Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 3

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 3
3 Eðlilegt að golfvöllur verði hluti af útivistarsvæði í Tungudal — segir Hallgrímur Indriðason, skógræktar- og landnýtingarfræðingur Hallgrímur Indriðason heitir maður er numið hefur skóg- ræktar- og landnýtingarfræði í Noregi. Hann er nú fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga. Hallgrímur gerði stuttan stans á ísafirði í síðustu viku og hélt óvenjulegan útifund í Tungudal. Vf. náði honum á eintal og spurði hvað honum sýndist um framtíð Tungudals og þá m.a. með hliðsjón af hug- myndum golfmanna. „Já, mér finnst liggja ákaf- lega beint við að hann verði al- mennt útivistarsvæði,“ sagði Hallgrímur. „Hins vegar finnst mér ekki fráleitt og raunar eðli- legt, að golfið geti orðið einn þátturinn i því. Að mínu mati á þó ekki að ákveða golfvellinum fyrst stað og skipuleggja svo útivistarsvæði á afgangssvæð- inu, heldur á völlurinn að vera hluti af útivistarsvæðinu.“ — Hvað með skógræktina? „Skógrækt þarna frammi finnst mér hins vegar að þyrfti Hallgrímur Indriðason að rekast með svolítið öðrum markmiðum en verið hefur og þá fyrst og fremst sem skógrækt til útivistar, ég held hún verði f iíi iiii i IHI liii iii III III "II iili ijj:? III lllíiii Við bjóðum þér að versla ódýrt Tekiö er við pöntunum og upplýsingar veittar varðandi þessi tilboð í síma 4006 milli kl. 12:00 og 13:00 Stærri innkaup milliliðalaust beint frá framleiðanda HN kjötvinnsla kr/kg 1/2 grís, tilbúinn í frysti . 159,00 1/2 ungnaut, tilbúið í frysti. 188,00 Ungnaut afturpartur, tilbúinn í frysti. 239,00 Ungnaut frampartur, tilbúinn í frysti. 164,00 Dl skrokkur sagaður .......... 139,10 Dll skrokkur sagaður.......... 132,90 Athugið að einungis á þessum tíma er hægt að taka við pöntunum og veita upplýsingar varðandi ofangreind tilboð — • — Sendum um allt land í póstkröfu Okkar Venjulegt verð smás.verð Kjúklingar, 1 kassi .... 157,50 207,00 Franskar í hótel- pakkningu, 12 kg... 762,30 1001,88 Þessi verð geta breyst fyrirvaralaust KJÖTVINNSLA SUNDSTRÆTI 36 S 4006 aldrei annað. Ég er ekki með neinar patentlausnir, en held að meginmálið sé að reyna að friða þarna nokkuð stórt og samfellt svæði. Uppi í hlíðunum er birki sem hefur verið bitið niður jafnóðum og það hefur vaxið. Það sýnir að birkiskógur ætti að geta þrifist þarna nokkuð hátt uppi í hlíðunum. — Þarna væri auðvelt að koma fyrir ýmsum hlutum eða tækjum sem örvuðu til útivistar á svæðinu og gerðu það þægilegra; skokkbrautum, göngustígum, brúm o.fl. Svo er nauðsynlegt að taka niður girð- ingar sem þarna eru margar og illa farnar yfirleitt. En það gæti ekki átt sér stað fyrr en búið væri að friða svæðið. Helst hefði sú friðun þurft að fara þannig fram að girt yrði á brúnum norðanmegin í daln- um. Það yrði girðing uppá 5 — 8 km.“ — Þörfin fyrir útivistarsvæði í nágrenni svona bæjar eins og ísafjarðar? „Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Mér sýnist að svæðið sé þegar nýtt sem úti- vistarsvæði. Þegar ég var þarna í gær mætti ég einum 6 trimm- urum sem voru að spreyta sig. við dálítið sérstakar aðstæður, því þeir þurftu að hoppa yfir girðingar og skurði og vaða læki. Það er ekki nokkur vafi á því að þörfin fyrir svona svæði er vaxandi. Það er okkar reynsla á Akureyri. Það þarf að hag- ræða ýmsum hlutum til að gera svæðið betra. Það þarf að vera nokkuð greiður aðgangur að því, göngustígar þurfa að leiða fólkið útaf bílastæðunum og fleira þvíumlíkt. Fjölbreytileiki í landslagi er mikill og skemmtilegur í Tungudal. Áin hefur alveg ó- teljandi möguleika. Það mætti rækta hana upp með fiski. setja í hana lón og uppistöður sem gjarnan gætu verið skautasvell á veturna. Þetta gæti orðið alhliða íþróttasvæði.