Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 8
vestlirska ritSTTABLAEID kvæmast og meira næöi að flytja golfvöllinn yfir í Engidal? Þessar hugleiðingar má ekki taka sem tillögu til fram- kvæmda, eru einungis leik- mannsþankar. Veit að nefnd bæjarstjórnar mun skoða máliö vel og skipuleggja gott útivist- arsvæði. Hef sjálfur séð þaö í huganum nokkuð lengi og fylgst með úr hlíðinni vaxandi þörf fyrir bætta aðstöðu. En tillaga golfklúbbsins gaf tilefni til að skrifa. Það er t.d. fráleitt að gera teig samsíða tjaldstæði og ætla að slá golfkúlu í 3 — 4 m fjarlægð samsíða tjaldaröð- inni. Holur eru líka settar óhæfi- lega nálægt vegi og umferð. Svæði golfvallar er mest í einkaeign og vex ýmsum í aug- um kostnaður við landakaup á svo stóru svæði fyrir þessa einu íþróttagrein. Þá á eftir að kosta þurrkun lands og skurðgröft, þyggingu nokkurra brúa yfir ána, lagfæringu teiga, gerð ,,greena“ að ógleymdri hirð- ingu og vörslu. Eða ætlar golf- klúbburinn að annast þetta allt? Hvað sem því líður vil ég meina, og grunar sterklega að margir fleiri séu á því líka, að svæðið frá Kýrhól (við hús Finns Magnússonar) og Or- ustuhól niður að á og inn dal- inn, sé það minnsta, sem hægt er að komast af með fyrir skóg- rækt íþróttir og frjálsa útiveru alls almennings. Golfarar hafa nefnilega það miklar sérþarfir og gera sérkröfur um umferð í kringum sig að nær mega þeir ekki koma, ef aðrir eiga að vera óhultir. Við skulum gera Tungu- dal að þeirri almennings,,para- dís" á sumrin sem Seljalands- dalur er á vetrum. Hann hefur alla kosti til þess. 15. apríl 1984 Gunnlaugur Jónasson r-Smáauglýsingar-i BAHÁ’I TRÚIN Upplýsingar um Bahá’i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, ísafirði. Opið hús að Sundstræti 14, sfmi 4071 öll fimmtudagskvöld frákl. 21:00 til 23:00. TAPAST HEFUR hálfstálpaður kettlingur, svartur og hvítur líklega ná- lægt miðbænum, fyrir um það bil 2 vikum síðan. Upplýsingar í síma 3653 í OSKAEFTIR I 2ja—3ja herb. íbúð á leigu I strax. I I Upplýsingar í síma 4049 TIL SÖLU Chevrolet Malibu Classic, árg. ’78 í mjög góðu iagi. Upplýsingar í síma 4049 TIL SÖLU Volvo 244 árg. 1978 ekínn 100 þús. km. Sjálfskiptur í mjög góðu lagi. Upplýsingar í síma 6909 (vinnu) og 6917 (heima). VANTAR Ca. 130 ha. inboard/out- board vél. Bensín eða dí- esel. Upplýsingar í síma 98-2134 Útívistarsvæði í Tungudal fyrir alla í Vestfirska fréttablaðinu þann 12. apríl er sagt frá hug- myndum um gerð golfvallar í Tungudal og samþykkt bæjar- stjórnar um skipan nefndar til að undirbúa framgang málsins. Undirritaður hefur fengið að sjá teikningu Kristjáns Kristjáns- sonar, þar sem sett er fram tillaga Golfklúbbs ísafjarðar um legu vallarins. Þessar fréttír gefa tilefni til að senda V.t. hugleiðingar. Á ísafirði sem annars staðar eru stöðugt fleiri borgarar, ung- ir sem aldnir, sem kunna að meta útilíf og íþróttir og mikil- vægi þeirra fyrir skrokkinn jafnt sem sálarlífið. Á Seljalandsdal hefur tekist með ærinni fyrir- höfn og talsverðum fjármunum að koma upp góðri skíðaað- stöðu, sem ísfirðingar og ná- grannar kunna vel að meta. Á Seljalandsdal lyfta menn sér upp úr vetrardrunganum og skíðasvæöið tel ég eiga mikinn þátt í því að halda þó því jafn- vægi í byggð, sem hér hefur haldist. Á sama hátt og Seljalands- dalur gegnir stóru hlutverki á vetrum, hafa menn leitað í Tungudal á sumrin. Skógarferð í Tungudal var fyrr á tímum vinsæl sportferö, sem lagt var í svona einu sinni á sumri. Gjarn- an siglt inn í Tunguárós og gengið þaðan og þótti mikil ferð. Síðan kom vegur og ferð- um fjölgaði. Sumir voru svo