Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 12.06.1984, Blaðsíða 4
Bágt ástand heilbrigðismála á Þingeyri: Læknarnir hafa hratt á hæli — stoppa allt niður í viku Vandræðaástand hefur verið ríkjandi í læknisþjónustu á Þingeyri í vetur. Mjög illa hefur géngið að ráða þangað lækna og hafa þeir haft hratt á hæli, stoppað allt niður í eina viku. Stundum hefur hér einungis verið um kandídata að ræða. í vor var svo læknislaust í tvær vikur og þjónaði þá læknirinn á Flateyri lækniskallinu. Læknir hefur nú verið á Þingeyri í mán- uð og er á förum. Síðan kemur annar og verður í tvo mánuði, en hvað síðan verður er á huldu. „Þetta hefur verið leiðindaá- stand hjá okkur seinnipartinn í vetur,“ sagði Jónas Olafsson, sveitarstjóri. „Læknarnir segjast ekki vilja vera hér.“ Á Þingeyri er H-1 stöð, sem þýðir að þar á að vera læknir og hjúkrunarkona og aðstaða fyrir ýmsa aðra sem ekki eru þó staðsettir í plássinu nú. Engin hjúkrunarkona hefur verið starfandi síðan í fyrrahaust, en ljósmóðir hlaupið í skarðið. Þar eð engin hjúkrunarkona hefur fengist hefur Jónas ráðið sjúkraliða til starfa og byrjar hann eftir Hvítasunnu. Jónas kvað það lagabrot, því Alþingi hefði samþykkt að ekki mætti ráða sjúkraliða þó hjúkrunar- kona fengist ekki. „Þetta þýðir það að enginn læknir vill koma, því þeir þurfa aðstoðarmann.“ Málið er ekki útkljáð milli Jón- asar og ráðuneytisins. Þess má geta að á Þingeyri eru nýjar íbúðir bæði fyrir lækni og hjúkrunarkonu. Húsaleiga hefur engin verið og læknarnir hafa hvorki þurft að borga ljós né hita. Ekki er staðan í tannlækn- ingamálum Þingeyringa skárri. Þar er náttúrulega enginn tann- læknir og verður að sækja slíka þjónustu ti! ísafjarðar og er nú ekki á bætandi. „Skólabörn eiga að fá tann- lækningar fríar,“ sagði Jónas, „en þá kom upp spurningin hver ætti að borga akstur þeirra Einar fyrstur í víða- vangs- hlaupi Um helgina fór fram víða- vangshlaup á ísafirði. Hlaupið var um 4 km. Þátttakendur voru 11; 2 konur og 9 karlar. Sigur- vegari var Einar Ólafsson á tímanum 9 mín. og 36 sek. Næstir komu Amór Magnússon á 10.36 og Guðjón Reynisson á 11.17. i Hlaup þetta hefur ekki verið haldið í mörg ár, en nú er ætl- unin að halda það árlega og verður farandbikar í fyrstu verðlaun. Bíldudalur: Gatnagerð upp á 5-6 millj. Á Bíldudal er nú unnið af fullum krafti við gatnagerð. Framkvæmdir hófust fyrir hálf- um mánuði og ganga vel að sögn Guðmundar Hermannssonar sveitarstjóra. „Verið er að undirbyggja hluta Dalbrautar eða um 300 metra, en Dalbraut er lengsta gatan á Bíldudal. Hún er u.þ.b. 1800 metrar. Síðan á að steypa þessa 300 metra að hluta í sum- ar.“ Guðmundur sagði þessar framkvæmdir þær viðamestu á vegum hreppsins nú. „Þetta er dálítið stórt verk- efni. Ég held að kostnaðaráætl- unin sé upp á 5,6 milljónir þ.e.a.s. við þann hluta fram- kvæmdarinnar, sem unnið verður að í sumar.“ Að lokum gat Guðmundur þess að eins og er, væri at- vinnuástand mjög gott á Bíldu- dal. 13 ára Bolvíkingur, Eysteinn Guðmundsson, mun taka þátt í Ólympíuleikum fatlaðra sem fram fara í New York 17. júní til 3. júlí n.k. Hann mun keppa í sundi, nánar til tekið skríðsundi og baksundi. Fötlun Eysteins er þannig að annar handleggur Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari heldur hljómleika á vegum Tónlistarfélags ísafjarð- ar n.k. fimmtudag 14. júní kl. 21:00 í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Eru