Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 3
 „Það var vorhugur í ísfirð- ingum eins og öðrum íslending- um, þegar árið 1904 gekk í garð. Stærsta sporið í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar hafði fyrir skömmu verið stigið, þó barátt- unni væri hvergi nærri lokið. Við vorum að fá stjórn landsins inn í landið. Þáverandi ráðgjafi ís- lands í Danmörku hafði með skipunarbréfi dags. 13. nóv. 1903 gert það Ijóst öllum lýði, að konungur vor, sem þá var Krist- ján hinn 9. með því nafni, hefði skipað Hannes Hafstein ráð- herrra íslands, frá 1. febrúar 1904 að telja. Um það leyti sem fregnin um þetta barst hingað til bæjarins átti Hannes Hafstein 42 ára afmæli þ. 4. desember, og gekk þá hornaflokkur ísafjarðar heim að húsi hans og lék þar nokkur lög.“ Þannig komst Jón Grímsson, málaflutningsmaður á ísafirði að orði í upphafi máls síns er hann minntist 50 ára afmælis útibús Landsbankans á ísafirði. Nú, 30 árum síðar, eru þessi orð Jóns dregin fram í sviðsljósið á ný i tilefni 80 ára afmælis bankans 15. maí s.l. Stofnun útibúsins var tilkynnt í blaðinu Vestra með svohljóðandi aug- lýsingu 14. maí 1904: „Landsbankinn hefur tekið að sér Sparisjóðinn á ísafirði frá 1. janúar þ.á. og stofnar nú 15. þ.m. útibú hér á Isafirði. Útibú Landsbankans á ísafirði rekur öll venjuleg bankastörf og sparisjóðsstörf, kaupir og selur víxla og ávísanir, innlendar og útlendar, veitir lán gegn veði, sjálfsskuldarábyrgð o.s.frv. og tekur á móti fé til ávöxtunar með sparisjóðskjörum o.s.frv. (sbr. reglugjörð fyrir Útibú Landsbankans á ísafirði, stað- festa 20. febr. 1904 í Stjórnar- tíðindum.) Útibúið verður fyrst um sinn opið til afgreiðslu kl. 12 — 1 hvern virkan dag.“ Landsbankinn hóf starfsemi sína í húsi Sparisjóðsins, sem hann byggði árið 1897. Var það einnar hæðar hús, sem stendur enn við Mánagötu en er nú tvi- lyft. Árið 1918 flutti útibúið í Hebron, nú Góðtemplarahúsið, en 1926 var flutt í Stjörnuna í Pólgötu. 1934 var svo flutt að Aðalstræti 24 og þar hafði bankinn samastað þar til í des. 1958 að flutt var í nýbyggingu bankans að Pólgötu 2, þar sem hann er enn til húsa. Á efri hæð bankahússins var íbúð útibús- stjóra þar til fyrir nokkrum ár- um að bankinn tók hæðina undir starfsemina og byggt var íbúðarhús fyrir útibússtjórann að Miðtúni 17. Fyrstu starfsmenn útibúsins voru þeir Þorvaldur Jónsson, fyrrverandi héraðslæknir, sem var útibússtjóri, og bókarinn Sophus J. Nielsen. Hafði Þor- valdur áður stjórnað Spari- sjóðnum í full 28 ár eða frá stofnun hans 19. apríl 1876, eða 10 árum fyrr en Landsbanki ís- lands tók til starfa. Sparisjóður- inn hafði dafnað vel og er yfir- takan fór fram nam varasjóður hans um 20 þús. kr., sem var mikið fé á þeirra tíma mæli- kvarða. Hið nýja útibú hafði töluverð áhrif á vöxt og viðgang bæjar- félagsins og jókst starfsemi þess jafnt og þétt í gegnum árin og starfsmönnum fjölgaði. Þeir eru nú 25 að tölu. Sem fyrr segir var flutt í nú- verandi húsakynni árið 1958. Er það eina húsnæðið sem bank- inn sjálfur hefur byggt yfir starfsemina. Húsið er í hinum klassíska Landsbankastíl og með tilkomu þess varð bylting hvað viðkemur allri starfsað- stöðu. Það var Einar B. Ingv- arsson, þáverandi útibússtjóri sem var frumkvöðull að bygg- ingunni og bar allan veg og vanda af verkinu. Frá upphafi hafa 10 menn gegnt starfi útibússtjóra: Þor- valdur Jónsson frá stofnun til 1914, Jón Auðunn Jónsson, alþm. 1914 — 1923, Helgi Guðmundsson 1923 — 26, Sig- urjón Jónsson 1926 — 37, Guð- jón E. Jónsson 1937 — 51, Einar B. Ingvarsson 1951 — 68, Georg Hansen 1968 — 72, Helgi Jóns- son 1972 — 1977, Þór Guð- mundsson 1977 — 79 og Har- aldur Valsteinsson frá 1979. í tilefni afmælisins færði Landsbankinn Bræðratungu 80 þús. kr. að gjöf, en vígsla hennar fór fram þremur dögum fyrir afmæli bankans. Þeir banka- menn báðu fyrir þakkir til allra sem færðu þeim gjafir í tilefni afmælisins. Úr afgreiðslusal Landsbankans. Ljósm Leo Ijósmyndastofa FATA- SÖFNUN Móttaka vegna fata- söfnunar Hjálpar- stofnunar kirkjunnar verður í safnaðar- heimilinu í IOGT húsinu við Sólgötu, fimmtudag kl. 20:00 til 22:00 og laugar- dag kl. 13:00 til 16:00. Sóknarprestur Verslunarstarf Vantar starfsmann í leikfanga- og húsgagna- deild. Hálft eða fullt starf. Reynsla af verslun- arstörfum æskileg. Upplýsingar gefur Einar Árnason. Sería $.f. Ljóninu — Skeiði — Sími 4070 Hjartans þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með gjöfum og heimsóknum á 85 ára afmælisdegi mínum, hinn 28. maí s.l. Sigríður Bogadóttir Hlíðarstræti 6 Bolungarvík Síminn okkar er 4011 I viltiirii I FRETTABLADID ÍBÚÐ TIL SÖLU 4 herbergja íbúð að Sundstræti 31 ertil sölu. Nánari upplýsingar veitir Snorri Hermanns- son, sími 3526. o ‘l A pLEGGUR \ OG SKEL -J fatœerslun barnanna Fyrir 17 júní: Ódýrt — Ódýrt — Ódýrt Jakkar — Buxur — Bolir Leggur og skel Ljóninu, Skeiði Sími 4070 Námsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Minn- ingarsjóði Gyðu Maríasdóttur. Styrkurinn verður veittur til framhaldsnáms í heimilisf- ræðum og skyldum greinum. Bent skal á, að sjóðurinn er allstór, og getur styrkveiting orð- ið mjög rífleg í krónutölu. Umsómknarfrestur er til 5. júlí 1984. Um- sóknir ásamt námsvottorðum og upplýsing- um um fyrirhugað nám sendist til undirrit- aðra, sem veita nánari upplýsingar. Magdalena Sigurðardóttir Seljalandsvegi 38 ísafirði — Sími 3398 Þorbjörg Bjarnadóttir Húsmæðraskólanum Ósk ísafirði — 3025

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.