Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 4
4 í vetur sendi Vf nokkrum á- skrifendum blaðsins erlendis kveðju og bauð þeim að skrifa greinar í blaðið. Björgvin Hjörv- arsson hefur tekið boðinu og birtist hér grein hans um mál sem á brennur, orkumál. Björg- vin hefur undanfarin ár stundað nám í kjarneðlisfræði í Uppsala í Svíþjóð og hyggst einbeita sér að vetnisrannsóknum í doktors- námi sínu. Við þökkum tilskrif- in. Á undanförnum árum hefur orkunotkun og öflun verið mjög umrætt mál. í kjölfar olíukrepp- unnar vöknuðu menn upp við vondan draum og komust að raun um að veruleikinn var enn verri. Olíuforði mannkynns var og er takmarkaður. Komst þá í tísku að leita að arftaka olíunn- ar. Margir heitar framboðsræöur fjölluðu um „mögulega framtíð- arorkugjafa" og peningarnir flóðu um leið og töfraorðið var nefnt. Öll rannsóknarstarfsemi í tengslum við framtíðarorkugjafa tók mikinn fjörkipp eins og gefur að skilja, því peningar eru frum- hvati hugmyndaflugsl! Víma sú er greip stjórnmálamenn á þeim tíma er að mestu horfin nú, en sem betur fer eru áhrif þeirrar ,,vímu‘‘ í formi þekkingar ómet- anleg. Tískuorðið nú er tölva þetta og tölvu hitt og í dag kaupir enginn húsmóðir þvottavél eða saumavél sem ekki hugsar í „integrerade kretsar”, enda streyma peningar í fram- þróun veikstraumsfræði. Enda veit hver ,,viti borin manneskja” að tölvan bjargar heiminum. ORKUNOTKUN MÁ SKIPTA í TVO MEGINHÓPA: 1. Notandinn er kyrr, þ.e.a.s. iðnaður, húsauþphitun o.s.frv. \ 2. Notandinn er hreyfanleg- ur, þ.e.a.s. samgöngur af öllu tagi, fiskiskip, bílar o.s.frv. Miðill fyrri hópsins er að stærsta hluta raforka, en frum- orkan vatnsorkan, kjarnorka, olía o.s.frv. Hvað viðvíkur seinni hópnum þá eru lífræn efnasam- bönd unnin úr olíu bæði miðill og frumorka (hráorka, bensín). Eins og flestum er kunnugt er olían ekki ótakmörkuð og verður því að leita að hentugari miðli og frumorku fyrir þann hóp. Það sem oft gieymist er að olían er mjög mikilvægt hráefni innan gerviefnaiðnaðarins og verður því að leggja áherslu á aö ,,brenna“ sem minnst, því plastefni eru stór þáttur í allri iðnaðarframleiðslu og væri mjög hæpið að ætlast til breytingar þar. Sá kostur viröist vænstur að Smáauglýsingar BAHÁ-I TRÚIN Upplýsingar um Bahá-i trúna eru sendar skriflega, ef óskað er. Utanáskrift: Pósthólf 172, ísafirði. Opið hús að Sund- stræti 14, sfmi 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 til 23:00. ALANON FUNDIR fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að strfða, eru kl. 21:00 á mánu- dagskvöldum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnudög- um að Aðalstræti 42, Hæsta- kaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA DEILDIN LISTAKONA óskar eftir húsnæði, undir vinnustofu, herbergi, bílskúr, allt kemur til greina. Verður að vera rúmgott og bjart. Uppl. í síma 3453 TILSÖLU Fiat 128 árg. ’77 með nýupp- tekinn gírkassa. Búið að skipta um efri hluta vélar. Skoðaður ’84 og í góðu standi. Einnig Yamaha RD 360 árg. ’76. Uppl. í síma 6941 á kvöldin. TIL SÖLU er Gram frystikista 590 lítra, með nýrri pressu. Möguleiki á skiptum fyrir minni. Uppl. í síma 7763 eftir kl. 20:00 alla daga. TILSÖLU Tveir þriggja sæta Chester- field leðursófar, framleiddir í Englandi. Uppl. í síma 3060 e kl. 21:00. TILSÖLU Vespa árg. 1980. Uppl. í síma 4372 eftir kl. 19:00. TILLEIGU Einbýlishús ásamt bílskúr er til leigu í Hnífsdal. Leigist til 1/1 1985. Uppl. veittar í síma 3037 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU 3 ára Candy minnsta gerð. Uppl. í síma 4036. ísskápur, TILSÖLU Ferðavinningur meö Ferða- miðstöðinni að upphæð kr. 9.000 selst ódýrt. Uppl. gefur Gunnsteinn í síma 3239 eftir kl. 19:00. TIL SÖLU Sófasett með rósóttu áklæði. Verð kr. 15.000 og Silver Cross barnavagn á kr. 4.000. Uppl. ísíma4152. PÍANÖSTILLINGAR Otto Ryel kemur í byrjun júnf og stillir píanó á ísafirði og nærliggjandi stöðum. Tekið á móti pöntunum í síma 3040. I iítiiíii rRETTABLAEID Björgvin Hjörvarsson leggur stund á nám í kjarneðlis- fræði við háskól- ann í Uppsöium. notfæra sér orkubirgðir sem falla undir 1) og breyta í annað form eða nota t.d. beint í raforka (rafbílar). FRUMORKUMYNDIR: Vatnsorka, kjarnaklofning (fission), samruni (fusion) og sólarorka eru þeir 4 mikilvæg- ustu þættir sem eru og koma til með að sjá fyrir nýtanlegri orku komandi áratuga. Vatnsorkan er á íslandi ekki neitt nýnæmi og væri því að bera í bakkafullan lækinn að ræða um hana. Kjarnaklofning byggist aö stærstum hluta í dag á því að kljúfa úran (U). U—235 sem er undirstaðan, er aðeins 0,7% af því úrani sem finnst en U—238 er u.