Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 3
r ■i Framleiðsla á fiskborg- urum hafin á ísafirði Framleiðsla á fiskborgurum er nú hafin hjá íshúsfélagi ís- firðinga og Hraðfrystihúsinu Hnífsdal. Hjálmur hf. á Flateyri varð þó fyrst frystihúsa á Vest- fjörðum til að hefja þessa fram- leiðslu í fyrra. í samtali við Konráð Jakobs- son, framkvæmdastjóra Hrað- frystihússins Hnífsdal, kom fram að vélin sem notuð er við framleiðsluna kostar um 800 þús. kr. Afkastar hún um 500 kg. á klst. Við vélina vinna 5 manns. Hún býr til sporöskju- lagaða borgara sem síðan eru frystír. FÍskurinn sem notaður er í framleiðsluna færi ella í blokk og sagði Konráð að með þessu væri verið að vonast eftir hærra verði fyrir framleiðsl- una. Borgarar þessir hafa verið seldir til Bandaríkjanna. Einungis 4 frystihús SH framleiða nú borgara, en nokk- ur frystihús Sambandsins gera það líka. Sumarbúðir að Núpi í sumar verða að vanda sumar- búðir að Núpi. Héraðssamband Vestur-ísfirðinga og Æskulýðs- samband vestfirskra safnaða standa saman að rekstri þeirra eins og sl. sumar. Tveir flokkar verða. Sá fyrri verður fyrir 7 til 10 ára börn og stendur dagana 30. júní til 6. júlí og sá síðari 11 til 13 ára og stendur frá 9. júlí-til 15. júlí. Innritun fer fram í dag og á morgun í síma 3833 en eftir það verður upplýsingasíminn 3081. Starfsmenn verða Katrín Björnsdóttir íþróttakennari og Sigríður María Gunnarsdóttir, húsmóðir en hún hefur látið til sín taka í æskulýðsmálum á ísa- firði. Þá verða tveir prestar hvor- með sínum flokki. Það eru þau sr. Torfi Stefánsson og sr. Dalla Þórðardóttir. Sumarbúðir eru vinsæll við- burður í lífi vestfirskra barna og væntanlega verður ekki lakari aðsóknin en verið hefur. Mark- mið sumarbúðanna er að efla sál og líkama, stuðla að kynnum vestfirskra barna og félagsskap. Þessa bíla rákumst við á um daginn, báðir með sama númer eins og sjá má. Þetta voru mistök hjá Bifreiðaeftirlitinu, annar þeirra var ekki kominn inní tölvukerfið. Nú er búið að bæta úr þessu. Landssamband Hjálpar- sveita skáta selur SOS nisti Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun Landssamband hjálparsveita gangast fyrir sölu á S.O.S. nisti. Því er ætlað að geyma upplýs- ingar um eiganda sinn, sem að gagni koma læknum og hjúkrun- arfólki ef viðkomandi slasast og getur ekki tjáð sig. Nánari lýsing á nistinu: S.O.S. nistið er gert úr ryðfríu stáli og fæst jafnframt með gyll- ingu. Það má hvort heldur bera um háls sér eða úlnlið. í áskrúf- uðu lokinu er gúmmíhringur sem gerir nistið vatnshelt. Inn í S.O.S. nistið ersetturþar til gerður vatnsheldur pappírs- strimill sem eigandi hefur fyllt út með nauðsynlegum upplýsingum um sjálfan sig, s.s. um blóðflokk, ofnæmi, lyfjanotkun, sykursýki og þess háttar. Að sjálfsögðu einnig nafn sitt og nánustu að- standenda. Verði viðkomandi fyrir slysi, getur það skipt sköpum fyrir hann að björgunarmenn og lækn- ar fái allar nauðsynlegar upplýs- ingar um hann sem allra fyrst. Þeirri bráðaþjónustu er nistinu ætlað að leysa af