Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 1
Kenwood Panasonic Silver og Toshiba SinarffuðfjMnsso/i k f ^ími J200 - ífl$ Solun^aiOílz r Knattspyrnumiðstöð: KRI tekur Mánakaffi á leigu Knattspyrnuráð ísafjarðar fer ekki hefðbundnar leiðir í sumar. Það hefur nú tekið Hótel Mána- kaffi á leigu og er sú ráðstöfun hugsuð til að bæta úr brýnni húsnæðisþörf meistaraflokks- manna í sumar. Munu 7 knatt- spyrnarar halda til á hótelinu þar til vertíð lýkur. Jafnframt hafa þeir fótboltamenn í hyggju að nota matsalinn til að funda og skoða myndbönd. Þar verður einnig rekinn skyndibitastaður. Jakob Ólason, formaður Knatt- spyrnuráðs, sagði að þessi leiga á hótelinu hefði verið hagkvæmasta leiðin sem þeim bauðst út úr hús- næðisvanda knattspyrnumanna. Hótelið sagði hann leigt á mjög góðum kjörum. Það má segja að Mánakaffi hafi nú á skömmum tíma breyst úr félagsmiðstöð unglinga í knatt- spyrnumiðstöð. I haust stefnir Bernharð Hjaltalín. eigandi hó- telsins. svo að því að opna þar ..léttan veitingastað" sem hefði vínveitingaleyfi. Hann yrði hugs- anlega í kráarstíl. Þangað til mun Bernharð hins vegar einbeita sér að rekstri Gistiheimilis fsafjarðar (Hjálpræðishersins), en það mun verða þéttskipað túristum í sumar. einkum útlendingum. Nýstúdentar 1984 Menntaskólanum á ísafirði var slitið á laugardaginn. Þar voru þessir stúdentar útskrifaðir. Aftari röð f.v.: Vilborg Davíðsdóttir, Þórhildur Kristjánsdóttir, Auður Yngvadóttir. Kolbeinn Pétursson, Hjörtur Grét- arsson, Jón Ari Ingólfsson, Tryggvi Óttarsson, Hrönn Harðardóttir, Asa Theódórsdóttir, Gerður Gisladóttir. fremri röð f.v.: Svanhildur Vilbergs- dóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Magnea Guðmundsdóttir, Hulda Ruriksdóttir, Ragnheiður Gunnars- dóttir, Eyleif Hauksdóttir. Á myndina vantar Birgi Þórisson. Nánar verður greint frá skólaslitum i næsta blaði. r—■■■■■■■■■■■■^ Styrktarsjóður ■ Tónlistarskólans: j Torgsala j j á morgun j I Á morgun, föstudag, I I verður efnt til torgsölu á J j Silfurtorgi ísfirðinga. Að J j henni stendur Styrktar- B I sjóður byggingar tónlistar- | | skóla. Á boðstólum verður I I hið sígilda góðgæti, kakó ■ j og lummur. Einnig er á- J J formað að selja þarna ! I „ferskar, saltaðar, frystar | I og hertar sjávarafurðir". | I Ekki er á þessu stigi máls- I ■ ins hægt að gefa nánari J j lýsingu á þeim, en fólki J j bent á að mæta á staðinn . ■ og kanna málin. Salan | I hefst klukkan 15:00 á | | föstudaginn. I u Suðureyri: Tónskól- anum slitið Félagsmiðstöðinni lokað: Krakkarnir vilja húsnæði sem þau geta gert upp sjálf Félagsmiðstöð fyrir unglinga var opnuð í húsakynnum Hótels Mánakaffi 22. mars s.l., eins og fram hefur komið á síðum blaðsins. Henni var síðan lokað aftur 4. maí. Hér var um til- raunastarfsemi að ræða. Sigríð- ur María Gunnarsdóttir, um- sjónarmaður miðstöðvarinnar, var innt eftir því hvernig tilraun- in hefði lukkast. „Þetta gekk framar öllum von- um með krakkana og hefði ekki getað gengið betur." sagði Sigga Mæja og kvað svo sannarlega vera þörf fyrir svona félagsmiðstöð. „Þau voru mjög virk og hug- myndarík og lögðu sig öll fram. því þau vissu