Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 4
vestfírska vestfirska 4 ísafjarðarkaupstaður ÚTBOÐ Tilboð óskast í að fullgera u.þ.b. 2500 ferm. lóð fyrir dagheimili og leikskóla á ísafirði. Verkið er jarðvinna, girðingar, hellulögn o.fl. ásamt smíði og uppsetningu leiktækja. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild ísa- fjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2, gegn 1000,00 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 3. júlí n.k. kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Bæjarstjórinn á ísafirði Frá tæknideild ísafjarðar Óskað er eftir vélvirkja eða manni með sam- bærilega þekkingu til starfa við vélaviðgerðir í áhaldahúsi ísafjarðarkaupstaðar, starfs- reynsla áskilin. Að gefnu tilefni, skal tekið fram að ekki er hægt að sinna útköllum vegna stíflana í hol- ræsalögnum á kvöldin eða um helgar, nema mjög brýna nauðsyn beri til. Lágmarksútgjald vegna útkalls á þessum tíma er kr. 2.100,00. Forstöðumaður tæknideildar Fræðsluskrifstofa Vestfjarðaumdæmis auglýsir eftirtalin störf: Sálfræðings, æskileg reynsla af starfi við grunnskóla. Sérkennslufulltrúa, verksvið: Umsjón og skipulagning sérkennslu og stuðnings- kennslu í umdæminu. Reynsla ásamt fram- haldsmenntun mikilvæg. Kennslufulltrúa. Til greina kemur að ráða í þetta starf, sem felst í almennri ráðgjöf til skólamanna um kennsluhætti og kennslu- gögn. Vísir að gagnamiðstöð er í uppbygg- ingu á Fræðsluskrifstofunni. Haldgóð kennslureynsla er nauðsynleg, framhalds- menntuní kennslufræðum æskileg. Sérkennara vantar auk þess til starfa við Grunnskóla ísafjarðar og enn eru nokkrar stöður kennara lausar í grunnskólum í um- dæminu. Umsóknir sendast til Fræðsluskrifstofu Vestfjarðaumdæmis, Hafnarstræti 6, 400 ísafjörður fyrir 15. júlí n.k. Upplýsingar gefur fræðslustjóri, Pétur Bjarnason í síma 94-3855 (skrifstofa) og 94-3685 (heima). Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis ísafjarðarprestakall Sumarfrí sóknarprests Sr. Jakob Hjálmarsson verður í sumarfríi í júlímánuði. A meðan þjónar sr. Jón Ragnars- son prestakallinu. Sími hans er 7135 og við- talstími á föstudögum kl. 5—7. Sóknarnefnd vestfirska I TRETTAELAmD vestfirska FRETTA3LADID 5 Kristján Ótason. Sr. Jakob Hjálmarsson: Á nátt- fötunum í kirkjunni „Já, það kemur nú ekkert upp í hugann í hvelli," sagði séra Jakob Hjálmarsson, þegar við spurðum hann. „Ekki nema þær martraðir sem ég gjarnan fæ. Þannig er mál með vexti að ég er búinn að vera á fullu við undirbúning merkilegra hátíðahalda og það er ekki einungis svo að maður þurfi að koma ótal hlutum í kring heldur þarf maður sjálfur að vera miðdepillinn í öllu saman. Vegna þessa, hef ég al- veg gleymt að hugsa um sjálfan mig og fæ gjarnan martraðir yfir þessu öllu saman. Hugsaðu þér ef ég vissi ekki af mér fyrr en ég stæði fyrir altarinu i kirkj- unni á náttfötunum einum saman eða nær alls óklæddur. Þetta gæti heldur betur orðið neyðarleg uppákoma en í þessu hef ég nú ekki lent sem betur fer, enda hefði það nú á- reiðanlega frést,“ sagði Jakob að endingu og hló dátt. Elísabet Agnarsdóttir: Leið alveg bölvanlega „Ég er nú ekki lengi að finna eitt slíkt atvik. Hvernig heldur þú að manni líði þegar sokka- bandið slitnar og maður missir niður sokkinn og það úti á miðri götu. Það hefur komið fyrir mig. Mér leið alveg bölvanlega. Sumir vegfarenda hlógu að þessu en aðrir fylltust með- aumkvun og létu sem þeir sæu þetta ekki en það var eiginlega ennþá verra. Ég skal segja þér, að það var miklu verra að lenda í svona nokkru fyrir 37 — 38 árum en það er í dag. Reyndar gæti þetta ekki skeð í dag, því sokkabönd eru ekki lengur í tísku. Já, þú getur rétt ímyndað þér, að það var mjög viðkvæmt fyrir unga dömu að lenda í þessu,“ sagði Beta. Kristján Ólason: Ég get þetta Hann Diddi var ekki lengi að rifja upp eina sögu: „Einu sinni var ég á balli í Þórskaffi. Þar dansaði ég við fallega stúlku, sem var reyndar með öðrum manni en mér. Nú, manninum var illa við að ég dansaði við stúlkuna, því hann óttaðist að hún héldi framhjá sér. Ég veit ekki fyrr en maður- inn þrífur í axlirnar á mér og lyftir mér hátt upp, svona í axl- arhæð sína. Og hann segir, hvað heldurðu að þú getir helv... auminginn þinn. Ég get þetta, segi ég og gaf honum einn. Ég steinlá á gólfinu og hann líka. Þá kom að okkur gamall maður og hann sagði við mig, heyrðu, þetta var brandari ársins. Ég ætla að gefa þér einn út á þetta og við fórum á barinn. Þetta er satt skal ég segja þér,“ sagði Diddi að lokum og kvaddi. Jónas Magnússon: Smágjöf að eigin vali Jónas Magg, kaupmaður, bað