hólmi. S.O.S. nistið er alþjóðlegt, því að á upplýsingastrimlinum eru útskýringar á sex tungumál- um. Nistið kemur að notum, hvort heldur eigandinn er heima eða heiman. Á ferðalögum er- lendis ætti enginn að vera án S.O.S. nistisins. Hátt í 30 milljónir manna í yfir 40 löndum bera S.O.S. nistið á sér dag hvern. Það er von Hjálparsveitar skáta Isafirði, sem sér um söluna hér að nistinu verði vel tekið og að sem flestir eignist S.O.S. nistið, sem getur bjargað lífi þeirra, þegar sekúndur skipta máli. Nistið er til sölu í versluninni Gullauga og Úra- og skartgripa- verslun Þórðar Jóhannssonar. FASTEIGNA- ■ VIÐSKIPTI j ÍSAFJÖRÐUR: Engjavegur 25, 3ja herb. J íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- j húsi. Urðarvegur 80. Nú eru 5 J íbúðir óseldar í fjölbýlishús- j inu sem Eiríkur og Einar Val- | urs.f. eruaðbyggja. Umerað | ræða 3 3ja herb. og 2 2ja I herb. íbúðir sem afhendast til- 11 búnar undir tréverk og máln- J ingu fyrir 1. sept. 1985. Aðalstræti — Skipagata, ■ 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í J sambýlishúsi sem Guðmund- . ur Þórðarson er að byggja. | íbúðirnar verða afhentar til- I búnar undir tréverk og máln- I ingu fyrir 1.10.1985. Hafraholt 18, raðhús á tveim I hæðum, ásamt bílskúr. Laust I fljótlega. Stórholt 13, 4ra herb. íbúð á I 2. hæð, ásamt bílskúr. Hrannargata 10, 3ja herb. | íbúð á efri hæð. Laus 1. sept. | Sundstræti 29, 2ja herb. ! íbúð á 2. hæð. íbúðin er laus. Strandgata 5a, lítið einbýlis- * hús. Laust 1. sept. Seljalandsvegur 85, lítið I einbýlishús. Strandgata 5, ca. 120 ferm. | íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- I húsi. Laus fljótlega. Silfurgata 12, lítið einbýlis- | hús. Laust fljótlega. I Góuholt 5, rúmlega fokhelt ■ 135 ferm. einbýlishús ásamt | bílskúr. | Stekkjargata 4, lítið einbýlis- ! hús. Selst með góðum | kjörum, ef samið er strax. BOLUNGARVÍK: Höfðastígur 18, ca. 140 g ferm. einbýlishús ásamt bíl- | skúr og stórri lóð. Þjóðólfsvegur 14, 3ja herb. ( íbúð á 2. hæð. Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á J jarðhæð. ARNAR GEIR | HINRIKSS0N hdl. j Silfurtorgi 1 ísafirði, sími 4144 Prent- villu- púkinn Prentvillupúkinn var að angra okkur þegar við skrifuðum um málfreyjudeildina Sunnu í blað- inu á þriðjudaginn í síðustu viku. Hún Ingibjörg Ágústs- dóttir, forseti Sunnu var rangt feðruð, sögð Magnúsdóttir, og biðjumst við velvirðingar á því. Við höfum líka orðið varir við að grín okkar um bæjarins mestu hafi verið misskilið og er það vissulega leiðinlegt fyrir hlutað- eigandi. Þá lét prentvillupúkinn okkur segja að Stangaveiðifélag ís- firðinga hefði tekið Laugadalsá á leigu. Átt var við Langadalsá. Við biðjumst velvirðingar á þessum glöpum. Bílavarahlutir Úrvalið mun koma þér á óvart ► CHAMPION kerti ► Bílaperur og öryggi ► BOSCH rúðuþurrkur ► VARTA rafgeymar ► Vatnshosur ► Smursíur ► Loftsíur ► Olíusíur ► Mottur ► Bremsuljós í afturglugga ► Margt fleira OLÍUSAMLAG ÚTVEGSMANNA HAFNARHÚSINU—SÍMI3245

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.