Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 1
vestfirska FRETTABLASIS 24. tbl. 10. árg. 12. júní 1984. Vestfirska fréttablaðið kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofa og auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Árni Sigurðsson, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prent- stofan ísrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 15,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. Aukafjárveiting Þessar ungu dömur komu til okkar af ákveðnu tilefni. Þær höfðu efnt til hlutaveltu, öðru nafni tombólu, nú nýverið þeg- ar þær „höfðu ekkert annað að gera“. Muni höfðu þær fengið gefins úr ýmsum áttum, m.a. úr Apótekinu. Og hvað gerðu þær svo við ágóðann? Keyptu sér gott? — Nei, ekki aldeilis. Þær fóru til hans Guðmundar Marinós, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins, og gáfu peningana til stofnunarinnar. Af hverju? Af því þeim datt það bara í hug. — Og við efumst ekki um það að Guðmundur varð ósköp feginn þessari auka- fjárveitingu á þessum síðustu og verstu tímum. Gott hjá ykkur stelpur, þið eruð efnilegar Teresur. Matthías Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingaráðherra: Hef lagt gífurlega áherslu Fjórðungssjúkrahúsið á í „Höfuðframkvæmdin verður hér á ísafirði við sjúkrahúsið,“ sagði Matthías Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, þegar við báðum hann að skýra okkur frá því helsta sem á döf- inni væri í heilbrigðismálum fjórðungsins. „Það var ákveðið fyrir tveimur mánuðum að bjóða út fjórða áfangann, en svo strandaði málið á ýmsu hjá arkitekt og framkvæmdadeild, en eftir því sem mér er sagt eiga að liggja núna fyrir skýr svör og þá ætti ekkert að vera að van- búnaði að auglýsa útboðin. Samkvæmt þessari áætlun á allt að vera búið á fyrsta ársfjórð- ungi ‘87.“ Ráðherra kvað langt komið vinnu við endurhæfingadeild sjúkrahússsins og yrði hún tekin í notkun bráðlega. „Þetta verð- ur einhver fullkomnasta endur- hæfingastöð á landinu,“ sagði Matthías. — Hefur þú beitt þér sér- staklega fyrir því að þetta hús hér yrði klárað, frekar en ein- hver önnur? „Ja, ég beiti mér auðvitað fyrir því að fá sem mest fjár- magn í það, en ég beiti mér fyrir því líka að það verði ekki farið af stað með nýjar dýrar fram- kvæmdir nema ljúka því sem byrjað var á. Það fer auðvitað ekki á milli mála að ég hef lagt gífurlega áherslu á sjúkrahúsið á ísafirði, enda er það ekki ó- eðlilegt, það er búið að vera 10 ár í byggingu. Og það hefði ég gert við hvaða sjúkrahús sem er annarsstaðar. En hins vegar verður maður líka að taka tillit til þess ástands sem er á gömlu húsi, sem átti fyrir nokkru að vera búið að leggja af sem sjúkrahús. Það er líka brýn nauðsyn og fjárhagslegur á- vinningur að því að reyna að hraða sem mest frágangi sjúkrahússins, þannig að a.m.k. önnur legudeildin geti tekið sem fyrst til starfa, því það er dýrt að reka þessa starfsemi í tvennu lagi, þó stutt sé á milli húsanna.“ Matthías sagði ákaflega erfitt að segja til um hvenær fyrri legudeildin gæti orðið tilbúin fyrr en útboð lægi fyrir og helst fjárveiting á næsta ári líka. Af öðrum framkvæmdum nefndi ráðherrann að búið væri að bjóða út lokafrágang við heilsugæslustöðina á Hólmavík og verður verkið langt komið í lok þessa árs. Þá eru eftir allmiklar fram- kvæmdir við endurbætur á gamla sjúkrahúsinu á Patreks- firði, þó heilsugæslustöðin sé búin. Svo er í byggingu læknis- bústaður í Bolungarvik og verið að stækka læknisbústað á Flateyri. Ennfremur