Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 04.06.1984, Blaðsíða 1
vestfirska FRETTABLAÐIÐ 22. tbl. 10. árg. 4. júní 1984. Vestfirska fréttablaöið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka aö Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, ísafirði, sími 3100. Prentun: Prentstof- an ísrún hf. ísafirði. Verð í lausasölu kr. 22,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausa- söluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Önnur verkefni í sumar Af öðrum verkefnum Vega- gerðarinnar í sumar ber Stein- grímsfjarðarheiði hæst, en í hana er áætlað að verja rúmlega 20 m. kr. Verkið hefst ekki fyrr en í júlí. Byrjað er á lagfæringu á veg- inum við Amarnes, hann verð- ur breikkaður og undirbúinn undir slitlag svotil innað gati. Slitlagið kæmi síðan á næsta ári, en Vegagerðin leggur ekki slit- lag nema annaðhvert ár. I sumar verður ennfremur undirbúinn 1500 m kafli fyrir utan Súðavík. Sama gildir um veginn frá Flateyri innað Kald- á. Þar verður síðan lagt 3 km slitlag á næsta ári. Unnið verður við veginn milli Tálknafjarðar og Patreksfjarð- ar. Áformað er að endurbyggja veg um Hálsgötu og lagfæra veginn á Þorsteinshjalla. Þarna kemur síðan slitlag á næsta ári og gæti það orðið um 9 km. þannig að ekki yrðu eftir nema 2 km að vegamótunum útá Tálknafjörð. Gert er ráð fyrir lagningu slitlags sitthvoru megin við Menntaskólinn á ísafirði: Agreiningur milli skóla- meistara og kennara Þjóðviljinn og NT gerðu sér fyrir skemmtu mikinn mat úr illdeilum milli kennara og skólameistara Menntaskólans á ísafirði. Voru stór orð viðhöfð í því sambandi. Þannig hélt Þjóð- viljinn því fram að 7 kennarar Tilboði ístaks hefur verið tekið í fyrirhugaðar vegabætur á Óshlíð í sumar. Þeirra tilboð var lægst og hljóðaði upp á 92,2% af kostnaðaráætlun, sem var 8,93 milljónir. Verkið mun hefjast um miðjan júlí og ljúka ekki seinna en um miðjan ágúst. Um er að ræða tvo kafla, 500 m kafla um Ófæru, með Stiga og Hvanngjá, og 1 km kafla frá Ósvita inní Skriður. Einar Gíslason, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðar rík- isins á ísafirði, var spurður hvort aldrei hefði komið til greina að láta heimamenn hafa verkið. „Nei, það er litið á hag- kvæmasta kostinn fyrir Vega- gerðina. Þegar um útboð er að ræða yrði það ákaflega óvinsælt að taka tilboði heimamanna, bara af því þeir eru heima- menn.“ Einar gat þess þó að munur- inn á tilboði heimamanna og fstaks þætti ekki mikill í til- boðabransanum. Hann sagðist heldur ekki telja að verkið krefðist neinna þeirra tækja sem heimamenn hefðu ekki umráð yfir. hefðu sagt upp störfum vegna þessa máls. „Ég veit ekki hvernig sú tala er fengin,“ sagði Bjöm Teitsson þegar Vf bar þessa frétt undir hann. „Síðastliðinn vetur voru hér 10 kennarar í meira en hálfu Bíldudal á næsta ári. Þá rennur töluvert fé í Ingjaldssandsveg frá Núpi og vesturíur. Síðan verður unnið við Ketildalaveg um Austmannsdal og 2 km kafla um Brjánslæk. Tvær brýr verða smíðaðar í sumar, önnur á Penningsdalsá við Flókalund, hin á Móru á Krossholtum við Birkimel. starfi auk mín og þar af virðast 6 hafa sagt upp eins og málin standa í dag. Af þeim voru 4—5 búnir að tilkynna mér það áður en þessar deilur hófust. Síðan hafa einn til tveir bæst við. Ekki hefur verið um óeðlilegar upp- sagnir að ræða meðal annars starfsfólks Svo mikil kennaraskipti eru ekkert einsdæmi í sögu skólans, Kennaraskipti undanfarin ár hafa að meðaltali ekki verið meiri en þau voru á fyrstu árum skólans.