Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 14.06.1984, Blaðsíða 5
vestlirska ^ isafjarðarkanpstaðor íbúð óskast 4 — 5 herbergja íbúð óskast til leigu fyrir skólastjóra Iðnskólans fyrir 1. júlí. Upplýsingar í síma 4215, 3502. VEGAGERÐ RÍKISINS UTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í flutn- ing efnis, Breiðadalsheiði — Arnardalur (2500 m3). Verki skal lokið fyrir 21. júlí 1984. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, ísafirði. Tilboðum skal skila til Vega- gerðar ríkisins, ísafirði fyrir kl. 14:00, 2. júlí 1984. Vegamálastjóri. HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR VEITINGAR íSAL M.í. Laugardaginn 16. júní er opið fyrir veitingar í sal Menntaskólans á ísafirði. Boðið verður upp á 12 rétta matseðil og óvænta uppákomu. Borðapantanir í síma 4111 w Verið velkomin HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR SÍMINNER4011 AUGLÝSINGAR sem eiga að birtast í mánudagsblaði þurfa að berast fyrir ki. 17:00 á föstudögum — • — AUGLÝSINGAR í fimmtudagsblað þurfa að berast fyrir kl. 17:00 á þriðjudögum — • — ÞAÐ ER OPIÐ frá kl. 10:00 til 12:00 og kl. 13:00 til 17:00 alla virka daga og sunnudaga kl. 13:00 tii 17:00 hjá okkur að Hafnarstræti 14 SÍMINN ER 4011 RfTSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR I vestfirska TRETTABLADID 5 „Að byggja upp þjóðfélag mannsins.“ — Samkvæmt Samhygðarhug- sjón? „Já. Margir hafa verið að spyrja hvað Samhygð væri. Svarið er mjög einfalt, Sam- hygð lætur sig varða allt sem viðkemur manninum og velferð hans, en þó alltaf án þess að beita ofbeldi eða þvingunum. Þetta er virkt andofbeldi — active noneviolence — sem er sama aðferð og Gandhi notaði á sínum tíma.“ — Og þið trúið að þessi undir- skriftasöfnun beri árangur? „Við segjum að það sé þess virði að reyna það, að láta heyrast í milljónum manna sömu rödd. Það sem verið er að fara fram á er full atvinna fyrir alla sem vilja vinna. Ef ekki er tekið tillit til alls þessa fjölda, þá verður annað fivort að leita nýrra leiða til að hafa áhrif eða kannski skipta um stjórnvöld. Allavega ekki gefast upp. Ekki safna milljónum undirskrifta og svo gerist ekkert og þá er bara hætt. Alltaf að finna nýjar leið- ir. Eiginlega má segja að þessi hreyfing temji sér viðhorf sem einkennast af því að leita alltaf lausna.“ — í þessu hlýtur að felast að heimurinn sé að einhverju leyti vondur eins og hann er. „Við lítum bara á staðreyndir og sjáum að ofbeldi eykst, sjálfsmorðum fjölgar, geðveiki- tilfellum fjölgar, sjálfsflótti í alls konar vímuefnum og í lífs- gæðakapphlaupinu eykst. Þetta teljum við nægilega skýrar vís- bendingar um að ekki stefni að öllu leyti uppávið." — En hvað kemur okkur við hvað er að gerast úti í heimi? „Það kemur einmitt skemmtilega fram við þessa undirskriftasöfnun þegar við tölum um að þetta sé evrópskt átak, þá segir fólk, já, en það er ekkert atvinnuleysi hér á ís- landi, hvað kemur okkur við það sem er að gerast úti í heimi? Þá höfum við gjarnan bent á að fólki fannst Evrópa koma okkur við þegar okkur var veitt aðstoð í sambandi við gosið á Heima- ey. Því skyldum við ekki sýna siðferðislegan stuðning? Það virðist dálítið vera i landanum að vilja tilheyra heiminum þeg- ar það hentar. Þegar menn