Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 2
rRCTTABLAt: Vikublaö, kemur út á fimmtudögum kl. 18:00 — Skrlfstofa Hafnarstræti 14, sími 4011 — Opin virka daga frá kl. 10:00 — 12:00 og 13:00 — 17:00 — Bladamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325 — Útgefandi og ábyrgðarmaöur Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100 — Verð í lausasölu kr. 22,00 — Auglýsingaverð kr. 110,00 dcm. — Smáauglýsingar kr. 210,00 — Áskriftarverð er lausasöluverð, reiknað hálfsárslega eftirá — Prentun: Prentstofan ísrún hf. sími 3223. 0 A pLEGGUR \ OG SKEL «•* fatœerslun barnanna Nýjar vörur í hverri viku 30% afsláttur á ýmsum fatnaði á börnin í sveitina, stendur yfir fimmtudag, föstudag og laugardag í þessari viku. Leggur og skel Ljóninu, Skeiði Sími 4070 Smáauglýsingar ■ BAHÁ-I TRÚIN Upplýsingar um Bahá-i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, Isafirði. Opið hús að Sund- stræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. ALAN7N FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánu- dagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnudög- um að Aðalstræti 42, Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA DEILDIN GÖMULENGÓÐ Til sölu er Olympus OM—2 myndavél ásamt 105 mm linsu selst á aðeins 8.500 kr. Upplýsingar hjá Hrafni í síma 3526. TILSÖLU I—813 Volvo 244 DL árg. 1978 ekinn 62 þús. km. Vel með farinn, aðeins tveir eigendur. Upplýsingar í síma 3769. TIL SÖLU Vauxhall Viva station árg 1974 þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í síma 3527. IbUÐ eða sumarbústaður óskast til leigu í sumar. Upplýsingar í síma 4081. STÚLKA ÓSKAST til að gæta IV2—2 ára gamall- ar stúlku. Upplýsingar í síma 3135 á kvöldin. TILSÖLU Toyota Mark II árg. 1972 þarfnast viðgerðar. Á sama stað er tii sölu tvíbreiður svefnbekkur. Mjög ódýrt. | Upplýsingar í síma 4383. VANTAR STÚLKU til að passa tveggja ára gamla stelpu, fyrir hádegi í sumar. Upplýsingar í síma 3936. TILSÖLU Mazda 616 í varastykki. Upplýsingar í síma 7223. TILSÖLU Mjög vel með farinn Atari 800 | (48k) tölva með kassettutæki. I Leikir fylgja. Upplýsingar í síma 3021. A.T.H. Til sölu er vel með farin árs- gamall Brio barnavagn, og á sama stað er óskað eftir skermkerru (sem er hægt að sofa 0, helst Emmaljunga eða Brio. Upplýsingar í síma 4337 eftir kl. 19:00. TILSÖLU Citroen GS árg. 1972. Þarfn- ast smá viðgerðar. Á góðum kjörum. Upplýsingar í síma 3042 í há- deginu eða eftir kl. 7 á kvöld- in. TILSÖLU Chevrolet Nova 1978, 8 cyl. m/rafmagnsrúðum og raf- magns læsingum, svartur, bíll í toppstandi ekinn 79 þús. km. Upplýsingar í síma 3165, eða 3711, Jóhann. TIL SÖLU Volvo 264. Arg. 1977. Með vökvastýri og sóllúgu. Sjálf- skiptur. Skipti möguleg. Upplýsingar í síma 4318. ÍSAFJÖRÐUR HNlFSDALUR Ungt par óskar eftir lítilli íbúð á leigu. Algjörri reglusemi og öruggum mánaðargreiðslum heitið. Upplýsingar i síma 3367 eða 3014 Jónína. vestfirska I rRETTABLAÐIÐ Smári Haraldsson: Framtíð Tungudals Grein þessi er skrifuð vegna hugmyndar um golfvöll íTungu- dal. Með tllliti til mikilvægis Tungudals, sem útivistarsvæðis, hefur þetta farið merkilega hljótt meðal bæjarbúa og ekkert birst um hugmyndina á prenti, nema ágæt grein Gunnlaugs Jónas- sonar í Vestfirska fréttablaðinu þann 18. apríl s.l. Grein þessari er ætlað að vekja athygli á þessu máli og vera innlegg í umræöu um það. ÚTIVIST ER VAXANDI ÞÁTTUR I LfFI OKKAR Með auknum frítíma síðustu árin hefur orðið mikil breyting á viöhorfi fólks til umhverfis síns og útiveru. Hvers konar almenn- ingsíþróttir eru oðnar vinsælar og fólk sækist í auknum mæli eftir að njóta náttúrunnar til skoðunar, leikja og hvers kyns útilífs. Þetta er þróun, sem átt hefur sér stað bæði hérlendis og erlendis. Vegna þess eru nú víða skipulögð útivistarsvæði, þar sem ungum og öldnum er gefinn kostur á að komast úr ys og þys bæjarlífsins t kyrrð og frið náttúrunnar. Menn kynnu e.t.v. að spyrja hvort skipulögö útivistarsvæði gæfu fólki kost á að njóta náttúrunnar. Því er þá til að svara, að ekki eru allir færir til mikilla fjallgangna og líklega síst þeir sem mestan tímann hafa, svo sem eldra fólk og til að koma í veg fyrir of mikla átroðslu og spjöll af fólki, þarf einnig að