Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 10.05.1984, Blaðsíða 3
I vestfirska rRSTTAELADIS Skákmennirnir ungu fyrir framan ráðhúsið í Bolungarvík. Landsmótið í skólaskák í Bolungarvík: Norðurlandameistararnir unnu Landsmótið í skólaskák fór fram í Bolungarvik um þar síð- ustu helgi. Þar öttu 19 drengir kappi, en þeir eru sigurvegarar úr kjördæmamótum sem haldin hafa verið undanfarið. Mótið hófst á föstudagskvöld og var teflt frá morgni til kvölds þar til úrslit fengust sfðdegis á sunnu- dag. Þá voru verðlaun veitt og piltunum sfðan leyft að sprikla ókeypis f sundlauginni. Keppt var í tveimur flokkum og urðu úrslit þessi. YNGRI FLOKKUR 1. Hannes Hlífar Stefánsson Fellaskóla. 6,5 v. 2. Birgir öm Birgisson Borgamesi 5,5 v. 3. Þröstur Árnason, Seljaskóla. 5 v. Þröstur Árnason og Magnús Pálmi örnólfsson, Bolungarvík, urðu jafnir og þurftu að keppa til úrslita um þriðja sætið. Þar varð Þröstur hlutskarpari. Davíð Ólafsson ELDRI FLOKKUR 1. Davíð Ólafsson, Hólabrekkuskóla 8 v. 2. Þröstur Þórhallsson, Hvassalleitissk. 7,5 v. 3. Karl Garðarsson, Flúðaskóla 5,5 v. Karl og Páll Á. Jónsson urðu jafnir í þriðja sæti að „venju- legum leiktíma loknum“ og þurftu að heyja einvígi um þriðja sætið. Karl varð hlut- skarpari. Þetta er í sjötta skipti sem landsmót í skólaskák er haldið. Fyrsti sigurvegarinn var Jóhann Hjartarson sem nú er orðinn einn okkar sterkasti skákmaður. Verðlaun og ferðakostnaður keppenda er greiddur úr Verð- launasjóði Landsbanka Islands. Það var mál manna að þetta landsmót í Bolungarvík væri eitt hið sterkasta frá upphafi. Sérstaklega töldu menn strák- ana í yngri flokkunum tefla á- berandi betur en áður hefði sést. Algengt hefði verið að allt uppí helmingur keppenda þar hefði verið byrjendur, en nú væri því ekki til að dreifa. Breiddin væri orðin óvenju- mikil. Ólafur H. Ólafsson, sem sér um unglingastarfið hjá Taflfélagi Reykjavíkur, sagði aðsókn í öll mót TR í vetur hafa verið meiri en áður og vildi hann þakka þeim alþjóðamót- um sem hér hafa verið haldin í vetur þennan aukna áhuga. Hann sagði íslendinga vera orðna sambærilega við aðra Norðurlandabúa í skák. Á síð- asta Norðurlandamóti hefðu þannig unnist 3 flokkar af 5. Aðstandendur mótsins í Bol- ungarvík vildu þakka bæjar- stjóm Bolungarvíkur sérstak- lega fyrir velvilja í þeirra garð. Yæri ekki að þessu ef mér þættí þetta ekki gaman — sagði Davíð Olafsson, sigurvegarinn í eldri flokki Sigurvegarinn í eldri flokki, Davíð Ólafsson, er 15 ára og kemur úr Hólabrekkuskóla. Við spurðum hve lengi hann hefði teflt. „Ég er búinn að tefla lengi," sagði Davíð. „Ætli ég hafi ekki lært mannganginn um 5 ára aldur, en 7 ára fór ég að tefla á æfingum hjá Taflfélagi Reykja- víkur og 10 ára byrjaði ég að tefla á mótum. — Æfirðu mikið? „Það er misjafnt." — Lestu skákbækur? „Já, ég geri svolítið af því.“ — Stefnirðu að einhverju á- kveðnu í skákinni? „Ég veit það ekki.“ — Alþjóðlegur meistari, stórmeistari? „Já, það getur verið,“ segir hann af hógværð. — Er gaman að tefla? „Já, annars væri ég ekki að þessu.