Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 5

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1984, Blaðsíða 5
vsstfirska FRETTABLADID nmt og drungategt... ensku, en passaði mig á að nota hana ekki of mikið, byrjaði strax að reyna að babbla ís- lensku. Ég lærði bara sjálf já og hjá fjölskyldunni.“ — Þú varst í Menntaskólanum, hvernig gekk það? „Það var svolítið leiðinlegt í byrjun. Ég skildi ekki neitt sem kennarinn sagði og var alltaf að hugsa um eitthvað annað. En það var skemmtilegra eftir ára- mót, þá var ég farin að skilja meira.“ — Nú ertu búin að ná íslensk- unni vel, hvað ætlarðu svo að gera við hana? „Ég get ekkert gert við hana. Ég var að hugsa um að halda áfram að læra íslensku, en það er bara hvergi hægt að læra hana í Belgíu.“ — Fyndist þér ekki Ieiðinlegt að týna henni niður? „Ég ætla ekki að gera það. Ég mun skrifa og senda kassettur og koma aftur einhvern tíma. Þetta týnist nú ekki svo fljótt." — Finnst þér það hafa verið þess að hafa frumkvæðið. Þegar ís- lendingar eru á annað borð búnir að opna sig, þá eru þeir mjög fínt fólk og gaman að kynnast þeim.' ítalir babbla stöðugt og segja kannski ekkert nema mamma mía, en íslend- ingar eru dýpri. Þeir tala minna en segja meira.“ — Hefurðu kynnst mörgum íslendingum? „Ég þekki kannski marga sem ég heilsa á götu, en það eru fáir sem ég þekki vel. Þá fáu sem ég þekki get ég alltaf heimsótt og er alltaf velkomin. íslendingar hafa tekið mér mjög vel. — Nei, þeir hafa ekki ein- angrað mig eða neitt svoleiðis, þvert á móti hafa þeir sýnt mér mikinn áhuga. Krakkarnir í frystihúsinu spurðu t.d. mikið um Belgíu." — Vinna krakkar í Belgíu á sumrin? „Nei, það er svo mikið at- vinnuleysi að ekki er hægt að fá vinnu. Mér fannst svo mikill lúxus að fá að vinna hérna. Bara fara upp í frystihús og biðja um fá að vinna es skiptinema frá Ðelgíu skemmtilegt sjálf með alls kon- ar sprelli.“ — Gætirðu hugsað þér að vinna heilt ár í frystihúsi? „Kannski hálfan daginn, ekki allan. Ég var aðeins farin að þreytast í lokin, þó ég hefði ekki unnið nema einn mánuð. Síð- asta daginn var sprautað á mig, en ég sprautaði bara til baka.“ — Nú kunnir þú ekki stakt orð í íslensku þegar þú komst, hvernig gekk að ná sambandi við íslendinga? „Það var erfitt. Maður gat bara brosað. Ég reyndi aðeins virði að eyða heilu ári af lífi þínu hér í þessu norðlæga þorpi? „Já. En ég get ekki sagt að það hafi alltaf verið gaman, það var erfitt stundum. En ég hef lært heilmikið. Ég þurfti að breyta sjálfri mér til að passa í kramið. Mér finnst íslendingar alltaf opnir fyrir nýjum hug- myndum, en það var ég ekki. Ég hélt ég mundi geta lifað eins og Belgi héma, en raunin varð önnur.“ — Fannst þér erfitt að kynn- ast íslendingum? „Nei, en það þurfti stundum vinnu næsta mánuðinn. Jájá, komdu bara, sögðu þeir. Ég var svo hissa.“ — Að lokum Karine, hlakkarðu til að fara heim? „Já, það geri ég. En það verður svolítið erfitt að kveðja. Ég er samt dálítið hrædd að fara heim, veit ekki hvað ég hef breyst mikið og hvort þau hafa breyst heima. Kannski er heima ekki til lengur.“ Vestfirska fréttablaðið óskar Karine góðrar ferðar heim og vonar að sú lífsreynsla að búa meðal fslendinga eigi eftir að koma henni til góða. ■ ■■ég hugsaði með mér: Ha, snjór í ágúst! Svakalegtt... ...En þetta hetur víst verið mildur vetur erþað ekki?" 5 Tónlistarskólahús: Deilt um fjárhagslegan stuðning bæjarsjóos — málinu vísað til næstu fjárhagsáætlunar „Ég er afskaplega óhress með það, hvernig meirihluti bæjar- stjómar tekur á þessu mikilvæga máli, því að þetta er 36 ára gömul stofnun, sem aldrei hefur eignast þak yfir höfuðið. Það er tími til kominn að þessi rekstur fái fast aðsetur. Það er siðferði- leg skylda okkar bæjarfulltrúa að stuðla að því að svo geti orð- ið. Ellegar sé ég ekki fram á annað en að við stöndum frammi fyrir því, að þessi stofn- un leggist bara niður.