Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 12.04.1984, Blaðsíða 10
I VBStlirska ~1 FRETTABLASIS hefur heyrt AÐ athugun á fjárreiðum fyrrverandi oddvita Naut- eyrarhrepps leiði líklega í Ijós að þar sé ekkert at- hugavert. Eins og við sögð- um frá í blaðinu 26. jan. s.l. þá fór núverandi oddviti í Nauteyrarhreppi fram á op- inbera rannsókn á fjárreið- um í tíð fyrrverandi odd- vita. Þáð mun hins vegar hafa komiö í Ijós við yfir- heyrslur yfir honum að mál- ið sé að verulegu leyti byggt á misskilningi. Öll bókhaldsgögn eru nú í endurskoðun hjá löggiltum endurskoðanda og ef sú skoðun staðfestir hald manna fellur málið dautt niður... AÐ ,,Þjóðleikhúsið‘‘ hafi hafnað ósk Menningarráðs ísafjarðar um að vestur yrði sent leikrit til sýninga nú fyrir páska. Kostnaðurinn ku hafa vaxið þeim leikhús- mönnum í augum. Menn- ingarráð hefur eðlilega lýst óánægju sinni með þessa afgreiöslu og telur að Þjóð- leikhúsið ætti að sýna landsbyggðinni þann sóma að senda hingað sýningar á öðrum tímum en þegar sumarleyfi standa yfir... AÐ ef einhver mætur mað- ur í Vestfirðingafjórðungi hafi hug á að bjóða sig fram til forsetakjörs skuli hann hafa minnst 115 með- mælendur, en mest 230. Framboðum skal skila í hendur dómsmálaráðu- neytinu, ásamt samþykki forsetaefnis, nægilegri tölu meðmælenda og vottorð- um yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar en fimm vikum fyrir kjördag, sem er 30. júní. Þarf einhver á þessum upplýsingum að halda? AÐ í þann mund sem blaö- ið var að koma út í síðustu viku hafi bæjarstjóri fengið upphringingu frá fulltrúa ríkisins í byggingarnefnd Stjórnsýsluhússins þar sem tilkynnt var að ríkið hefði ákveðið að afturkalla ósk sína um að byggja kálf- inn í sumar. Jafnframt hefði verið ákveðið að ríkið hæfi framkvæmdir með Guð- mundi Þórðarsyni. Vf hefur fyrir satt að margir hlutað- eigandi hafi verið felmtri slegnir yfir þessum tíðind- um, enda mikil vinna verið lögð í að undirbúa fram- kvæmdir viö kálfinn í sum- ar. Þessi skyndilega stefnubreyting hjá ríkinu kann að þýða að ÁTVR verði að flytja þrisvar á næstu misserum, fyrst inn í Ljón, síöan í hús Guð- mundar Þórðarsonar og loks í kálfinn... AÐ bæjarstjórn ísafjarðar hafi samþykkt einróma að skora á stjórn Hótels ísa- fjaröar að halda svo fljótt sem við verði komið fram- haldsaðalfund félagsins, en heyrst hafði að hann yrði ekki haldinn fyrr en í maí. Stjórn félagsins hefur sem kunnugt er öll beðist undan endurkjöri... Torgsala á miðvikudagúm Miðvikudaginn 18. apríl n.k. efnir Styrktarsjóður byggingar Tónlistarskóla á ísafirði til torgsölu á Silfurtorgi. Á boð- stólum verða kökur, páska- skraut og fleira, að ógleymdu heita kakóinu og lummunum. Eins og bæjarbúum er kunn- ugt gekkst Styrktarsjóðurinn nýverið fyrir kabarett. Fjórar sýningar voru haldnar og sóttu þær milli 6 og 700 manns. vestfirska FRETTABLAÐIÐ Fríðlandið á Homströndum — Núþatf leyfi Náttúruvemdarráðs tilferðalaga um svœðið Árið 1971 var með sérstök- um lögum friðlýst svæði á