skipuleggja göngustíga og þess háttar á vinsælustu stöðunum. Greinileg merki um þetta breytta viðhorf til umhverfisins má sjá hér á ísafiröi. Fyrir 10 til 15 árum var varla ræktuð lóð við nokkurt hús nema sumarbústaði, en í dag eru víða komnir fallegir garðar kringum húsin. Útivist er nú þegar mikið stunduð hér í bæ svo sem skíði, skokk, golf, hestamennska og síðast en ekki síst almenn úti- vera, þar sem fólk gengur um í náttúrunni eða sest niður á fall- egum stað meö fjölskyldunni og tekur upp nesti sitt. Möguleikar fólks til slíkrar útiveru myndu stórbatna ef eitthvert svæði væri skipulagt sérstaklega með þetta í huga. Hlýtur reyndar að koma að því fyrr en síðar vegna auk- innar þarfar. Þeir staðir sem helst koma til greina sem slík útivistarsvæði eru dalirnir Hnífs- dalur, Tungudalur, Engidalurog Arnardalur, að ógleymdum Seljalandsdal, sem verður áfram aðalskíðasvæðlð. Af þessum fjórum dölum er Tungudalurinn sá sem langmest er notaður í dag og sjálfkjörinn miðstöð úti- lífs í framtíðinni. Kemur þar einkum þrennt til greina: 1. Tungudalur er skjólsæll, sem bæði auöveldar gróöri að þrífast og er mikilvægt fyrir útivistar- svæði. 2. í Tungudal er nú þegar umtals- verð skógrækt auk annars, sem fólk hefur gert þar til að prýða svæðið. Þar er einnig aðalberja- land ísfirðinga. 3. Tungudalur er stutt frá aðal- byggðinni, bæöi Eyrinni og ekki síst Fjarðarsvæöinu. ALMENN ÚTIVISTARSVÆÐI OG GOLF Af framansögðu er Ijóst að Tungudalur er og verður aðal- útivistarsvæði ísfirðinga ásamt Seljalandsdal. Það væri því óaf- sakanlegt glapræði ef þar væri komið fyrir einhverri þeirri að- stöðu, sem eyðilegði þennan möguleika dalsins. Það álít ég, því miður, að fyrirhugaður golf- völlur gerði. Um þaö eru að vísu skiptar skoðanir og er það reyndar tilefni þessarar greinar. Til að glöggva sig á umfangi golfvallar er hér sýnt kort af tveimur hugmyndum um stað- setningu vallarins (1. mynd). Það verður að segjast eins og er að erfitt er að ímynda sér að golfvöllur komist fyrir á þessu litla svæði án þess að takmarka verulega þá möguleika, sem fólk hefur þar í dag. Stafar það m.a. af þeirri slysahættu, sem fólki hlýtur að stafa af nálægð vallar- ins, t.d. börnum að leik og þeirri takmörkun á umferö um svæðið, sem hann myndi valda. Ef hug- að er að framtíðarmöguleikum svæöisins, sem almenns útivist- arsvæðis, er ekkert pláss fyrir golfvöllinn eins og sýnt verður fram á hér á eftir. MÖGULEGT SKIPULAG í TUNGUDAL Hugmyndir þær um skipulagn- ingu og notkun Tungudals, sem verða settar fram, eru aðeins til að sýna fram á að dalurinn gefur marga möguleika sem útivistar- svæði fyrir almenning. Þær eru settar fram eftir tiltölulega iitlar vangaveltur og byggt að hluta á hugmyndum náttúruverndar- nefndar ísafjarðarbæjar, sbr. greinargerð frá 16. feb. 1984. Auðvitaö getur þar margt fteira komið til, sem hér verður ekki nefnt. Til glöggvunar fyrir les- endur eru þessar hugmyndir settar inn á kort (2. mynd). 1. Upplýst skokkbraut og skíða- göngubraut. 2. Núverandi skógræktargirðing. Þar gæti komið nýr lundur til að skilja að svæöi fyrir íþróttir og „rólegri útivist". Þar mætti koma fyrir borðum og bekkjum þar sem fólk gæti snætt nesti og hvílst. 3. Leiksvæði (tennisvellir o.fl.). 4. Göngustígur. 5. Sparkvollur. 6. Bílastæði. 7. Tjaldstæði. Þarna er núverandi tjaldstæði, sem mætti stækka og auka skjól meö skógrækt. 8. Plöntu- og trjágarður. Slíkum garði væri kjörið að koma upp í framhaldi af Simsonsgarði. Þar er nokkur trjárækt fyrir og mætti auka við hana til prýðis og til skjóls. í skjóli trjánna mætti koma upp lifandi plöntusafni. Þessi garður mætti gjarnan ná upp í hlíöina handan árinnar og fengist þannig fjölskrúöugt gróðurlendi, þar sem væri þurr- lendi í skjóli trjánna, votlendi niður við ána og sérstakt gróð- urlendi í hlíðinni austan árinnar. Þarf ekki að orðlengja það hve mikilvægur þessi garður væri bæði fyrir almenning og fyrir skólana. 9. Tjörn fyrir fugla (andapollur) auk þess sem þar væru vatna- plöntur og smádýr, sem ekki þrifust í straumvatni. Með þessu móti væri Tungu- dalurinn orðinn ennþá ákjósan- Hughyud í Tvær hugmyndir að staðsetningu golfvallar (útlínur).

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.