Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 4
vestfirska 4 ísafjarðarkaupstaður Lóðaúthlutun 1984 Vegna úthlutunar lóða í Isafjarðarkaupstað eru þeir aðilar sem hyggjast hefja byggingar á árinu 1984 beðnir að senda inn umsóknir sínar. Umsóknir þurfa að hafa borist fyrir hádegi þriðjudaginn 24. apríl n.k. ÍBÚÐARHÚSALÓÐIR: Eftirtaldar lóðireru lausartil umsóknar: Einbýlishús: Árvellir 9, Fitjateigur 7,8 Smárateigur5,7 Parhús: Stakkanes 4,6,8,10,12,16 Fjölbýlishús: Urðarvegur 80 IÐNAÐARLÓÐIR: Eftirtaldar lóðir eru lausar til umsóknar: Fjarðarsvæði, Tunguskeiði: Gata B 2,4,6,8,10,12,14 Á eyrinni: Sindragata 6 Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð er að fá hjá tæknideild bæjarins. Viðtalstímar Föstudaginn 13. apríl verða bæjarfulltrúarnir Guðmundur Sveinsson og Geirþrúður Charl- esdóttir til viðtals við bæjarbúa á bæjarskrif- stofunum að Austurvegi 2, frá kl. 17:00 — 19:00. BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI Sumarleyfisafleysingar Slökkvilið ísafjarðar óskar eftir starfsmanni til afleysinga í sumarleyfum. Aðeins meira- prófsmaður verður ráðinn. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. SLÖKKVILIÐSSTJÓRI ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjörður Útboð Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í að byggja verkstæðis- og rafstöðvarhús á Suð- ureyri. ÚTBOÐSGÖGN: Verkstæðis- og rafstöðvarhús á Suðureyri. Útboðsverkið nær til þess að koma húsinu í fokhelt ástand í samræmi við útboðsgögn. Verklok skulu vera 21. september 1984. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 24. apríl 1984, kl. 11:00. Tilboðum skal skila til skrifstofu Orkubúsins á ísafirði fyrir þann tíma og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orku- búsins á ísafirði frá og með föstudeginum 30. mars 1984 gegn 600 kr. skilatryggingu. Orkubú Vestfjarða Stakkanesi 1, 400 ísafirði, sími: 94-3211 rRETTABLADIÐ Garðar Ragnarsson hefur undangengin 12 ár verið prestur Hvítasunnusafnað- arins í Óðinsvéum. Þaráður var hann í 5 V2 ár í Fær- eyjum. Á vegum síns em- bættis hefur hann ennfrem- ur farið tvisvar til Græn- lands og Japan hefur hann heimsótt líka. Hvítasunnu- söfnuðurinn er byggður upp af sjálfstæðum söfnuð- um og það er algengt að skipst sé á heimsóknum og m.a. þess vegna var Garðar staddur á ísafirði. Við spurðum hann hvers vegna hann kysi frekar að starfa í Danmörku en á fslandi. „Við töldum okkur fá köllun til að fara til Fær- eyja,” segir Garðar. „Svo vantaði söfnuðinn í Óðins- véum prest og þeir höfðu samband við mig og ég lét til leiðast. f Hvítasunnu- söfnuðunum tíðkast ekki prestkosningar eins og hjá Þjóðkirkjunni íslensku, heldur ákveður söfnuðurinn sjálfur hvaða prest hann vill, velur hann.” Misskilningur að íslendingar og Danir séu trúlausir. „íslendingar og Danir Við erum e sértrúarsöfi — Gardar Ragnarsson, prestur h safnaðarins í Óðinsvéum tekin eiga margt sameiginlegt, til dæmis að vera miklir efnis- hyggjumenn. Norðmenn, Svíar og Færeyingar eru hins vegar trúsinnaðri en fslendingar og Danir. En það er misskilningur að Danir og íslendingar séu trúlausir. Þó Danmörk sé fræg fyrir frjálsræði, þá kemst maður að því þegar maður fer að kynnast þjóðinni að stærsti hluti hennar er á móti þessu frjálsræði. Það vinna núna ákaflega sterk öfl að því að útrýma þeim óþverra sem frjálsræðið hefur leitt af sér. Þess vegna furðar maður sig oft á því þegar maður kem- ur til fslands að hér grasser- ar ýmislegt sem verið er að banna í Danmörku. Þarna er gat í löggjöfinni. Það er illa farið þegar Dönum er farið að bregða þegar þeir koma til íslands.” Eigum margt sameiginlegt — Hver er munurinn á Hvítasunnusöfnuðinum og Þjóðkirkjunni? Hringborðsumræður um trúmál yfir kaffi og kleinum. Unglingameistaramótið a Siglufiröi: Tvíburasystumar unnu tvöfalt í göngunni — °g sigruðu í bikarkeppni SKÍ Unglingameistaramót ís- lands á skíðum fór fram á Siglufirði um fyrri helgi. Vest- firðingar sendu 26 þátttakend- ur til leiks, þar af 22 í alpa- greinum. Vestfirðingarnir stóðu sig misvel en margir alveg ágætlega. Þannig vannst tvöfaldur sigur í stórsvigi drengja 13 — 14 ára. Þar sigraði Óiafur Sigurðsson og Kristinn Grétarsson varð annar. 1 sviginu lentu þeir hins vegar í vandræð- um, en Sigurbjörn Ingvarsson náði þó þriðja sætinu fyrir fsa- fjörð. f stórsvigi stúlkna 13 — 14 ára sigraði Ásta Halldórsdóttir og Guðbjörg Ingvarsdóttir varð þriðja í sviginu. Ólafur Sigurðsson f stórsvigi drengja 15 — 16 ára náðist ekkert verðlaunasæti og sama er að segja um svigið. Sama var uppá teningnum í stúlkna- flokki. Drengir 13 — 14 ára, stúlkur 13 — 14 ára og stúlkur 15 — 16 ára náðu öðru sæti í flokkasvigi. en drengir 16 ára hættu keppni. Bjarni Pétursson varð annar í alpatvíkeppni 13 — 14 ára og Ásta Halldórsdóttir sömuleiðis. en Guðbjörg Ingvarsdóttir í þriðja sæti. Guðbjörg varð einnig bikarmeistari í flokki 13 — 14 ára stúlkna í bikarkeppni S.K.Í. í göngu stúlkna 13 — 15 ára vannst tvöfaldur ísfirskur sigur. Ósk Ebenesersdóttir sigraði en systir hennar Auður kom í mark 5 sekúndum síðar. Þær urðu einnig sigurvegarar í bikarkeppni SKÍ 1984, hlutu 70 stig hvor. Eyrún Ingólfsdóttir varð þriðja með 41 stig.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.