Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 12

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 12
 „Ætliði að missa manninn fyrir mér?u — Eiríkur Guðjónsson í viótali „Ég sé eiginlega eftir hverjum degi sem líöur án þess að ég geti tekið i að skrifa. Maður veit aldrei hvenœr maður feryfir og þá er kannski allt ógert sem maður ætlaði að gera. Ég á mikið af svona smáþunktum sem ég hef skrifað niður, en það er hvorkifugl né fiskur og ef ég dytti niður dauður, þá gœti enginn lesið það þvi ég skrifa svo illa. Ekki nóg með það, heldur skrifa ég stundum með hraðritunarstöfum sem ég lœrði einu sinni. Þá getur maður lesið sjálfur en kannskifáir aðrir og kannski enginn. “ Eirikur Guðjónsson, hóndi, sjómaður, hringjari, grafari, sótari og nú siðast ishúskarl veltist um af hlátri. Hann er 75 ára og hefur nýlokið fullum vinnudegi hjá íshúsfélagi Isfirðinga, og það þýðir einfaldlega það að maðurinn er ifullu fjöri. Enda stundar hann iþróttir, syndir, fer á skiði og dansar. ,Já, ég dansa um hverja helgi ef ég get og menn telja þetta bara ekki normalt sko. En ég hef sagt þeim að ég œtlaði að hreyfa mig eins mikið og ég gœti, þviþað vœri nógur timi til að liggja kyrr þegar maður vœri dauður. “ Og nú kemur þessi hlátur aftur. „Menn hafa nú verið að vcena mig um kvensemi en ég hef ekki viljað viðurkenna það. Svo verður maður að viðurkenna það að ef dansað vceri þar sem eingöngu eru karlmenn, þá mundi maður ekkifara. Þannig að það hlýtur að vera eitthvað til i þessu. “ Ekki nóg með að Eirikur dansi, hann sœkir lika námskeið i œttfrœði i Kvöldskólanum. ímyndiðykkur það. Og hann hefur áður sótt námskeið i dönsku, ensku og bókfœrslu. Og það er ekki langt siðan Kvöldskólinn tók til starfa. Sá mesti tossi sem... „Mig langaði til að ganga menntaveginn þegar ég var ungur maður. Það varð bara ekkert úr því. Ég var lagður af stað með bakpok- ann en svo þegar ég kom til ísa- fjarðar hafði ég ekki nóga peninga. Þá hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki svo mikið sem maður lærði á svona gagnfræðaskóla, maður gæti nú bara lært það heima — og fór heim. En það var tóm vitleysa. Þegar ég sá að þetta gekk ekki þá ætlaði ég að fara á Reyk- holtsskóla sem auglýsti eins vetrar undirbúningsnám undir kennara- skóla. En þá kom babb í bátinn og ég varð að hætta við aftur.“ — Hvaða menntun fékkstu þá? „Við lærðum að lesa og skrifa hjá pabba og mömmu og svo var þarna hjá okkur farandkennari eina eða tvær vikur. Það var allur skólinn. Ég man alltaf eftir því þegar átti að fara að kenna mér deilingu. Kennslukonan setti fyrir mig dæmi, sagði að ég skyldi hafa 3 í 9. Ég skildi ekkert hvað hún átti við, hafði aldrei heyrt svona tekið til orða. Hefði hún sagt að ég ætti að skipta henni í þrjá hluta, þá hefði ég skilið það. Ég stóð þarna og gapti yfir þessu þangað til hún kom til mín og sagði mér að ég væri sá mesti tossi sem hún hefði nokkum tíman kennt. Svo sagði hún mér að lesa bókina sjálfur. Það gerði ég og skildi þetta undireins. Svo las pabbi húslestur uppúr Jónsbók Vídalíns á hverjum sunnu- degi. Þetta var bók sem var eitthvað á þriðja hundrað ára gömul, með gömlu prenti sem ég gat aldrei lesið hjá honum. Hann kvað líka rímur á hverju kvöldi. Svo voru Passíusálm- amir lesnir náttúrulega. Þegar búið var að lesa þá bændu sig allir. Þegar maður var krakki þá leiddist manni náttúrulega og var að gægjast svona milli fingranna til að gæta hvort kallinn væri ekki hættur að bæna sig!