Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 4

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 4
ísafjarðarkanpstaðar Yfirverkstjóri Starf yfirverkstjóra ísafjarðarkaupstaðar er auglýst lausttil umsóknar. Auk umsjónar með daglegum rekstri áhaldahúss ísafjarðarkaup- staðar felst starfið í verklegum framkvæmd- um á vegum bæjarins. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tæknideildar eða bæjarstjóri og skal umsókn- um skilað til annars þeirra á skrifstofu bæjar- sjóðs fyrir 13. júlí n.k. Starfsfólk vantar nú þegar á Elliheimilið á ísafirði. Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 3110. Bæjarstjórinn. ORKUBÚ VESTFJARÐA Stakkanesi 1 - Pósthólf 220 400 ísafjöröur UTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum í eftir- farandi: Steyptar undirstöður undir stálgrindarvirki, tækjagrindur og spenni. Reisingu burðar- virkja úr stáli, uppsetningu rafbúnaðar og tengingu hans háspennumegin í aðveitu- stöðvum á Keldneyri við Tálknafjörð og við Mjólkárvirkjun. Útboðsgögn: Tengivirki Keldneyri — Mjólká. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Orkubús- ins á ísafirði frá og með miðvikudeginum 27. júní 1984 og kosta kr. 600. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 17. júlí kl. 13:00 á skrifstofu Orkubúsins á ísafirði að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska og skulu tilboð hafa borist tæknideild Orku- búsins fyrir þann tíma. ORKUBÚ VESTFJARÐA Póstur og sími LAUS STAÐA 50% staða póstafgreiðslumanns er laus. Umsóknarfrestur er til 12. júlí 1984. Upplýsingar veitir stöðvarstjóri. Æ Afgreiðslustarf Óska að ráða í heilsdags isafjarðar starf við afgreiðslu. apotQh ÁSBJÖRN SVEINSSON ■ SÍMI 3009 PÓSTHÓLF 14 400 ÍSAFIRÐI vestfirska rRETTABLADIS Henni var kalt. Með frostbitnar kinnar arkaði hún hús úr húsi með blöðin. Oft þurfti hún að klofa skafla til að komast heim að dyrum, stundum til þess eins að finna frosna bréfalúgu. Hvað átti hún að gera við blaðið? — Það voru einhver ráð með það og áfram hélthún veginn íheimskautarökkrinu og kappklædd — en þó kalt, Belgi að bera íslend- ingum blöð. Karine de Haes, 18 ára skiptinemi. Haes þýðir á flæmsku, móðurmáli hennar, héri — dýr sem ekki lifir á Islandi. „Já, það er kalt á íslandi,“ sagði hún á þessari fínu ís- lensku, og var klædd lopapeysu þó komið væri sumar. „Ég var alltaf með bláar kinnar í vetur.“ — En getur ekki orðið svolítið kalt í Belgíu á veturna? „Aldrei svona kalt. Stundum koma 1 — 2 cm af snjó og þá fer enginn út. Einstöku sinnum koma 10 cm og þá er allt í voða — það er t.d. enginn með vetr- ardekk.“ — Þannig að þetta hefur verið svolítið nýtt fyrir þig að sjá svona mikinn snjó? „Já. Þegar ég kom í ágúst í fyrra var ennþá heilmikill snjór á fjöllum. Ég hugsaði með mér: ha, snjór í ágúst! Svakalegt! En þetta hefur víst verið mildur vetur er það ekki? — Guð, hvað ég var heppin. — Fórstu á skíði? „Já, en ég er alveg eins og aumingi á skíðum. Ég fór í fyrsta skipti í barnalyftuna um páskana og datt bara fimm sinnum úr lyftunni. Fólkið var alveg bit: heyrðu kanntu ekki á skíði? Flýttu þér, flýttu þér! — Ég skammaðist mín alveg ó- skaplega, var orðin alveg eld- rauð í framan af feimni.“ — Nú ertu búin að vera á ísafirði í um 10 mánuði. Hefur þessi tími verið lengi að líða? „Ja, þetta var svolítið erfitt í vetur, svo dimmt og drungalegt. En núna er bjart allan sólar- hringinn. Þetta er svo skrítið. Ég næ varla að sofna þegar er svona bjart. Hér er svo mikill munur á vetri og sumri. Þetta er ekki svona í Belgíu. Þar tekur maður varla eftir því hvort það er vetur eða sumar.“ — Kemurðu frá stórri borg? „Ja, ég kem frá 20 þús. manna bæ sem heitir Aarschot og er rétt hjá Brussel. Það er mjög þéttbýlt þarna, þannig að 5 mín. keyrsla er yfir í næsta bæ.“ — Hvað fannst þér þá að koma í svona einangraðan lítinn bæ norður undir heimskauti? „Alveg svakalegt. Þegar ég var á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur spurði ég: hvar er allt fólkið?' Hér er enginn. Svo kom ég hingað og sá að hér voru bara nokkrar götur. Þetta var svaka munur. En þetta venst. Það verður skrítið að fara aftur heim, þar sem allir eru flaut- andi í umferðinni. Hér er allt miklu rólegra.“ — Hvers vegna valdirðu ísland? „Ég veit það ekki. Ég hafði ekki heyrt mikið um landið. Ég vildi fara til einhvers annars lands en Bandaríkjan.ia, sem flestir skiptinemar fara til; til ó- þekkts lands. Ég vissi ekkert þegar ég kom.“ — Hvernig kanntu svo við landslagið, fjöllin? „Vel,“ segir hún á innsoginu og kveðst endilega þurfa að ganga uppí skál (Naustahvilft) áður en hún fer. Hvort fjöllin hefðu þrengt að henni fyrst? „Jú, í byrjun. Ég er vön að Já, þetta varsvolítið erfitt í vetur, svo dinri geta horft vítt og breitt, en það er ekki hægt hér.“ — En nú ertu sjálfsagt vön trjám frá Belgíu? „Já, ég fór að spyrja: hvert fara þau eiginlega með hundinn til að pissa? í Belgíu er það alltaf utan í tré. Svo hló ég mikið þegar þau töluðu um að fara inn í Skóg. Það eru bara nokkur tré þarna.“ Karine segist hafa verið að vinna í frystihúsi síðasta mán- uðinn. „Mér fannst svo gaman að vinna þar. Það var stundum erfitt, en við gerðum það bara Lúxus að — rætt við Karine de Ha<

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.