Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 3
vestlirska TRETTABLAD 3 Frá smurstöðinni Gestur Halldórsson í nýbyggingunni Vélsmiójan Þór: Smurstöð og lyðvöm Nýverið hóf Vélsmiðjan Þór hf. á Isafirði smurþjónustu í samráði við Shell og Olís í nýjum húsakynnum bifreiða- verkstæðis síns. Jafnframt hóf fyrirtækið endurryðvörn í sömu húsakynnum. Starfsmenn bif- reiðaverkstæðisins munu ann- ast þessa þjónustu og er tekið á móti tímapöntunum í síma 3711. Vélsmiðjan Þór hf er orðin rúmlega 40 ára en ber þó engin hrörnunareinkenni. Þar hefur orðið mikil uppbygging undan- farin ár og er ekki fyrirsjáanlegt lát á henni. Undirstaða starfsem- innar er vélaverkstæði og þjón- usta við útgerðina, en 1972 var svo sett á stofn bifreiðaverkstæði. Hafa umsvif þess aukist smátt og smátt og nú starfa þar 6—8 menn. 1979 var síðan bætt við sprautu- og réttingaverkstæði. 1981 er pípulagningaverkstæði sett á laggirnar og stækkaði það mjög þegar Vélsmiðjan keypti Rörverk í vetur. Og áfram hélt þróunin. Næsta skrefið var opnun bílasölu 1982 og bílasýningarsalur var tekinn í notkun í mars 1983. Fyrirtækið hefur umboð fyrir Bílaborg og Kristinn Guðnason. I fyrrahaust tók Vélsmiðjan ennfrentur að sér að selja skíði fyrir Fálkann, þann- ig að starfsemin er orðin marg- þætt. Eitt það nýjasta í starfseminni er tæki til að sinna háþrýstibún- aði á spilkerfum o.fl. en slíkt tæki hefur ekki verið til í bænum. Síðasta sumar var svo hafist handa við að stækka húsnæði fyrirtækisins. Bætt var við 250 ferm. á neðri hæð og koma þeir í hlut bílaverkstæðisins og véla- verkstæðisins. Þetta húsnæði var tekið í notkun fyrir skömmu. Of- an á húsið var síðan bætt 500 ferm. byggingu fyrir pípulagn- ingaverkstæði og varahluta- og efnissölu. Gerter ráð fyrir að búið verði að flytja starfsemina þangað l. júní í sumar. Síðastliðið haust var í fyrsta skipti ráðinn véltæknifræðingur að fyrirtækinu og er hann tækni- legur ráðunautur þess. I samtali við Gest Halldórsson, forstjóra, kom fram að það hefði sýnt sig að fyrirtæki á borð við Vélsmiðjuna væri nauðsyn á mönnum með slíka menntun ef þau ætluðu að fylgjast með. Hann sagði að vél- tæknifræðingurinn. Jón Lyngmó, ynni nú að því að undirbúa fram- leiðslu ýmissa hluta og nefndi skelfiskflokkunarvélar sem dæmi. Og margt fleira væri í deiglunni. ..Við ætlum okkur að búa vel að þeirri starfsemi sem við erum með í dag," sagði Gestur. ,,Næsta spor er síðan framleiðsla.” Gestur gat þess að sá árangur sem Póll- inn hefur náð á sviði framleiðslu væri þeim mikil hvatning. Söluíbúðir fyrir aldraða: „Framkvæmdir gætu hafist á næsta ári” — rœtt við Halldór Guðmundsson, forstöðumann Hlífar, um fyrirhugaða byggingu Nú stendur yfir á vegum stjórnar Hlífar á Ísafirðí könnun á þvi hvort grundvöllur sé fyrir að byggja söluíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Einstaklingum sem þennan flokk fylla hefur verið sendur spurningalisti þar sem m.a. er spurt um hjú- skaparstöðu, fjölda heimilis- fólks, atvinnu og tegund núver- andi húsnæðis. Hafi fólk á- huga á íbúðakaupum í fyrir- huguðu fjölbýlishúsi er það einnig beðið að tilgreina hvaða stærð það óski eftir. f upphafi eru þrjár hugsanlegar stærðir tilgreindar, 45 ferm., 55 — 60 ferm. og 70 — 75 ferm. Halldór Guðmundsson, for- stööumaður Hlffar, sagði fólk á engan hátt bundið af svörum sínum í þessari könnun. Það gæti að sjálfsögðu skipt um skoðun hvenær sem væri og jákvæðu svari fylgdu engar fjárhagslegar skuldbindingar. SVIPAD I ÚTLITI ..Ef könnunin leiðir í Ijós að grundvöllur sé fyrir byggingu söluíbúða verður strax látið hanna húsið." sagði Halldór. „Að þvi loknu er gert ráð fyrir að rætt verði við þá sem lýst hafa áhuga á að byggja og teikningar kynntar. Þá verður líka tekin ákvörðun um það hvenær verður byggt. Sam- hliða því verður gerður bindandi Halldór Guðmundsson samningur við þá sent vilja taka þátt. Það liggur þegar Ijóst fyrir að þessi bygging verður svipuð í út- liti og íbúðir aldraðra eru núna." sagði Halldór. „Hún verður að- eins stærri og búist er við að hún rúmi 30 — 36 íbúðir. