Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 24.05.1984, Blaðsíða 6
Strákarnir eru ekki búnir að ná aimennilega saman — segir Gísli Magnússon, þjálfari IBI Gísli Magnússon er ekki bú- inn að vera með ÍBÍ nema tíu daga. Hann er þó ísfirðingum að góðu kunnur, þvi hann þjálf- aði ísfirðinga fyrir nokkrum ár- um með góðum árangri. Við spurðum Gísla hvað honum hefði fundist um leik iiðsins í Borgarnesi á sunnudaginn. ..Ég var aldrei almennilega ánægður með hann. Mér fannst vanta meira sjálfstraust, það gætti töluverðrar taugaveiklunar í fyrri hálfleik og spurning hvort 1—0 var sanngjörn staða í hálfleik mið- að við færin. Þetta er þó ekk- ert óeðlilegt, því við vorum með fjóra menn sem voru að spila sinn fyrsta meistaraflokksleik. Stór hluti liðsins er líka ennþá í Rey- kjavík, við fórum t.d. aðeins með 5 menn héðan. þannig að þeir eru í rauninni ekki búnir að ná al- mennilega saman. Það er ennþá Verslunar- og skrifstofufólk ísafirði og Bolungarvík Til leigu er sumarhús í Hveravík, Reykja- nesi, á vegum Verslunarmannafélagsins. Tekið er á móti umsóknum og upplýsing- ar gefnar í síma 3755, Margrét eða María, og á kvöldin í símum 3963 Margrét, 3444 Elín. AÐALFUNDUR Krabbameinsfélag ísafjarðarsýslna verður haldinn í safnaðarheimili ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 24. maí 1984 kl. 20:30. Erindi flytur Einar Hjaltason, læknir Venjuleg aðalfundarstörf Mætið vel og stundvíslega Stjórnin Ódýrt — Ódýrt — Ódýrt Opnum fatamarkað í Gúttó á mánudag 28. og stendur hann út þá viku. Hefur nokkur efni á að sleppa þessu tækifæri? Líttu inn og sjáðu hvort þú finnur ekki eitthvað á þig. VERÐIÐ ER HLÆGILEGT. Opið frá kl. 10—12 og 13—18. FATAMARKAÐURINN DANSLEIKUR í Góðtemplarahúsinu laugardagskvöld 26. maí kl. 23—3 Margrét Geirs sér um sönginn. BORÐAPANTANIR FRÁ KL. 22:30 Komið og skemmtið ykkur í Gúttó Ásgeir, Margrét, Dúddi og Palli Vorum að taka upp + Jogginggalla, 2 gerðir é Buxur, boli, peysur og jakka frá Versl. Sonju, Reykjavík + og margt, margt fleira. Sendum í póstkröfu. VERSLUNIN SKEMMAN LJÓNINU - SKEIÐI - SÍMI4024 Frá Kjartanskvöldi Litla lelkklúbbsins. Greinilega sungið af innlif- un. Dagskráin verður endurtekin í kvöld. Litli leikklúbburinn gekkst fyrir Kjartanskvöldum á fimmtu- dag og sunnudag. Þar var lesið upp úr sex verkum Kjartans Ragnarssonar auk leikgerð hans á Ofvitanum. Þá voru sungnir nokkrir söngvar úr Saumastofunni. Vel var að kvöldi þessu staðið, framsögn góð og komst efnið vel til skila, þótt einungis væri um upplestur að ræða. Tekið var fyrir hvert verkið af öðru með stuttleg- um kynningum og sungið á milli. Aldrei féllu þeir leikklúbbsmenn í þá gryfju að velja sér of langa kafla, en þó voru þeir alltaf heil- legir þannig að menn töpuðu ekki áttum. Þegar upp var staðið held ég að áheyrendur hafi haft nokkuð heillega mynd af leikritaskáldinu Kjartani Ragnarssyni í kollinum. Dagskráin verður endurtekin í kvöld í Félagsheimilinu Hnífsdal. Karlakórinn Fóstbræður sækir Vestfirðinga heim verið að móta liðið, vita hver pass- ar í hvaða stöðu. Ég hafði aðeins séð þá í tveimur æfingaleikjum fyrir þennan leik á sunnudaginn." FYRSTA DEILD? — Hvernig líst þér á baráttuna í sumar? „Ég held að ef við sleppum sæmilega frá btrjuninni eigi þetta að geta gengið. En prógrammið er ofboðslega erfitt núna í byrjun. Við eigum að spila tvo leiki á viku allan júní og það sem eftir er af maí.