Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 21.06.1984, Blaðsíða 8
Vitavarðaskipti á Galtarvita Ungt par, Henry Bæringsson og Jóna Benediktsdóttir hefur verið ráðið til starfa á Galtarvita og taka þau við 1. júlí n.k. Þau eru ráðin til eins árs til að byrja með. „Ja, þetta hefur nú blundað lengi í okkur,“ sagði Henry í samtali við blaðið. „Svo sáum við auglýsingu í Lögbirtingar- blaðinu og ákváðum að sækja um.“ — Er það ævintýraþrá sem rek- ur vkkur útí þetta? „Nei, það held ég ekki. Við erum með tvo litla krakka og höldum að verði gott að ala þá upp þarna. En aðalástæðan er sú að þetta er ágætlega borgað.“ — Eruð þið ekkert smeyk við einangrunina? „Nei, það eru skipaferðir einu sinni í mánuði að vetrinum og svo er ábyggilega mikill gestagangur yfir sumarið. Síðan er nóg hægt að gera sér til dundurs, ala upp börnin til dæmis.“ — Hvað felst í starfi ykkar þarna? „Það er umsjá vitans og síðan veðurathugun á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn.“ — Þarf þá ekki að senda ykkur á námskeið fyrst? „Nei, það verður annaðhvort maður að sunnan sem kemur með okkur, eða þá fráfarandi vitavörður sem kennir okkur.“ — Hefurðu komið þangað norður? „Já, ég fór þangað fyrir mán- uði á snjósleða. Það var svolítið hrjóstrugt.“ Henrý Bæringsson. Kona hans var farin úr bænum svo ekki var hægt að mynda hana Því er svo við að bæta að Henry fer að vitanum nú um helgina, einni viku fyrr en áætlað var. hefur lieyrt AÐ ekki hafi nema einn karl- maður þorað eða nennt að mæta á 19. júní fundinn í heimavist menntaskólans á þriðjudagskvöld. Sá var í fylgd með fullorðnum, enda aðeins um tveggja ára gamall... AÐ sjóræningjabúskapurinn í vídeóleigubransanum sé svo ofsalegur að ekkert þýði lengur fyrir kvikmyndahúsið að taka myndir til sýninga, jafnvel þó þær séu splunku- nýjar og að auki rándýrar. Það séu allir bæjarbúar búnir að sjá þær í vídeó... AÐ kona hafi komið að máli við mann nokkurn og sagt að sér litist ekkert á að hafa golf- völl í Tungudal. Það gæti orðið svo margt fólk þar... AÐ einn bæjarfulltrúanna á ísafirði sé svo ásetinn að menn elti hann inná bað til að ná tali af honum. Ekki þyk- ir rétt að gefa upp nöfn í þessu sambandi, svo fleiri gangi ekki á lagið, en það skal þó tekið fram að hann er ekki úr Sjálfstæðisflokkn- um... AÐ í gær hafi verið boðið upp innvolsið úr Kaupfélagi Tálknafjarðar sem varð gjaldþrota í vetur. Áður höfðu ýmsar aðrar eignir verið boðnar upp, þ.á.m. hlutabréf í hraðfrystihúsi staðarins. Nafnverð þeirra var 2.600 kr. og fóru þau á 855 þús. eða 320 falt nafnverð. Slagurinn stóð milli lögfræðingsins Jóns Nikulássonar og Sam- bandsins. Sá síðarnefndi gafst upp í 850 þúsundum... Ungir knapar spreyta sig Reiðnámskeið Þessir myndarlegu knapar voru nemendur á reiðnámskeiði sem haldið var fyrir skömmu á vegum Hestamannadeildar Storms í Hnífsdal. Námskeiðið stóð yfir í tíu daga og sóttu það 45 nemendur á aldrinum 8 — 12 ára Kennslan fór fram á Búðar- túni í Hnífsdal. Kennari var Magni Ásmundsson. ísfirðingar unnu Fylki í bikarnum í fyrrakvöld kepptu ÍBÍ og Fylkir á heimavelli ísfirðinga. Úrslit urðu 1—0 fyrir ÍBÍ. Krist- inn Kristjánsson skoraði rétt inn- an við 30. mínútu fyrri hálfleiks eftir góða fyrirgjöf frá Atla Ein- arssyni. Leikurinn þótti með grófara móti. Til marks um það fóru AVi mín.í tafir í fyrri hálfleik og 7>/2 í seinni hálfleik. Þó var gula spjaldinu aðeins beitt einu sinni og þá gegn leikmanni nr. 7 í Fylki. Næsti heimaleikur verður við Einherja á laugardaginn kl. 2 en síðan er stóri leikurinn við Vest- mannaeyjar 30. júní. Þess má geta að síðan 1974 hafa ísfirðing- ar ekki náð eins langt í bikarnum. 