Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1984, Blaðsíða 4
Sætur sigur í Vestmannaeyjum Á laugardaginn léku ísfirð- ingar við Vestmannaeyinga í knattspyrnu á Vestmannaeyja- velli. Þar unnu ísfirðingar sigur, 2 — 1. Fyrsta mark leiksins var skorað í lok fyrri hálfleiks. Þá skoruðu Vestmannaeyjar sjálfs- mark eftir að Guðmundur Magnússon hafði veitt góða Súgfirðingar: Vilja fastan lækni Á Suðureyri hefur enginn læknir haft fast aðsetur síðan 1968. Það þætti mörgum langur tími. Kauptúninu er hins vegar þjón- að frá Heilsugæslustöðinni á ísafirði tvisvar í viku og sagðist sveitarstjórinn, Viðar Már Að- alsteinsson, ekkert hafa út á þá þjónustu að setja, læknarnir væru duglegir að koma. Á Suðureyri er H-stöð, en henni á einungis að fylgja hjúkrunarfræðingur. „Draum- urinn er sá að þetta verði H-1 stöð (læknir og hjúkrunarfræð- ingur), svipað og er á Flateyri og fleiri stöðum,“ sagði Viðar Már. „Þessi þjónusta sem á að vera samkvæmt lögum er orðin svo yfirgripsmikil að erfitt er að sinna án þess að hafa fastan lækni.“ Kona fyrrverandi sóknar- prest var hjúkrunarfræðingur, en þau fluttu í vor og ekki hefur komið önnur í staðinn. Þar er að vísu læknanemi í sumar, en óráðið hvað tekur við þegar hann fer. Einn sjúkraliði er á staðnum og hefur hann unnið við apótek þorpsins og sinnt brýnustu þörfum í sambandi við heilsugæslu þegar enginn annar úr heilbrigðisstéttinni hefur verið til staðar. „Ef eitthvað kemur fyrir hérna, þá er voðinn vís,“ sagði Viðar Már. „Maður er skít log- andi hræddur yfir vetrartím- ann, þá má ekkert ske, vegna þess að það getur tekið þó nokkurn tíma að koma lækni hingað í vondum veðrum. Þá er undir hælinn lagt hvort menn eru ekki steindauðir.“ Viðar sagðist telja Suðureyri eina byggðarlagið af þessari stærð á öllu landinu sem ekki hefði fastan lækni og nefndi sem dæmi að bæði Kópasker og Þórshöfn hefðu lækni. Rækjubáturinn Sigurður Pálmason HU-333 er nú í slipp á ísafirði. Sem kunnugt er af fréttum varð Sigurður Pálmason vélar- vana út af Straumnesi um há- pressu við mark Eyjamanna. Um miðbik seinni hálfleiks fengu Isfirðingar víti á sig og var skorað úr því. Þegar 10 — 15 mínútur voru eftir af leiknum skoraði Jóhann Torfason með glæsilegu skoti eftir skemmti- lega sókn Isfirðinga. Fögnuðu Isfirðingar innilega sætum sigri. Það hefur sennilega ekki farið framhjá ísfirðingum að eitthvað var um að vera í Hafnarstræti í gær. Allan eftirmiðdaginn var þar keppt í þrautum tengdum farartækjum á hjólum og tóku margir þátt. Fyrst fengu þeir yngstu að spreyta sig á þríhjólum. Þar mættu 5 til leiks. Síðan var hjól- reiðakeppni og voru keppendur 20. Úrslit urðu þessi: 1. Gunnar Steinarsson 2. Kristján Guðni Halldórsson 3. Hermann Þór Snorrason Svo hófst ökuleikni, en í henni þurfa keppendur að aka í gegnum ýmsar þrautir og svara degisbilið á fimmtudag og rak skammri stundu síðar inn í ís og lokaðist þar inni í. Var hann dreginn til Isafjarðar og tekinn þar í' slipp á föstudagskvöldið. Skemmdirnar á bátnum eru talsverðar. Síðan stjórnborðs- Tveir menn fengu rauða spjaldið, einn úr hvoru liði. Að sögn Kristins Kristjánssonar leikmanns ÍBÍ var þetta mikill baráttuleikur. Nokkuð mikið var um brot í leiknum, sem dómari tók ekki hart á. Kristján sagði að ísfirðingar hefðu átt sigurinn fyllilega skilinn, því spurningum. Og úrslitin, í karlaflokki: 1. Einar Halldórsson, BMW 328, með 89 refsistig. 2. Einar Halldórsson, Bens sendibíll, með 156 refsistig. 3. Þröstur Kristjánsson, Daihatsu Charade, með 170 refsistig. Einar ók villulaust í gegnum planið og er það í þriðja sinn í sumar sem það gerist. Hann er nú efstur yfir landið í karlariðli. í kvennariðii bar unnusta Einars sigur úr býtum: 1. Auður Yngvadóttir, BMW 328, með 135 refsistig. 