Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 21

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 21
vestlirska vestlirska rRETTABLADID 21 Einar K. Guðfinnsson, útgerðarstjóri Bolungarvík: Aukin nýting sjávarfangs — Um meltuvinnslu, sem aðferð til þess að nýta aukaafurðir úr fiskiðnaði Við höfum áþreifanlega verið á það minnt á síðustu árum að sjórinn er ekki óþrjótandi auðlind. Útfærsla landhelginnar um miðbik síðasta áratugar færði okkur heim mikla aflaaukningu, sem fyrst og síðast stóð undir þeim mikla hagvexti sem við nutum á árunum sem þá fóru íhönd. Enginn vafi er á því að útfærsla landhelginnar, fyrst í 50 mílur og síð- an í 200 sjómílur, var undirstaða þeirrar miklu lífskjarasóknar sem hér átti sér stað á ofanverðum síðasta áratug. Örlítið yfirlit um þróun afla nokkurra fisktegunda segir okkur meira um þetta efni, en langt mál. Ár 1978 1979 1980 1981 1982 Þorskur 320 360 428 461 382 (í þús. tonna) Annar botnfískur 158 218 236 255 307 (í þús. tonna) Af þessari töflu má sjá að gífurleg aflaaukning varð á öll- um helstu nytjafiskum okkar, á ótrúlega fáum árum. Þessa aflaaukningu má svo sem fyrr er sagt, fyrst og fremst rekja til útfærslunnar í 200 sjómílur. Segja má að á síðustu tveimur árum hafi mjög tekið að slá í bakseglin. Lagðist þar raunar margt á eitt. Þegar á árinu 1982 tók að draga úr þorskaflanum. Ekki er þó með sanngirni hægt að segja að það hafi verið afla- leysisár. Annar botnfiskafli jókst, svo sem sjá má í töflunni hér að framan. En þorskaflinn var með því allra mesta sem þekkst hafði í sögunni, þó minni væri en metárið 1981. Það er hins vegar á síðasta ári og að því er virðist einnig á þessu sem samdráttareinkenna tekur að gæta. A síðasta ári veiddust einungis tæp 294 þús- und tonn af þorski. Þessi afli var einvörðungu um 49% af heild- arbotnfiskaflanum, en hafði á árunum 1979 til og með 1981, verið á bilinu 62,3 til 65 prósent. Heildarbotnfiskaflinn í fyrra var rétt tæp 600 þúsund tonn, en fór upp í 715 þúsund -tonn árið 1981. Þetta örstutta talnalega yfirlit sýnir okkur vitaskuld þau um- skipti sem orðið hafa í sjávarút- vegi okkar. Þrátt fyrir stærri skipastól og öflugri veiðitækni, minnkar aflinn. Það var því varla ofmælt í upphafi að segja að við höfum verið á það minnt að sjórinn er ekki ótæmandi auðlind. „Aukaafurðaiðnaður“ A undanförnum allmörgum árum hefur verið að því unnið að þróa aðferðir til þess að nýta betur sjávarfang okkar íslend- inga. Starfsmenn Rannsóknar- stofnunnar fiskiðnaðarins hafa unnið þar mikið og merkilegt brautryðjendastarf. Er ég ekki í vafa um að starf þeirra mun á næstunni nýtast til margra góðra hluta og verða metið að verðleikum. Eins og Sigurjón Arason verkfræðingur hjá stofnuninni benti á í athyglisverðu erindi sem hann flutti á fundi á vegum Atvinnumálanefndar Bolung- arvíkur 28. mars síðast liðinn, er fiskiðnaðurinn dæmigerður „aukaafurðaiðnaður". Sem dæmi nefndi hann að við fram- leiðslu fiskflaka fellur um það bil 60 prósent af þunga fisksins undir skilgreininguna „aukaaf- urðir" og við rækjuvinnslu 75% eða meira. I þessum aukaafurðum búa vitaskuld ýmsir ónýttir mögu- leikar, sem augljóslega verða skoðaðir enn frekar á næstu ár- um. Þær miklu umræður sem nú eiga sér stað um lífefnaiðnað, byggjast einmitt á möguleikum á þessu sviði. Mikilvægt er að vel verði að verki staðið og skilningur ríki gagnvart rann- sóknum þessum. Staðreynd er að við íslendingar höfum verið alltof aftarlega á merinni á sviði rannsókna, enda verjum við hlutfallslega miklu lægri upp- hæðum til rannsókna- og þró- unarstarfa en þjóðir í kring um okkur. Það er hins vegar kapí- tuli út af fyrir sig, sem ekki verður frekar rætt um. Nýting á slógi og lifur Það er kunnara en frá þurfi að greina, að