Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 13

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 13
vestfirska vestfirska rRETTABLADID Eiríkur Guðjónsson fœddist í Skjaldabjamarvík á Ströndum 1908. Var þar fram á fermingaraldur, en fluttist þá í Þaralátursfjörð. Þar bjó hann til 1935 eða svo, en fluttist þá með konu sinni í Höfn í Homvík og varþar í eitt ár. Síðan lá leiðin að Búðum íHlöðuvík og þar bjó hann til 1943. Þá var byggð farin að leggjast í eyði og Eiríkur flutti til ísafjarðar, bjó reyndar í Amardal þangað til 1967 að hann missti konu sína. Síðan hefur hann mestmegnis dvalist á ísafirði og s.l. 12 ár unnið hjá íshúsfélagi tsfirðinga. Hann býr nú á Hlíf. Veltum okkur i snjónum til að ná úr okkur mestu bleytunni Eiríkur segir þá hafa búið til skíðin sjálfa. Valinn var góður við- ur, harður, hann heflaður og beygður í hita. „Svo var ekki gengið með tvo stafi eins og núna, heldur með einn stóran staf, broddstaf. Svo þegar maður renndi sér dró maður hann á eftir sér eins og stél. Einu sinni þegar við vorum á leið í beitarhúsin á skíðunum lentum við í snjóflóði. Það fleytti mér alla leið niður í sjó. Ég vissi nú ekki af mér almennilega en heyrði að Jónas kallaði til mín. Þá sá ég að hann var kominn upp í axlir í sjónum og rétti mér stafinn og ég náði í hann. Það var aflandsvindur og ef ég hefði ekki náð í stafinn þarna, þá hefði mig rekið frá og væri ekki hérna núna. Það stóð glöggt,“ og núna hlær hann feginsamlega. „Þegar við komum upp úr velt- um við okkur í snjónum til að ná úr okkur mestu bleytunni og hlupum heim. Það var ekki mjög langt, svona hálftíma gangur.“ Nú er ég að sökkva... „Ég hef tvisvar fallið í sjóinn á ævinni. f hitt skiptið var ég að sjó með Ingimar Finnbjörnssyni í Hnífsdal. Þetta var 14 tonna bátur sem hét Mímir eins og allir hans bátar. Við vorum úti á Kögri, það var norðan bræla, veltingur. Ég stóð við lúguna og var að láta ofan í lestina. Ég sneri baki í lunninguna og í einni veltunni datt ég aftur á bak í sjóinn, en náði í lunninguna um leið, svo ég féll á bakið. En svo valt báturinn náttúrulega á hina hliðina og þá missti ég takið og flaut afturmeð. Svo vissi ég ekki neitt meir, nema ég flaut þama eins og korkur. Það sem bjargaði mér var að ég kom niður á bakið þannig að loftið hélst í stígvélunum. Þama lá ég í sjónum rólegur og kyrr en þegar ég leit upp sá ég bátinn vera að velta langt í burtu. Þeir finna mig áreiðanlega ekki, hugsaði ég. Svo kom brotsjór og ég fór í kaf og þá hugsaði ég: ja, nú er ég að sökkva. Það er merkilegt að ég var ekkert hræddur. Svo kom ég upp aftur af því það var svo mikið loft í stígvélunum og þá sá ég bátinn koma á fleygiferð beint að mér. Síðan lögðu þeir að mér eins og belg. Þeir stóðu tveir hásetarnir við borðstokkinn með haka og húkk- uðu í mig. En það var ferð á bátnum og hakinn spenntist í lóðar- hjólið og brotnaði. Ég rann aftur með. Þá öskraði Ingimar: „Ætliði að missa manninn fyrir mér!“ Svo bakkaði hann bara að mér. — Ef ég hefði ekki verið svona rólegur og farið að busla, þá hefði ég snúið mér við og loftið farið úr stígvélunum. Þá hefði ég sokkið eins og skot, því ég var ekkert syndur að gagni. Þetta var 1. apríl 1930,“ segir Eiríkjur og hlær. Draumurinn að verða fyglingur „Ég byrjaði strax að síga í bjarg þegar ég kom til Hafnar. Það var draumur allra ungra manna að verða það sem kallað var fyglingar. Nafngiftin er komin til af því að áður fyrr meðan eggin voru ekki söluvara var mikið snaraður fuglinn og dreginn upp, það var kallað að fygla fuglinn upp. Það voru ekki allir sem gátu sigið því sumum er svimhætt og það var litið upp til þeirra sem voru sig- menn, þeir þóttu meiri menn en aðrir. Það þótti því ákaflega merki- legur hlutur að vera fyglingur. Þegar maður er á brúninni virðist þetta ekki vera neitt sérstakt, maður lítur niður í bjargið, þetta eru svona hillur, og manni finnst ósköp einfalt að síga þetta í traustri festi, vitandi það að allt er sterkt og nógir menn að draga upp. En svo þegar maður fer að síga þá sér maður fljótt hvemig þetta er. Það getur oft mun- að mjóu.