2. Bryndís Óskarsdóttir, Toyota HU-333 í megin er illa dælduð og tvö skrúfublöð af þremur nær ónýt og varla hæf til viðgerðar. Menn frá tryggingafélögunum eru nú að athuga skipið en í dag, mánudag mun verða ákveðið hvort sjópróf verða. þeir hafi sannarlega barist fyrir því. Næsti leikur verður við Fram á miðvikudagskvöld n.k. og síðan við KR á laugardaginn. Báðir leikirnir verða heimaleik- Corolla, með 221 refsistig. 3. Guðlaug Jónsdóttir, Fiat 127, með 258 refsistig. Auður er efst í kvennariðli yfir landið, en hún er sem kunn- ugt er íslands- og Norðurlanda- meistari kvenna í greininni. Og að lokum eru hér úrslitin í vélhjólakeppninni: 1. Páll H. Halldórsson, Honda 350, með 260 refsistig. 2. Ögmundur G. Matthíasson, Honda MT 50, með 309 refsi- stig. 3. — 4. Stefán Pétursson, Honda MT 50, með 360 refsi- stig og Einar Halldórsson, Honda 500. Síðan seinnipartinn í vetur hefur staðið yfir á vegum Heilsugæslustöðvarinnar á ísa- firði könnun á þörf fyrir heima- hjúkrun í kaupstaðnum. Efnis- söfnun er nú lokið og úrvinnsla að hefjast. Guðrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, vann að könnuninni. Talaði hún við um 160 manns og lagði fyrir þá spurningalista. Ætlunin var að spyrja 67 ára og eldri, en í ljós kom að 70 ára og yngri virtust ekki hafa mikla þörf fyrir heimahjúkrun. Könnun þessi kemur til með að leiða í ljós ýmislegt fleira en beina þörf fyrir heimahjúkrun, s.s. hvernig húsnæði er háttað, hvort gamla fólkið fær heimsóknir, hvað helst vantar. vestfirska ] FRETTABLADIÐ á mánudegi vestfirska hefur heyrt AÐ Súgfirðingar slái nú um sig með orðatiltækinu ,,allt í björtu". Þeireru afslappaðir þessa dagana, þungu fargi af þeim létt, enda eru þeir nokkuð vissir um að ekki verði fleiri brunar í ár. Fjár- veiting til slökkviliðsins er nefnilega uppurin. Ef hins vegar svo ólíklega vildi til að kviknaði í enn á ný yrði annaðhvort að brenna Ijós- um logum, eða að koma til aukafjárveiting... AÐ ísafjarðarkaupstaður hafi verið höfuðlaus á föstudaginn. Bæjarstjóri var í fríi, bæjarritari var í fríi, að- albókari var í fríi, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi var í fríi og okkur er kunnugt um að lengur mætti telja. Þrátt fyrir þetta og eindæma veður- blíðu, höfum við fyrir satt að þeim sem eftir sátu hafi ekki leiðst... Um tvo unga Reykvíkinga sem fóru út að skemmta sér um helgina. Við barinn stóðu þeir fyrir aftan unga stúlku. Þóttust þeir endilega kannast við hana, þeir hefðu einhvers staðar séð hana áður. Unga stúlkan sneri sér við og virti þá fyrir sér: jú, það væri ekki ólíklegt að þau hefðu sést einhvers staðar áður. — Hvar í ó- sköpunum höfðu þeir séð hana? — Ætli það hafi bara ekki verið uppí vinnu hjá mér, sagði daman þá. — Jú, þeir höfðu ábyggilega kom- ið í vinnuna til hennar ein- hvern tíma. Hvar hún ynni? — Uppá kynsjúkdómadeild, var svarið... AÐ ekkert verði af komu grænlensku unglinganna frá Nanortalik til ísafjarðar á þesu ári. Stefnt er að því að af heimsókninni getri orðið á næsta ári... Guðrún Gunnarsdóttir sagði þetta hafa verið mjög skemmti- legt verkefni. Gamla fólkið hefði tekið henni vel og verið þakklátt fyrir að einhver hefði áhuga á að vita hvernig því liði. Guðrún er nú með þrjá sjúk- linga í heimahjúkrun. I slíkri hjúkrun felst t.d. böðun, mæl- ing blóðþrýstings, eftirlit, lyfja- tiltekt o.fl. Heimahjúkrun getur fólk fengið samkvæmt tilvísun læknis eða með því að hringja Heilsugæslustöðina eða beint í Guðrúnu. Þjónusta þessi er ó- keypis og ekki bundin við aldr- aða. Ekki er Ijóst hvenær niður- staða könnunarinnar mun liggja fyrir. Ökuleikni: Auður náði besta árangri yfir landið, sem af er Þörf fyrir heima- hjúkrun könnuð Sigurður Pálmason slipp á ísafirði

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.