segja, ég vil hæfilegt atvinnuleysi, spyr ég þá vanalega, vilt þú ganga á undan með fordæmi og vera sá fyrsti til að verða atvinnulaus? Og ef menn segja nei, þá segi ég hiklaust við þá að þeir séu sið- lausir, vegna þess að það er sið- laust að ætlast til þess af öðrum sem menn eru ekki tilbúnir að gera sjálfir. Það er siðferði sem byggir á því að koma fram við aðra eins og maður vill að komið sé fram við sig. — Svo verður fólk að gera upp við sig sjálft hvort það vill skrifa undir eða ekki, annað væri ofbeldi. — Eru margir svona siðlausir á ís!andi?„Nei, þeir eru tiltölu- lega fáir, sem betur fer.“ — Þú veitir mjög miklu af þín- um kröftum í Samhygð núna? „Jújú, það er það skemmti- legasta sem ég geri. Sko, ég spyr sjálfa mig, hvað er mikilvægast í lífinu? Hvað er það sem skiptir mig mestu máli? Og svarið sem ég fæ er samskipti, samskipti við fólk, samskipti við sjálfa mig. Þar sem eru vandamál, þar er eitthvað að samskiptum, þar eru ekki opin samskipti, gagn- kvæmt traust og virðing." — Finnst þér skortur á þessu í okkar samfélagi? „Já, mér finnst okkur hafa farið mjög aftur, en mín reynsla af að tala við fleiri þúsund manns er sú að það sé voðalega grunnt á því mjúka og góða í fólki. Og ef manni sjálfum tekst að koma fram við fólk með svolítilli hlýju og vingjarnleika, plús kátínu, þá er voða grunnt á því sama hjá hinum. Þetta finnst mér mjög jákvæð og skemmtileg reynsla. Það virðist vera nokkurs konar töfrafor- múla, hlýleiki og kátína. Það er því mikið undir manni sjálfum komið hvernig fólk bregst við. Hvernig líður t.d. þeim sem eru í kringum fúlan mann?“ — En ef maður getur nú ekki verið hlýr og kátur, er maður þá alveg glataður? „Neinei,“ segir hún og hlær svo geislar af henni kátínan. „Nei, það fer voða mikið eftir því hversu nálægt maður getur verið sjálfum sér. Hversu hald- góða sjálfsþekkingu maður hefur, sjálfsstjórn, sem mér sýnist líka vera það sem allir sækjast eftir að hafa. — Neinei, svo getur maður líka lagt sig fram eftir föngum, t.d. með því að hafa frumkvæði að sam- skiptum. Og ef maður gerir sér grein fyrir því getur maður þjálfað sig í að hafa frumkvæði. Það er eins og maður kannast við að þegar fólk sem þekkist kannski lítillega hittist úti á götu virðast báðir alltaf vera að bíða eftir að hinn heilsi. Óör- yggi,“ kveður hún uppúr. — Hvernig ætli standi á þessu? „Ég hef þá skýringu að ís- lendingar sem einstaklingar og sem þjóð hafi frekar neikvæða sjálfsvirðingu, þ.e.a.s. hafi lítið sjálfstraust." — Er það þess vegna sem við þurfum sífellt að spyrja útlend- inga hvað þeim finnist um landið okkar? „Já, alltaf að fá staðfestingu. Sama gerist ef einhverjum ís- lendingi vegnar vel einhvers staðar, þá blásum við okkur upp, nokkuð sem við þyrftum ekki að gera ef við værum ör- ugg. Þetta er svipað og óörugg- ur einstaklingur, hann hefur tilhneigingu til að miklast. — Þetta er kannski ekkert skrítið þegar maður spyr sjálfan sig hvaða hlutverk þessi þjóð hafi á heimssviðinu. Margar þjóðir hafa haft ákveðið hlutverk, verið leiðandi í heimspeki, list- um, tækni o.s.frv. Hvaða hlut- verk hafa íslendingar? Veiða þorsk, veiða þorsk. Þess vegna vil ég halda því fram að hlutverk fslendinga eigi að vera að sýna fordæmi í heimin- um, byggja upp betra þjóðfélag hér heldur en annars staðar, þar sem mannleg viðhorf eru í önd- vegi, og sýna öðrum fram á hvernig hægt er að byggja upp. Þetta ætti nefnilega að vera til- tölulega auðvelt hjá okkur af því við erum svo fá. Líka vegna Þessi mynd var tekin á sönghátíðinni í vetur. Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson Ingibjörg Guðmundsdóttir, sú sem söng á ísóvision um daginn, gekkísíðustu viku um götur ísaljarðar og safhaði undirskriftum í nafiti Samhygðar. Með atvinnu gegn atvinnuleysi. Vestfirska tók hana inn af götunni, bauð henni sæti og spurði hvað fyrir henni vekti. Það getur verið erfitt að sannfæra suma. þess hve langt við erum komin í allri tækniþróun og velmegun. Við þurfum ekki lengur að hafa áhyggjur af frumþörfum eins og margar þjóðir. Á íslandi eru öll vandamál huglægs eðlis.“ — Ættum við kannski öll að ganga í Samhygð til að leysa þau? „Neinei, það er ekki endilega markmiðið. Markmið þessarar hreyfingar er að hin mannlegu viðhorf verði alls staðar í önd- vegi. Tileinka sér að koma fram við aðra eins og maður vill láta koma fram við sig. Ég vil ekki láta hagnast á mér, ég vil ekki láta meiða mig, ég vil ekki láta deyða mig, ég vil ekki láta mis- muna mér vegna skoðana, þar af leiðandi ætti ég ekki að koma svona fram við aðra.“ — Þetta minnir á kristindóm- inn. Eru þetta einhvers konar trúarbrögð? „Nei. Innan þessarar hreyfingar eru búddistar, mú- hameðstrúarfólk, kristnir o. fl. Þetta er frekar húmanismi, lífs- máti. Það er lögð áhersla á að það skipti meira máli hvað maður gerir heldur en hvað maður segir.“ — Hvernig komst þú í kynni við Samhygð? „Ég var bara svona heppin,“ segir hún og hlær. „Ég byrjaði nú að stúdera ýmsa hluti hjá Simson í gamla daga. Hann var minn fyrsti andlegi lærimeist- ari. Við áttum margar stundir saman. Hann var að fræða mig um lífið og tilveruna.“ — Var það eitthvað í stíl við Samhygðarhugsjónina? „Já og nei. Það sein sameig- inlegt var að hann lagði alltaf áherslu á allt sem var jákvætt. Ég hef ekki kynnst nema tveimur eða þremur mönnum sem hafa verið jákvæðir út í gegn. Svo var ég bara eins og margir aðrir að leita að ein- hverju sem skipti meira máli en bara að vinna, éta og sofa, þó það sé ágætt út af fyrir sig. Og þá kynntist ég Pétri Guðjóns- syni og fór á námskeið í sjálfs- þekkingu hjá honum. Og það er eiginlega sú mesta skólun sem ég hef gengið í gegnum um ævina. Það sem ég lærði var hvers lags óskaplega sjálfs- blekkingu og lygi maður gengur með.“ — Var það ekki sárt? „Jú, en maður uppsker ríku- lega. Ég held t.d. að það hafi komið mörg um á óvart, eins og ég hef verið í sviðsljósinu lengi — og ég tek eftir því þegar ég segi fólki frá því — að ég þjáðist alltaf af minnimáttarkennd og óöryggi þegar ég var í músík- inni. En ég æfði hlutverk hins örugga og lék það svo vel að allir trúðu því.