Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 1
FERMINGARGJAFIR ALLRA HÆFI w \ ott< i#** de' SinarffiAðfji/insson k £ ^ínti 70.00 - ^//5 SoliMíja’iOilz ------------------------------------------^ Batnandi fjárhagur Orkubús Vestfjarðaj - Leiðir þó ekki til lækkunar orkuverðs strax Sjöundi aðalfundur Orku- I bús Vestfjarða var haldinn um I nýliðna helgi. Þar var up'týst I að fjárhagur fyrirtækisins batnaði þegar á síðasta ár leið I eftir að hafa verið þröngur I framan af ári. Rekstrarafkoma I reyndist óhagstæð um 0,5 mkr., en var óhagstæð um 31,3 mkr. árið 1982 á þáverandi verðlagi. í skýrslu Orkubús- | stjóra, Kristjáns Haraldsson- I ar, kom fram að það sem eink- um hafi stuðlað að þessari bættu afkomu væri hjöðnun verðbólgu, stöðugleiki í geng- I ismálum og hagstæðari kjör ■ við orkuöflun. Ólafur H. Ólafsson, fjármálastjóri, nefndi í tilbót áfallalausan I rekstur, þ.e. engar stórbiianir. Samkvæmt rekstraráætlun þessa árs er útlit fyrir áfram- haldandi bata og jákvæðari rekstrarafkomu í fyrsta sinn síðan 1978. I „Þessi bætta afkoma gefur I þó ekki tilefni til lækkunar orkuverðs strax eins og ein- hverjum kynni að detta í hug,“ sagði Kristján Haraldsson. „Byrja þarf á að leysa upp- safnaðan vanda undangeng- inna ára, draga úr lántökum til framkvæmda og greiða niður skuldir fyrirtækisins. Til lengri tíma litið leiða þessar aðgerðir til lækkaðs orkuverðs.“ GREIÐSLUBYRÐI LÁNA EKKIKOMIN FRAM 1 skýrslu fjármálastjóra, Ólafs H. Ólafssonar, kom fram að heildarskuldir O.V. nema nú 561,6 mkr. og væri greiðslubyrði þeirra engan veginn komin fram þar sem lán væru mörg hver afborg- unarlaus fyrstu árin „ Góð niðurstaða síðasta árs og bætt eiginfjárstaða í árslok er því engan veginn einhlítur mæli- kvarði á stöðu þess í náinni framtíð,“ sagði Olafur. „Þetta ber að hafa í huga við alla umræðu um breytingu á tekjustofnum Orkubúsins.“ VERÐJÖFNUNARGJALD FELLT NIÐUR? Verðjöfnunargjald var 23% af heildartekjum O.V. á síð- asta ári, eða 55,4 mkr. og voru 15 millj. innheimtar af Vest- firðingum sjálfum. Nú er hins vegar starfandi nefnd á vegum iðnaðarráðherra sem á að gera tillögur um niðurfellingu verðjöfnunargjaldsins. „Verði gjaldið fellt niður bótalaust,“ sagði Kristján Haraldsson, „þýddi það að gjaldskrár O.V. yrðu að hækka um 30%, jafnt til hit- unar íbúðarhúsnæðis sem annars til þess að vega upp tekjutapið." — Kristján sagð- ist afturámóti þess fullviss að það væri ekki hugmynd iðn- aðarráðherra að leggja gjaldið bótalaust niður. NÝFRAMKVÆMDIR 1984 Helsta framkvæmd s.l. árs var lagning 66 kV háspennu- línu frá Mjólká til Tálkna- fjarðar og er stefnt að verk- lokum seinnihluta þessa árs. Á árinu áætlar O.V. að verja 71.5 mkr. til nýframkvæmda. Þær verða fjármagnaðar með langtímalánum (30mkr.), framlagi úr Orkusjóði (9.35 mkr.) og frá rekstri (32,15 mkr.). Þannig er áætlað að verja 10 mkr. til framkvæmda í þétt- býli (mest á ísaf. 3.6 mkr.), 30.6 mkr. til framkvæmda við línur (mest við Tálknafjarðar- línu 15 mkr.) og 17,6 mkr. við aðveitustöðvar (mest á Keldnaeyri, 13,5 mkr.), svo tekin séu dæmi af helstu lið- um. AUKNING Heildarorkuöflun O.V. jókst um 9,5% frá fyrra ári og nam alls 171 GWst. Eigin orku- vinnsla var 49,6% af heildar- orkuöfluninni, þannig að ríf- lega helmingur var keyptur af Landsvirkjun og RARIK. í upphafi ársins 1983 tóku gildi orkukaupasamningur milli O.V. og Landsvirkjunar um forgangsorku og afgangs- orku og þar með var O.V. komið í bein og milliliðalaus viðskipti við Landsvirkjum. Orkusala jókst um 12,4%. Mest var aukningin í sölu orku til húshitunar. Gjaldskrár hækkuðu alls um 93% á síð- asta ári, en hafa verið óbreytt- ar frá 1. ágúst ef undan eru skildar auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs á raforku til hitunar íbúðarhúsnæðis. Bolungarvík: VORDAGAR HEFJAST Á SUNNUDAGINN - fjölbreytt dagskrá ísaf jörður orðinn miðstöð fyrir erlend fiskiskip Á sunnudag hefjast Vordagar (vonandi