Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 1
25 tbl. 10 árg VGStlÍrSkð 14 jún, 1084 I L 'RÉTTABLASIE UMBOÐ FLUGLEVÐA Á VESTFJÖRÐUM: • Flateyri Jónína Ásbjarnardóttir, sími 7674 • Suðureyri ... Helga Hólm, sími 6173 • Bolungarvík . Margrét Kristjánsdóttir, simi 7400 • Súðavík Sigurður Þórðarson, sími 6920 ciC\ID • ísafjörður ... Ferðaskrifstofa Vestfjarða, sími 3457 rLL/vjLtltllrl FYRIR 17. JÚNÍ Tókum upp nýjar vörur í dag , 1 1 Qpið iaugardaga kl. 10— 12 Verslunin ísafirði sími 3103 Menntaskólinn á ísafirði: Þrír nýir kennarar ráðnir Ekki um nemendaflótta að ræða Þrír nýir kennarar hafa nú verið ráðnir að Menntaskólan- um á ísafirði. Munu þeir kenna íslensku, stærðfræði og félags- og viðskiptagreinar. Hér er um aðkomufólk að ræða. Umsókn- arfrestur um þær stöður sem enn eru lausar rennur ekki út fyrr en í byrjun júlí og sagðist Björn Teitsson, skólameistari, ekki hafa trú á öðru en tækist að manna þær. Umsóknarfrestur um skóla- vist rennur út á morgun. Á þriðjudag var komið töluvert af umsóknum, samkvæmt upplýs- ingum skólameistara. Hann kvað þær þó ívið færri en í fyrra, og taldi það m.a. stafa af lélegri útkomu á grunnskólaprófun- um. „Það er ekki um afar fáar umsóknir að ræða, eins og sumir voru að óttast vegna blaðaskrifanna," sagði Björn. „Ég held að skólinn muni lifa þetta af og komast yfir þessa örðugleika,“ bætti hann við. Björn var inntur álits á bréfi kennaranna til ráðherra. Hann sagðist engu hafa við svar Ragnhildar Helgadóttur að bæta. Blaðið hafði samband við Börk Gunnarsson, einn kenn- aranna sem sagt hafa upp, en hann vildi hvorki tjá sig um svar menntamálaráðherra, sem ekki telur ástæðu til að beita sér i málinu, né staðfesta þá frétt Helgarpóstsins að kennarar hygðust stefna Árna Sigurðs- syni, ritstjóra Vf, fyrir meiðyrði. Frá slökkvistarfinu á þriðjudaginn. Mikið brunatjón hjá Fiskiðjunni Freyju — Fullvíst talið að milljóna verðmæti hafi eyðilagst „Þaö var um klukkan hálfátta á þriðjudagskvöldið að fólk tók eftir að rauk úr verksmiðjunni. Það hélt nú fyrst að verið væri að kveikja upp í henni, en svo tóku menn eftir því að rauk út um ein- kennileg göt á húsinu og var þá farið að kann málið.“ Þetta hafði Bjarni Elíasson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Freyju á Suðureyri, að segja um það hvernig eldur uppgötvaðist í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækis- ins. Bjarni sagði ekkert vitað með vissu um eldsupptök, en ýmislegt benti til þess að um sjálfíkveikju hafi verið að ræða, því vitað væri að hitnað hefði í mjölinu. Um 350 tonn af mjöli voru í verksmiðj- unni og er það allt óhæft til út- flutnings að sögn Bjarna, en hugs- anlegt að eitthvað megi nýta sem áburð. Mjölið skemmdist bæði af vatni og reyk. Fiskimjölsverksmiðjan var sett upp 1978 með nýlegum tækjum og sagði Bjarni Elíasson hana hafa verið fyrirtaks vinnustað. „Það var hægt að ganga þarna um allt á inniskóm," sagði Bjarni. Miklar skemmdir urðu á húsinu og tækj- abúnaði og voru matsmenn frá tryggingarfélögum að meta þær í gær. Húsið var tryggt hjá Bruna- bót en tæki og mjöl hjá Samvinn- utryggingum. Reiknað er með að endurbætur hefjist strax í sumar. Tveir til þrír menn hafa unnið í verksmiðjunni sem var keyrð eftir Ljósmynd Jónas Eyjólfsson. því sem hráefni gafst. í fyrra kom einnig upp eldur í henni, en skemmdir urðu þá ekki jafn miklar. Slökkvistarf gekk greiðlega á þriðjudaginn og tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist í næstu hús. Einn dælubíll er til á Suðureyri, en honum til aðstoðar komu tveir bílar frá slökkviliðinu á ísafirði, ásamt 15 mönnum. Slökkvistarfinu lauk um kl. 22:00. Síminn: Stöðin brátt stækkuð — bið eftir síma styttist V.f. hefur heyrt kvartanir þess efnis að mjög seint gangi að fá inn síma eftir að umsókn þar um hefur verið send. Nú á næstunni er þess að vænta að einhver bót verði ráð- in á þessu vandamáli. Að sögn Kristmanns Kristmannssonar, stöðvarstjóra Pósts og síma á ísafirði, stendur til að stækka stöðina. Henni hefur verið lof- að í gagnið nú í þessum mán- uði. Með tilkomu hennar má vænta styttri biðtíma eftir síma. Framkvæmdir við Óshlíð að hefjast: Hafa lokanir íför meðsér Framkvæmdir við Óshlíðar- veg eru nú að hefjast og er á- ætlað að þær standi yfir í um tvo mánuði. Þarna á að færa til um 80 þús. rúmmetra af jarðvegi. Þar af þarf að sprengja 10 þús. rúmmetra. Eins og kunnugt er mun verktakafyrirtækið fstak sjá um framkvæmdina, en Verk- fræðiskrifstofa Sigurðar Thor- oddsen mun hafa eftirlit með höndum. Meðan á þessum fram- kvæmdum stendur má fólk bú- ast við einhverjum umferðar- töfum á veginum og einnig að hann verði lokaður um tíma. Þannig mun lokun eiga sér stað 18. — 21. júní, en þá mun Djúpbáturinn annast ferðir milli fsafjarðar og Bolungar- víkur. Áætlað er að báturinn fari kl. 7 og kl. 20 þá fjóra daga sem lokað verður. Einnig verða ferðir á mánudegi og miðvikudegi kl. 10, á þriðj- udegi kl. 11 og fimmtudegi kl. 12. Dagana 26. júní til 5. júlí, 10. júlí til 20. júlí og 24. — 27. júlí verður vegurinn lokaður á tímabilinu 20:30 til 7:30.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.