Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 6
6 Úr heimspressunni Lifandi safn Eina svala septembernótt 1982 nálguðust þrír menn varðhlið við þorpið Lotsum, meðfram vopna- hléslínunni milli Indlands og Pakistan í Himalæjafjöllum. Ferðalangarnir litu út fyrir að vera venjulegir Kasmírbændur og verðirnir hleyptu þeim í gegn. En einn þeirra var ekki þáð sem hann sýndist vera. Franski mmannfræðingurinn Michel Peissel hafði dulbúið sig til að komast inná svæði sem lengi hef- ur verið lokað útlendingum: Dansar sléttuna í „Litla Tíbet". einskismannsland hins goðsagn- kennda Minaro ættbálks. Þannig hleypurgrein TIME um sérstæðan ættbálk aría í Asíu af stokkunum. Andstætt nágrönnum sínum eru Mínaroarnir undarlega ljósir á hörund og hafa hvöss, há kinnbein, næstum með evrópsku lagi. Meðlimir ættbálksins eru að- eins 800 talsins. Peissel er sannfærður um að Mínaróarnir séu aríar og í nýjustu bók sinni heldur hann því fram að þeir séu „lifandi safn frá dög- um steinaldarmanna". Sumir halda þá vera afkomendur her- flokks sem Alexander mikli hafi skilið eftir þegar hann herjaði á Indlandi. Ein kenning segir þá vera afkomendur frum-aríanna. Þó hvítskeggjaðir öldungar séu í hásæti á opinberum samkomum í þorpinu. kveður Peissel samfél- aginu stjórnað af konum. Flestar giftar konur eiga fleiri en einn eiginmann. Þær stjórna mönnun- um og tuska þá til fyrir opnum tjöldum. Allir helstu guðir eru kvenkyns. Gagnstætt Hindúum vilja Mín- aróarnir ekki sjá kýr. Matarílát snerta þeir ekki ef þau hafa verið brúkuð af „óhreinu” fólki svo sem þunguðum konum, mæðrum sem eru nýbúnar að fæða, konum með blæðingar og pörum sem hafa nýlokið kynmökum. Mínar- óarnir þvo sér næstum aldrei uppúr vatni en hreinsa sig stöku sinnum með reyk brennandi trés. Í'V' Nú geta allir sem búsettir eru utan ísafjarðar gerst áskrifendur. Hringið eða sendið seðilinn og fáið Vestfirska fréttablaðið viku- lega, óháð blað um mannlíf á Vestfjörðum. Natn Heimili Vi Póstnr. og stöð vestfirska FRETTABLADIS Box 33, 400 ísafirði Sími 94 -4011 Höfum á lager: KYB gasdempara í Volvo, Cortinu, Galant, Saab, Lada Olíusíur og loftsíur í margar gerðir bifreiða Leitið upplýsinga í síma 3837 e BILAVERKSTÆÐI ISAFJARÐAR * Samlokur Langlokur Smáréttabakkar Hamborgarar Mikið úrval m HAMRABORG HF SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI Söluaukning hjá Volvo á síðasta ári í frétt frá Velti hf. segir að á síðustu 5 árum hafi Volvo verk- smiðjurnar stöðugt aukið mark- aðshluta sinn í Volvobílum, frá 4% til fullra 8% á síðasta ári. Sem þýðir að 12. hver vörubíll sem seldur er í heiminum er af Volvo gerð. Sem vörubílafram- leiðandi eru Volvo verksmiðj- urnar þær þriðju stærstu í heim- inum í dag. Þrátt fyrir samdrátt í sölu árið 1983 hjá hinum ýmsu framleið- endum hafa Volvo verksmiðj- umar ekki sagt upp verk- smiðjufólki, hvorki í Evrópu né í Bandaríkjunum. Þessir mark- aðir eru hinir mikilvægustu fyr- ir Volvo en einnig eiga þeir mikilla hagsmuna að gæta í Ástralíu og Suður-Ameríku. Sennilega er ástæðan fyrir þessari miklu söluaukningu sú að hin nýja framleiðslulína frá Volvo — White, sem kynnt var nú um áramótin, og að Volvo F10 Intercooler var kosinn vörubíll ársins 1984, segir