“ Festin rann úr höndum þeirra „Einu sinni var ég á þræðingi að safna eggjum. Ég var rétt farinn þaðan þegar stór bakki féll úr bjarginu niður á hann. Hefði ég orðið undir þá hefði ég orðið að klessu. Öðru sinni var ég að sveifla mér í bjarginu. Þá festist vaðurinn í nibbu, þannig að steinn losnaði úr bjarginu og fór með miklum hvin framhjá mér eins og byssukúla. Guðmundur Óli, bróðir minn, fórst í bjarginu 1954. Hann var að síga þar sem heitir Gíslamiðhöfn í Hombjargi, það er talinn einn besti staður í bjarginu, fast og gott bjarg. Hann var búinn að síga niður allan daginn þama. Svo ætlaði hann að fara eina ferð til viðbótar. Þá féll moldarspilda á festina og allt fór af stað. Það voru 8 hraustir menn á festinni og hún rann úr höndunum á þeim, var nærri komin á enda þegar hún stoppaði. Svo var hann dreginn upp en þá var hann dáinn. Læknirinn sagði þegar hann kom að það mundi hafa fallið eitthvað þungt á höfuðið á honum, hálshð- urinn gekk upp í heilann.“ Snerist eins og snœlduskaft „Það var oft gaman að síga í góðu veðri og sjá yfir hafflötinn. Annars var ég klaufi að spranga, var hræddur við það. Sumir voru mjög lagnir við að sveifla sér fram og aftur, en ég var aldrei nógu flinkur við þetta. Einu sinni man ég að ég var kominn á loft og snerist og snerist eins og snælduskaft. Það var gefin niður festin og þegar ég kom niður á sillu var ég orðinn alveg kolringlaður,“ segir hann og hlær dátt. „Eg var mesti klaufi við ..Það var merkilegt að ég var ekkert hræddur." 13 þetta en ég var aldrei beint hrædd- ur að síga. Ég man að einu sinni þegar ég var að síga þá var festin blaut og sleip svo mennimir misstu tak á henni og ég féll flatur og rann nokkuð langt eftir klettahellu. Þá var maður dáUtið smeykur náttúru- lega. Einu sinni fór ég einn í bjargið — það var glannaskapur náttúrulega. Ég fór á handvaði niður og gekk svo um og tíndi saman egg. Síðan fór ég uppá stall nokkum, ekki stærri en þetta borð þama,“ — og bendir á borðstofuborðið. „En svo hef ég ekki farið nógu gætilega og mun hafa rekið mig einhvers staðar í með þeim afleiðingum að ég missti næstum jafnvægið, vó salt þama á brúninni.“ „ Við skulum bara gefa oggefa...“ „Það vom einu sinni feðgar úr Bolungarvík sem áttu festi en vant- aði sigmann, voru alhr klaufar að síga. En gamli maðurinn faðir þeirra vildi endilega fá þá til að síga. Svo var einn þeirra, kallaður Eggja-Grímur af því hann seldi svo mikið af eggjum, hann var taHnn líklegastur til að síga. Þeir tróðu honum í festaraugað og síðan fór hann niður fyrir. Þá sagði bróðir hans: „Við skulum bara gefa og gefa þangað til hann er kominn niður á 60 faðma.“ Svo gáfu þeir og gáfu, en þegar þeir Htu síðan fram yfir brúnina þá stóð kaUinn rétt fyrir neðan brúnina og hafði hring- að vaðinn niður fyrir sig í stóra lykkju. — Svo fór hann nú að síga og varð nokkuð seigur.“ Bestu ungamir! „Það voru oft færeyskar skútur fyrir Homvík á þessum tíma. Það var oft mikið kapphlaup ofanaf bjarginu um að verða fyrstur fram til að selja Færeyingunum egg. Þeir létu fyrir eggin ýmsan vaming, salt, kex, jafnvel fatnað. Þetta voru nú óvönduð viðskipti oft, sumir létu þá hafa ungana. Þeir voru að afsaka sig með því að þetta væru bestu ungamir. Það var töluverð búbót að því að selja egg í þá daga, þau seldust svo vel. En auðvitað máttu þau ekki vera unguð.“ „Það er ekki maður, það er bara Jón á Seli!“ „Það þótti tíðindum sæta þama norðurfrá ef kom maður. Þá kom hann með fréttir. Einu sinni var mér sögð sú saga úr Bolungarík á Ströndum að bömin komu inn og sögðu: „Það er að koma maður.” Það var kallað að kæmi maður að fá gest. Annar bóndinn fór út að gæta. Svo kom hann inn og sagði: „Það er ekki maður, það er bara Jón á Seli.“ Sel var næsti bær við og þótti ekki tiltökumál þó kæmi maður þaðan, enda ekki nema hálf- tíma gangur á milli og þótti stutt.“ Kaffið skilið eftir úti á túni „Þegar spánska veikin gekk var ég í Skjaldarbjamarvík. Þá setti

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.