Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 3
I vestíirska rRETTABLACID V estfirska 1 FRETTABLAÐID Vestfirska fréttablaðið kemur út á fimmtudögum kl. 17:30. Rittjórnarskrifstofan og auglýsingar að Hafnar- stræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sig- urðsson, Fagraholti 12, (safirði sími 3100. Prentun: Prentstofan ísrún hf. (safirði. Verð í lausasölu kr. 22,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasölu- verð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Hátíðarhöld sjómannadagsins Sjómannadagurinn verður hátíð- legur haldinn á sunnudaginn, 3. júnf. Að venju gera sjómenn og aðrir sér margt til gamans á þeim degi og munum við hér greina frá fyrirhuguðum hátíðahöldum í Bol- ungarvík og á Isafirði. Þar sem ó- líklegt er að blaðið verði komið til annarra Vestfirðinga fyrir Sjó- mannadag þykir ekki rétt að geta hátíðahalda annars staðar á Vest- fjörðum, þó þau séu vafalaust alls góðs makleg. BOLUNGARVÍK Dagskrá sjómannadagsins í Bol- ungarvík hefst með siglingu kl. 17:00 á laugardaginn. Vonast er til að nýja skipið, Sólrún, komi þann dag og verður þá farið í siglingu á því. Annars mun Dagrún fara. Á sunnudaginn verður safnast saman við brimbrjótinn kl. 10:15 og gengið til kirkju. Þar mun séra Jón Ragnarsson predika og Karla- kórinn Ægir syngur. Síðan verður lagður blómsveigur að minnisvarða sjómanna í kirkjugarðinum. Kl. 13:30 verður þreyttur kapp- róður við höfnina og björgunar- sveitin Ernir mun sýna björgunar- tæki. Síðan verður áframhaldandi dagskrá á íþróttavellinum. Kl. 20:30 hefst svo kvöld- skemmtun í Félagsheimilinu. Þar verður blönduð dagskrá. Að skemmtuninni lokinni verður stig- inn dans við undirleik Ásgeirs og félaga. ÍSAFJÖRÐUR Dagskráin hefst á laugardaginn kl. 14:00 með hópsiglingu — spennandi fyrir yngstu kynslóðina. Á sunnudag kl. 9:30 verður messa í kapellunni í Hnífsdal og að henni lokinni hópganga að minnisvarða sjómanna í Hnífsdal og lagður blómsveigur að honum. Kl. 10:45 verður farið í hópgöngu að minn- isvarða sjómanna á Isafirði og lagður blómsveigur að honum. Síðan verður messað í ísafjarðar- kirkju kl. 11:00. Hátíðahöldin við bátahöfnina hefjast kl. 14:00. Þar verða aldraðir sjómenn heiðraðir og Guðjón A. Kristjánsson flytur ávarp. Síðan verður hinn klassíski kappróður, skipshafna og landsveita. Björgun- arsveitin Skutull mun síðan sjá um ýmsa leiki. Kl. 16:30 færa menn sig síðan á íþróttavöll, væntanlega á Torfnesi, og verður þar ýmislegt sprellað, farið í fótbolta, boðhlaup o.fl. Vert er að geta þess að kaffiveit- ingar verða á boðstólum í Félags- heimilinu Hnífsdai frá kl. 15:00 til 18:00. Efnt verður til tveggja dansiballa í tengslum við sjómannadag. Á laugardag að Uppsölum og á sunnudag í Hnífsdal. Miðar á seinni dansleikinn verða afhentir við Hafnarvog milli kl 16:00 og 17:00 á sunnudag. Blöð og merki dagsins verða afhent á sama stað frá kl. 17:00—18:00 á laugardag. Fi „ íí I i«i iiii >Ul ... iiii mi ÆS | iii iii •iii iiii iii| | iii III Grillréttir — mikið úrval — o o o Léttreyktir lambahryggir — aðeins 169 kr/kg — Meira en 30% verðlækkun SUNDSTR/ETI 34 »4013 Hann Kristján Jónsson Sjómannadagurinn var fyrst haldinn árið 1938. Kristján Jóns- son, formaður Sjómannadagsráðs á ísafirði, hefur upplifað næstum alla sjómannadaga frá upphafi hér vestra. Við spurðum hann hvemig sjómannadagurinn væri í minning- unni veðurfarslega séð. „Mikill meirihluti þeirra er þungbúinn, sérstaklega nú í seinni tíð. Síðan ég tók við formennsku 1971 höfum við aldrei reiknað með góða veðrinu nema sem undan- tekningu. Þetta stafar kannski af því að Guð almáttugur vill ekki láta okkur sjómenn gleyma að það er mótbyr í lífinu.