Hornströndum. Með auglýs- ingu í Lögbirtingarblaðinu 4. apríl sl. er birt auglýsing frá Náttúruverndarráði, um frið- landið, þar sem meðal annars er tekið fram að á tímabilinu 15. apríl til 15. júní hvert ár séu ferðalög óheimil um svæðið, nema með leyfi Náttúruvernd- arráðs, öðrum en landeigend- um. Mörk svæðisins eru þessi: Úr botni Hrafnsfjarðar um Skorarheiði í botn Furufjarðar. Mörkin fylgja Skorará frá ósi og í Skorarvatn. Þaðan liggja þau meðfram suðurströnd vatnsins, en síðan í beina línu úr suðaustur- hluta þess og í upptök þeirrar kvíslar sem næst er vatninu og fellur í Furufjarðarós. Miðast mörkin við hugsaða línu 200 m fyrir sunnan kvíslina og síðan ámóta vegalengd sunnan Furu- fjarðaróss allt til sjávar í Furu- fjörð. Meðal reglna sem gilda um svæðið má nefna að öll mann- virkjagerð, jarðrask og önnur breyting á landi er háð leyfi Nátt- úruverndarráðs. Þá er umferð vél- knúinna farartækja utan vega og merktra slóða bönnuð nema leyfi Náttúruverndarráðs komi til. Leyfi landeiganda þarf til allra veiða. eggjatöku og annarra hlunnindanytja á svæðinu. Hvers konar meðferð skotvopna er bönnuð mánuðina júní til sept- ember og utan þess tíma einungis heimil landeigendum til hefð- bundinna nytja. Ennfremur er bannað að beita búpeningi á frið- landið og á tímabilinu 15. apríl til 15. júní ár hvert þarf leyfi Nátt- úruverndaráðs til ferðalaga um svæðið. Þetta ákvæði tekur þó ekki til ferða landeigenda um eigið land. Gangandi fólki er heimil för um svæðið. Þó er skylt að ganga þannig um að ekki sé spillt lífríki. jarðmyndunum og mannvirkjum. Þá skal náttúruverndarráð setja nánari reglur viðvíkjandi umferð um hið friðlýsta svæði. Einnig skal náttúruverndarráð og aðrar stofnanir sem í hlut eiga stuðla að vernd menningarminja, gera greiðfærar gamlar götur og við- halda vörðum. Til undanþágu frá reglum þess- um þarf leyfi Náttúruverndarráðs eða þess sem fer með umboð ráðsins. Kjöráæmamótið í skák: í Heildarafli í Vestfirð- I ingafjórðungi fyrstu þrjá I mánuði ársins var 20.122 I tonn, en var ekki nema I 9.636 tonn í fyrra. Það eru ■ 10.420 tonn af loðnu sem J gera þarna gæfumuninn. I Þorskafli í ár var 3.440 | tonn, en var 3.394 tonn í I fyrra. Af öðrum botnfiski I komu 3.756 tonn á land J fyrstu þrjá mánuði ársins, j en 5.327 tonn á sama tíma í I fyrra. Af rækju veiddust nú ■ 1.320 tonn, á móti 915 I tonnum 1983. Heildarafli I togaranna á þessu tímabili J var nú 5.629 tonn, en var j 5.222 tonn í fyrra. Bátaafl- inn varð nú 14.493 tonn á móti 4.414 tonnum í fyrra. Nú í vikunni bar það til tíðinda að fram fór saman- burður á núgildandi mats- reglum og punktamatinu í Hnífsdal. Komu til þess menn að sunnan og mátu í votta viðurvist. Niðurstaðan ku hafa verið svipuð úr hvoru tveggja matinu. Ógæftir hafa verið hjá línubátum síðustu daga, en afli hafði töluvert glæðst áður en brældi. Uppistaðan í afla togar- anna hefur verið karfi. I BESSI landaði 138 tonnum I á laugardaginn. Hann var I dreginn inná Tálknafjörð á J þriðjudag með