Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 2
2 I vestfirska ~1 FRETTABLADID 27. tbl. 10. árg. 21. júní 1984. Vestfirska fréttablaöiö kemur út á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30. Ritstjórnarskrifstofaog auglýsingamóttaka að Hafnarstræti 14 er opin virka daga kl. 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 og sunnudaga kl. 13:00 til 17:00. Síminn er 4011. Blaðamaður Rúnar Helgi Vignisson, sími 3325. Fjármál og dreifing: Guðrún Halldórsdóttir. Auglýsingar o.fl. Rúnar Þórisson. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Ámi Sigurðsson, Fagraholti 12, Isafirði, sími 3100. Prentun: Prentstofan Isrún hf. Isafirði. Verð í lausasölu kr. 25,00. Auglýsingaverð 130,00 dcm. Áskriftarverð er lausasöluverð reiknað eftirá, gjalddagar hálfsárslega. RITSTJÓRN Á FIMMTUDEGI: Fjárhagsvandi og frjáls félagasamtök Þaö er frægara en frá þurfi að segja og þyngra en tárum taki ástandið í fjármálum ísafjarðarkaupstaðar. Allt á þetta sér þó skýringar, eins og fram kom í máli Haraldar L. Haraldssonar, bæjar- stjóra, á síðasta fundi bæjarstjórnar. Hann benti mönnum á að vegna stór- framkvæmda liðinna ára væru átökin við skuldahal- ann í algleymingi. Þykir þó sumum slælega barist af hálfu bæjarstjórnarinnar, og mætti ganga harðar fram, til dæmis í því að breyta selj- anlegum eignum í peninga og draga bæinn út úr at- vinnurekstri, sem er orðinn gróinn og þarf engrar að- stoðar við. Bæjarstjóri gerði lýðum Ijóst, að vegna þessara marglýstu peningavand- ræða yrði að fara varlega í framkvæmdir á vegum bæjarins. Þó sáust börnin í vinnuskólanum í gær vera að aka burt grjóthrúgunum, sem þau rökuðu saman í fyrra á Ármannsvellinum. Guð láti gott á vita. Vonandi er þetta fyrirboði um það að nú bregði til hins betra í við- skiptum bæjarins við íþrótta- og málfundafélagið Armann og að bæjarfélagið hætti að tregðast við að leyfa Ármanni að vinna upp leik- og íþróttasvæði á landi sínu í Firðinum. Orðið er laust --Lesendadálkur- Fylkir Ágústsson: Er íþrótta- iðkun æskileg með skóla- starfi? Eftir þá dembu sem maður fær í Vf., bæði í viðtali við skólastjóra og í forystugrein, sem væntanlega verður útvarp- að fyrir alþjóð, er mér til efs að öll sú vinna að íþróttamálum sem lögð hefur verið fram, sé réttlætanleg. Ég, ásamt mörgum öðrum, hef með höndum stóran hóp nemenda úr Grunnskólanum, við sundæfingar. Æfingar sem taka mikinn tíma og kalla oft á keppnisferðir. Ef skóla- stjóri vill leggja niður keppnis- ferðir nemenda til að ná upp meðaltalseinkunn, þá vil ég ekki vinna að íþróttamálum. Ég get því ekki látið þennan áróður á íþróttastarf, um að fjarvistir spilli skólastarfi og hafi áhrif á lægri meðaltals- einkunn, fara svona einhliða út. Úr viðtali við skólastjóra koma fram eftirfarandi tvær tilvitnanir: „Mesta áherslu lagði hann þó á það sem hann kailaði virðingarleysi fyrir skólastarfinu og nefnir sem dæmi tíð keppnisferðalög til annarra byggðarlaga.“ Og: „Síst er það mitt mark að fara niðrandi orðum um íþróttaiðk- anir, en mér er til efs að þær séu eins mannbætandi og efni standa til ef þær verða til þess að nemendur bregðast sínu að- alstarfi.“ Síðan segir að niðurstaða samræmdu prófanna hjá nem- endum sé ekki sambærileg frammistöðu á íþróttasviði. Eftir slíkan lestur er manni til efs hvort það sé réttlætanlegt að standa í íþróttaforystu, hvort framtíð þeirra nemenda sem stunda íþróttir sé og verði lakari en hinna sem engar íþróttir stunda. Ég hef ávallt talið að þetta væri þakklátt starf og fengið mikinn stuðning, þó vitandi að innan íþrótta reynist misjafnt lið. Hins vegar hef ég séð vel skipulagða og agaða nemendur skara framúr í námi, jafnhliða góðri frammistöðu í íþróttum. Ég vísa því á bug þessari rökfærslu, og skora á skóla- stjóra að leggja fram meðaltals- einkunn 8. bekkjar með og án sund/skíða- keppnisnemenda. Ég er sannfærður um að ef þeir nemendur 8. bekkjar sem iðka sund og hafa haft fjarvistir vegna keppnis ferðalaga væru skildir frá, hefði það í för með sér lækkandi meðaltal bekkjar- ins. Þeirra vegna mótmæli ég þessum áróðri. Fjarvistir, tíð kennaraskipti og slæmur aðbúnaður skólans virðast raska ró skólastjórans, en versta málið virðist vera keppnisferðir íþróttafólksins, þ.e. sund og skíði. Aðrar greinar koma varla til, því knattspyrna byrjar þegar skóla lýkur. Fjarvistir, hvort sem um er að ræða nemendur eða kennara eru