þetta fjórðu og síðustu á- skriftarhljómleikar félagsins á hans er snúinn og háir það hon- um óverulega við sundið. Eysteinn segist vera búinn að æfa sund frá því í haust undir stjórn Guðmundu Jónasdóttur. Æft er fjórum sinnum í viku. Eysteinn sagðist hafa náð lág- markinu snemma í vor, en hefði þessu ári. Föstudaginn 15. júní kl. 21:00 verða hljómleikar i Bolungarvík og leikur Anna Áslaug þar á nýja Steinwayflygilinn í Félagsheim- ilinu. Á efnisskránni, sem er fjöl- síðan bætt það töluvert. Hvort hann væri spenntur fyrir að fara út? — Nei, hann var ekkert sér- staklega spenntur fyrir því, ekki ennþá að minnsta kosti. Eysteinn hefur áður keppt á íþróttamóti fatlaðra erlendis. Það var í Danmörku og þá kom hann heim með verðlaunapen- ing. Hann keppti þar í frjálsum íþróttum. Æfði hann ennþá frjálsar? —Nei, nú var hann kominn með golfdellu. Við óskum honum góðs gengis á Ólympíuleikunum. breytt, eru m.a. tónverk eftir Haydn, Chopin, tékkneska tón- skáldið Janácek og Sonata Pat- hetique eftir Beethoven. Miðasala á ísafirði er í Bók- hlöðunni og við innganginn. Anna Áslaug á ísafirði fimmtudag og Bolungarvík á föstudag vestfirska m á þriðjudegi á ísafjörð. Ég taldi að ríkið ætti að borga akstur þeirra á ísa- fjörð. Eg taldi að ríkið ætti að borga og skrifaði Trygginga- ráði, en hef nú ekki fengið svar enn.“ Ekkert hefur því gerst í málinu enn. Nú hefur fengist fjármagn til að koma upp aðstöðu fyrir tannlækni á Þingeyri og vonast heimamenn til að geta fengið einhvern til að koma annað veifið að gá uppí munna. hefur heyrt ...AÐ Sólrún sé væntanleg til Bolungarvíkur í endaða næstu viku. Eftir það mun hún halda fljótlega til veið með út- búnað fyrir rækjuvinnslu. Sólrún er 300 tonn og um 36 m á lengd. Áhöfnina mun skipa 11 manns. ...AÐ lögreglan á ísafirði hafi haft það náðugt um Hvíta- sunnuhelgina. Um þessa helgi var nú rólegra en und- anfarin ár. Töluvert safnaðist þó saman af unglingum inni í skógi á föstudag en allt fór þar friðsamlega fram. Það sama er að segja um þá aðra staði þar sem fólk safnaðist saaan til að gera sér glaðan dag. Sem sagt, allt með friði og spekt. ...AÐ nú sé búið að ganga frá samningum við Slippstöðina á Akureyri um breytingar þær sem fyrirhugaðar eru á Haf- þóri. Áætlað er að þeim verði lokið eftir mánuð og mun Hafþór eftir þær breytingar hafa möguleika á að stunda veiðar við Svalbarða og á öðrum fjarlægum miðum. ...AÐ mikið uppnám hafi orðið innan fyrirtækja á ísafirði í síðustu viku þegar bréf barst frá bæjaryfirvöldum þess efn- is að nú skyldu rukkarar fá reikninga samþykkta hjá til- teknum forráðamönnum hinna ýmsu bæjarstofnana áður en þeir kæmu með þá til gjaldkera. Hingað til hafa reikningar verið lagðir inn og forráðamennirnir lagt blessun sína yfir þá þar. Hið nýja fyrir- komulag hefði þýtt að rukkar- ar bæjarins hefðu orðið að vera eins og útspýtt hunds- skinn við að elta uppi hina 15 tilteknu forráðamenn; sem sagt einn allsherjar eltingar- leikur. Yfirmönnum fyrirtækj- anna blöskraði svo uppá- stungan aö þeir tóku að hringja sig saman og ákváðu síðan að tilkynna bæjarstjóra að ekki yrði farið eftir tilmæl- unum. Jafnframt var honum boðið að afturkalla áðurnefnt bréf, sem hann og gerði. Eft- irleiðis mun fyrirtækjum hins vegar ætlað að sundurliða reikninga sína fyrir hverja bæjarstofnun...

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.