Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 1
FRETTABLADIÐ GLEÐILEGA PÁSKA MEÐAL EFNIS: I blaðinu í dag gerir séra Jakob Hjálmarsson á hreinskilinn hátt grein fyrir því hvernig er að vera sóknarprestur í litlu samfélagi. Þá var Eiríkur Guðjónsson tekinn tali og segir hann margar sögur af mannlífi á Hornströndum meðan byggð var þar enn blómleg. Ennfremur segir hann frá reynslu sinni sem hringjari og grafari við ísafjarðarkirkju um árabil. Einnig er í blaðinu grein um Prentstofuna fsrún 50 ára og lýst ferli Vestfirska fréttablaðsins gegnum prentsmiðjuna. Af öðru efni má nefna viðtal við Þráinn Bertelsson, kvikmyndagerðar- mann, en hann hefur nýlokið tökum á myndinni Skammdegi á Bíldudal. Heimspressan fjallar um vanda kvenna, lesendur skrifa og ekki má gleyma almennum fréttum. FORSÍÐUMYNDINA tók Hrafn Snorrason af föndri krakkanna á dagheimilinu á ísafirði. Litgreining fór fram hjá Prentstofunni ísrún.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.