Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 17

Vestfirska fréttablaðið - 19.04.1984, Blaðsíða 17
17 Tómasi, sem er okkar Garðar Cortes, óskum við til hamingju með afrakstur iðju sinnar. Við myndum fagna því, ef honum yrðu veitt bjartsýnisverðlaunin næst þegar þeim verður út- hlutað!!! Því er við að bæta, að „Syngjandi páskar“ voru fluttir á Bíldudal laugardag- inn 7. apríl svo til óbreyttir, við góðar undirtektir en Bílddælingar eru manna færastir til að dæma um hvers virði þeim var þessi heimsókn. Ekki létu þeir sitt eftir liggja hvað móttökur snerti, því öllum var boðið í kaffi í félagsheimilinu og svignuðu borð undan krásum. Vonandi hefur Þingeyr- ingum auðnast að flytja þeim „sunnan blæ“ og sumarhug þótt sendingin kæmi að norðan. Hulda. Fjórdi dfangi sjúkrahússins boðinn út: öll starfsemi flutt í nýja sjúkrahúsið 1987 Karlakórinn á Þingeyri árið 1981 Sungið „í tilefni dagsins” Það er ekki einsdæmi lengur að frestað eða flýtt sé jólum eða páskum, þótt þeir hafi kannski fyrstir allra frestað jólunum, þeir Jón Múli og Jónas Árnasynir í „Deleríum Búbónis.“ Dýr- firðingar fögnuðu „Syngj- andi páskum“ á fjórða sinn og nú 31. mars. „Vorboðinn“ var líka ó- venju snemma á ferðinni, þótt hann kæmist ekki sunnar á Vestfjörðum en til Flateyrar. „Vorboðinn“ kom 8. mars með snilling- unum Kristni Sigmundssyni og Jónasi Ingimundarsyni er sóttu ísfirðinga og On- firðinga heim. Sem betur fer voru veðurguðimir okk- ur Dýrfirðingum hliðhollir, svo við brugðum undir okk- ur betri fætinum og fjöl- menntum til Flateyrar. Sú heimsókn er ógleymanleg og þótt við færðum þeim félögum hvorki blóm né- „góðgæti“ færum við þeim nú „fangið fullt af þakklæti og aðdáun“ og væntum þess að Dýrfirðingar megi eiga von á að þeir heimsæki okkur síðar og fylli fjörðinn söng og hljóðfæraslætti. „Syngjandi páskar“ breyttu vorinu í sumar í hug og hjarta og það ríkti gleði og eftirvænting í troðfullu félagsheimilinu á Þingeyri að kvöldi hins 31. mars. Sungið og spilað hafði verið í eftirmiðdaginn og mættu þar ungir og aldnir. Upp- hafsmaður og stjórnandi „Syngjandi páska“ var þús- und þjala smiðurinn Tómas Jónsson, sparisjóðsstjóri. Ólafur V. Þórðarson, verslunarstjóri setti „gleð- ina“ í gamansömum tón og bauð gesti velkomna um leið og hann þakkaði Sigur- veigu Hjaltested hingað- komu í vetur og þátt hennar í þessari söftgskemmtun. Hljómsveitin Hamóna frumflutti tvö lög, annað eftir stjórnandann, Lína Hannes Sigurðsson, við ljóð Elíasar Þórarinssonar er nefnist „í tilefni dagsins“ enda ort í tilefni hans og var það sungið af Birki Guð- mundssyni, hljómborðsleik- ara hljómsveitarinnar. Síð- ara lagið var eftir Guðjón Inga Sigurðsson, en hann er einn af fimm „músikönt- um“ hljómsveitarinnar. Þá hóf karlakórinn söng sinn og síðan kirkiukórinn við frábærar undirtektir áheyr- enda. Síðasta atriði fyrir hlé var: Einleikur á harmóniku, Guðmundur Ingvarsson, símstöðvarstjóri, og síðan stjórnaði hann harmóniku- hljómsveit er lék nokkur lög. Þá hljómsveit skipa 11 harmónikueigendur og spil- arar. Var þeim óspart klappað lof í lófa, enda upprennandi hljómsveit, sem stækkar með ári hverju. Eftir hlé sungu sex ungar konur við gítarundirleik og síðan lék Guðjón Ingi Sig- urðsson frumsamið lag á gítar. Þá söngtríó: Sigríður Steinþórsdóttir, Unnur Sig- fúsdóttir og Ragnar Gunn- arsson og sungu þau 3 lög og að síðustu