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir tengi- byggingu milli görnlu og nýju Hlífar. Reiknað er nieð þriggja hæða byggingu og yrði þetta sam- eign sem bæjarsjóður reisti og ræki. Þarna yrði væntanlega fé- lagsstarf, matsalur og önnur þjón- usta." — Hraðbraut Framhald af bls. 2 að eitthvað sé nú nefnt. III. Helmingur útsvara til vest- firskra sveitarfélaga yrði lagður til sama verkefnis. Fjárfesting, og reyndar önnur starfsemi inn- an sveitarfélaganna sjálfra þyrfti að vera í lágmarki á með- an. Sérstaklega yrði brýnt fyrir sveitarstjórnarmönnum að hætta ráðstefnu rápi og öðru óarðbæru flakki á kostnað sveitarfélaganna, en þeir þyrftu þó undanbragðalaust að sækja héraðsþing Vestfirðinga og aðra fundi þess, enda hefði það að sjálfsögðu forgöngu í mál- inu. IV. Sparisjóðir og bankaútibú á Vestfjörðum fjármögnuðu verkefnið með hagstæðum lán- um, þ.e. til nógu margra ára til þess að greiðslur yrðu viöráð- anlegar, en „frystingu” fjár- magns í Seðlabanka íslands yrði sleppt á meðan. Þeim útibúum hinna reykvísku aðal- banka, sem ekki treystu sér til að leggja umræddu verkefni til lánsfjármagn, væri vinsamlega tilkynnt, að þau mættu flytja, þar sem Vestfirðingar þörfnuð- ust ekki starfsemi þeirra. Og svo skyldum við bara sjá til, hvort ekki tækist að Ijúka verkefninu á svo sem tíu árum, eða kannski skemmri tíma. Við getum verið duglegir, Vestfirð- ingar, þegar við ætlum okkur. Skrifaö í ergelsi vegna sam- gönguvanda vetrarins og lokið 1. aprfl. 5135-5180 Bestu kveðjur, Jón G. Guðmundsson Sólheimum Tálknafirði Smáauglýsingar FLYGILL Til sölu Yamaha flygill stærð 183 cm. Upplýsingar gefur Þóra í síma 3315 eftir hádegi. > GERASÉR GREIN FYRIR KOSTNAÐINUM „Eitt er það sem menn verða að gera sér grein fyrir þegar í upp- hafi. Það er að kostnaðurinn við bygginguna leggst á þá aðila sem kaupa þarna ibúðir. Það er eng- inn annar sem kemur inn. Menn verða þannig að gera sér grein fyrir hvort ellilífeyrisþegar geti staðið undir byggingakostnaði og hver greiðslugeta fólksins verður. Við erum hér bara að tala um það að í stað þess að ungt fólk taki sig saman og myndi félags- skap um að byggja yfir höfuðið. þá taki þetta fólk sig saman og byggi yfir sig og búi sér um leið félagslegt öryggi í ellinni. Þessi hópur á alveg að geta gert þetta eins og aðrir og hefur full réttindi til þess. Fólk á ekki að þurfa að leggja fram neinar stórar fjárhæðir til þessara íbúða fyrr en fer að nálg- ast að það geti fiutt inn. Við vitum að nær allir fjármunir þessa fólks eru bundnir í fasteign- um og það er ekki hægt að krefj- ast þess að það selji ofan af sér með tveggja til þriggja ára fyrir- vara.. Umboð þessa fólks duga okkur til að fá næga fyrirgreiðslu til að koma byggingunni af stað. FRAMKVÆMDIR HEFJIST 1985 „Það má búast við að taki um tvö ár að byggja þetta hús ef framkvæmdum verður hraðað eins og kostur er. Lengri tíma má þetta ekki taka. þvi þessi aldurs- hópur hefur ekki tíma til að bíða lengi." Halldór sagði ekki óraunhæft að gera ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist strax á næsta ári.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.