Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 10
10_________ VOR í BÆ I Testtirska rRETTABLADID B-nám- skeið í göngu Þann 16. júní n.k. hefst á ísa- firði svokallað B—námskeið i skíðagöngu (námskeiðum er skipt i A,B,C og D námskeið og er D efsta stigið). Námskeið þetta mun standa í 5 daga og verður Svíinn Artur Forsberg leiðbeinandi. Hann er sagður einn færasti maður Svía á þessu sviði og alltaf hafður með í ráð- um þegar sett eru upp prógrömm fyrír sænska landsliðið. Þetta B—námskeið er hugsað fyrír þjálfara og munu þátttak- endur sjálfir borga kostnað. Fengist hefur aðstaða i Skið- heimum fyrír bóklegu kennsl- una, en sú verklega mun fara fram uppá heiði. Námsefnið skiptist til helminga í bóklegt og verklegt. TÚNÞÖKUR— ÞÖKUSKURÐUR Við bjóðum nú, eins og áður túnþökur til sölu og einnig þökuskurð annars staðar. Hafið samband við Hall- dór í síma 7748. TIL SÖLU Baader 440 flatningsvél ásamt lítilli skreiðar- pressu. Uppl. í síma 96-25731 og 96-62219. Þeir sem skemmta sér geta orðið íþróttahreyfingunni að liði. Mesti bisness- inn á nóttunni Smáauglýsingar TIL SÖLU BMW 518 árg. ’82. Ekinn um 30 þús. km. selst á 400—450 þús. Skipti á ódýrari möguleg. Uppl. í síma 3612 (vinnu- sími) Einar Garðar. — Kondu sæll, Einar Ólafs- son, göngukappi, hvemig geng- ur pylsusalan? Hún gengur nú eiginlega ekki nógu vel, hún er ekki komin al- mennilega í gang ennþá. — Ef ég væri ekki nýbúinn að úða í mig kanellengju, þá mundi ég kaupa af þér. Hvað kostar annars pylsa með öllu? Hún kostar 35. — Hvenær er mesta salan? Það er á nóttunni um helgar. Þá höfum við opið til þrjú, fjögur, eftir því hve mikið líf er í kringum böllin. Þá er aðal bis- nesinn, heldur þessum vagni uppi. Þeir sem skemmta sér geta stundum orðið íþrótta- hreyfingunni að miklu gagni, segir hann og glottir. — Nú? Já, Skíðaráð á vagninn. Það hlaut að vera. Hvemig er það annars Einar ertu ekki allt- af að æfa? Jú, ég æfi á hverjum morgni, vakna milli sjö og átta, hleyp og hjóla. Annars hef ég lítið getað einbeitt mér að þessu undan- farið, fékk vatn í lið og þeir hafa verið að tappa af mér annað slagið. — Ja, hver skrambinn. Við vonum að það lagist og bisnes- inn líka. Vertu blessaður. Blessaður. pappíra þó það standi ekkert á þeim, sagði hann og tyllti sér á lestarlúguna. Já, við ætlum að reyna við úthafsrækjuna, þó manni lítist ekkert alltof vel á að vera á svona trillu innanum stóru bátana. Það er oft þoku- djöfull þama úti og hætt við að húkkist saman veiðarfærin þegar margir eru á sama svæði. — Já, við höfum verið á út- hafsrækju undanfarin þrjú sumur. Það gekk nú lítið hjá okkur í fyrra, en fyrsta sumarið sem við vorum á þessu var svipað hjá okkur og skástu færabátunum, og nú er hann að tala um hásetahlutinn. Nei, við fengum engan kvóta af því við flokkuðumst undir hörpudiskbáta. Við vorum á rækju og skel í vetur já. Það er sæmilegt uppúr skelinni að hafa, við höfum fengið að veiða það mikið. Annars finnst mér nú farin að minnka skelin í Djúpinu. Já, við erum nýhættir á skel- inni, hún var farin að rýrna svo mikið. Þegar hún fer að hrygna rýrnar vöðvinn í henni. Við byrjum aftur í haust. Jú, við höfum nóg fyrir bát- inn allt árið. Skelin bjargar okkur. Það eru ekki nema tveir eða þrír bátar sem hafa nóg, hinir hafa ekkert. Hvaða þýðingu hefur Sjó- mannadagurinn? Ja, þetta er nú helsti hátíðisdagur sjómanna, þó mér finnst nú gildi hans hafa minnkað með árunum. En maður hugsar þó alltaf mikið um hann. Þetta er fyrst og fremst frídagur til að skemmta sér. Nei, ég er ekkert inní þess- um félagsmálum. Óli hafði verið að mála þegar blaðamaðurinn kom inní myndina og nú var alveg að þoma í penslinum, svo vissara var að forða sér aftur uppá bryggjuna til að eiga ekki skaðabótakröfu á hættu. Það voru ekkert nema núll á una, sagði Ólafur Eyjólfsson, kvótablaðinu okkar, svo við skipstjóri á Bárunni. Þeir hafa verðum að fara á úthafsrækj- fyrir því að senda manni þessa Óli var að gera klárt fyrir sumarið. Hreinsilögur Harður, grimmur og hreinsar allt Hreinsilögurinn BP HARD SURFACE CLEANER, sá bleiki frá Olís er hreint út sagt ótrúlegur. Hann hreinsar feiti, olíu og allskonar óhreinindi fljótt og auðveldlega. Sparar þannig tíma og erfiði. BP HARD SURFACE CLEANER inniheldur ekki sódaupplausn eða önnur slík fefni, er því óskað- legurfyrirmálningu, málmao.þ.h. t.d. aluminium. BP HARD SURFACE CLEANER er notaður á gólf og veggi, alla málaða fleti, eldhúsáhöld, suðu- potta, ofna, borð, bekki, loftræstiskerma, frysti- og kælibúnað jafnt á sjúkrahúsum, hótelum sem í rhatvælaiðnaði. BP HARD SURFACE CLEANER er líka notaður til hreinsunar á þilförum og lestum skipa og til hreinsunar á allskonar bílaklæðningum. Fjölþætt notagildi sannar gæðin. Biddu um þann bleika frá Olís. Fæst hjá bensínstöðvum okkar og umboðs- OLIUVERZLUIM ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5, SiMI 24220 AFGREIÐSLAN LAUGARNESI, SÍMI 33533 Ekkert nema núll á kvótablaðinu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.