Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Side 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Side 1
Reyrhúsgögn Erum að taka upp míkið úrval af reyrhúsgögnum. SinarQuðfjinnszon Qmi J200 - ///5 ftolunija’iOíli Borað eftir vatni í sumar — ef athuganir á jarðvatni gefa tilefni til þess Drykkjarvatn ísfirðinga hefur lengi verið drýgt með allskyns aðskotaefnum, gerlum, ormum, mold og sandi, jafnvel dauðum rollum. Þetta hefur ekki þótt tiltökumál. Á bæjarstjórnar- fundi sl. fimmtudag var sam- þykkt að óska eftir því við Jarð- boranir ríkisins að þær kanni fyr- ir Isafjaröarkaupstað öflun neysluvatns í landi kaupstaðarins og nágrenni þess með jarðborun- um. Notaður verði til þess jarð- bor sá sem nú er í Súgandafiröi. Að sögn Þuríðar Pétursdóttur formanns bæjarráðs, er ætlunin að athuga hvort jarðvatn stendur nógu hátt og er nógu mikið til að hægt sé að fá vatnið með dælingu úr holu. Þess má geta að Tækniþjón- ustu Vestfjarða var fyrir nokkru falið að gera úttekt á vatnsmálum kaupstaðarins og koma með til- lögu til úrlausnar. Slík úttekt var síðast gerð af Verkfræðsskrif- stofu Sigurðar Thoroddsen 1980. Félagsmiðstöðin: Leitað að húsnæði —stefnt að starfrækslu allan næsta vetur íþrótta- og æskulýðsráð ísa- fjarðarbæjar vinnur nú að því að útvega húsnæjði fyrir félags- miðstöð unglinga, en sem kunn- ugt er varð að hætta starfsemi hennar 4. maí vegna húsnæðis- skorts, krökkunum til sárra vonbrigða. Að sögn Guðríðar Sigurðar- dóttur, íþróttakennara, sem sæti á í íþrótta- og æskulýðsráði, er stefnt að því að félagsmiðstöðin geti tekið til starfa að nýju í haust og verði starfrækt allan næsta vetur. Kvað hún reynsl- una af rekstrinum í vor gefa fullt tilefni til þess. Væri hugur í þeim, og ráðamenn bæjarins væru því hlynntir, að félags- miðstöð verði á ísafirði til frambúðar. Á fjárhagsáætlun þessa árs voru veittar 200 þús. kr. til fé- lagsmiðstöðvar og sagði Guð- ríður að einungis 90 þús. hefðu verið nýtt, þannig að töluvert fjármagn er til staðar enn. hentar vel sem safnahus — segja arkitekt og bokatulitrui Tonlistarskolahus: Deilt um þátttöku bæjarsjóðs Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudagskvöld lagði Geir- þrúður Charlesdóttir fram til- lögu þess efnis að bæjarstjórn lýsi því yfir að hún muni styðja byggingu tónlistarskólahúss fjárhagslega. Flutningsmaður ásamt henni var Árni Sigurðs- son. Hinsvegar lagði Þuríður Pétursdóttir til að tillögunni yrði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs og var það samþykkt. Ekki er ljóst hver áhrif þessa verða á framhald byggingar tónlistarskólahúss. Sjá nánar á bls. 5 ■ I L Knut Jeppesen, arkitekt, hefur lokið úttekt á því hvort gamla sjúkrahúsið á Isafirði henti sem framtíðarhúsnæði bókasafnsins, héraðsskjala- safnsins og listasafnsins. Að mati hans er húsið mjög vel til þess fallið að vera slík menn- ingarmiðstöð. Hugmynd Knuts er í grófum dráttum sem hér segir: Á fyrstu hæð mætti koma fyrir kjam- anum í bókasafninu og menn- ingarmiðstöðinni. Á annarri hæð gæti listasafnið verið til húsa. Á þriðju hæð mætti hafa fundar- og fræðsluaðstöðu ýmis konar. Kjallara hússins væri hægt að nýta fyrir skjala- safn, bókageymslu og aðrar geymslur, sem við kæmu starf- seminni í húsinu. Þá segir Knútur að auðveld- lega virðist mega tengja saman herbergi, þannig að myndast geti stærri einingar, með því að slá gat á veggi. Einnig væri hugsanlegt að fjarlægja vissa veggi, t.d. í risi. í lokaorðum umsagnar sinnar segir Knútur síðan: „Óhætt er að slá því föstu á þessu stigi, að hægt er á til- tölulega auðveldan hátt að koma þeirri starfsemi fyrir í húsinu, sem hér hefur verið drepið á. Stór þáttur fram- kvæmda yrði í því fólginn að hreinsa til t.d. í kjallara, fjar- lægja nokkra veggi og brjóta nokkur göt, setja nýjan gólf- dúk á herbergin, bæta raf- magnslýsinguna og mála húsið að utan og innan, auk lagfær- ingar á gluggum.