menn hafa mjög beint sjónum sínum að nýtingu á slógi og lifur úr fiski. A þess- um sviðum hafa menn á Vest- fjörðum ekki látið hlut sinn eftir liggja. Þannig má þess geta að a.m.k. margir þeirra togara sem hingað komu þegar endurupp- bygging togaraflotans á síðasta áratug varð, voru með búnað til lifrarvinnslu. Sú vinnsla tókst þó ekki sem skyldi. Kom þar ýmislegt til, svo sem eins og tæknilegir örðugleikar og að verðlag afurðanna leyfði ekki að greitt yrði nægilega hátt verð svo að mönnum þætti vinnslan borga sig. Enn á ný huga menn að frekari vinnslu sjávarfangs. A vegum Norðurtangans hf. á Isafirði er nú unnið að athyglis- verðum tilraunum á þessu sviði undir stjórn Kristjáns Jóakims- sonar útgerðarfræðings. Og í Bolungarvík er að hefjast vinnsla á slógmeltu. Hér á eftir verður rætt um þá vinnslu. Hvað er meltuvinnsla? Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins hefur í all mörg ár bent á eina leið umfram aðrar til þess að nýta þær svokölluðu auka- afurðir, sem nú er fleygt í sjó- inn. Þetta er meltuvinnsla. Þar sem allsendis er óvíst hvort les- endur viti hvað við er átt skal þess freistað að lýsa nokkuð þessari vinnslu, áður en farið er út í aðra sálma sem henni tengjast. Eins og flestum mun kunnugt er slógi og svokölluðum úr- gangsfiski nú kastað í sjóinn. Hugmyndin á bak við meltu- vinnslu er í sem stystu máli sú að nýta þetta hráefni til vinnslu. Strax og farið var að vinna að hönnun slíkrar vinnslu um borð í togurunum var lögð á það á- hersla að öll vinnslurásin yrði sem sjálfvirkust. Mikið kapp var á það lagt að meltuvinnslan um borð mætti ekki verða til þess að auka á vinnuna. Vinnslurásin er því ákaflega einföld og augljós. Engar breytingar verða við aðgerða- vinnuna. En sú breyting á sér stað að slóg og innyfli úr fiskin- um renna ekki lengur í sjó en í sérstakt færiband á millidekki (aðgerðarsal) sem flytur það í safnker. Þaðan rennur slógið í gegnum hakkavél og ofan í tank, þar sem það geymist þar til komið er til löndunar. Til þess að tryggja geymsluþol slógsins er það blandað maura- sýru. Eins og fyrr segir er þetta kerfi alsjálfvirkt. Meltuvinnsla er nú að hefjast um borð í skuttogaranum Dag- rúnu frá Bolungarvík. Unnið hefur verið að því í vetur að koma fyrir búnaði um borð. Fyrsti túrinn sem slóg var hirt í hófst 30. apríl og lauk honum 6. maí. Þegar þetta er skrifað, viku fyrir sjómannadag, er skipið nýbúið að landa meltu í þriðja sinn, 18 tonnum. Alls hefur þá skipið landað um 50 tonnum af meltu. Þessir túrar eru þó ekki mjög dæmigerðir fyrir slógmeltu vinnslu í framtíðinni. Skipið hefur einkum veitt grálúðu og einnig karfa, en aflinn hefur verið lítið þorskborinn. Eins og kunnugt er leggst lítið til af slógi við þannig veiðar. Byggt á athugun verk- fræðings Erfitt er jafnan að rekja ná- kvæmt upphaf allrar nýbreytni. Rétt er að nefna að Dagrún var eins og mörg önnur skip hér við Djúp búin lifrartanki og um borð í skipinu var lifur hirt um tíma. Það var þó ekki unnt til lengdar og lagðist því af. Á hinn bóginn hefur alltaf blundað á- hugi á að nýta aukaafurðirnar og sömu sögu má vísast segja af útgerðum víða annars staðar. Hreyfing komst þó á síðast liðið haust. Ungur verkfræðinemi kaus sér að lokaverkefni við verkfræði' og raunvísindadeild Háskóla íslands, að athuga meltuvinnslu og kannaði hana sérstaklega með tilliti til Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar í Bolungarvík. Þessi ungi verk- fræðingur var Elías Jónatans- son í Bolungarvík, sem nú stundar framhaldssnám við há- skóla í Bandaríkjunum. Niður- staða hans var á þá lund að fýsilegt væri að reyna meltu- Guðjón Magnússon, verksmiðjustjóri sýnir okkur meltuþykknið að lokinni vinnslu.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.