Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Síða 1

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Síða 1
Kynning föstudag frá kl. 16:00—18:00 PRÉTl L : fABLAi DIS ' ' ' Alla leid með EIMSKIP Sími 3126 i'; ;i * á London lambi og K grænum baunum Kynningarafsláttur Sinarffuðfctwsson Qími 7200 - lfl$ Sol untjalOík I Ér framhaidsfíugið ieyfiiegt? I Arnarflugmenn efast, en Hörður Guðmundsson telur sér heimilt að fljúga með farþega á Vestfirðina Sumaráætlun Arnarflugs gekk í gildi 15. maí s.l. og stendur til 15. sept. Ekki er um miklar breytingar frá í fyrra að ræða, nema ferðum til Flat- eyrar/ Suðureyrar er fækkað um eina. Flogið verður mið- vikudaga, föstudaga og sunnu- daga, en mánudagsferðir felld- ar niður vegna lélegrar nýt- ingar. Til Bíldudals verður flogið á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum og á Hólmavík og Gjögur á mánudögum og fimmtudögum. Til flugs á þessa staði notar Arnarflug Twin Otter og Cessnu 402. Örn Helgason, deildarstjóri innanlandsflugs, tjáði blaðinu að flugið í vetur hefði gengið vel, 12% aukning hefði orðið í farþegaflutningum fyrstu fjóra mánuði ársins. þannig að þeir væru búnir að vinna upp þá fækkun sem varð í fyrra frá árinu þar á undan. Öm sagðist þakka þetta betra tíðarfari, ó- verulegum hækkunum á far- gjöldum og helgarpökkum sem þeir Arnarflugsmenn seldu nú í fyrsta skipti til Reykjavíkur. Örn var spurður hvort þeir Arnarflugsmenn hefðu þá nokkur áform uppi um að draga úr þjónustu við Vest- firðinga á næstunni: „Nei, ég held að það sé ekki. En um það er þó ómögulegt að segja fyrr en kemur í ljós hvernig árið kemur út í heild- ina.“ — Nú hafa Flugleiðir í samvinnu við Flugfélagið Ernir hafið framhaldsflug á suðurfirðina, hvaða augum lítið þið það? „Vissulega teljum við þetta hafa áhrif á okkar flug og veita okkur samkeppni. Við erum í sjálfu sér óhressir með þetta því Flugleiðir gera þetta án þess að hafa leyfi til þess að því er ég best veit. Þeir hafa ekki neitt áætlunarleyfi frá ísafirði til Flateyrar, Suður- eyrar og Bíldudals, þannig að þeir hafa raunverulega enga heimild til að flytja þarna far- þega á milli.“ — En Flugfélagið Ernir? „Nei, ekki heldur. Þeir hafa samning við Póst og síma um að flytja póst á þessari leið, en ekki farþega.“ — Hafið þið hugsað ykkur að kæra þetta? „Við höfum lagt inn fyrir- spurn til ráðuneytisins um þetta. Henni hefur ekki verið svarað ennþá, en það verður væntanlega gert. Hins vegar erum við hlynntir bættum samgöngum aíls staðar, en þá er eðlilegast að réttar leiðir séu farnar.“ Öm taldi framhaldsflugið ekki hafa dregið marga far- þega frá þeim enn sem komið væri. FULLKOMLEGA LÖGLEGT „Það er þeirra túlkun, við erum búnir að fljúga á þessum leiðum í 15 ár og alltaf flutt farþega með,“ sagði Hörður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Flugfélagsins Ernis, þegar við bárum ummæli Arnar Helgasonar undir hann. „Við þurfum ekki flugfélag suður í Reykjavík til að segja okkur hvert við eigum að fljúga,“ sagði Hörður og kvað það tekið fram í samningum að þeim væri heimilt að nýta allt afgangsrými í vélunum. „Við erum með fulla heimild til þess að fljúga á þessa staði.“ Sumarið dunar Anna Áslaug með tónleika Anna Áslaug Ragnarsdóttir, sem búsett er í Miinchen, er nú á tónleikaferð um Vestfirði. í kvöld kl. 21:00 mun hún gleðja Flateyringa með leik sínum og kl. 17:00 á mánudag, annan í Hvítasunnu, mætir hún til leiks á Patreksfirði, en þar hefur hún ekki spilað síðan hún lék undir með Karlakór fsafjarðar fyrir margt löngu, þá barn að aldri. Á fjölbreyttri efnisskránni eru m.a. lög eftir Scarlatti, Haydn, Chopin og Sonata Pathétique eftir Beethoven. Anna Áslaug mun síðan leika fyrir ísfirðinga og Bolvíkinga og verður nánar sagt frá því síðar. Sól glóði um höf og lönd á þriðjudaginn, svo engin bömd héldu blaðamönnum Vf innan- dyra daglangt. Myndavélin var þrifin og tærnar eltar útundir hafbláan himin. Það var líf og fjör í bænum, enda engin þörf að kvarta þegar sólin skín, nema maður þurfi að vera inni. Uppá sjúkrahústúni var léttklætt fólk að snyrta og hreinsa, og auðvit- að gat myndavélin ekki á sér setið. Vonandi verður sólin jafn frökk að skína oftar í sumar. Hótel Isafjörður: Auglyst sem Eddu- hótel í sumar Stjórn Hótels fsafjarðar hf. er nú að ganga frá samningi við Ferðaskrifstofu ríkisins um rekstur hótelsins til áramóta. Enda þótt Ferðaskrifstofan hafi nú um skeið annast reksturinn hefur ekki verið gerður um hann bindandi samningur fyrr en nú. í þessum samningi felst m.a. að hótelið verður auglýst sem Eddu-hótel í sumar og kvaðst Gestur Halldórsson, stjórnar- formaður hótelsins, telja það mjög jákvætt að komast inn í þá auglýsingaherferð. Vonuðust þeir til að þetta skilaði sér í auknum straumi gesta. Gestur sagðist telja rétt að semja svona við FR og koma rekstrinum þannig í fastar skorður meðan unnið væri að lausn á fjárhagsvanda hótelsins. Af þeim vettvangi er það helst tíðinda að stjórninni hefur bor- ist bréf frá Ferðamálasjóði þar sem hann lýsir sig reiðubúinn til að verða við málaleitan stjórn- arinnar, gegn vissum skilyrðum. Málið er á viðkvæmu stigi og því þykir ekki rétt að tíunda þau skilyrði hér, en þingmenn kjör- dæmisins munu á næstunni verða boðaðir til viðræðna um málið.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.