heppnir aö fá lóð og jafnvel eignast hús í hlíðum dalsins (ég er einn þeirra). Berjaferðir hafa alllengi verið mikið farnar í Tunguskóg, en á síðustu árum hefur með aukinni byggð og bættum samgöngutækjum stór- aukist umferð í dalinn. Á helg- um er þar jafnan mannmargt og flesta daga sumarsins og nær öll kvöld eru hópar að hlaupa og sparka og leika sér niöur á túni. Svo mikil var ásóknin að einn stærsti túnblettur ábúand- ans var tekinn undir skokk- og fótboltavöll, án þess nokkuð væri um það talað eða samið. Það gæflyndi Guðmundar Ósk- ars, að láta þaö óátalið, hefur komið sér vel fyrir fjölmarga stráka og stelpur, sem þarna hafa hamast. Útileikfimi er stunduð þarna, ungar stúlkur og fullorðnar frúr hafa oft sést hoppa þar og skokka með ynd- isþokka og elegance. Módel- smiðir fá þarna næði til að reyna tæki sín og fleiri athafnir mætti telja. En nú er kominn tími til að laga til og betrumbæta þarna innfrá. Það yrði vinsælt. Brekk- an og kjarrið (og lautirnar) hafa sínu hlutverki að gegna og þarf lítið að breyta, en niður á túni þarf á næstu árum markvisst að lagfæra og gera betri aðstöðu fyrir ýmiskonar leiki og athafnir. Fyrst og fremst fótboltavöll og minni sparkvelli núverandi fót- boltavellir bæjarins eru fullnýtt- ir) t.d. á túninu þar sem nú er mest sparkað, gera þar mörk og jafna blettinn. Túnið slétta utan við tjaldstæðið er gott fyrir skokk og hlaup, því má líka skipta í smærri reiti þar sem mætti slá tennis eða badmin- ton, blak eða þ.h. einnig koma upp Mini-golfi. Að sjálfsögðu er pláss fyrir rólur og vippur og grunn tjörn niður við ána, þar sem hægt yrði að busla og sigla, yrði mjög vinsæl af þeim yngstu. Ekki þekki ég framtíðaráætl- anir Skógræktarfélagsins, en tel óvarlegt þegar til framtíðar er litið að ætla gróðrarstöð minna svæði en túnið neðan við Simsonsgarð niður að á, fyrir plöntuuppeldi, plönturækt og aöra skógrækt, einnig fyrir gróðurhús og áframhaldandi tilraunastarf. Við höfum skyld- um að gegna um áframhald starfa Simsons, sem gaf okkur garðinn. (Það er freistandi að minna á, að í holtið þarna fyrir ofan var boruð hola nokkur hundruð metra djúp. Hitastuð- ull var hagstæöur en ekkert vatn. Nú er beðið eftir að holan verði dýpkuð. Þá koma þarna fleiri gróðurhús og garðrækt eykst, síðar sundlaug og heitir pottar. Seinna.) Golfvöllur er líka sjálfsagður partur af útivistarsvæði, eins og hér er verið að tala um, svo fremi landrými leyfi. Svæðið frá Orustuhóli út að fyrirhugaðri stofnbraut virðist að ýmsu vel fallið fyrir golfvöll, þó frá mínu sjónarmiði sem leikmanns virð- ist teigarnir furðu þétt saman á áðurnefndri teikningu. Bendi á að e.t.v. mætti bæta við völlinn sunnan við það svæði sem teikningin gerir ráð fyrir upp í Hnífaslakkann og inn með á. Þar er þurrt svæði og minni halli en í Hnífsdal. Ef svæðið á túnunum yrði afhent fyrir golf- völl til ákveðins árafjölda þarf að huga vel að því, að byggð er komin þarna mjög nálægt (Bræðratunga) og óvarlegt að reikna með öðru, en áframhald verði á byggingum á svæðinu þar í kring og mætti golfvöllur ekki standa á vegi fyrir slíkri þróun. En er ekki annars hag- Á innsta svæðinu mætti vera frjálst svæði fyrir börn og fjöl- skyldur, með tímanum skýlt og skákað niður af trjágróöri. Svæöi til að vera á í friði og ró. Því má ekki gleyma, að margir íbúar hafa ekki grasblett við íbúðir sínar, jafnvel ekki svalir, en eiga rétt á staö til að setjast niður með sólstóla eða grill- ofna, eöa bara leika við börnin sín á grasi, óhult. Orðið er laust --Lesendadálkur-

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.