þ.b. 99,2%. Þó er ekki úti- lokað að nota U—238 með því að nota ferli sem kallast á ensku,,breeding". En það ferli byggir á því að við klofningu á U—238 er hægt að breyta því í Pu—239 (plútoníum) og Pu—239 er nothæft sem brenni. Þó er galli á gjöf Njarðar. Plutoníum er afar hagstætt hrá- efni í kjarnorkusprengjur og skýrir það áhuga Argentínu- manna á „þungavatnskjarn- orkuverum", því þau eru hag- stæðari. En kjarnorka í þessari mynd er aðeins skammtíma- gálgafrestur svo leita verður annarra úrræða. Þar kemur samruninn inn í myndina. í dag eru risasamvinnuverkefni í gangi til að leysa þau vandamál sem samruna fylgir. Til gamans má geta þess að þau ferli sem virðast lofa bestum árangri (þungt vatn og lithium (Ll) sam- runi) krefjast hitastigs sem er hærra en 3 x 10 í sjöunda gráð- ur (30000000). VETNI SEM ORKUMIÐILL Vetni er ekki orkuforðabúr en mjög hagstætt sem miðill. Vetni fæst með því að rafgreina vatn og fæst þá súrefni og vetni. Aö nota vetni sem eldsneyti er ekk- ert nýnæmi. 1966 breytti maður að nafni Roger Billings, þá 16 ára, gamla Fórdinum hans föður síns í vetnisknúinn bíl. Sú brella gaf honum gull og silfurverð- launin i „International Science Fair" í Dallas sama ár, og styrk til áframhaldandi námsfrá Ford- verksmiðjunum, sem hann not- færði sér. 1981 hafði Bill þessi 250 manns starfandi í eigin fyrir- tæki sem hefur það á stefnuskrá sinni að gera Bandaríkin óháð alþjóða olíumarkaðnum. í Þýskalandi eru Benz- verksmiðjurnar með bifreiðar í tilraunaakstri og virðast vera langt á vegkomnar með lausn á flestum tæknilegum atriðum, en eins og gefur að skilja á sér ekki nein auglýsingastarfsemi stað, því allir vilja liggja á sínu þar til það gefur peninga. Kostir vetnis umfram olíu (bensín o.fl.) eru eftirfarandi: 1. Engin mengun. 2. Öruggari í geymslu (í málm- svömpum). 3. Mun meiri ending á vélum, því engar sótanir myndast sem risþa strokka, slífar o.s.frv. 4. Meiri orka úr sömu stærð af vél + betri nýting. Það sem trúlega kemur til með að gefa vetni aukinn sam- keppnisstyrk er hin öra þróun í leirhlutaframleiöslu (keramik). Hverfihreyflar (túrbínur) með leirhreyfla þola mun hærra hita- stig en hefðbundnir hverfihreyfl- ar. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir nýtni og er ekki ólíklegt að innan skamms verði komnar vél- ar á markaðinn með nýtnis- stuðul allt að 70—80%. Geymsla á vetni hefur verið og er stærsta vandamálið. Málmsvampar virðast skásta lausnin. Málmsvampur er eins og nafnið bendir til málmblanda með miklu „tómarúmi", þ.e.a.s. stórt yfirborðsflatarmál miðað við rúmmál. Hvers vegna mál- svampur? Þeir gefa góða raun á tilraunastigi vegna öryggis o.s.frv., en leit að hinni ,,fuII- komnu" málmblöndu er að ná hámarki. Til skamms tíma leit út fyrir að Feti-hydr. lofaði góðu, en fyrir rúmum 2 mánuðum kom fram að vegna sterkra rafsegul- sviða sem myndast í málminum eftir litla notkun þá reynist sá kostur ótækur. í þessu greinarkorni hef ég stiklað á stóru og gert grófar einfaldar til að geta gert því skil sem ætlun var, en ef einhver skyldi hafa fyllst forvitni um þessi mál og vill vita meira þá er vert að benda á að greinarhöf- undur veitir gjarnan alla þá að- stoð sem möguleg er. Orlof aldraðra að Sælingsdalslaug Eins og tvö undangengin sumur verður gengist fyrir or- lofsdvöl fyrir aldraða af hálfu Rauðakrossdeildanna á Vest- fjörðum að Laugum í Sælings- dal í Dalasýslu. Að þessu sinni verður dvölin 9.—14. ágúst. Ek- ið verður með rútu um firðina suður í dali, dvalið þar fimm nætur, farið í stuttar ferðir út frá Laugum. Þar heima er hin ágæstasta aðstaða til hvíldar og ununar við margvíslegustu iðju. Kvöldvökur eru á kvöldin þar sem ýmsir leggja lið af heimamönnum þar og aðfengnum gestum. Tveir fararstjórar veröa með hópinn sem getur ekki orðið stærri en 45 manns. Nánari fréttir verða af orlofi þessu í júnímánuði og þá fyrst auglýstur skráningartími og gef- ið uþp verð.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.