“ Börkur Gunnarsson hefur sagt starfi sínu lausu vegna ó- ánægju með skólameistara. Hann tjáði blm. Vf að ekki hefði verið haft rétt eftir sér í Þjóðviljanum, hann hafi átt við að kennararnir hefðu sagt upp að einhverju leyti vegna þessa, þó það væri kannski ekki aðal- áherslan. „Og það er ekki þannig hjá öllum, ég viðurkenni það fúslega," sagði Börkur. Þá sagðist Börkur ekki hafa búist við að málið yrði gert að upp- sláttarfrétt á útsíðu. Jóhanna Hálfdánsdóttir sem einnig hefur sagt upp, sagði að fótur væri fyrir fréttum blað- anna, en skrif þeirra gæfu ekki rétta mynd af málinu. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið, en sagði það hafa gengið alltof langt. En um hvað snúast deilurn- ar? Erfitt reyndist að fá grein- argóðar upplýsingar um það, en svo virðist sem framkoma skólameistara við kennara og stjóm hans á skólanum valdi ó- ánægjunni. Gangi sumir jafnvel svo langt að telja hann ófæran um að gegna starfinu. Uppúr hafi síðan soðið í vor með þeim Framhald á bls. 2 Hraðfrysti- húsið hf. Hnífsdal verðlaunað Á aðalfundi Sölurniðstöðvar Hraðfrystihúsanna nýverið var tilkynnt að Hraðfrystihúsið i Hnífsdai, ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum, hefði fengið við- urkenningu frá Coldwater fyrir góða framleiðslu á síðasta ári. Hraðfrystihúsið hefur einu sinni áður hlotið slika viðurkenningu og var það fyrir árið 1981. Hraðfrystihúsið í Hnífsdai er eina frystihúsið á Vestfjörðum sem fær siíka viðurkenningu i ár. Konráð Jakobsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, var hógvær þegar Vf spurði hverju það sætti að þeir sköruðu svona fram úr. Hann sagði að hér þyrfti ekki að muna miklu, ein- ungis væri um herslumun að ræða. Konráð kvaðst fyrst og fremst þakka starfsfólki og góðri verkstjórn þennan árang- ur og taldi hann verða þeim hvatning til að standa sig jafn vel í framtíðinni. Sjómannadagurinn: MINNISMERKIAFHJÚPAÐ Helstu vega- framkvæmdir „Hér verður aðeins staldrað við í dagskrá Sjó- mannadagsins og litið til fortíðarinnar með því að afhjúpa minnisvarða tileinkaðan fyrsta vélknúna skipinu og jafnframt fyrsta gufuskipinu er íslendingar eignuðust, en skipið var Ásgeir iitli, 34 rúmlestir að stærð.“ Þannig hóf Guðmundur Guðmundsson, stjómar- formaður Olíusamlags útvegsmanna, ræðu sem hann flutti við afhjúpun áðurnefnds minnisvarða fyrir utan Olíusamlagið í gær. Jón Egilsson, vélstjóri. sem heiðraður var í tilefni Sjómannadagsins (ásamt Hálfdáni Kristjánssyni) afhjúpaði síðan minnis- varðann og kom þá skipsskrúfa í ljós. Téð skrúfa var af Ásgeiri litla og hafði verið geymd frá því skipið hætti siglingum 1915. Hönnuður minnisvarðans var Pétur Guðmundsson. Það var Ásgeir G. Ásgeirsson sem keypti Ásgeir litla til ísafjarðar. Skipið kom í fyrsta skipti til bæj- arins 30. júlí 1890. Upphaflega var ætlunin að nota skipið eingöngu í flutninga til útibúa og fisktöku- staða Ásgeirsverslunar og í aðrar snattferðir. Lítið varð þó úr því, skipið var þegar tekið á leigu til áætlunarferða um lsafjarðardjúp og nágrenni til mikilla hagsbóta fyrir Djúpmenn, sem fram að því höfðu ekki getað farið í kaupstað nema á sínum litlu fjögurra og fimm manna förum þegar veður leyfði og stundum orðið slys í þeim ferðum. Varð Ásgeir litli þannig fyrsti flóabáturinn hér við land. Skipið hætti siglingum um ísafjarðardjúp árið 1915 og var þá sett á land í Neðstakaupstað. Um allmörg ár var það notað til íbúðar en síðan skorið niður í brotajárn, en skrúfu skipsins haldið til haga með það í huga að koma henni fyrir á viðeigandi stað. Því var loks hrundið í framkvæmd í gær. Þess má að lokum geta að hátíðahöld Sjómanna- dagsins á ísafirði fóru hið besta fram, enda veður í skárra lagi.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.