að þetta stóð og féll allt með þeim." — Komu upp einhver vandamál í sambandi við vín? „Á fyrsta diskótekinu ætluðu tveir drukknir að reyna að komast inn. en krakkarnir voru mjög á varðbergi og komu þeim sjálf út. Þetta var það eina." Sigga Mæja sagðist aldrei hafa þurft að mata krakkana á neinu. en reynt að svara spurningum þeirra eftir bestu getu þegar þau leituðu til hennar. Hún sagði krakkana hafa verið að allan dag- inn og margt verið gert. Mikið hefði verið. teflt og spilað og koddaslagur nijög vinsæll. Þá sagði Sigga Mæja krakkana hafa talað mikið saman og þau tjáskipti mikið verið framin með líkaman- um. Skemmtikvöld voru einnig haldin og diskótek annan hvern föstudag. „Þeim þótti mjög leiðinlegt að þurfa að skilja." sagði Sigga Mæja .,-og vilja endilega fá að halda áfram. Þau skrifuðu undir skjal þar sem þau fara fram á að fá húsnæði. helst sem þau gætu gert upp sjálf í sumar." Tónskóla Suðureyrar var j slitið á sunnudaginn, 20. ■ maí, með tónleikum. Þetta I var annað starfsár skólans I og hefur mikil ánægja verið I ríkjandi með hann, enda er J fátt jafn göfgandi og bless- j uð tónlistin. | Um 40 nemendur stunduðu I nám í skólanum í vetur og var | kennt á blokkflautu. gítar. I orgel. píanó og harmonikku. ■ Skólastjóri Tónskólans báða J veturna hefur verið Einar j Logi Einarsson og kennir ■ hann á öll hljóðfærin. Tölu- J verð fjölhæfni það. Og fyrst farið er að tala um ■ tónlistarlíf Súgfirðinga er til- | valið að segja frá því að þeir | eru nú að safna fyrir kirkjuor- I geli. Eru þeir reyndar búnir I að panta orgel sem á að kosta [ um 700 þúsund krónur. Við • messu á sunnudaginn bættust ■ svo 54.400 kr. í orgelsjóðinn. | en það er ágóði af kabarett I sem þeir Súgfirðingar settu I upp og var sýndur fjórum J sinnum, tvisvar á Suðureyri ■ og síðan á Flateyri og Þing- | eyri. Orgelsjóðurinn mun nú I telja um 400 þús. krónur. Almennur hreinsunardagur á laugardag Nú skal sóðastimpillinn af Jæja jæja, upp með ermar, fram með skóflur og sópa allir vaskir menn! Nú skal þrífa og kara, burt með allt rusl og drasl, burt burt. Við viljum hreinan bæ. Við viljum ekki þurfa að lesa lengur í amerískum ferðahandbókum að ísafjörður sé skítugur bær í niðurníðslu. Nei nei. Við skor- um á bæjarbúa að skera upp herör gegn sóðaskap, a.m.k. ut- andyra. En það er ekki nóg að henda ruslinu yfir á lóð nágrannans. Það á að setja ruslið í poka og skilja brennanlegt rusl frá óbrennanlegu. Eru ekki allir klárir á því? Þeir sem vilja losna við bílhræ eða kofa af lóðum sínum geta fengið aðstoð áhaldahúss bæjarins við brott- flutning. eigendum að kostnaðar- lausu — betra að taka það fram. Á laugardaginn er svo almennur hreinsunardagur. Það þýðir að al- menn félagasamtök í bænum munu fara um og hreinsa opin svæði. Byrjað verður kl. 9:00 við áhaldahús bæjarins og er almenn- ingur hvattur til að taka þátt í hreinsuninni og mæta við áhalda- húsið þann dag. Bænum hefur verið skipt í svæði sem félögin munu hreinsa. Hér er um 14 félög að ræða og ætli flestir bæjarbúar séu ekki í einhverju þeirra. Við mætum því öll er það ekki?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.