Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 3
vestfirska rRSTTABLAflia Rörverk flytur — gjörbreyting fyrir starfsemi fyrirtækisins I framhaldi af eigendaskipt- um á fyrirtækinu Rörverk um síðustu áramót, hefur fyrirtæk- ið nú nýlega flutt starfsemi sína að Suðurgötu 12. Rörverk var áður til húsa að Fjarðarstræti 16. Fyrirtækið var stofnsett 1. maí 1973. Eigendur þess í byrj- un voru Kristján Reimarsson, Kristján Friðbjörnsson, Þráinn Eyjólfsson og Össur P. Össu- rarson. Seinna hætti Þráinn Eyjólfsson. Núverandi eigend- ur eru Össur P. Össurarson og Vélsmiðjan Þór. Nærri má geta að þetta breyti miklu fyrir starfsemi fyrirtækis- ins. Húsnæðið sem það hefur nú til umráða eru u.þ.b. 350 fermetrar en var áður 90 fer- metrar. Nú telja þeir Rörverks- menn sig geta veitt betri þjón- ustu og meira vöruúrval en áð- ur. í versluninni vinna einungis fagmenn. Verslunarstjóri er Kristján Reimarsson. Hjá fyrirtækinu starfa nú 10 starfsmenn og munu þeir eins og fyrr hafa nóg að starfa. Eng- inn verkefnaskortur er fyrirsjá- anlegur, enda eru þeir hjá Rör- verk bjartsýnir um framtíð fyr- irtækisins. Össur Össurarson, Gestur Halldórsson, Þorvaldur Guð- mundsson og Konráð Jakobsson. Einbýlishús til sölu Húseignin Engjavegur 28, sem er 2x90 ferm. ásamt bílskúr, á besta stað í bænum, er til sölu. Nánari upplýsingar veita undirritaðir: Samúei Gústafsson í síma 3701 og Tryggvi Guð- mundsson í síma 3940. Þingeyri: Framkvæmdir við leikskóla að hefjast — Elliheimili á teikniborðinu I bígerð er að byggja bæði elliheimili og leikskóla á Þing- eyri á næstu árum. Elliheimilið er nú á teikniborðinu og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist næsta vor. Búið er að taka grunninn að leikskólanum og verður platan steypt í sumar. Óvíst er um verklok í báðum til- fellunum. í elliheimilinu verður pláss fyrir allt að 20 vistmenn. Þar Það skakkaði hálfum hlut þegar við sögðum frá beitningu Guðrúnar Ásgeirsdóttur úr Bol- ungarvík. Hún beitti heilan hlut á Jakob Valgeir í vetur, annan veturinn í röð. Og kann bara vel við það, enda ágætlega borgað þegar fiskast. Hvort þetta væri ekki karlmannsstarf? — Nei, Hún Þórunn Guðmundsdóttir var að selja svartfuglsegg á horninu á fimmtudaginn. Alltaf notaleg sjón, næstum róman- tísk, nokkurs konar sumarboði. Hvernig salan gengi? „Hún gengur ágætlega,“ sagði Þórunn. „Við erum búin að selja það lengi, síðan í end- aðan maí, og fólk er farið að venjast okkur. Við erum núna að selja egg úr seinna varpi.“ Eggin eru flokkuð í þrjá flokka með því að skyggna þau, þ.e.a.s. horfa í gegnum þau við vissar aðstæður. Ný egg fara í l. flokk, í 2. flokk fara egg sem farið er að setjast til í, jafnvel farin að stropa, og þeim þriðja hafna unguð egg. „Jájá, sumir vilja frekar stropuð egg eða unguð, þeir sem hafa vanist því frá fyrri tíð. Þá voru nýju eggin seld en hin etin.