Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 28.06.1984, Blaðsíða 4
I vestíirska rRETTABLAflU Isafjarðarkanpstaðar Útboð Tilboð óskast í að fullgera u.þ.b. 2500 m2 lóð fyrir dagheimili og leikskóla á ísafirði. Verkið er jarðvinna, girðingar, hellulögn o. fl. ásamt smíði og uppsetningu leiktækja. Útboðsgögn verða afhent á tæknideild ísa- fjarðarkaupstaðar, Austurvegi 2, gegn 1000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 3. júlí n.k. kl. 11:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. BÆJARSTJÓRINN Á ÍSAFIRÐI ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 (safjörður UTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í eftir- farandi: Steyptar undirstöður undir stálgrindarvirki, tækjagrindur og spenni. Reisingu burðar- virkja úr stáli, uppsetningu rafbúnaðar og tengingu hans háspennumegin í aðveitu- stöðvum á Keldneyri við Tálknafjörð og við Mjólkárvirkjun. Útboðsgögn: Tengivirki Keldneyri — Mjólká. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús- ins á ísafirði frá og með miðvikudeginum 27. júní 1984 og kosta kr. 600. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 17. júlí kl. 13:00 á skrifstofu Orkubúsins á ísafirði að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska og skulu tilboð hafa borist tæknideild Orku- búsins fyrir þann tíma. ORKUBÚ VESTFJARÐA VIÐ FLYTJUM FÖSTUDAGINN 29. JÚNl Skrifstofan flytur frá Austurvegi 2 í ísfirðings- húsið við Árnagötu. (Áður Reiknistofa Vest- fjarða) SKIPAAFGREIÐSLA GUNNARS JÓNSSONAR — AFGR. RÍKISSKIPS — — AFGR. HAFSKIPS — SÍMI 3136, PÓSTHÓLF 65, TELEX 2367 Starfsfólk óskast á fastar kvöld- og helgarvaktir Upplýsingar gefa Jósefína eða Ulfar ra HAMRABORG HF. SÍMI 3166 ÍSAFIRÐI Vélsmiðja Bolungavíkur 40 ára — Vélsmiðja Bolungavíkur 40 í Vélsmiðja Bolungavíkur verður 40 ára á þessu ári. Hún var stofnuð sama ár og lýðveldið, af Einari Guð- fínnssyni, Bemódusi Halldórssyni, Jóni Kr. Elíassyni, Hannesi Sigurðssyni, Þorbergi Magnússyni, Sigurgeiri Sigurðssyni, Hálfdáni Einarssyni, Bjama Eirúíssyni, Guðfínni Einarssyni og Jóni G. Jónssyni f.h. Ishúsfé- lags Bolungarvíkur hf.. Vélsmiðjan veitir alhliða þjón- ustu, bæði í málmiðnaði og á búaverkstæði. Þjónusta við útgerðina er þó veigamesti þáttur starfseminnar. Vélsmiðjan hefur í 40 ár verið stærsta þjónustufyrirtæki í Bolungarvik. Þar starfa nú um 20 menn. FYRSTA VÉLSMIÐJAN 1909 Fyrsta vélsmiðja í Bolungar- vík var stofnuð 1909 af Pétri Oddssyni, Jóhanni Eyfirðingi o.fl. Var hús smiðjunnar sett niður við væntanlega Drimlu- höfn, en 1911 var svo byrjað á brimbrjótnum. Vegna þessa á vélsmiðjan eitt af fáum húsum við Hafnargötu sem eru með full lóðarréttindi. Fyrst sá danskur maður að nafni Thomsen um rekstur vél- smiðjunnar. Hann hafði komið ungur til Seyðisfjarðar, kom síðar til Isafjarðar, þar sem hann fór að vinna hjá Jessen, sem stofnaði á ísafirði fyrsta mótorvélaverkstæðið 1903, og fór svo til Bolungarvíkur 1909. 