í fréttinni. Einnig að Volvo hefur ákveðið að fjárfesta gífurlega í framleiðslunýjungum. Athugasemd frá skólastjóra Barnaskóla ísafjarðar í frétt blaðsins sl. mánudag var ekki rétt með farið að engar til- lögur og hugmyndir um nýtingu gamla barnaskólahússins hafi komið fram. Hið rétta er að 27. janúar 1981 bað þáverandi grunnskólanefnd, skólastjóra og kennara Barnaskóla ísafjarðar um álitsgerð um notkun á gamla barnaskólahúsinu. Hinn 27. maí sama ár skiluðu þáverandi skóla- stjóri og kennarar mjög ítar- legum og vönduðum tillögum til grunnskólanefndar. Grunn- skólanefnd fékk síðan arkitekt til að vinna þær upp og teikna, ásamt tengibyggingu á milli hús- anna. Lá sú vinna fyrir í október 1982 og kom arkitektinn vestur til viðræðna við núverandi grunn- skólanefnd og starfsfólk skólans. Síðan hefur ekkert verið ákveðið um framhaldið, en viðræður ver- ið í gangi um framkvæmd málsins. Þá er rétt að geta þess að ýmis- legt fleira þarf að gera en kaupa húsgögn til þess að full not verði af húsinu á næstunni. Hrinda þarf í framkvæmd ýmsum endurbót- um samkvæmt tillögum skóla- stjóra, kennara og arkiteks. Má þar nefna að breyta þarf stiga- gangi, opna á milli kennslustofa Stúlku vantar strax til að leysa af í sumarfrí. Upplýsingar í Vefn- aðarvörudeild K.í. eftir hádegi. og síðast en ekki síst gera tengi- byggingu á milli skólahúsanna tveggja við Aðalstræti. Þess má einnig geta að Mennta skólinn á ísafirði átti aðeins að hafa gamla húsið á leigu í 2—3 ár, en þau urðu 12. Hefur þessi óhæfilegi dráttur á afhendingu hússins valdið skólastarfinu í Barnaskóla ísafjarðar ómældu tjóni, þar sem miklar breytingar hafa orðið í skólastarfi á þessum árum, sem illgerlegt hefur verið að taka upp hér vegna húsnæðis- skorts og aðstöðuleysis. í Barnaskóla ísafjarðar eru nú við nám 450 börn, en skólinn hef- ur aðeins yfir að ráða átta al- mennum kennslustofum og sam- komusal, sem skipt hefur verið í 3 kennslustofur, þar sem for- skóla, sérkennslu og einum al- mennum bekk hefur verið komið fyrir. Þá vantar aðstöðu fyrir margar mikilvægar sérgreinar eins og handmenntir, tónmennt, myndmennt, líffræði, eðlis- og efnafræði o.fl. Síðast en ekki síst vantar aðstöðu fyrir skólasafn og vinnuaðstöðu við það, en sam- kvæmt lögum sem sett voru fyrir 10 árum, á skólasafn að vera eitt af mikilvægustu hjálpartækjun- um í hverjum skóla. Hér er að- eins vísir að slíku safni. Þessar sérgreinar áttu að fá að- stöðu í viðbyggingu sem koma átti þar sem gamla húsið stendur nú. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að nota gamla húsið með þeim breytingum, sem arki- tekt og starfsfólk skólans hafa lagt til að gerðar verði. Af þessu má ljóst vera að- hrinda þarf í framkvæmd þessum breytingum á gamla barnaskóla- húsinu, sem alltaf var ætlað Barnaskóla ísafjarðar til afnota, — sem fyrst. Svo hægt verði að skapa hinum ýmsu mikilvægu sérgreinum og skólasafni viðun- andi starfsaðstöðu. Og hægt verði á fullnægjandi hátt að sinna veigamiklum náms- og kennslu- háttum, samkvæmt því sem námsskrá segir til um og lög kveða á um. Bergsveinn Auðunsson skólastjóri Kodak filmur Leiftur perur Rafhlöður HAMRABORG HR SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.