“ Bókafulltrúi menntamála- ráðuneytisins, Kristín H. Pét- ursdóttir, telur og að flutning- ur í gamla sjúkrahúsið yrði góður kostur. „Byggingin er vel staðsett í bænum, væri fall- egur rammi um menningar- miðstöð, og skapaði safninu skilyrði til að styrkja og efla starfsemi sína og gagnsemi fyrir bæjarfélagið og bóka- safnsumdæmið,“ segir Kristín m.a. í umsögn sinni. Jóhann Hinriksson, yfir- bókavörður, sagði mjög brýnt að bæjarstjórn tæki ákvörðun um mál þetta strax, því ekki veitti af tveimur árum til að undirbúa flutning, en húsið á að losna 1987. „Ef sjúkrahúsið verður ekki gert að safnahúsi held ég að aldrei verði neitt gert fyrir bókasafnið,“ sagði Jóhann og bjóst ekki við að bærinn hefði efni á að byggja undir safnið á næstu árum. Grunnflötur núverandi hús- næðis aðalsafns er 238 ferm., en að geymslum safnsins með- töldum er heildargrunnflötur 380 ferm. Samkvæmt alþjóð- legum stöðlum er lágmarks- húsnæðisþörf safnanna 945 ferm., en samkvæmt dönskum stöðlum 1162 ferm. Gamla sjúkrahúsið er 914 ferm., þannig að Ijóst er að húsið er með minnsta móti til að leysa vanda safnanna, en Jóhann Hinriksson telur að með skyn- samlegri skipulagningu og samnýtingu mætti koma þessu heim og saman. Bikarkeppnin: Isfirðingar slegnir út — Fram sigraði með einu marki gegn engu í gærkvöldi keppti ÍBÍ við Fram í bikarkeppninni. Leikur- inn fór fram á Skeiði í grenjandi rigningu og var frekar rislítill, fátt um fína drætti. Framarar sóttu mun meira í fyrri hálfleik og skall hurð oft nærri hælum. Um miðjan hálf- Ieikinn skoruðu þeir mark sem var dæmt af. Það bættu þeir upp rétt fyrir hálfleik og var staðan því 1—0 í leikhléi. ísfirðingar mættu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og sóttu meira, sérstaklega undir lok leiksins. Færðist þá mikið fjör í leikinn þrátt fyrir að rigningin færðist heldur í aukana. En ekki tókst ÍBÍ að skora og duttu því útúr bikarkeppninni. Fiskeldi: íslax að hefja framkvæmdir á Nauteyri — frekari rannsóknir standa yfir íslax heitir fyrirtæki sem stofnað hefur verið um fiskirækt á Nauteyri. Það var stofnað fyrir nokkrum árum af Þórði Ólafs- syni, Eiríki Briem, Þorsteini og Magnúsi Jóhannessonum, á- samt Nauteyrarhreppi, en i febrúar s.l. bættust nokkrir hluthafar við: Víkingur hf. (út- gerðarfélag Norðurtangans), Einar Guðfinnsson hf„ Hjálmur hf„ Benedikt Eggertsson, Engil- bert Ingvarsson, Áuðunn Karls- son og Guðmundur B. Jónsson. Rætt hefur verið um að íshúsfé- lag fsfirðinga og Hraðfrystihús- ið Hnífsdal bætist í þennan hóp. Aðalfundur fslax var haldinn inni í Djúpi á laugardaginn. Þar var ákveðið að bora eftir heitu vatni á Nauteyri í sumar. Þar er ein hola fyrir. Síðan var sam- þykkt að byggja klakhús og eru framkvæmdir að hefjast. Verð- ur það a.m.k. gert fokhelt í sumar og er áætlaður kostnaður við það 1,5 — 2 milljónir. Húsið verður 300 — 400 ferm. Bygg- ingarmeistari verður Benedikt Eggertsson í Hafnardal, en hann er einnig framkvæmda- stjóri félagsins. í sumar verður ennfremur unnið að rannsóknum á svæð- inu. Gæði vatnsins verða könn- uð, bæði þess heita og þess kalda. Þá verða gerðar seltu- og hitastigsmælingar á sjónum með flotkví í huga. Einnig er hugsanlegt að gerðar verði mælingar í Reykjafirði. Keypt hafa verið 4.500 seiði og eru þau nú í tjörn þama inn- frá. Ætlunin er að sleppa þeim nú í júlí til að prófa hafbeit. Frekari framkvæmdir á svæð- inu ráðast síðan af niðurstöðum rannsókna. Stjómarformaður íslax er Engilbert Ingvarsson á Tyrð- ilmýri, en aðrir í stjóm eru Eggert Jónsson, Einar Jóna- tansson, Einar Oddur Krist- jánsson og Auðunn Karlsson.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.