Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 24

Vestfirska fréttablaðið - 01.06.1984, Blaðsíða 24
vestfirska 24 FRETTABLAOIO MJÓLKURSAMLAG ÍSFIRÐINGA WARDSTÚNI — P.O. BOX 192 — 400 ÍSAFJÖRÐUR ,\OLW ,OK\GGI ASOOG DWDI VOLVO PENTA dísilvélamar era sex strokka. Pær fást sérhannaðar til að knýja rafala og dælur í bátum og skipum af öllum gerðum. PENTA-vélamar, sem frá upphafi hafa verið hannaðar til nota á sjó, hafa víðtækt notagildi. Með fylgi- búnaði geta þær t.d. uppfyllt nútíma- kröfur tryggingafélaga um ómönnuð vélarrúm. VELTIR HF. Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Ljónvéhr !. GetumafgreittVOLVOPENTA- ljósavélar með stuttum fyrirvara. AflíkW Stöðagtáhg 10%yfirála; Shgieagd Lengd TD70CHC/CRC TD100CHC/CRC TD120BHC/BRC TAD120CHC 92 112 158 175 192 220 221 270 101 123 174 193 211 242 243 297 1500 1800 6,73 9,60 11,98 11,98 17:1 16:1 14,3:1 14,2:1 14,2:1 990 1015 1180 1350 Við áskiljum okkur rétt til breytinga, án fyrirvara. VOLVO IPENTAf Volvo umboðið, ísafirði: Bílaverkstæði ísafjarðar, sími 94-3837 Volvo umboðið, Bolungarvík: Vélsmiðja Bolungavíkur, sími 94-7370 Tungudalur er... — En verður umferð almenn- ings um svæðið í raun ekki svo takmörkuð að fólk telji það hreinlega lokað? „Við erum ekki með þær hugmyndir að golfvöllurinn verði eitthvert afgirt skotsvæði. Fólk á að geta gengið í gegn. Það verður hins vegar að taka tillit til okkar eins og við mun- um taka tillit til þess. Það má benda á að í Vest- mannaeyjum hafa þeir góða reynslu af sambýli golfvallar og útivistarsvæðis. Formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja sagði okkur einnig að ef Bretar ætluðu að friða land byrjuðu þeir á að setja þar golfvöll. Golfvallargerð telja þeir land- vernd.“ — En mundi samt ekki verða stórhættulegt að vera á ferli um svæðið eða í námunda við það? Mætti maður ekki eiga von á kúlu í hausinn? „Golf er ekkert hættuleg í- þrótt eins og við höfum séð á þeim myndum sem sýndar hafa verið í sjónvarpinu. Ef það væri hættuleg íþrótt, þá væru ekki hundruð manna alltaf í návígi við golfmennina. Slysatíðni í golfi er ein sú minnsta sem þekkist í íþróttum. Það er afar sjaldgæft að heyra af slysum við golfiðkun.“ — Eigiði ekki margra annarra kosta völ en Tungudalinn? „Það er mikill misskilningur að svo sé. Menn hafa bent á Engidalinn, en hann er í ábúð og einkaeign. Það er svæði sem bærinn hefur engin umráð yfir og getur ekki afhent okkur nema kosta miklu til. Engidalur verður ekki fáanlegur í náinni framtíð. Sama er að segja um Arnardal, sem einnig hefur verið nefndur, en Tungudalur- inn er að miklu leyti í eigu kaupstaðarins.“ — En eruð þið ekki að fara þarna fram á heilmikil fjárútlát bæjarsjóðs? „Við erum ekki að biðja um eitt stykki golfvöll, við erum að biðja um land fyrir golfvöll og ætlum okkur að byggja hann upp sjálfir eins og við höfum gert fram að þessu. Við höfum sjálfir tekið land á leigu frammí Hnífsdal, við höfum sjaffir komið okkur upp skála og tækjum. í stuttu máli: Golf- klúbburinn sér um allar fram- kvæmdir sjálfur, en nýtur náttúrulega góðs af hinu lög- bundna styrkjakerfi. Við höfum fengið fjármagn frá ÍBÍ og í einu tilviki sérstaklega frá bæn- um. Við höfum sýnt fram á að við höfum nýtt mjög vel alla þá fjármuni sem við höfum aflað. Og sannleikurinn er sá að Tungudalur er alódýrasti kost- urinn fyrir bæinn og fyrir okk- ur.“ — En hvers konar íþrótt er golfið, hvað gerir hana svona mikils virði? „ Þetta er mjög siðfáguð í- þrótt sem krefst mikillar kurt- eisi og tillitsemi við náungann. Golfið krefst nákvæmni og mikillar hreyfingar (göngu) og stunda sumir félagar okkar golfíþróttina samkvæmt lækn- isráði. Þetta er líka eina íþróttin sem getur komið til móts við skíðaíþróttina sem fjölskylduí- þrótt. Golf geta menn stundað einir eða í hóp, þeir eru óháðir. íþróttin hefur rutt sér til rúms í öllum landshornum á undan- förnum árum og mikið verið gert fyrir hana. Við teljum að hún muni ekki njóta minni vin- sælda með Isfirðinga en ann- arra íslendinga.“ HEILSUGÆSLUSTÖÐ Ræsting Heilsugæslustöðin á ísafirði óskar að ráða strax starfsmann til ræstinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 3811. PÓSTUR OG SÍMI Laus staða 50% starf bréfbera er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1984. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Póstur og sími, ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.