bera þeir nafn með rentu) í Bolungarvík. Svo heitir menningarvika sú sem ýmis fé- lagasamtök ásamt menningar- ráði bæjarins gangast fyrir. Þetta er í fyrsta skipti sem slík vika er haldin. Vordagar hefjast með hátíð- armessu í Hólskirkju kl. 14:00 á sunnudag. Kl. 16:00 sama dag verða síðan opnaðar hvorki meira né minna en fjórar sýningar: í Ráðhúsinu verður málverka- sýning Baltasars og í grunn- skólanum verða myndlistarsýn- ing heimamanna, heimilisiðn- aðarsýning og ljósmyndasýn- ing. Þessar sýningar verða síðan opnar meira og minna alla vik- una. Kl. 20:30 um kvöldið verða tónleikar í Félagsheimilinu. Þar verður vígður nýr flygill sem Bolvíkingar hafa verið að safna fyrir. Píanóleikari verður Hall- dór Haraldsson, en með hon- um munu koma fram séra Gunnar Björnsson sellóleikari og Ágústa Ágústsdóttir söng- kona. Á mánudag verða vortón- leikar og skólaslit Tónskóla Bolungarvíkur. Fram koma 6—70 nemendur, eldri og yngri. Og á þriðjudeginum verða síð- an tónleikar eldri nemenda. Miðvikudaginn 16. maí kl. 20:00 frumsýnir Leikfélag Bol- ungarvíkur barnaleikritið Finnur karlinn, seppi og kisa. Leikstjóri er Svanhildur Jó- hannesdóttir. Önnur sýning verður á fimmtudagskvöld. Á föstudeginum verða áður tíundaðar sýningar opnar og hand- og myndmenntasýning nemenda Grunnskólans í Bol- ungarvík að auki. Kl. 20:30 hefst síðan Jasskvöld. Meðal þeirra sem fram koma eru Vil- berg Vilbergsson, Baldur Geir- mundsson, Samúel Einarsson, Ólafur Garðarsson og Ólafur Kristjánsson. Vordagar renna síðan skeið sitt á enda laugardaginn 19. maí (vonandi tekur sumarið þá við). Þann dag verður mikil dagskrá í íþróttamiðstöðinni Árbæ og verður íþróttahúsið nýja þá vigt. Lúðrasveit Mosfellssveitar mun sækja Bolvíkinga heim af þessu tilefni, efnt verður til íþróttasýningar og sundmóts. Þennan dag verða líka allar sýningar opnar. Kl. 20:30 hefst síðan skemmtikvöld í Félags- heimilinu, blönduð dagskrá. Að lokum verða Vordagar dansaðir inní bleika sumarnótt. Á undanfömum árum hefur ísafjörður þróast uppí að verða helsta þjónustuhöfn á íslandi fyrir erlend skip sem eru á rækjuveiðum milli Islands og Grænlands eða norður við Svalbarða. Allir kannast við grænlensku rækjutogarana sem lönduðu hér í vetur, en þeir hafa fyrir nokkru hætt veiðum. Enn eru þó 10—15 norskir tog- arar, 2 franskir og 1 færeyskur á veiðum á Dohmbanka og leita hingað eftir ýmissi þjónustu. Það er ljóst að þjónusta við erlend skip er orðin nokkuð snar þáttur í viðskiptalífi bæj- arins. Skipin sækja hingað við- gerðarþjónustu, olíu og vistir og annað sem þau vanhagar um. Þá em töluverðir flutningar þessu samfara, bæði á fólki og vömm. Á tímabilinu frá janúar og frammí marslok í vetur lönduðu 10 grænlenskir togarar samtals 1552 tonnum af rækju á ísafirði, en kvóti þeirra hljóðaði uppá 1690 tonn. Samkvæmt íslensk- um lögum er erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskri höfn og hafa Grænlendingar einir fengið undanþágu til þess, þó aðrir hafi einnig farið þess á leit. Þetta er þriðji veturinn sem Grænlendingar leggja upp afla sinn hér og er reiknað með framhaldi næsta vetur. Nokkrar aðrar hafnir hafa þó sýnt áhuga á að fá þessi skip til sín. Grænlensku skipin frysta öll afla sinn um borð. Hann er síð- an geymdur hér í frysti uns hann er fluttur til Danmerkur, þaðan sem honum er dreift á markaði, einkum frá Álaborg og Hirtshals. Gunnar Jónsson, skipaaf- greiðslumaður, annast fyrir- greiðslu fyrir norsk, grænlensk og færeysk skip hér. Hann sagðist frá fyrstu tíð hafa gert sér far um að veita þessum skipum góða þjónustu og byggðust áframhaldandi hing- aðkomur þeirra á því að þau yrðu ánægð með þjónustuna. Gunnar sagði það umhugsun- arvert hvort þjónusta okkar við grænlensku skipin stuðlaði ekki að betri samningsstöðu íslend- inga gagnvart Grænlendingum þegar þeir losnuðu úr EBE og færu að ráðstafa sínum veiðum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.