“ — Heldurðu að þið komist upp aftur? ,,Ég held að við eigum að geta það. Þetta eru mjög skemmtiiegir strákar og létt yfir þeim, góður mórall. og það er nú það sem fleytir oft liðum áfram. Við stefn- um að því að komast upp.“ — Hvernig líst þér á æfingaað- stöðuna? „Völlurinn á Skeiði er fyrir neð- an allar hellur, hann er alveg eins og grjótnáma. En grasvöllurinn er mjög góður og við bíðum spenntir eftir að komast á hann, en það verður væntanlega í byrjun júní.“ FH MEÐ GOTT LIÐ Næsti deildarleikur verður á laugardaginn og munu FH—ingar þá sækja ísfirðinga heim. Hvernig leggst sá leikur í Gísla? „Ég veit það ekki. Ég er ekki sáttur við hvernig við förum af stað. Og þó að við ynnum Skalla- grím er ég skíthræddur við leikinn á laugardaginn. En við gerum okkar besta og ætlum að vinna leikinn," sagði Gísli Magnússon. Þess má geta að FH—ingar hafa prýtt lið sitt með nokkrum þekkt- um nöfnum. Nefna má inga Björn Albertsson, Dýra Guðmundsson, Ólaf Danivalsson og Viðar Hall- dórsson. Leikurinn á laugardaginn ætti því að geta orðið tilhlökkun- arefni. TIL SÖLU Nýr VIKING þurrbúningur, góður i köfun og á sjóskíði. Fyrir mann 180—195 cm. á hæð. Upplýsingar í síma 4101 Halldór. Karlakórinn Fóstbræður held- ur í söngför til ísafjarðar og Bolungarvíkur helgina 25.—27. þessa mánaðar. Föstudaginn 25. maí heldur kórinn tónleika í Alþýðuhúsinu á ísafirði kl. 21:00. Laugardaginn 26. maí heldur kórinn tónleika í Félagsheimilinu í Bolungarvík og hefjast þeir kl. 17:00. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn á báðum stöðum og samkvæmt nánari auglýs- ingu. Söngstjóri Fóstbræðra er Ragnar Björnsson, skólastjóri Nýja Tónlistarskólans í Reykja- vík. Undirleikari er Jónas Ingi- mundarson, píanóleikari. Einsöngvarar með kórnum eru Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari og Björn Emils- son, einn kórfélaga. Á efnisskrá eru þjóðlög frá ýmsum löndum og verk eftir þekkt tónskáld, m.a. Maurice Ravel, Elgar, Karl Zelter, svo einhverra sé getið. Óhætt er að fullyrða að efnisskráin sé afar fjölbreytt og skemmtileg, enda hlaut hún góðar viðtökur áheyr- enda á vortónleikum kórsins í Háskólabíói í aprílmánuði s.l. Fóstbræður hafa kappkostað um langt skeið, að halda árlega tónleika víða um land og er kórnum það mikið ánægjuefni að fá nú tækifæri til að sækja ísafjörð og Bolungarvík heim. Fréttatilkynning. VILJUM RAÐA LAGHENTAN MANN TIL IÐNAÐARSTARFA FRAMTÍÐARSTARF Prentstofan ísrún hf. Vestfirðir — ísafjörður Hönnuður og sölumaður fyrirtœkisins verður staddur á Isafirði helgina 26. og 27. maínk. Þiígeturgjör6reytt heimilipmumeð Þeir sem vildu nota þjónustu fyrirtækisins og fá hönnuð skilrúm eða handrið og verðtilboð á staðnum vinsamlega hringi síttírúimum, fiandriðum Qf Blik—JH^H og skápumjráÁifeÚi fif. |j| eða 91-84635 Ármúla 20 Reykjavík Símar 84630 og 84635 13

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.