“ — Hefur þurft að fella hátíða- höldin alveg niður vegna veðurs? „Það hefur alltaf verið einhver þrjóska í mönnum að reyna að halda dagskrána þrátt fyrir vont veður oft á tíðum. Ég man ekki eftir nema einu eða tveimur skiptum að þurft hafi að fella hátíðahöldin al- veg niður, en það er langt síðan.“ — Er sjómannadagurinn fyrst og fremst hátíðisdagur eða er hann baráttudagur? „Fyrst og fremst hátíðisdagur. Þama gefst sjómönnum kostur á að koma saman til að skemmta sér og bregða á leik. I fyrra hreyfði Guð- mundur Kristjánsson, formaður Bylgjunnar, því hins vegar að gera ætti sjómannadaginn að baráttu- degi, en ég er mótfallin því.“ — Hafa hátíðahöldin verið með svipuðu sniði frá upphafi? „Já, þau voru strax með svipuðu 3 íbúðir, tilbúnar undir tréverk Til sölu eru 2ja og 3ja herbergja íbúðir í 8 íbúða fjölbýlishúsi, sem Eiríkur og Einar Val- ur s.f. eru að hefja byggingu á við Urðarveg. íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu í ágúst 1985. Nánari upplýsingar veitir Arnar G. Hinriksson hdl., Silfurtorgi 1, sími 4144 og Eiríkur Kristófersson, Hafraholti 54, sími 4289. sniði og nú. En með tilkomu togar- anna áttu sjómenn þó erfiðara með að taka þátt í hátíðahöldunum, þeir komu oft ekki inn fyrr en á sunnu- dagsmorgni, og fyrir 6—8 árum hélt ég satt að segja að sjómannadagur- inn væri að leggjast niður, en þá komu björgunarsveitin og eigendur sportbáta okkur til aðstoðar og hleyptu lífi í þetta. Nú eru tog- ararnir líka farnir að koma inn á laugardegi, þannig að þeir eiga auðveldara með að taka þátt.“ Að lokum gat Kristján þess að hann ætlaði nú ekki að lifa sjálfan sig sem formaður sjómannadags- ráðs og vildi beina því til „ungu mannanna“ að framtíð sjómanna- dagsins væri undir þeim komin. Hann tók þó fram að hann hefði alls ekki verið þvingaður f starfið, hann hefði unnið það með glöðu geði. ÍSLENSKAR VÖRUR A ERLENDAN /I1ARKAÐ íslensk þjóö byggir lífsviðurværi sitt á útflutningi. Ekki aöeins á afla fiskiskipanna, heldur einnig á útflutningi annars konar afla - afrakstri verkmenningar alls þjóðfélagsins - allt frá heimaprjón- uðum lopapeysum til háþróaðs stóriðjuvarnings. Við hjá Eimskip vitum að ekkert svið íslensks atvinnulífs er óháð útflutningi. i áratugi höfum við lagt okkur fram við að þjóna atvinnuveg- unum sem best, með því að fylgjast náið með framförum og tileinka okkur jákvæðar nýjungar í flutningum. Nú flytur Eimskip íslenskan afla um allan heim - niðursuðuvörur til Sovétríkjanna, freðfisk til Bandaríkj- anna, lopavörur til Evrópuhafna, skreið til Nígeríu, stóriðjuafurðir til Bretlands - og svona mætti lengi telja. Sérþekking og reynsla Eimskips í flutningum nýtist öllum greinum íslensks atvinnulífs. Sendum vestfirskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra kveðjur og árnaðar- óskir á sjómannadaginn. *

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.