1911 fór hann til Vestmanna- eyja og þá tók Friðrik Teitsson við rekstrinum, en hann hafði lært vélsmíði hjá Thomsen og varð einn mesti völundur í vél- smíði og viðgerðum er sögur fara af. Friðrik keypti vélsmiðj- una árið 1915, þá aðeins tvítug- ur að aldri og átti hana til 1944 að núverandi hlutafélag var stofnað. Það gerðist þannig, að þegar Friðrik fór kallaði Einar Guðfinnsson saman útgerðar- menn og skipstjóra á staðnum til að ræða hvað til bragðs ætti að taka, þar sem ekki væri hægt að reka útgerð af nokkru viti nema hafa góða vélsmiðju á staðnum. Hefur vaxið stö »*■ “Síizj »11 y pggSSy M. (££g . 1 k w tt\' MI| |f|M OjnMp 1«\ - M!Í|1| 1S||| || i' 4«m| IK Uw ^1 Úr verslun V.B. Þar afgreiðir Jón Guðni Guðmundsson. Laxeldisstöði á Tálknafirði? — Frumáætlun liggur fyrir — Skipað hefur verið í starfsnefnd Frumáætlun um laxeldisstöð á Tálknafirði gerir ráð fyrir að stærð laxeldisstöðvarinnar skuli miða við þann jarðhita, sem fyrir hendi er, en ekki skuli tek- ið mið af því, sem hugsanlega mætti fá með borun eða öðrum aðgerðum. Sá staður, sem helst er talinn koma til álita er Sveinseyri. Hún er talin sam- eina flesta þá kosti, sem nauð- synlegir eru til laxeldis á þess- um slóðum. Landið er í eigu einkaaðila en hreppurinn hefur aðgang að því. Einnig þykir Litli-Laugardalur vænlegur kostur. í skýrslunni segir að um sé að ræða seiðaeldi á 120.000 gönguseiðum og eldi á helmingi jíeirra í fullvaxta lax. Eldisferill laxins frá klaki í slátrunarstærð er um tvö ár. Gert er ráð fyrir að allur lax sé alinn í strandkvíum að vetrar- lagi en að hluti stofnsins (75%) sé fluttur í flotkvíar á vorin og alinn þar til slátrunar síðla sumars. Til þess að ná sem mestum vaxtarhraða er eldis- sjórinn í strandkvíum hitaður upp og þykir vænlegt að nota til þess jarðhita úr laug og borhol- um á Sveinseyri og úr borholum í Litla-Laugardal. Með nýtingu á þeim jarðhita sem er á Sveinseyri og úr bor- holu í Litla-Laugardal verða afköst eldisstöðvarinnar 270 tonn af laxi á ári, auk 60.000 gönguseiða. Byggingatími laxeldisstöðv- arinnar er áætlaður 1,5 ár og með allri undirbúningsvinnu um 2 ár, þannig að rúm þrjú ár tæki að fá lax í slátrunarstærð frá byrjun framkvæmda. Heildarkostnaður við að koma stöðinni upp er talinn verða 77,2 milljónir kr. Rekstrar- kostnaður á ári er áætlaður 31,2 milljónir kr. en heildartekjur 37,8 milljónir kr. Arðsemi yrði 21% af heildarkostnaði. Enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir og hvernig mögulegt sé að fjármagna þær ef úr verð- ur. Nú hefur verið komið á fót starfsnefnd, sem skipuð er tveimur úr hreppsnefnd og tveir eru tilnefndir af landeigendum Sveinseyrar og Litla-Laugar- dals. Hlutverk nefndarinnar verður að þoka málinu áleiðis. Nefndin mun ráða mann til starfa, sem ætlað er að vinna að þessu máli og að leggja gögn fyrir. Ljóst er að uppkoma laxeld- isstöðvar á Tálknafirði hefur gífurlega þýðingu fyrir byggð- ina. Gert er ráð fyrir að við stöðina starfi 10 fastráðnir menn allt árið og 2 menn ráðnir í 6 — 8 mánuði á ári. Mikill áhugi er nú á Tálknafirði fyrir því að mál þetta nái fram að ganga.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.