“ verða bæði hjóna- og einstak- lingsíbúðir. Leikskólinn er byggður sam- kvæmt hinni hefðbundnu leik- skólateikningu frá ríkinu, að undanskildum smávægilegum lagfæringum, byggðum á feng- inni reynslu. Þar verður pláss fyrir 40 börn. Á Þingeyri hefur verið hálfsdagsgæsla fyrir 25 börn. það er ekki karlmannsstarf að beita, en það er kannski karl- mannsstarf að taka á móti böl- unum. — Losnaði hún kannski við það? —Nei, ekki aldeilis, hún lét ekki sinn hlut eftir liggja. Höfum þetta sem innlegg í jafnréttisbaráttuna. — Kann ungt fólk að meta þennan mat? „Jájá, en ég segi það ekki, fullorðna fólkið er meira fyrir þetta.“ í þeim töluðum orðum kom Tryggvi Guðmundsson, lög- fræðingur, að, en hann tíndi eggin ásamt Einar Val Krist- jánssyni, yngri. Hann sagði þá hafa tínt eggin í Hornbjargi í 50 — 100 m hæð og allt uppí 350 m hæð. Hvort það væri gaman að síga? „Þetta er krydd lífsins. Mað- ur losnar af skrifstofunni, frá símanum og öllu slíku þvargi.“ — Nú finnst manni það ekki beint lögfræðingslegt athæfi að síga í bjarg. Hvernig stendur á þessu? „Ja, ég er alinn upp þama fyrir norðan og hef sigið í mörg ár. Einu sinni hafði ég atvinnu af þessu, en nú er þetta bara hobbý.“ ■I ! FASTEIGNA- j i VIÐSKIPTI i I ÍSAFJÖRÐUR: 1 Urðarvegur 80. Nú ern 5 J j íbúðir óseldar í fjölbýlishús- j j inu sem Eiríkur og Einar Val- | I urs.f.eruaðbyggja. Umerað l I ræða 3 3ja herb. og 2 2ja ■ 1 herb.íbúðirsemafhendasttil- J J búnar undir tréverk og máln- j j ingu fyrir 1. sept. 1985. Fyrri | I blokkin (Urðarvegur 78), | I seldist upp á 3 vikum. I I I Hafraholt 18, raðhús átveim | I hæðum, ásamt bílskúr. Laust | I fljótlega. j Stórholt 13,4ra herb. íbúð á J I 2. hæð, ásamt bílskúr. | j Hrannargata 10, 3ja herb. j j íbúð á efri hæð. Laus. ■ Sundstræti 29, 2ja herb. ■ j íbúðá2. hæð. fbúðinerlaus. j ■ Strandgata 5a, lítið einbýlis- I J hús. Laust 1. júní. I Seljalandsvegur 85, lítið | I einbýlishús. I J Strandgata 5, ca. 120 ferm. j I íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- | I húsi. Laus fljótlega. I j Fitjateigur 6, ca. 130 ferm. j I einbýlishús. Getur losnað | I fljótlega. j Silfurgata 12, lítið einbýlis- J I hús. Laust fljótlega. j Góuholt 5, rúmlega fokhelt J 135 ferm. einbýlishús ásamt j I bílskúr. j Stekkjargata 4, lítið einbýlis- j j hús. Selst með góðum J I kjörum, ef samið er strax. j BOLUNGARVÍK: j Höfðastígur 18, ca. 140 j I ferm. einbýlishús ásamt bíl- | | skúr og stórri lóð. I J Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á j I jarðhæð. I I | ARNARGEIR | j fflNRIKSSONhdl. j Silfurtorgi 1 ísafirði, sími 4144 I I I.....................— J — Eru þetta góð egg? „Bestu egg sem þú færð. Hefurðu ekki smakkað þau? Taktu þá með þér þrjú, sjóddu þau í svona þrjár mínútur og borðaðu þau meðan þú ert að skrifa greinina.“ Skakkaði hálfum hlut Bestu egg sem þú færð Það var lífleg sala meðan blm. staldraði við.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.