Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 4
vestfirska 4 vestfirska I FRETTABLAOID IP ísafjarðarkaupstaður Starfsvellir — Krakkar Á miðvikudag getið þið farið að smíða á starfsvöllunum við Bakkaveg í Hnífsdal, Kjarrholti og á Torfnesinu. Starfsfólk vantar á starfsvellina. Upplýsingar gefur félagsmálafulltrúinn í síma 3722. Frá tæknideild Isafjarðar Óskað er eftir vélvirkja eða manni með sambærilega þekkingu til starfa við vélaviðgerðir í áhaldahúsi ísafjarðar- kaupstaðar, starfsreynsla áskilin. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri vélamiðstöðvar í áhaldahúsi ísafjarðar- kaupstaðar. Að gefnu tilefni, skal tekið fram að ekki er hægt að sinna útköllum vegna stífl- ana í holræsalögnum á kvöldin eða um helgar, nema mjög brýna nauðsyn beri til. Lágmarksgjald vegna útkalls á þessum tíma er kr. 2.100,00. Forstöðumaður tæknideildar. MENNTASKÓLINN Á ÍSAFIRÐI PÓSTHÓLF 97 — 400 (SAFIRÐI INNRITUN nemenda sem hefja nám við Menntaskólann á ísafirði haustið 1984 fer nú fram. Tekið verður við umsóknum um eftirtalið nám: Almennt bóknám menntaskóla, 1. ár (þ.e. venjulegt 4ra ára nám til stúdentsprófs). Nám á eins árs fiskvinnslubraut, sem leiðir síðan til annars námsárs við Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfirði (fiskiðnnám). Umsóknir, ásamt afriti af prófskírteini, skulu sendar skrifstofu Menntaskólans fyrir 15. júní n.k. Nám á 1. ári öldungadeildar verður auglýst sérstaklega. Tekið skal fram, að fornám framhaldsskóla- náms fer fram á vegum Iðnskólans á ísafirði. Skólameistari Auglýsingasíminn er 4011 0 HEILSUGÆSLUSTÖÐ íbúð til sölu 5 herbergja sérhæð að ísafjarðarvegi 2 (efri hæð), er til sölu. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 3811. Tilboð skilist fyrir 30. júní n.k. til skrifstofu Heilsugæslustöðvar, Torfnesi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. VELTUR Á ÁTAKI BÆJARBÚA Nú er hreyfing komin á hús- næðismál skólans, sem lengi hafa verið í algjörum ólestri. Hvað viltu segja um það? Tónlistarskóli ísafjarðar lauk 36. starfsári sínu miðvikudag- inn 30. maí með lokahátíð í Al- þýðuhúsinu. Eins og áður þótti hátíðin takast mjög vel. Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur og voru þau að venju gefin af ýmsum fyrir- tækjum í bænum. Tveir nemendur skólans hyggja nú á framhaldsnám í tónlistarskól- um í Reykjavík. Það eru þær Hulda Rós Rúriksdóttir og Gerður Gísladóttir. I vetur innrituðust í skólann 173 nemendur en 166 stunduðu nám til loka skólaárs. Þar af voru 132 grunnskólanemendur, 14 mennta- og iðnskólanem- endur, en þeir hafa áður verið helmingi fleiri, og 20 fullorðnir. Kennt var á píanó, flautu, fiðlu, blokkflautu, gítar, ýmis blást- urshljóðfæri, slagverk, orgel og orgelharmonium. Einnig voru kenndar greinar eins og tón- fræði, hljómfræði, tónlistarsaga og söngur. Tónheyrn og söngur hafa nýlega verið tekin inn í skólann sem sjálfstæðar grein- ar. Starfslið skólans auk skóla- stjóra eru 7 fastir kennarar og 6 stundakennarar. í tilefni skólaslita ræddum við nýlega við einn aðstand- enda skólans Sigríði J. Ragnar eða Siggu Ragnars eins og hún er daglega kölluð. Við spurðum hana fyrst að því hvað hún teldi að ylli fækkun mennta- og iðn- skólanema í tónlistarnámi. „Nemendafjöldi sem þarna um ræðir er fyrst og fremst úr Menntaskólanum. Við sem vinnum við tónlistarskólann á- lítum að staða tónlistar í menntaskólakerfinu sé ekki nægilega mikils metin. Þar er tónlistarnám einungis metið til 12 eininga þó að þarna liggi oftast hlutfallslega meiri vinna að baki hverri einingu en í ýmsum öðrum greinum. „Við skólaslitin í hitteðfyrra hélt Ragnar alveg þrumandi ræðu yfir ísfirðingum. Mér er held ég óhætt að segja það. Hann beindi því sérstaklega að ísfirskum konum að taka þetta mál að sér, því annars myndi skólinn detta upp fyrir. Þær brugðu við og stofnuðu samtök eins og flestum er kunnugt og hafa þau samtök unnið mjög vel. I styrktarsjóð húsbygging- arinnar er nú komið nóg til að greiða a.m.k. fyrir teikningar og meining byggingarnefndar er að byrja eitthvað í sumar verði teikningin samþykkt af bænum. En hvernig verður þetta fjár- magnað að öðru leyti? „Bæjarfélagið er nú búið að heita einhverjum styrk en hvað ríkið varðar hefur það engum skyldum að gegna í þessu sam- bandi. Þetta veltur fyrst og fremst á átaki bæjarbúa og mér Tónlistarskóli Isafjar Eins og Rætt við Sigríði J Það hefur ekki enn komið til opinberrar umræðu að taka tónlist inn í Menntaskólann sem kjörsvið og Ragnar skóla- stjóri hefur í rauninni ekki vilj- að það. Ástæða þess er að skól- inn ætti erfitt með að standa skil á kennslu út allt tímabilið, þar sem húsnæðisskortur hefur lengi hrjáð skólann og kenn- araskipti gafa verið tíð.“ finnst að bæjarfélagið eigi að koma myndarlega á móts við þetta fólk sem vill skólanum allt hið besta.“ Hvað viltu segja um þær hugmyndir að nýta Húsmæðra- skólann að einhverju leyti undir tónlistarskóla? „Ég held að þær hugmyndir séu ekki raunhæfar. Skólinn þarf að eignast eigið húsnæði, Á fimmtudaginn í liðinni viku gekkst ísafjarðardeild Bindindisfélags ökumanna fyrir hjólreiðakeppni við Barnaskól- ann á ísafirði. Þar gafst æsku bæjarins kostur á að spreyta sig á umferðarreglunum, bæði verklega og skriflega. Sigurveg- ari í 12 ára flokki varð Sigurður Oddsson, í 11 ára flokki Guð- mundur Sæmundsson, í 10 ára Stefán Þ. Jónsson, í 9 ára Jón O. Guðmundsson og Hagbarður Valsson, í 8 ára Magnús Kristj- ánsson og Unnar Þór Reynisson og í 7 ára flokki Smári Karlsson. Þetta var í annað skipti sem slík keppni fór fram, en mein- ingin er að reyna að hafa hana árlega. Lögreglan aðstoðaði við framkvæmdina og tók fyrir Vf þessa mynd. Hjólreiðakeppni var síðan haldin í Hnífsdal á laugardag- inn. Þar urðu úrslit þau að Davíð Sveinsson sigraði í 7 ára flokki, Iris Halldórsdóttir í 8 ára, Kolbrún Kristinsdóttir í 9 ára, og Jóhannes B. Guð- mundsson í 11 ára flokki. Eng- inn mætti til leiks í 10 og 12 ára flokki. Hjólreiðakeppni skólabarna

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.