar, og greiðum kostnaðinn með eigin fjár- magni. Ég hef áður minnst á brú yfir Dýrafjörð og nokkur stk. jarð- göng og ég legg ennþá áherslu á, að samgöngur okkar byggist á þeim, en sem framhald hefur mér komið til hugar að byggja lokaða rörbraut fyrir rafdrifnar lestir. Aðalbrautin yrði lögó frá Bolungarvík um jarðgöng og Dýrafjarðarbrú til Borgarfjarðar í Arnarfirði. Þar lægi brautin upp á hálendið og síðan austur eftir því, með þverbrautum frá brautarstöðvum á hálendinu, til þéttbýlisstaða báðum megin við hana. Leiðin lægi þá í norðurhlíð- um Reiphólsfjalla og áfram austur og síðan suður um há- lendið til Holtavörðuheiðar og Tvídægru, Brautin væri svo lögð suður um Hallmundar- hraun milli Strúts og Eiríksjök- uls, og síðan suður um Geit- landshraun og Kaldadal til Þingvalla, og þaðan sem leið- liggur um Mosfellsheiði til Reykjavíkur. Hraðlest, er ekið væri í slíkri rörbraut, og flytti aðeins far- þega og póst, ætti að geta farið tvær ferðir daglega (báðar leið- ir), milli Reykjavíkur og Bolung- arvíkur. Seinfærari lest, er flytti vörur eingöngu, ætti samt að geta farið eina ferð daglega, þ.e.a.s. að nóttunni. Brottfarar- og komutímar gætu þá orðið með nokkurn veginn mínútu nákvæmni, án tillits til árstíma og veðurfars, en ekki bara ein- hvern tíma í dag, eða á morgun, eða í næstu viku, eins og nú er. Flug er ákaflega fljótvirkur ferða- og flutningsmáti, en á- nægjan verður óneitanlega nokkuð blandin, þegar bíða þarf í viku til þess að geta notað hann. Þess vegna ættum við að koma okkur upp slíkum lestár- samgöngum, og þá gætum við lagt flug til Vestfjarða niður sem áætlunarferðir. Flugið mundi aftur á móti halda velli sem leiguferðir fyrir þá, sem hefðu ekki tíma til að ferðast með lest, og nóg fjármagn til að greiða fyrir flug. Þá gætum við líka e.t.v. afþakkað eitthvað af þeirri vetrarþjónustu, sem Vegagerð ríkisins hefur á stundum verið svo treg til að veita. Það teldist vafalaust mikil ósvífni að leggja fram tillögu um svo mjög fjárfreka fram- kvæmd, sem bygging slíkrar brautar yröi, ef engin tilraun væri gerð til fjármögnunar hennar, og þess vegna fylgja hér með frumdrög að fjármögn- un þessa stórvirkis í sam- göngumálum Vestfiröinga. I. Lagt yrði hald á tekjuskatt greiðenda á Vestfjörðum, sem greiðist ríkissjóði þjóðarinnar undir.venjulegum kringumstæð- um. (Tekjuskattur af launum opinberra starfsmanna yrði þó að vera undanþeginn. Hann næðist ekki hvort eð væri). Söluskattur frá Vestfjörðum yrði einnig notaður í sama til- gangi. II. Aðstöðugjöld Vestfirðinga yrðu öll notuð til fjármögnunar verkefninu, enda mundi ,,að- staða” fyrirtækja stórbatna með örari og öruggari sam- göngum. Verslanir mundu t.d. geta minnkað vörubirgðir sínar um 20 — 50 af hundraði, svo Framhald á bls. 3

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.