“ Se'ra Sveinn, mundu nú eftir að pissa í tununna! „Svo var ég viku hjá prestinum fyrir ferminguna. Lærði kverið ut- anað. Það voru tvö kver, annað hét Helgakver, hitt hét Tossakver og var styttra. Og við lærðum það. Presturinn, séra Sveinn Guðmunds- son, var mikill bókamaður en eng- inn búmaður. Konan var afturá- móti búmaður mikill. 1 þá daga var siður að þvo ullina heima og var hún þvegin uppúr keytu, manna- þvagi. Og því var safnað. Það var því siður að láta menn pissa í tunnu og stundum sagði hún við séra Svein þegar hann fór út. „Séra Sveinn, mundu nú eftir að pissa í tunnuna!“ — Var kannski notuð keyta til að þvo sér um hausinn? „Nei, ekki þar sem ég var. Hins vegar sögðu menn að það hefði verið gert í Hnífsdal. Það er saga af fjósamanni í Hnífsdal sem var beð- inn að safna kúahlandi í glas fyrir gamlar konur sem vildu nota það til að þvo sér um hausinn. En kalhnn nennti ekkert að vera að passa uppá kýmar þegar þær fóru að pissa og pissaði bara sjálfur í glasið. Þetta getur nú verið skröksaga en það gerir ekkert til.“ „Þú getur nú ekki látið hann bera minna“ „Já, ég var þarna hjá pabba mínum í Þaralátursfirði til 1935. Að vísu fór ég stundum vestur til sjó- róðra, var í Hnífsdal á vertíðum, eins á árabátum í Jökulfjörðum. Við vorum í verbúðum á Staðareyr- um, rétt við Grunnavík. Þaðan var stutt að fara í fiskinn, hann var bara rétt undan landinu. Þetta var jú ósköp harðbýlt þama norðurfrá. Jarðir voru yfirleitt rýrar en menn ólust upp við þetta og voru vanir þessu, fannst ekkert sérstakt við þetta. Menn lifðu mikið á sínu, notuðu til dæmis rekavið til smíða, fengu fisk úr sjónum og keyptu ekki meira að en nauðsyn krafði. Það var nú af skomum skammti víða. Nýlenduvörur þurfti að sækja langt að og bera á bakinu jafnvel. Þeir sem ekki voru nógu ríkir til að geta keypt nógu mikið á sumrin til að birgja sig upp fyrir veturinn urðu að gjöra svo vel að ná í þetta á vetuma og þá varð að fara langar leiðir. Ég man það til dæmis að 1918, frostaveturinn mikla, ég var þá 10 ára, þá vantaði mikla, ég var þá 10 ára, þá vant- aði mat í Skjaldabjamarvík. Pabbi í mat. Þetta var um hávetur og allt ísilagt svo þeir gátu víða gengið yfir flóa og firði. Þeir voru samt marga daga á leiðinni til baka, berandi þetta á bakinu. Það þýddi ekki að bjóða mönnum þetta núna. Þegar við fluttum til Þaraláturs- fjarðar, sem er heldur vestar, þá sóttum við hingað vestur um í kaupstað. Djúpbáturinn flutti þá visdmar inn í Hrafnsfjarðarbotn og svo voru þær sóttar þangað. Þá fór ég stundum með. Ég man að einu sinni fór ég með Jónasi bróður mínum, en hann var elstur af strák- unum. Ætli ég hafi ekki verið svona 16 — 17 ára, lítill og táplaus. Við fórum á skíðum og þegar við bjugg- um uppá okkur sagði Líkafrón bóndi í Hrafnsfirði við Jónas: „Þú getur nú ekki látið hann bera minna.“ Ætli það hafi ekki verið svona 15 kíló sem ég var látinn bera. Þetta var borið í bak og fyrir, poki bæði aftan og framan og lá yfir öxlina. Þeir sem voru hraustir báru ein 40 — 50 kíló. Það voru hraustir kallar. Maður nokkur úr Reykjafirði kallaði 30 — 40 kíló þægilegan bagga að bera. — Mað- ur var oft þreyttur á þessum ferðum en þetta komst upp í vana. Svo gengum við daglega í beitarhúsin með hey til kindanna, á skíðum.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.