Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 25.06.1984, Blaðsíða 3
vestfirska rRETTABLASID Smáauglýsingar ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 3ja herbergja íbúð á leigu frá og með 1. sept- ember. Hef til skipta íbúð í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 4244. TIL SÖLU rafmagnsgítar, H S Ander- son III O. Upplýsingar í síma 4263 í mat- | artímum. TIL SÖLU Fender Stratocaster raf- magnsgítar og Roland Jass Chorus 60 watta. Árs gamalt. Upplýsingar í síma 3437 í mat- artímum. TIL SÖLU 1/4 hluti í flugvélinni TF SIX, ásamt hluta í flugskýli. Ulpplýsingar gefur Jón Guðni i síma 18596 eftir kl. 20:00. vestfirska FRETTABLASIS Fundur vegna að- gerða gegn riðuveiki Sauðfjárveikivarnir og stjórn Búnaðarsambands Vestfjarða hafa boðað til fulltrúafundar á Vestfjörðum vegna aðgerða gegn riðuveiki í Vestfjarðahólfi, þ.e. vestan varnarlínu úr Kolla- firði um Klettháls og Gjörvidal í ísafjörð. Fundurinn verður haldinn á Núpi í Dýrafirði laugardaginn 30. júní kl. 11. Fundurinn er framhald aðal- fundar Búnaðarsambandsins fimmtudaginn 28. júní og föstudaginn 29. júní. Á fundinum verður stefnan mörkuð og ákvarðanir teknar um næstu skref að markinu, sem er að losna algjörlega við riðuveiki af Vestfjörðum og búa svo um að hún breiðist ekki út aftur á svæðinu. ísafiarðarkaopstaðnr Byggingarfulltrúi Staða byggingarfulltrúa ísafjarðarkaupstaðar er auglýst laus til umsóknar. Um menntun og störf er vísað í gildandi byggingarlög og bygg- ingarreglugerðir, en auk þess er um að ræða störf á tæknideild kaupstaðarins. Upplýsingar um starfið veitir bæjarstjóri og forstöðumaður tæknideildar í síma 94-3722 eða á skrifstofum bæjarsjóðs. Umsóknum er greina frá menntun og starfs- reynslu umsækjenda skal skilað á skrifstofu bæjarstjóra fyrir 9. júlí n.k. Bæjarstjórinn á ísafirdi. Atvinna Óskað er eftir vélvirkja eða manni með sam- bærilega þekkingu til starfa við vélaviðgerðir í áhaldahúsi ísafjarðarkaupstaðar. Starfs- reynsla áskilin. Nánari upplýsingar á Tæknideild ísafjarðar, sími 3722 eða hjá verkstjóra vélamiðstöðvar í áhaldahúsi ísafjarðarkaupstaðar, sími 3443. Forstöðumaður tæknideildar. Til sölu 4 herbergja íbúð Til sölu er 4 herbergja íbúð á 1. hæð að Túngötu 18. íbúðin er laus 1. október n.k. ArnarG. Hinriksson hdl. Silfurtorgi 1, sími 4144 SIMINN OKKAR ER 4011 vestíirska FRETTABLASID 4 HtJteð Sjúkrahús á ísafiröi Tilboð óskast í innanhússfrágang í hluta sjúkrahússins. Um er að ræða um 2.500 m2 gólfflöt í kjallara, 1. og 2. hæð, þar sem m.a. eru skurðstofur, legudeild, þvottahús og eldhús. Verktaki skal setja upp innveggi, hurðir og hengiloft, mála, ganga frá gólfum og smíða innréttingar. Auk þess skal hann leggja loftræsti-, gas-, raf-, vatns-, kæli- og skolplagnir. Verkinu skal að fullu lokið 1. apríl 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, og hjá Sigurði Jó- hannssyni á ísafirði gegn 20.000 kr. skila- tryggingu . Tilboð verða opnuð hjá innkaupastofnun ríkisins, þriðjudaginn 24. júlí 1984 kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, simi 26844 ■ j — Veitingasala Framhald af bls. 1 Framkvæmdir þessar eru fjármagnaðar með framlögum bæjarsjóðs, Þjóðhátíðarsjóðs, Byggðasjóðs og Þjóðminja- safns. Alls kr. 700 þús. Að auki er styrks úr Húsafriðunarsjóði að vænta í haust. „ Okkar hugmynd er að opna þetta fyrir almenningi svo hann finni að hann á þama söguleg verðmæti,“ sagði Jón Páll. Fataverslun Hef opnað fataverslun að Njarðarbraut 14, Súðavík. Verslunin verður opin virka daga kl. 10:00 — 12:00 og 14:00 — 18:00. Á boðstólum er m.a.: Á konur: Dragtir, buxur, mussur o. fl. Bæði stór og lítil númer. Einnig barnafatnaður og herrafatnaður. Allt á góðu verði. Að sjálfsögðu er kaffi á könnunni. Verið velkomin. Versl. PREMIA Varan, sem ekki má auglýsa, er komin á ótrúlega hagstæðu verði Tékkaðu á því... ra HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI -r\\ SÖ^ s aja\sa'' ' ...r , nQaf ^ aA3á Ótrúlegt úrval af MATVÖRUM ra HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI Frá Héraðsskólanum í Reykjanesi Héraðsskólinn í Reykjanesi starfrækir skólaárið 1984 — 1985: 1. Menntadeild: Almenna bóknámsbraut — Grunnnám. Þar er nemend- um engin nauðsyn að sinni að velja sér endanlega námsbraut til frambúðar. 2. Fornám: Þar gefst nemendum sem eigi náðu tilskildu lágmarki í einstökum greinum á grunnskólaprófi kostur á að ávinna sér framhaldsréttindi samhliða framhaldsnámi í öðrum greinum innan menntadeildar. 3. 7. — 9. bekk grunnskóla. Heimavist: Upplýsingar gefur skólastjóri. Sími um ísafjörð. Umsóknir sendist skólanum (401 ísafjörður) fyrir 30. júní n.k.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.