Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 4
4 Ísaíjarðarkanpstaðnr Sundhöllin ísafirði Hiö árlega sundnámskeið fyrir börn verður frá 1. — 15. júní n.k. Upplýsingar og skráning í Sundhöll, sími 3200 og á bæjarskrifstofunni, sími 3722. íþróttafulltrúi BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Auglýsing um bann við veiði og meðferð skotvopna í friðlandinu á Hornströndum. Hvers konar meðferð skotvopna og veiði er stranglega bönnuð í friðlandinu á Horn- ströndum í Norður-ísafjarðarsýslu nema samkvæmt sérstökum heimildum. Þeim, sem rjúfa grið í friðlandinu á Horn- ströndum, verður gert að sæta viðurlögum lögum samkvæmt. 21. maí 1984 Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. Laust starf Á skrifstofu embættisins er laust til umsóknar starf skrifstofumanns frá 1. júlí 1984. Góð vélritunarkunnátta er áskilin. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar eigi síðar en 1. júní 1984. 21. maí 1984 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. MENNTASKÖLINN Á (SAFIRÐI PÓSTHÓLF 97 — 400 ÍSAFIRÐI INNRITUN nemenda sem hefja nám við Menntaskólann á ísafirði haustið 1984 fer nú fram. Tekið verður við umsóknum um eftirtalið nám: Almennt bóknám menntaskóla, 1. ár (þ.e. venjulegt 4ra ára nám til stúdentsprófs). Nám á tveggja ára viðskiptabraut. Nám á eins árs fiskvinnslubraut, sem leiðir síðan til annars námsárs við Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði (fiskiðnnám). Umsóknir, ásamt afriti af prófskírteini, skulu sendar skrifstofu Menntaskólans fyrir 7. júní n.k. Nám á 1. ári öldungadeildar verður auglýst sérstaklega. Tekið skal fram, að fornám framhaldsskóla- náms fer fram á vegum Iðnskólans á ísafirði. Skólameistari vestíirska I rRETTABLADIE Vordagar í Bolungarvík Vordagar í Bolungarvi Vikuna 13.—20 maí gerðu Bolvíkingar sér dagamun og efndu til menningarviku sem þeir kölluóu Vordaga. Þar var margt merkilegt d boðstólum, eins og við höfum sagt frd dður. Ttóindamanni Vf gafst kostur d að upplifa nokkur atriði með Bolvíking- um og hér d síðunni md sjd afrakstur þeirrar upplifunar. í nœsta blaði mun síðan birtast opinskdtt viðtal við listmdlarann Baltasar, sem sýndi í Rdðhúsinu d Vordög- um. Gunnar Hallsson, framkvæmdastjóri Vordaga: Ánægður með hvernig til tókst — um 1100 manns sáu dagskrárliði í Félagsheimilinu „Ég er mjög ánægöur með hvernig til tókst og mér heyrist á neytendum að þeir séu það lfka,“ sagði Gunnar Hallsson, framkvæmdastjóri Vordaga, í samtali við blaðið. „Dagskráin stóðst alveg, að undanteknu því að tveir djassleikarar forfölluð- ust af óviðráðanlegum orsök- um. Það hversu vel þetta gekk má þakka því hve jákvæðir allir voru gagnvart þessari dag- skrá. Það er þannig vert að þakka Flugleiðum og Flugfélag- inu Erni fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að gera gott úr veikindum flugmanna á föstudaginn." Gunnari taldist til að á tólfta hundrað manns hefðu sótt dag- skráratriði í Félagsheimilinu, að undanskildum dansleiknum. Það hlýtur að teljast gott í 1300 manna bæ. Þá taldi Gunnar að um 500 manns hefðu komið í íþróttamið- stöðina á laugardeginum. Enn- fremur hefðu um 600 manns séð sýningu Baltasars í Ráðhúsinu. ..Sýningarnar þóttu mjög sterk- ar.“ sagði Gunnar, „og kvölddag- skrárnar í Félagsheimilinu hver annarri betri og djassinn alveg dúndurgóður." Gunnar sagði að miðaverði hefði verið stillt í hóf. „Við vildum heldur gefa fleiri tækifæri til að njóta. en að leggja áherslu á að ná inn miklum peningum." Ekki sagði Gunnar komið í ljós enn hvernig Vordagar kæmu út fjár- hagslega. ,,Það sem stendur upp úr er vígsla flygilsins og íþróttahússins. Svo var auðvitað mikill fengur að þeim listamönnum sem sóttu okk- ur heim. Hið eina sem betur hefði mátt fara var veðrið, það hefði mátt vera svolítið vorlegri tíðin. En við það ræður enginn." — Finnst þér að halda eigi slíka Vordaga aftur? ,,Já, velgengni þessara daga finnst mér mæla eindregið með því og þá eftir tvö til þrjú ár.“ Séra Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Bolungarvík, blessaðl hið nýja glæsilega íþróttahús sem vfgt var á laugardaginn að við- stöddu fjölmenni. Gunnar Hallsson, fram- kvæmdastjóri Vordaga. Frá nemendatónleikum Tónskóla Bolungarvfkur.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.