“ Davíð er nýbakaður Norður- landameistari í skák. úrval Glœsilegt fisk kiötrétta og hangikjöt Soöiö Soöin svið Salöt SUIMDSTR/ETI 34*4013 Hannes tekur við verðlaunum úr hendi Haraldar Valsteinssonar, banka- stjóra. Lærði mannganginn þegar ég var 5 ára — sagði Hannes Stefánsson, sigurvegari í yngri flokki Sigurvegarinn í yngri flokki, Norðurlandameistari í sínum Hannes Stefánsson er 11 ára flokki, í Finnlandi í fyrra og aft- Reykvíkingur og nemur í Fella- ur í Reykjavík í vetur. skóla. Hann hefur tvisvar orðið „Bróðir minn kenndi mér Hlífarkonur Fundur verður haldinn í Húsmæðraskólan- um mánudaginn 14. maí kl.21:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Sagt verður frá garðyrkjunámskeiði í Hver- agerði. Konur, fjölmennið á síðasta fund vetrarins. STJÓRNIN ÍfasteTgna-’] j VIÐSKIPTI j I ÍSAFJÖRÐUR: j Hrannargata 10, 3ja herb. J | íbúd á efri hæð laus. I Stórholt 9, 4ra herb. íbúð á I I 1. hæð. I Sundstræti 29, 2ja herb. | I íbúð á 2. hæö. íbúðin er | I laus. | Strandgata 5 a, lítið ein- I I býlishús. Laust 1. júní. j Seljalandsvegur 85, lítið J ! einbýlishús. I Strandgata 5, ca. 120 ferm. I j íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- J húsi. Laus fljótlega. I Túngata 3, 5 herb. ibúð í I ■ suðurenda. Allt sér. ■ ■ I Mjallargata 9, einbýlishús ■ úr timbri. Stór eignarlóð. J Laustl.maí. I Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. ■ I einbýlishús. Getur losnað J j fljótlega. I Lyngholt 11, fokhelt einbýl- I I ishús ásamt bilskúr. I Silfurgata 12, lítið einbýlis- | I hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt j ■ 135 ferm. einbýlishús ásamt | ! bílskúr. , Stekkjargata 4, lítið einbýl- | I ishús. Selst með góðum I I kjörum, ef samið er strax. j BOLUNGARVÍK: I Stigahlið 2, 2ja herb. íbúð | | á jarðhæð. I . Þjóðólfsvegur 14,3ja herb. | I íbúð á 2. hæð. j Hoitabrún 16, 4ra herb. J íbúðál.hæð. I Heiðarbrún 4, 138 ferm. ■ I einbýlishús ásamt bílskúr. j Arnar Geir j ! Hinriksson hdl. '■ j Silfurtorgi 1, I ísafirði sími 4144 mannganginn þegar ég var 5 ára og svo fór ég að tefla á æf- ingum hjá Taflfélaginu þegar ég var 7 ára,“ sagði Hannes. Þetta er í fyrsta sinn sem Hannes vinnur skólaskákmót, en hann sagði að sér hefði gengið illa í fyrra. „Nei, ég æfði ekkert sérstak- lega fyrir þetta mót. Ég tefli alltaf mikið hjá Taflfélaginu. Svo les ég svolítið skákbækur.“ — Var þetta erfitt mót? Hannes hugsaði sig um dá- litla stund. Sagði síðan: „Ég hef ekki pælt í því. Ég gerði þrjú jafntefli,“ sagði hann svo og fannst það greinilega kjarni málsins. — Hefurðu teflt áður úti á landi? „Nei, bara í Hafnarfirði.“ — Hvernig líst þér á Bolung- arvík? „Mér líst ágætlega á hana.“ Leiðrétting I grein um slysavarnadeild- ina í Hnífsdal 50 ára í páska- blaðinu misritaðist eitt nafn. Það var nafn Bjarnveigar Magnúsdóttur, en Sigurður Guðmundsson gaf 30 þús. kr. til minningar um hana og Guð- mund Einarsson. Við biðjumst vejviðingar á þessum mistök- um.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.