“ — Ef þú hefðir nú fullan um- ráðarétt yfir þessu svæði, hvað mundirðu gera? „Ég mundi leita eftir sam- starfi allra þeirra aðila sem hafa áhuga á að nýta það, skipu- leggja það með tilliti til þeirra þarfa. En miðað við ástandið eins og það er fyndist mér eðli- legt að skógræktin yrði stór þáttur í að skapa þarna huggu- legt umhverfi. I skjóli skóganna skapast sérstök skilyrði sem örva alla útivist. En íþróttafélög gætu átt þarna sín svæði.“ — Er hætta á að svæðinu verði ofgert? „Nei, ég hef ekki trú á að það verði skemmt vegna ágangs. En brýnt þætti mér að koma á fót einhverjum ábyrbum hópi sem tæki að sér að sjá um svæðið. Akureyrarbær hefur t.d. falið Skógræktarfélagi Eyfirðinga framkvæmdir í Kjarnaskógi.“ — Yrði að þínu mati mikill kostnaður því samfara að bæta aðstöðuna í Tungudal? „Nei, hann yrði alls ekki mikill, því dalurinn er í raun á- kjósanlegt útivistarsvæði eins og hann er.“ — Hvað um sambýli skógræktar og golfíþróttarinnar? „Skógrækt fellur vel að golf- íþróttinni sem slíkri og ég veit að margir golfklúbbar hafa sóst eftir að fá skógræktarsvæði inná velli sína. En þeir hafa viljað á- kveða sjálfir umferð um svæðið og ég held að golfvöllur verði alltaf lokað svæði fyrir golf- íþróttina. Ég tel að það nýtist ekki til almennrar útivistar og veit ekki til að það sé neins staðar þannig.“ — Þú nefndir á fundinum í Tungudal að þér fyndist eðlilegt að náttúran afmarkaði golfvöll- inn. . Já. að það væru eðlileg skil þarna á milli. eins og t.d. áin. Golfvöllur gæti verið öðru megin og útivistarsvæði hinu rnegin." — En hvernig líst þér þá á til- lögu golfmanna? „Ég mundi óttast að golfvöll- ur sem tæki yfir undirlendi dalsins báðumegin árinnar mundi koma í veg fyrir aðra nvtingu á þessu svæði. Það væri ákjósanlegt ef hægt væri að korna öllum þessum útivistar- þáttum fyrir á svæðinu. Ef það væri t.d. hægt að minnka golf- völlinn niður í 6 holur. en ég veit raunar ekki hvort það yrði skvnsamlegt." FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Engjavegur 25, 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Urðarvegur 80. Nú eru 5 íbúðir óseldar í fjölbýlishús- inu sem Eiríkur og Einar Val- ur s.f. eru að byggja. Um er að ræða 3 3ja herb. og 2 2ja herb.íbúðir sem afhendast til- búnar undir tréverk og máln- irigu fyrir 1. sept. 1985. Aðalstræti — Skipagata, 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í sambýlishúsi sem Guðmund- ur Þórðarson er að byggja. íbúðirnar verða afhentar til- búnar undir tréverk og máln- ingu fyrir 1.10.1985. Hafraholt 18, raðhús átveim hæðum, ásamt bílskúr. Laust fljótlega. Stórholt 13, 4ra herb. íbúð á 2. hæð, ásamt bílskúr. Hrannargata 10, 3ja herb. íbúð á efri hæð. Laus 1. sept. Sundstræti 29, 2ja herb. íbúð á 2. hæð. íbúðin er laus. Strandgata 5a, lítið einbýlis- hús. Laust 1. sept. Seljalandsvegur 85, lítið einbýlishús. Strandgata 5, ca. 120 ferm. íbúð á neðri hæð í tvíbýlis- húsi. Laus fljótlega. Silfurgata 12, lítið einbýlis- hús. Laust fljótlega. Góuholt 5, rúmlega fokhelt 135 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Stekkjargata 4, lítið einbýlis- hús. Selst með góðum kjörum, ef samið er strax. BOLUNGARVÍK: Höfðastígur 18, ca. 140 ferm. einbýlishús ásamt bíl- skúr og stórri lóð. Þjóðólfsvegur 14, 3ja herb. íbúð á2. hæð. Stigahlíð 2, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. ARNARGEIR HINRIKSS0N hdl. Silfurtorgi 1 ísafirði, sími 4144 Firmakeppni hestamanna á Söndum Á laugardaginn, 30. júqí fer fram á vegum Dýrafjarðardeild- ar hestamannafélagsins Storms firmakeppni á Söndum í Dýra- firði. Keppnin hefst kl. 14:00. Kvöldvaka verður síðan í Fé- lagsheimilinu Haukadal að keppni lokinni. Þangað eru allir velkomnir. „ ... Frettatilkynnmg LOFTVERKFÆRI Loftpressur 100, 200, 300 I Skrall Málmsprauta Tectylsprauta Sandblásturssprauta Hreinsisprauta Höggskrall Þrýstijafnarar Slöngur og fittings OLÍUSAMLAG ÚTVEGSMANNA HAFNA RHÚSINU—SÍMI3245 >

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.