“ — Þú hefur verið svona góð leikkona. „Sennilega. Eða sjálfsbjarg- arviðleitni. Þegar vöntun er reynir maður að bæta sér hana upp með einhverju móti. Og þegar maður fer að spekulera í fólki sér maður að svona gæti nú verið ástatt um fleiri. Þátttaka mín í öllu þessu starfi með Samhygð hefur aftur á móti gjörbreytt mér. Nú finn ég ekki fyrir óöryggi þannig að það hái mér. Þetta þakka ég Þegar ég kom aftur til Evrópu fékk ég sjokk, vegna þess að ég sá það svo skýrt hvað fólk er í raun- inni vont hvert við annað hér. Það er pirrað og tortryggið. Ingibjörg með undirskriftarlistana. Þess vegna vil ég halda því fram að hlutverk íslendinga eigi að vera að sýna fordæmi í heiminum, byggja upp betra þjóðfélag hér heldur en annars staðar, þar sem mannleg viðhorf eru í öndvegi, og sýna öðrum fram á hvernig hægt er að byggja upp. þeirri sjálfsskoðun sem ég het farið í gegnum.“ — Þarf aðstoð annarra við slíka skoðun? „Sjálfsagt eru einhverjir sem geta gert þetta uppá eigin spýt- ur. Það má líkja þessu við ferðalag. Við skulum segja að við ætlum að fara á Hom- strandir. Ég get auðvitað farið í þessa ferð á eigin spýtur, ég get lent í öllu mögulegu á leiðinni og hún getur tekist vel. Svo get ég farið í þessa ferð með leið- sögumanni sem þekkir til. Þá er ég öruggari um að fara réttar leiðir.“ — Fyrst við erum farin að tala um ferðalög, þú hefur ferðast víða í sambandi við Samhygð. Við fréttum t.d. af þér í Suð- ur-Ameríku nýlega, hvað lærð- irðu þar? „Já, eftir að hafa séð hvað hægt er að gera þar við erfiðar aðstæður fann ég til pínulítillar skömmustutilfinningar þegar ég kom heim. Það ætti að vera barnaleikur að breyta okkar þjóðfélagi þannig að það verði til fyrirmyndar. Þarna suðurfrá býr fólk við óskaplega fátækt, yfir 30% atvinnuleysi og jafnvel herforingja yfir sér dag og nótt, en er þó ekki á því að gefast upp. Þegar ég kom aftur til Evrópu fékk ég sjokk, vegna þess að ég sá það svo skýrt hvað fólk er í rauninni vont hvert við annað hér. Það er pirrað, hrætt og tor- tryggið. í Suður-Ameríku er fólk miklu ljúfara í viðmóti. Þar taka allir við dreifimiðum og segja þakka þér fyrir. Hérna ger- ist það jafn vel, að vísu ekki á ísafirði, en í Reykjavík, að fólk ansar manni ekki einu sinni. Það lætur eins og maður sé ekki til. Maður ávarpar það og það strunsar bara beint áfram. Ég botna ekki í svoleiðis nokkru. En venjulega held ég nú að skýringin sé sú að fólk er hrætt og tortryggið, ekki að þetta sé svo slæmt fólk.“ Síðustu 4 — 5 vikur, hef ég verið í því 4 — 6 tíma á dag að tala við fólk. Nei, ég verð ekki þreytt á því, það er frekar eins og batteríið hlaðist. Þess vegna held ég að það sé nokkurs konar iífselixír að eiga nógu mikil sam- skipti við annað fólk, og þá helst þannig að maður sé ekki alltaf að hugsa um að fá eitthvað í staðinn. Það virðist vera lögmál að maðurinn verði aldrei ham- ingjusamur með því að hugsa bara um sig og sitt. Þess vegna er það hryggilegt að það virðist vera í tísku núna að hugsa um sjálfan sig. Það er ekki í tísku að tala um það sem skiptir máli. Það er ekki í tísku að tala um til- gang lífsins. Það er ekki í tísku að vinna sjálfboðastarf. Það er í tísku að hugsa um sjálfan sig.“ — Að lokum Ingibjörg, hvaða ráð hefurðu handa feimnum og óöruggum íslendingi sem vill verða betri maður? „Númer eitt, tvö og þrjú er að þjálfa sig í mannlegum sam- skiptum. Við höfum í okkar starfi lagt mesta áherslu á að þjálfa fólk í tjáningu til þess að draga úr mesta óörygginu og hræðslunni, því án þess er svo lítið hægt að gera í heimi sem byggist á mannlegum sam- skiptum."

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.