79 hross á ísafirði Við athugun landbúnaðar- nefndar á hrossaeign ísfirðinga kom i Ijós að samkvæmt ásetn- ingi forðagæslumanna voru 79 hross í bænum. Hins vegar höfðu aðeins borist umsóknir um 45. Einnig kom í Ijós að nokkrir af sauðfjáreigendum hafa ekki sótt um leyfi til bú- fjárhalds, eins og þeim var upp- álagt. Nefndin lítur það mjög alvar- legum augum ef bæjaryfirvöld sjá ekki um að girða utan um svæði það sem hestamönnum hefur verið úthlutað, segir í fundargerð. Þá er bent á að vegna takmarkaðs beitarlands við bæinn væri æskilegt að fá landnýtingarráðunaut til að gera úttekt á beitarþoli. vestfirska FRETTABLADID Kvennaknattspyrnan: Mikil harka í leikValsogÍBÍ — tvær ísafjarðarstúlkur meiddust ísfirsku stúlkurnar léku við Val í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu á mánudagskvöld- ið. Leikurinn fór fram syðra og að sögn Margrétar Geirsdóttur, fyrirliða ísfirsku stúlknanna, var hann nokkuð jafn. Áttu ísfirð- ingar nokkur hættuleg mark- tækifæri, en tókst þó ekki að skora. Valsstúlkunum tóks hins vegar betur upp og skoruðu tvö mörk, bæði í seinni hálfleik. Margrét sagði leikinn hafa verið frekar lélegan og hefði auk þess verið mikil harka í honum. Þannig hefði Rósa Valdimarsdóttir verið spörkuð niður og væri óttast að liðbönd hefðu slitnað. Sé svo er ólíklegt að hún spili meira með í sumar. Rósa er einnig þjálfari liðsins. Margrét sagði upplausn hafa orðið í liðinu eftir meiðsl Rósu og hefðu Valsstúlkurnar skorað upp úr því. Nokkru síðar togn- aði Freygerður Ólafsdóttir illa og marðist og var borin út af. Eftir það voru ísafjarðarstúlk- umar einni færri, fengu ekki að skipta manni inná í stað Frey- gerðar þar sem skipting hafði átt sér stað í hálfleik og þegar Rósa meiddist. Valsstúlkurnar gengu á lagið og skoruðu sitt annað mark. Næsti leikur verður á Skeiði annað kvöld kl. 20.00 og koma þá íslandsmeistarar Breiðabliks í heimsókn. Flugfargjöld hækka — á fimmtánda hundrað að fljúga suður Flugfargjöld hækkuðu um 4,5% s.l. föstudag og höfðu þá ekki hækkað síðan í fyrrahaust. Nú kostar 1467 kr. að fljúga frá ísafirði til Reykjavíkur, 1405 frá Þingeyri og 1421 frá Patreks- firði. Innifalinn í þessu verði er flugvallarskattur að upphæð kr. 18, en hann hækkaði ekki. Fréttir af góðu meðalverði stóru Reykjavíkurtogaranna vöktu athygli nú í vikunni. Þótti mönnum kyndugt að revkvískir togarar skyldu koma með verð- mætasta aflann að landi, því þeir gera sem kunnugt er einkum út á karfa og það hefur ekki þótt ýkja verðmæt fisktegund. Skýr- inguna á þessu háa verði er að fínna í tíðum siglingum þessara skipa. Þannig seldi Ogri, sem var með hæsta verðið, 14,86 kr. pr. kg, einu sinni í Grimsby og tvis- var í Bremerhaven á fyrsta árs- fjórðungi. Karlsefni kom næstur og seldi hann einnig þrisvar er- lendis á þessu tímabili. Þess má geta í þessu sambandi að hver sigling tekur hátt í mánuð, þann- ig að þessir togarar hafa ekki landað miklum afla heima. Svo er ótalinn kostnaðurinn við sigl- ingarnar. Hæsta meðalverð Vestfjarða- togaranna hafði Júlíus Geir- mundsson, 9,70 kr. pr. kg, en hann seldi einmitt í Bremerhav- j en í mars. Næstur kom Páll Páls- jj son með 8,34 kr. pr. kg, þá Sölvi I Bjarnason með 8,15 og Gyllir I með 8,02 kr. pr. kg. Meðal- j skiptaverðmæti Vestfjarða- togaranna var 7,72 kr. pr. kg og i voru aðeins Vestmannaeyjar/ g Suðurland og stóru Akureyrar- | togararnir með lægra verð. I Litlar aflafréttir segjum við af I togurum í þessari viku, því fáir hafa landað síðan við sögðum síðast frá. Reitingsafli hefur ver- j ið á færunum, en þó stundum | lélegt eins og gengur. Stórútskipun var í Bolungar- | vík í gær, 16 þús. kassar fóru þá | ofaní Vatnajökul. BESSI fór út á sunnudag eftir að 1 skipt hafði verið um grandara- j spil. HEIÐRÚN landaði 75 tonnum | á miðvikudag, meirihlutinn | þorskur. Hún verður líklega I stopp framá helgi vegna bilunar j í spili. SIGUREY landaði í gær 130 ■ tonnum, uppistaðan grálúða. ELÍN ÞORBJARNARDÓTT- | IR hefur legið biluð á ísafirði í I vikunni. SNORRI STURLUSON kom I úr sinni fyrstu veiðiferð fyrir ís- J flrðinga á þriðjudaginn. Aflinn J var 28 tonn af rækju og 6 tonn af | grálúðu og var þessu af einhverj- | um ástæðum landað í Bolungar- | vík. I BJARNI BENEDIKTSSON I kom með 25 tonn af rækju eftir j 5'/2 sólarhring í gærmorgun. BÍLALEIGA Nesvegi 5 — Súðavík — 94-6972-6932 Grensásvegi 77 — Reykjavík — 91-37688 Sendum bflinn Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.