bættist Tómas í hópinn og sungu þau fjög- ur eitt lag. Þá var flutt „Úlf- aldalestin í eyðimörkinni" •áf fjórum stúlkum og jafn- mörgum karlmönnum. Vakti þessi hreyfilist með söng mikinn fögnuð áhorf- enda. Karlakórinn kom þá aft- ur á sviðið og nú með ýms- um tilbrigðum. Fyrst var sungið „Týrólbúinn“, ein- söng í því lagi söng Ragnar Gunnarsson. Næst „Tárið“ með einsöng Sigríðar Stein- þórsdóttur. Síðan 2 lög við undirleik Amar Gissurar- sonar á saxófon og í lokin tvö lög við undirleik Guð- mundar Ingvarssonar á har- móniku. Kórinn slapp ekki af sviði fyrr en þeir höfðu sungið nokkur aukalög og sama gilti um fleiri flytjend- ur. Síðast sungu báðir kór- arnir „Hér er risin höll af bjargi“. Að því loknu færði frú Camilla Sigmundsdóttir stjórnandanum, Tómasi, fagran blómvönd frá kórfél- ögum og hljóðfæraleikurum um leið og hún þakkaði honum ómælt framlag hans til söngmála, án hans væru þau lítils megnug, þar sem hvorki væri organisti eða píanisti lengur á Þingeyri og allt hvíldi því á herðum eins manns. Tómas þakkaði hlý orð og blómin og sagðist hafa mjög gaman af að stjórna 10, 20 og 30 manna kórum, en mest gaman þætti sér að stjórna 100 manna kór og bað hann því samkomugesti rísa úr sæt- um og syngja síðasta lagið með kórunum og var því vel tekið. Við hin sem sátum í saln- um tókum undir orð Cam- illu: „Án Tómasar getum við ekki verið.“ Óþrjótandi elja hans, áhugi og smekk- vísi gerir okkur fært að njóta söngs og hljóðfæra- sláttar 46 Dýrfirðinga. Því á hans færi er að gera ófram- kvæmanlega hluti fram- kvæmanlega og á þann hátt, að okkur mun lengi í minni. Þótt eftir komi páskahret, fardagahret og fleiri hret, mun sumarhug- urinn vart yfirgefa okkur enda verður þessi kvöld- stund okkur ógleymanleg. Flytjendur fengu frábærar móttökur samkomugesta og það voru handsárir en þakklátir Dýrfirðingar er héldu til síns heima eða héldu áfram að syngja og dansa til morguns í félags- heimilinu. Byggingarnefnd Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði hefur fengið heimild til að bjóða út fjórða áfanga nýja sjúkrahússins. Verið er að ganga endanlega frá útboðs- gögnum og er útboðsauglýs- ingar að vænta innan skamms. Að sögn Sigurðar Jó- hannssonar, formanns byggingarnefndar, á verk- inu að vera lokið 1. apríl 1987 og verður þá hægt að flytja alla starfsemi úr gamla sjúkrahúsinu. Að fjórða áfanga Ioknum verð- ur sjúkrahúsið fullklárað að undanskilinni annarri legu- deildinni og efstu hæð kjarnabyggingarinnar. Áður en húsið verður tekið í notkun þarf þó að steypa upp stigaálmu við vestur- enda hússins og ganga frá lóð og verða þessi verk unn- in sér. Þó að byggingarnefndin hefði vonast eftir að verkinu lyki ári fyrr sagðist Sigurður vera mjög ánægður með að heimild hefði fengist til að bjóða fjórða áfanga út í einu lagi og taldi það koma mun betur út en ef áfanginn hefði verið brytjaður niður. „Þetta er viss sigur og þýðir að við þurfum ekki að standa í öðrum útboðum árlega og eyða vikum og mánuðum í að kljást við fjárveitingavaldið á hverju ári,“ sagði Sigurður Jó- hannsson, formaður bygg- ingarnefndar. Nýja sjúkrahúsið KAUPIÐ PÁSKAEGGIN MEÐAN ÚRVALIÐ ER Á ÖLMARKAÐIERU EGILS öl og gosdrykkir SANITAS öl og gosdrykkir og erlent öl í úrvali ALLTMEÐ 10% AFSLÆTTI! GLEÐILEGA PÁSKA! m HAMRABORG Hafnarstræti 7 ísafirði sími 3166

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.