Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 5
vestíirska r 1 TRETTABLASIQ kki tiuður hitasunnu- n tali „Fyrir það fyrsta þá er Hvítasunnusöfnuðurinn sjálfstæður og óháður hinu opinbera fjármálalega. Það er um algeran aðskilnað rík- is og kirkju að ræða. Þá greinir okkur á varðandi nokkur kenningaratriði. Þannig er okkar skírn öðru- vísi. Við höfum ekki dreifi- skírn heldur niðurdýfingar- skírn og hana gangast menn sjálfviljugir undir þegar þeir hafa eignast trú. Við höfum því ekki bamaskírn eins og Þjóðkirkjan, heldur berum börnin fram og biðjum Guð að blessa þau og foreldrana. Það er ekkert vatn notað. Barnaskímin kom ekki fram fyrr en á 3. og 4. öld eftir Krist og við getum ekki komið auga á neitt um hana í Biblíunni. Þama greinir okkur á, mótmælendur telja sig móttaka heilagan anda við skírn, en Hvítasunnu- fólk við trúna. Fermingu höfum við ekki vegna þess að hún er hugs- uð sem staðfesting á skírn- inni og Biblían kveður ekki á um hana. Að öðru leyti eigum við margt sameiginlegt, höfum að kristindómurinn væri eitthvert abstrakt líf sem gerði menn „Það er eins og fólk hafi haldið skrítna og sérlundaða.” Biblíuna að leiðarljósi, trú- um á heilaga þrenningu, Jesú Krist, upprisu hans og himnaför.” Ekki sértrúar- söfnuður „Við leggjum áherslu á það að þennan veg gengur enginn nema sjálfviljugur. Það er ekki um neina þving- un eða skyldu að ræða, heldur ganga menn í Hvíta- sunnusöfnuðinn af innri þörf og löngun. Starf okkar er byggt á frjálsri trú, þar er hvorki um heilaþvott né múgsefjun að ræða. Á slíku er ekki hægt að byggja neinn kristinn söfnuð. Og eitt vil ég leiðrétta. Við erum ekki neinn sértrú- arsöfnuður. Sértrú er það að trúa öllu öðru en því sem stendur í Biblíunni. Við ger- um okkur þvert á móti far um að komast að hinni réttu merkingu Biblíunnar. Þessi misskilningur hefur sett múr á milli okkar og annarra safnaða, fólk hefur talið okkur vera eitthvert ofsatrúarfólk. Sannleikur- inn er hins vegar sá að við eigum fleira sameiginlegt með Þjóðkirkjunni heldur en hitt og við hefðum óskað eftir því að meira samstarf væri milli safnaða.” Kristindómnum misþyrmt á íslandi „Kristindómnum á Is- landi hefur verið misþyrmt vegna þröngsýni og van- þekkingar. Það er eins og 5 fólk hafi haldið að kristin- dómurinn væri eitthvert ab- strakt líf sem gerði menn skrítna og sérlundaða. I þessu samhengi má geta þess að samtvinnun ríkis og kirkju gefur ekki rétta mynd af trúarlífi þjóðarinnar. Það eru núna háværar raddir á Norðurlöndunum um að aðgreina ríki og kirkju og allt útlit er fyrir að af því verði. Þá kæmi í ljós hverjir hafa virkilegan áhuga, hvaða söfnuðir mundu spjara sig. Þá sæist réttari mynd af trúarlífi þjóðarinn- ar.” Að bera virðingu fyrir líkama sínum „Þegar fólk er að tala um Hvítasunnusöfnuðinn heyr- ist oft: Þið megið ekki gera þetta og hitt. Þetta er ekki rétt. Það er enginn þvingað- ur til eins eða neins og ef menn kjósa að gera ekki eitthvað, þá er það af því að þá langar ekki til þess. Það er rétt að Hvítasunnufólk er yfirleitt bindindisfólk, en það er ekki af því að því sé bannað að neyta áfengis heldur af því að það langar ekki til þess. Og það er bæði af trúarlegum og heilsufarslegum ástæðum að flest Hvítasunnufólk er bindindisfólk. I ritningunni segir að maður eigi ekki að neyta áfengis. Og stórreyk- ingamaður sem var nýbúinn að eignast trú sagði mér að allt í einu hefði hann áttað sig á því að við svo búið mátti ekki standa — heilag- ur andi ætti ekki að búa í reykhúsi. — Kristnir menn eiga að bera virðingu fyrir líkama sínum því hann er Guðsgjöf. Þess vegna er það mikill misskilningur að við höfum eitthvað á móti í- þróttum og heilsurækt.” Sýning á siglinga- og fiskileitartækjum Sýnum og kynnum SIMRAD — SKIPPER — SHIPMATE tæki og búnað fyrir skip og báta í nýjum sýningarsal Pólsins hf. að Aðalstræti 11, fsafirði, laugardag 14. apríl og sunnudag 15. apríl kl. 1 — 5 • Lit dýptarmælar • Trillu- og sportbáta dýptarmælar • Loran C • Lit Video Plotter • Örbylgjutalstöðvar • Kallkerfi • Neyðarblys og byssur • Flotbúningar o. fl. Friðrik A. Jónsson hf. Skipholt 7 Reykjavík Sími 91-14135-14340 Póllinn hf. Aðalstræti 9-11 ísafirði Sími 94-3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.