Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 07.06.1984, Blaðsíða 5
I vestíirska rRETTAELADID sem hann hefði algjörlega yfir- ráð yfir. Ég get sagt þér það að að það hefur verið svo auð- mýkjandi að þurfa alltaf á hverjum einasta vetri að biðja um þetta og biðja um hitt — að vera alls staðar eins og gust- ukabarn. Sem dæmi, þá höfum við í vetur kennt á a.m.k. 10 — 15 stöðum víðs vegar um bæ- inn.“ SAMÆFINGAR HALDA SKÓLANUM SAMAN Hvernig gengur við þessar aðstæður að halda skólanum saman; skólastjóra, kennurum og nemendum? „Það væri aldrei hægt að halda saman svona skóla nema af því að samæfingar eru hérna á heimili okkar Ragnars. Þar hittast skólastjóri, kennarar og nemendur og þetta er eini vett- vangurinn innan skólans þar sem kennarar geta kynnst.“ Kennaraskipti hafa verið tíð hjá skólanum? „Já, það hefur gengið illa að halda í suma kennara, einkum kennara á blásturshljóðfæri, fiðlu og gítar. Hins vegar höfum við verið heppin með það að hér gustukabarn . Ragnar hefur verið fastur kjarni kenn- ara í nokkuð mörg ár.“ SVONA HLUTUM Á AÐ MÓTMÆLA Nú er staða og kjör kennara mikið til umræðu. Hvert er álit þitt hvað það varðar? „Öll kennsla er illa launuð og kennarastarfið er almennt illa metið. Svo eru haldnar ræður um hve þetta starf er stórkost- legt og hve mikið þurfi að vanda til. En lítilsvirðingin kemur fram í því hvernig kenn- arastarfið sjálft er metið.“ Við umræður um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga hafa komið upp hugmyndir af hálfu mennta- málaráðuneytisins um að ríkið hætti að greiða sinn hlut í launakostnaði við tónlistar- skóla, sem lögum samkvæmt er helmingur. Við inntum Siggu að lokum álits á þessum hug- myndum. „Þetta er alveg hrikalegt. Bara til þess að leggja skólann niður. Þetta er niðurrif á tón- listarmenntun. Lítil bæjarfélög geta ekki staðið undir slíku. Það gæti leitt til gífurlegrar hækk- unar skólagjalda og það þýddi að einungis þeir efnuðu hefðu ráð á tónlistarmenntun. Þá eru aðrir útilokaðir og komið að hlutum sem eru hrein and- styggð. Svona hlutum á að mótmæla.“ Með þessum orðum Ijúkum við spjallinu og þökkum fyrir okkur með bestu óskum um góða framtíð skólans. Ályktun Vorþings Kvennalistans ályktar: Stóriðja óarðbær Blaðinu hefur borist ályktun vorþings Kvennalistans, sem haidið var dagana 25. — 27. maí s.l. Þar segir m.a. að konur hafi að meðaltali nær helmingi iægri laun en karlar og því hafi kjara- skerðingin bitnað harðast á þeim, svo og öðrum sem lægstu launin hafa. „Störf kvenna eru mikilvæg," segir í ályktuninni, og nægir að vísa til þess hvað gerast myndi ef allar íslenskar konur legðu niður vinnu. Á stuttum tíma myndi skapast algert öngþveiti. Þrátt fyrir þessa staðreynd þykir sæmandi að vanmeta störf kvenna, hvort sem það er úti á vinnumarkaðnum eða inni á heimilunum. Við svo búið má ekki standa, störf kvenna verð- ur að endurmeta.“ Þá segir í ályktuninni að rétt- arstaða heimavinnandi kvenna sé óviðunandi, t.d. hvað varði lífeyrisréttindi og trygginga- bætur. „Framkvæmd þeirra mála sýnir í raun að húsmæður eru lægra metnar en aðrir þegnar þessa lands og er það í hrópandi ósamræmi við allan fagurgala um að heimilið sé hornsteinn þjóðfélagsins," segir í ályktuninni. Énnfremur kemur fram að yfir 80% kvenna séu nú starf- andi á vinnumarkaðnum og því verði að mæta með að tryggja konum lengra fæðingarorlof og bömum nægilegt dagvistarrými og samfelldan skóladag. Kvennalistinn leggur áherslu á stóraukna uppbyggingu ís- lensks atvinnulífs og aukna fjölbreytni í íslensku efnahags- lífi. Af stóriðju eru konumar ekki hrifnar, segja hana gamal- dags og úreltan atvinnu- og framleiðslukost. Þá sé hún fjár- hagslega óarðbær og kalli á aukin ítök erlendra aðila í ís- lensku efnahagslífi. I Sunnudaginn 20. maí s.l. var haldin mikil sýning á Hlíf. Þar voru sýndar nokkur hundruð munir sem unnir höfðu verið í felagsstarfi aldraðra á ísafirði. Voru þeir nosturslega unnir og margir hverjir hreinustu listaverk. Hluti munanna var falur og seldist töluvert. Þá var selt kaffi og með því og verður ágóðanum af þessu tvennu m.a. varið til kaupa á leirtaui fyrir félagsstarf aldraðra. Þetta er í annað skipti sem slík sýning er haldin. Hiti og þungi undirbúnings- ins og framkvæmdarinnar hvíldi á herðum hinna öldruðu. Verður þetta að teljast ágætt framtak. Handavinnusýning í barnaskólanum Handavinnusýning var í Barnaskóla eins og æskan hefur sjálfsagt alltaf ver- ísafjarðar 20. maí. Þar gafst fólki kostur ið. Svona sýning hefur ekki verið haldin á að líta afrakstur vetrarstarfs æskunn- lengi, en var einu sinni fastur liður á ar. Ekki bar á öðru en hún væri efnileg, tveggja ára fresti.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.