um ofurlítinn umþóttunar- tíma. Svo kom hann með þessa sögu: „Það er alltaf eitthvað um hnupl í versluninni, þó er það ekki mikið að ég held og oftast sé ég það fljótt ef eitthvað hefur horfið úr búðinni, veit jafnvel hver hefur verið að verki. Yfir- leitt eru það unglingar eða kannski menn undir áhrifum á- fengis. Þetta gleymist fljótt. Þó er mér eitt atvik af þessu tagi minnisstætt. Það var fyrir mjög mörgum árum. Það kom gömul kona inn í búðina til að kaupa gulrófur, sem ég var með í strigapoka á gólfinu. Á meðan ég var að láta rófurnar í bréf- poka, þá sá ég útundan mér að konan var að skoða nylonsokka sem voru í öskju á borðsendan- um. Allt í einu tók hún eitt par- ið, braut það saman svo að skrjáfaði í umbúðunum og stakk því í kápuvasann. Ég varð mjög hissa, því yfirleitt er það ekki fólk í efri aldursflokkum Vilberg Vilbergsson. Sr. Jakob Hjálmarsson. Neyðarlegasta uppákoman Öll höfum við lifað neyðarlega uppákomu einhvern tíma, og/eða eigum það eftir. Slíkt veldur ætíð einhvers konar umróti á tilfinningalífi okkar. Hjartað slær hraðar, sumir finna það jafnvel í buxnaskálminni. Til gamans báðum við á V.f. nokkra góðkunna ísfirðinga að svara eftirfarandi spurningu: Hver er sú neyðarlegasta uppá- koma sem þú hefur lent í, eða gætir hugsað þér að lenda í? Sigrún Grímsdóttir. sem hnuplar. En af því að þetta var gömul fátæk ekkja, þá gat ég ómögulega fengið mig til að taka þá af henni og lét sem ég hefði ekki séð neitt. Þegar kon- an fór út, þá sá ég að göt voru á sokkunum sem hún var í. Þessi kona er nú löngu dáin. En þótt boðorðið segi „Þú skalt ekki stela,“ þá vona ég að Drottinn reikni þessa yfirsjón konunnar ekki til syndar, held- ur sem smágjöf frá mér að eigin vali, því það er lífið, að gefa en ekki að taka.“ Jónas lumar á fleiri sögum af búðarhnupli og við látum þessa fljóta með: „Svo var það konan sem hnuplaði Ljómasmjörlíkis- stykki úr glugganum hjá mér. Henni hefur sennilega brugðið þegar hún ætlaði að nota smjörlíkið, því að reyndar var bara spýtukubbur inni í um- búðunum...“ stund skoðar læknir mig og hann segir við mig: Grab your nose. Mér verður starsýnt á rosalegt nef læknisins, misskil manninn eiutthvað í patinu og gríp í nefið á honum og held trausta taki. Hann hrópar í sí- fellu, no, no, your nose. Yes, segi ég alltaf og held í nefið á honum. Loks tekst honum að losa sig og þar sem ég var búin að gera manninn hálf æfan og álitin snargeggjuð var ég látin dúsa á stofunni með þeim rugl- uðu í 8 klukkutima. Én að lok- um sagði ég allan sannleikann og losnaði greiðlega miðað við það sem á undan hafði gengið. Þetta er það neyðarlegasta sem ég hef lent í. Ég man alltaf að þegar ég sleppti nefi læknis- ins urðu fingraför mín eftir á því. Aumingja maðurinn, sagði Sirra og hló um leið. Sigrún Grímsdóttir: Greip í nef læknisins „Heyrðu, verður þetta birt með nafni? — Jæja, það gerir ekkert til,“ sagði Sirra Gríms þegar við báðum hana að svara, og svo hélt hún áfram. „Þegar ég var úti í Banda- ríkjunum um árið þá þurfti ég að fá atvinnuleyfi. Ég greip til þess ráðs að leita dauðaleit að einhverjum manni sem tilbúinn væri að giftast mér. Eftir nokkra leit gekk það og við vorum pússuð saman. Nú asinn var svo mikill að mér láðist algjörlega að spyrja manninn að fullu nafni, aðalatriðið voru pappír- arnir. Skömmu síðar byrja ég að kenna á skíði en lendi í því að það er keyrt á mig og ég rotast. Ég er flutt á slysavarðstofu og þar er ég spurð um nafn og annað. Ég læt vita að ég sé gift, því ég þori ekki annað út af at- vinnuleyfinu. Þá er ég spurð að því hvað maðurinn minn heiti. Mér verður hálfbrugðið, því ég vissi það náttúrulega ekki. Þar sem ég er álitin eitthvað klikkuð er ég sett á stofu fyrir rugluð- ustu sjúklingana. Nú er ég alveg komin í kerfi. Eftir nokkra Vilberg Vilbergsson: Sofnaði standandi „Ja, það neyðarlegasta, það er nú álitamál, “ sagði Villi Valli. „En sem rakari má það teljast nokkuð gróft að sofna standandi í miðri klippingu, en það henti mig fyrsta morgun- inn, sem ég vann á eigin rak- arastofu. Svo var mál með vexti að í september 1958 opnaði ég rak- arastofu að Silfurgötu 5. Ég mætti ósofinn til vinnu, hafði verið önnum kafinn við að inn- rétta stofuna og allt var á síðasta snúningi, eins og oftast vill verða. Þetta var á laugardegi og þegar ég var u.þ.b. hálfnaður að klippa síðasta viðskiptavininn sofnaði ég með rafmagnsklipp- umar í hendinni. Mér brá ekki lítið, þegar ég vaknaði upp úr draumi og var að renna klipp- unum upp eftir hnakkanum á fórnardýrinu.“

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.