dræsu í j skrúfunni. Vel gekk að losa I' hana og fór hann samdæg- urs út aftur. I I GUÐBJARTUR landaði á þriðjudag 120 tonnum. Bolvíkingar sigursælir A miðvikudaginn i síðustu viku fór fram kjördæmamót í skák í sjómannastofunni á ísa- firði. Keppt var í tveimur flokk- um, 6 — 12 ára og 13 — 15 ára. Á kjördæmamóti keppa þeir sem borið hafa sigur úr býtum á sýslumótum í isafjarð- arsýslum og V-Barða- strandarsýslu, en á þau komast sigurvegarar úr skóla- Vestfirska hafa borist nokkr- ar kvartanir vegna tíðra síma- bilana upp á síðkastið. Af því tilefni höfðum við samband við Erling Sörensen, umdæmis- stjóra Pósts og síma, og sagði hann það mjög orðum aukið að bilanir væru tíðar. Hins vegar hefðu orðið tvær bilanir nú á stuttum tíma. önnur hefði staf- að af því að símastrengir hefðu verið grafnir í sundur inni á Tungutúni. Hin bilunin, sem varð í síðustu viku, hefði orðið í tækjabúnaði á Patreksfirði og hefði orðið að fá tæknimenn að sunnan til að gera við hana. skákmótum. Efstu menn á kjör- dæmamótinu tefla síðan á landsmóti sem fram fer í Bol- ungarvík síðustu helgina í apríl. Úrslit í kjördæmamótinu urðu þessi: Eldri flokkur I. Sverrir Valdimarsson, Bol. 4.5 v. af 5 mögulegum. Aðspurður sagði Erling að tækjabúnaður þessi væri ekki far- inn að ganga úr sér, hann væri tiltölulega nýr, eða frá 1981. Þetta væri bilun sem alltaf gæti komið upp og vegna þess að aðeins væri um eitt samband að ræða til Reykjavíkur yrði fólk mjög mikið vart við bilunina. Það mundi hins vegar lagast þegar nýja samband- ið í gegnum Blönduós kæmist í gagnið. Erling gat þess sérstaklega að óaðgæsla manna við jarðvegs- gröft hefði oft orðið til þess að strengir slitnuðu. Hefði það skap- 2. Jón Páll Haraldsson Patreks- firði. 4 v. 3. Ásberg Sigurgeirsson Patreks. 3 v. Yngri flokkur 1. Magnús Örnólfsson Bol. 5 v. 2. Jón Y. Jóhannss. ísaf. 3,5 v. 3. Sigrún Eðvarðsdóttir Suður- eyri 2.5 v. að Pósti og síma ákaflega mikið óhagræði og tjón. Hann sagði að menn ættu að kynna sér hvort eitthvað væri fyrir áöur en byrj- að væri að grafa, Póstur og sími væri ávallt reiðubúinn að láta slíkar upplýsingar í té. Þessum skilaboðum er hér með komið áleiðis. I PÁLL PÁLSSON landaði á | mánudag 126 tonnum. I GUÐBJÖRG landaði í gær j 160—170tonnum. ■ GYLLIR kom meö 60—70 I tonn á þriðjudag. | DAGRUN landaði á föstu- I daginn 140 tonnum. | HEIÐRUN landaði á laugar- I daginn 130 tonnum. | FRAMNES I landaði á | þriðjudag 78 tonnum. I I SLÉTTANES kom með 68 I tonn á sunnudag. | SIGUREY skilaði á þriðju- I dag 65 tonnum á land. j TÁLKNFIRÐINGUR landaði | á föstudag 122 tonnum. j ARNARNES landaði 10 | tonnum af rækju á fimmtu- I daginn í síðustu viku eftir I þriggja daga veiðiferð. | HAFÞÓR kom með 26 tonn I á þriðjudag og nú erum við I að tala um rækju. BILALEIGA Nesvegi 5 — Siíðavík — 44-6972-6932 C;rc'nsásvej>i 77 — Reykjavík — 91-3768« Sendum bflinn Opiö allan snlarhringinn Símamálin: Oadgæsla veldur oft truflunum

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.