“ Þetta sagði Geirþrúður Charlesdóttir, bæjarfulltrúi í samtali við Vf, um þá afgreiðslu sem tillaga hennar og Áma Sig- urðssonar bæjarfulltrúa fékk á bæjarstjórnarfundi s.I. fimmtu- dagskvöld, þess efnis að bæjar- stjórn lýsi yfir stuðningi við byggingu tónlistarskólahúss. Orðrétt var tillagan svohljóð- andi: „Bæjarstjórn ísafjarðar lýsir því yfir, að hún muni styðja byggingu tónlistarskólahúss, fjárhagslega, eftir nánari á- vörðun síðar.” Geirþrúður sagði að í til- unni hefðu ekki falist neinar tímasettar skuldbindingar, held- ur hefði ætlunin verið sú að knýja fram hvort stuðnings bæj- arsjóðs mætti vænta. En á bæjarstjórnarfundinum lagði Þuríður Pétursdóttir bæj- arfulltrúi til að tillögu Geir- þrúðar og Árna yrði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs. Var sú tillaga samþykkt af meiri- hluta bæjarstjórnar að viðhöfðu nafnakalli. í samtali við Vf sagði Þuríður Pétursdóttir að fjárhagsstaða bæjarsjóðs væri það slæm að hún leyfði engarfjárhagslegar skuldbindingar varðandi bygg- ingu tónlistarskólahúss. „Það er alveg sama þótt bæjarstjórn sé öll af vilja gerð, þá er það blekking að segja við fólk að bærinn ætli að styðja þetta. Það verður ekki gert nema pen- ingar séu til. Ég sé ekki fram á að bærinn geti eytt fjármagni í þetta næstu árin.“ Þuríður sagði ennfremur, að það hlyti að vera hægt að leysa húsnæðisvandamál skólans með öðrum hætti. 1 því sambandi sagði hún, að það mætti vel hugsa sér nýskipan skólamála, þar sem starfsemi Tónlistar- skólans yrði í skólahúsnæði, sem til væri fyrir í bænum. í því sambandi hefur m.a. verið bent á Húsmæðraskólann og Mennta- skólann. Ljóst er að þeir aðilar, sem staðið hafa að fjáröflun vegna byggingar tónlistarskólahúss, hafa treyst verulega á fjárhags- stuðning frá bæjaryfirvöldum. Nú hefur Tónlistarfélagið til umráða 2 milljónir til fram- kvæmdanna. Kostnaðaráætlun við byggingu hússins samkvæmt fyririiggjandi teikningum miðað við verðlag í vor er um 20 mill- jónir. Að ákvörðun bæjarstjórnar hefur skólanum nýlega verið út- hlutað lóð á Torfnesi. Fyrirhug- að var að byrja á að steypa plötu hússins í sumar. í því sambandi var verulega treyst á væntanleg- an stuðning bæjaryfirvalda. Því er ekki Ijóst hvert framhald málsins verður. Við höfðum samband við Högna Þórðarson formann tónlistarfélagsins og spurðum hann hver staða mála væri eftir bæjarstjórnarfundinn á fimmtudag. Hann sagði, að enn hefði ekkert verið ákveðið um framhald. Reiknaði hann með því að efnt yrði til félags- fundar mjög fljótlega til að fjalla um þetta mál. Hann sagði hins vegar að dræmar undirtekt- ir bæjarstjórnar yllu sér miklum vonbrigðum. Að nú þegar væri búið að leggja í kostnað með fullu samþykki bæjarstjórnar og með framlögum frá bæjarsjóði við að teikna þetta hús. Það hefði verið leitað til almennings og fyrirtækja eftir fjárstuðningi í fullri alvöru um að farið yrði út í byggingu. „Þess vegna eru dræmar undirtektir bæjarstjórn- ar okkur mikil vonbrigði. Að ekki sé einu sinni um viljayfir- lýsingu að ræða, heldur sé mál- inu vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs. Þetta er ekkert annað en frestun á því að taka afstöðu í málinu,” sagði Högni. Hann taldi ennfremur tillögur um annað húsnæði óraunhæfar að því leyti að ekki hafi ennþá 'verið bent á húsnæði, sem sé laust undir þessa starfsemi. Hann sagði að einungis hafi verið nefnt húsnæði, sem þegar væri fast undir aðra skóla og að það væri ekki á valdi Tónlistar- félagsins að ráðskast með slíkt húsnæði.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.