er fjárveiting til að ljúka við H-stöð á Reykhól- um, en H-stöðvar eru móttöku- stöðvar (síðan eru H-1 og H-2 stöðvar.) Matthías var spurður hvað honum fyndist um ástand heil- brigðismála í fjórðungnum al- mennt. „Ég tel það hafa stórbatnað á seinni árum. Hér var alls staðar læknisskortur á Vestfjörðum og skortur á fólki við heilbrigðis- þjónustu. Nú er skortur á lækn- um í fámennustu héruðunum, en úr þessu er mjög að rætast, því það er mikil framleiðsla á læknum og yfirleitt öllum greinum heilbrigðisþjónustu, nema þá helst hjúkrunarfræð- ingum.“ Matthías hélt tvo fundi í Vestfjarðakjördæmi í síðustu viku, á ísafirði og Patreksfirði, en ætlunin er að halda tvo slíka í hverju kjördæmi. „Tilgangur- inn með þessum fundum er að vekja athygli þess fólks sem vinnur að heilbrigðismálum, sveitarstjórnarmanna og allra annarra sem hafa áhuga á að kynna sér heilbrigðis- og trygg- ingamál á því hvað þarna hefur verið gert, hvar skórinn kreppir að og hvað er framundan,“ sagði Matthías Bjamason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra. Fara sjómenn í verkfall 1. júlí? — Einn fundur hefur verið haldinn — Mikið ber á milli Fram hefur komið að samn- inganefnd Alþýðusambands Vestfjarða hafi beint því til sjó- mannafélaganna á Vestfjörðum, að þau afli sér verkfallsheimild- ar með það fyrir augum að verkfall geti hafist 1. júlí. Samningar aðila hafa verið lausir frá því að lögin um fryst- ingu kjarasamninga voru sett. Nú nýlega var haldinn einn samningafundur og af honum má ráða að mikið ber í milli. Fyrir skömmu síðan voru svo tilmælin um verkfallsheimild til þeirra tíu félaga sem fara með sjómannasamninga samþykkt af samninganefnd Alþýðusam- bandsins. Hins vegar vísuðu út- gerðarmenn deilunni einhliða til sáttasemjara. Vf. leitaði álits Guðmundar Guðmundssonar formanns Út- vegsmannafélags Vestfjarða og Péturs Sigurðssonar forseta Al- þýðusambands Vestfjarða, á því sem þessum samtökum ber í milli. Guðmundur Guðmundsson taldi að það væri langt frá því að endar næðu saman milli deiluaðila og að samningarnir strönduðu á kröfu A.S.V. um almennar kauphækkanir á flestum liðum. „Það er útilokað að útgerðin ráði við kauphækkanir nú. Ég held að það sé ekki ástæða til að ætla, að útgerðin hér sé mikið betur stödd en t.a.m. á Aust- fjörðum. Það er tvímælalaust tap á rekstrinum.“ Pétur Sigurðsson sagði hins vegar að það þyrfti að taka mið af því að sjómenn og verkafólk mætti vera ansi kröfuhart, til þess að hægt væri að segja það ósanngjarnt. „Fólk hefur látið troða á sér og ætlar kannski að gera það áfram.“ Pétur sagðist þó vona eins og hann hefði reyndar allt- af gert, að menn stæðu nú við það sem þeir óskuðu eftir. „Að menn setji ekki fram óskir um breytingar á samning- um, nema að þær séu um breytingar, sem menn telja bráðnauðsynlegar. Og að þá þurfi jafnvel að beita hörðu til að fá þær fram.“ Aðspurður um það hvort sjó- menn væru tilbúnir í verkfalls- aðgerðir 1. júlí, sagði Pétur að lokum. „Af hverju ættu þeir ekki að vera það? Ég gat ekki heyrt betur á samninganefndinni, sem var algjörlega mynduð af mönnum úr félögunum hér á öllu svæðinu — og það starf- andi sjómönnum. Það eru ekki neinir menn í fílabeinsturni sem því ráða. Það var einróma álit samninganefndarinnar að það ætti að standa á þessu. Hún óskaði eftir því að öll félögin stæðu saman að verkfallsboðun ef ekki næðust samningar.“ Frá ísafjarðarhöfn. Slæmur er kvótinn, þó ekki bætist vinnustöðvun við.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.