ekki æskilegar, en varla hægt að komast hjá. Veikindi nemenda eru eflaust mun stærri þáttur fjarvista og jafnvel fjar- vera kennara. Því er ástæðu- laust að kenna keppnisferðum um að spilla skólastarfinu, og jafnvel lækka meðaltalseink- unn. Ég ítreka áskorun mína til skólastjórans, og mun standa jafn fastur með íþróttastarfi með skólastarfi sem hingað til, vit- andi að þeir nemendur sem standa hvað best að sundæfing- um, skara framúr í skóla og hefur íþróttin og ferðalögin ekki haft neikvæð áhrif á þau. Súr þorskur og úldinn Það er margt skrítið hjá for- kólfum verkalýðsstéttarinnar, enda flestir kommúnistar eða úr röðum þeirra. Það lætur hvað hæst í þeim um kauprán ríkis- stjórnarinnar á hinum almenna verkamanni. Oft heyrir maður þessa setningu eins og neyðaróp í myrkri: Kjósið Alþýðubandalag- ið, þá mun ykkur vel farnast. En það er ekki nóg að hafa góða hugsjón og beita kúgun um leið og þeir fá völd. Hér er beitt einveldi, kúgun og kaupráni, ég segi kaupráni, af því það er of oft sem verkamaðurinn vinnur kauplaust hér, því það er það sem aldrei má innleiða, þó formaður og stjórn vf. Brynju hafi ekkert við það að athuga, því formaðurinn situr í stjórn vinnu- veitenda, og getur því ekki tekið afstöðu til málanna, svo hefur mikið verið leitað til forseta ASV. Við erum helst að komast á þá skoðun að hann sé tveggja handa járn, því fátt hefur áunnist hjá honum, nema gefa ráð við flestu eða óráð, senda síðan í lögfræðing sem saltar í skúffu í nokkur ár. [ fimmtán til tuttugu ár er ég búin að vinna hjá H.D. og um kvótakerfið er það að segja, aö hér hefur það haft þau áhrif að afla hefur verið mokað gegndar- laust á land, þó þó ekki hafi hafst undan að vinna hann, nema að henda honum. Lengi er búið að Síminn okkar er I vestfirska 1 FRETTABLADID bíða eftir blessuðum þorskinum, en illa fór þegar hann kom loks- ins, var hann bæði súr og úldinn, svo mikið af honum fór í skreið en það mun vera stjórnunarmis- tök að ofan. Ég dáist að samstöðu kvenna á Suðureyri, hún ætti að vera á fleiri stöðum. Við þekkjum líka þessar setningar: þú átt ekki að éta það, og þetta er mitt mál. En er það ekki mál verkamannsins ef fyrirtæki fara á hausinn? Okk- ur yrði kennt um það. Á svona stað, þar sem einokun er á vinnu yrði lítið fyrir hvern og einn, hér er svona svipað ástand og á Suðureyri. Fólk er rekið umsvifalaust. Þó er til í dæminu að það vinni uppsagnarfrestinn. Verkakona. AA FUNDIR Kl. 21:00 á þriðjudagskvöld- um og kl. 11:00 á sunnu- dögum að Aðalstræti 42, Hæstakaupstaðarhúsinu. Sími 3411. AA deildin. AL ANON fyrir aðstandendur fólks, sem á við áfengisvandamál að stríða, eru kl. 21:00 á mánudagskvöldum að Aðal- stræti 42, Hæstakaupstaðar- húsinu. Upplýsingar veittar í síma 3411 á sama tíma. BAHÁ’TRÚIN Upplýsingar um Bahá’itrúna eru sendar skriflega, ef ósk- að er. Utanáskrift: Pósthólf 172,400 ísafjörður. Opið hús að Sundstræti 14, sími 4071 öll fimmtudagskvöld frá kl. 21:00 tíl 23:00. ELDRI BORGARAR ÍSAFIRÐI Kiwanismenn á ísafirði fara sína árlegu sumarferð með eldri borgara sunnudaginn 24. júni kl. 13:00 frá Alþýðu- húsinu. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 3303. Kiwanisklúbburinn Básar. Orlofs- dvöl aldraðra Orlofsdvöl aldraðra Vest- firðinga verður að Laugum í Sælingsdal 9. — 14. ágúst n.k. Að Laugum eröll aðstaða til hvíldar og skemmtunar mjög góð. Eins og áður verða haldnar kvöldvökur og stiginn dans. Farið verður í dagsferð um Borgarfjörð og Stykkis- hólmur heimsóttur. Dvalar- gestir geta ekki orðið fleiri en 45 og er þátttökugjald kr. 5.000. Þeir sem áhuga hafa láti skrá sig hjá Sigrúnu Gísladóttur í síma 94-7770 eftir kl. 17:00 frá og með 25. júní. Fréttatilkynning. TIL SÖLU Combi Cap tjaldvagn. Uppl. í síma 3380 eftir kl. 20:00 á kvöldin. TIL SÖLU Suzuki Alto, árg. 1982. Bíll í góðu lagi og vel með farinn. Uppl. hjá Hönnu í síma 3558 og 3621. TIL SÖLU er bifreiðin í-1125 sem er Lada 1200 '81. Ekinn 25 þús. km. Skipti á litlum nýlegum bíl koma til greina. Til sölu á sama stað er tjaldvagn, Camptourist, ’81. Lítið notað- ur. Uppl. í síma 3684. TIL SÖLU Daihatsu Charade 1979 ek- inn 46ooo km. Ingólfur Eggertsson sími 3157 TIL SÖLU kafargræjur. Uppl. gefur Kjartan Hauksson í síma 3230 í matartímum. BÍLSKÚR Til sölu er tvöfaldur bílskúr við miðbæinn. Upplýsingar í síma 4144. r Smáauglýsingar

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.