Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 1
FRETTABLASID Umboð Flugleiða á Vestfjörðum: Patreksfjörður: Laufey Böðvarsdóttir, sími 1133 Bíldudalur: Eyjólfur Þorkelsson, sími 2176 Tálknafjörður: Helga Jónasdóttir, sími 2606 Þingeyri: Davíð Kristjánsson, sími 8117 FUJCLEIDIR m GALLAJAKKARNIR ERU KOMNIR EINNIG FULLTAF NÝJUM VÖRUM OPHD LAUGARDAGA KL. 10:00 — 12:00 Verslunin fsafirði sími 3103 Meðlimir pöntunarfélaga í Bolungarvík: Segja Kaupmannafélag hóta heildsölum „Kaupmannafélagið er að reyna að drepa niður öll við- skipti okkar, alla frjálsa verslun. Við höfum áreiðan- legar heimildir fyrir því að Kaupmannafélag Vestfjarða sendi bréf nú nýverið, undir- ritað af formanni þess, til heildsölufyrirtækis fyrir norðan, þar senr því er hótað að kaupmenn á öllum Vest- fjörðum hætti að eiga viðskipti við heildsölu þessa, hætti hún ekki að selja okkur vörur. Það náði ekki fram að ganga, enda geta heildsalar ekki neitað söluskattsnúmeri um við- skipti, standi það í skilum. En vegna sífelldra hótana hefur umrætt heildsölufyrirtæki nú neyðst til að láta okkur greiða gegn staðgreiðslu." Þetta sagði heimildamaður V.f. er blaðið grennslaðist fyr- ir um ásakanir pöntunarfélaga á hendur Kaupmannafélagi Vestfjarða, þess efnis að það beitti hótunum til að trufla viðskipti pöntunarfélaga við heildsala. V.f. hafði samband við 3 að- ila í pöntunarfélögum í Bol- ungarvík og staðfestu þeir þessi ummæli. Við bárum þessar ásakanir undir Bene- dikt Bjarnason formann Kaupmannafélags Vestfjarða. Hann sagðist ekki kannast við það að Kaupmannafélagið sem slíkt hefði hótað heild- sölum einu eða neinu. Hann sagði hinsvegar að Kaup- mannafélagið hefði lengi beitt sér fyrir því að fá lög um pöntunarfélög frá 1937 endur- skoðuð. Það væri ranglæti gagnvart kaupmönnum, sem væru með dýra starfsaðstöðu og reyndu að tryggja vöruúr- Framhald á bls. 7 Lax- eldis- stöð? Á Tálknafirði hefur lengi ver- ið mikill áhugi á laxeldi. Víða er jarðhiti, sem nýttur hefur verið til eldistilrauna. Árangurinn af því hefur lofað mjög góðu, einkum á Sveinseyri, sem er í jaðri byggðarinnar og í jarðtjörn í botni Tálknafjarðar. Nú er al- varlega íhugaður sá möguleiki að koma upp laxeldisstöð á Tálknafirði og hefur verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsen hf. unnið að frumáætlun þess efnis að beiðni hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps. í fram- haldi af þessari skýrslu hefur nú verið komið á starfsnefnd til að vinna að framgangi þessa máls. í þessu sambandi er einnig fyrir- hugað að ráða mann til starfa. Sjá nánar á bls. 4 Borinn í Súgandafirði. Súgandafjörður: Borað eftir heitu vatni Nú standa yfir boranir eftir heitu vatni í Súgandafirði. Hóf- ust þær um síðustu mánaðamót, en vegna bilana hafði þó ekki verið hægt að bora nema í 6 daga þegar blm. Vf átti leið hjá s.l. föstudag. Ætlunin er að bora 20 tommu holu niðrá 30 m og fóðra hana. Síðan kemur borinn Narfi í haust og borar niður á a.m.k. 1200 m. Borinn sem verió er að bora með kallast Dynjandi, éða höggbor III, og hefur einkum verið notaður til að bora eftir köldu vatni. Þeir Sigurður Guðbrandsson og Tryggvi Sig- urðsson, starfsménn Orku- stofnunar, sögðu borinn upp- lagðan til að bora eftir köldu vatni á ísafirði. Blöskraði þeim að sjá opin vatnsból ísfirðinga við þjóðveginn. Sögðu til mik- illar skammar. En það er nú önnur saga. Þeir félagar bjuggust við að vera þarna viku til hálfan mánuð í viðbót. Viðar Már Aðalsteinsson, sveitarstjóri á Suðureyri, sagði menn vera að vonast eftir betra. útivistarsvæði. Hins vegar finnst mér ekki fráleitt, og raunar eðlilegt, að golfið geti orðið einn þátturinn í því. Að mínu heitara og meira vatni en fengist hefur úr gömlu holunni. Hún skilar um 15 sekúndulítrum af 60 stiga heitu vatni og eru flest hús þorpsins hituð með því. Vonast er eftir um 70 stiga heitu vatni úr nýju holunni, sem er skammt frá þeirri gömlu. Nýja mati á þó ekki að ákveða golf- vellinum fyrst stað og skipu- leggja svo útivistarsvæði á af- gangssvæðinu, heldur á völlur- inn að vera hluti af útivistar- svæðinu..“ Nú er árstími fallegra sólar- laga. Um það leyti sem dagur var lengstur fórum við á stúf- ana og tókum þessa mynd af sólarlagi við Djúp. holan verður a.m.k. tvöfalt dvpri en sú gamla, sem var 630 m djúp. Vonast er til að hægt verði að tengja nýju holuna síðla árs og taldi Viðar Már ör- yggið í hitaveitumálum staðar- ins aukast verulega við það. Þetta segir Hallgrimur Indriðason, skógræktar- og landnýtingarfræðingur, um Tungudalinn í viðtali við V.f. Sjá bls. 3 Hallgrímur Indriðason, skógræktar- og landnýtingarfræðingur: Eðlilegt að golfvöllur verði hluti af útivistarsvæði í Tungudal „Mér finnst liggja ákaflega beint við að hann verði almennt

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.